NT - 04.05.1984, Qupperneq 3
„Stóru“ málin í borgarstjórn í gærkvöldi:
Hundar-fjalakettir og gervigras
Dauðadómur
yfir Búseta
■ Deila um túlkunar-
atriöi á lagafrumvarpi
um Húsnæðismálstofnun
kom upp milli stjórnar-
flokkanna á Alþingi í
gærmorgun rétt áður en
afgreiða átti 1. frumvarpið
frá neðri deild þingsins.
Halldór Blöndal þingmað-
ur Sjálfstæðisflokks hélt
fram þeirri skoðun sinni
að samkvæmt lögunum
næðu ákvæði um lán til
húsbygginga félagssam-
taka ekki til húsnæðissant-
vinnufélaga á borð við
Búseta. Alexander Stef-
ánsson heldur fast við fyrri
túlkun sína þess efnis að
samkvæmt lögunum sé
opin möguleiki að Búseta-
félögin fái umrædd lán.
Samkvæmt beiðni Þor-
steins Pálssonar formanns
Sjálfstæðisflokksins var
afgreiðslu málsins frestað
í neðri deild í gær en
verður væntanlega tekið
fyrir í dag. Fundað var um
málið í ríkisstjórn í gær-
morgun og innan þing-
flokks Sjálfstæðisflokks en
svo virðist sem að á hvor-
ugum staðnum hafi tekist
að útkljá það.
Nái hugmyndir Hall-
dórs Blöndal sem studdar
eru af að minnsta kosti
stórum hluta þingflokks
Sjálfstæðisflokks fram að
ganga þýðir það nánast
dauðadóm yfir öllu frek-
ara starfi þeirra Búsetu-
félaga sem stofnuð hafa
verið að undanförnu, sam-
kvæmt þeim upplýsingum
sem blaðið fékk hjá Reyni
Ingibjartssyni starfsmanni
Búseta í Reykjavík.
■ Nú þegar Ijóst er að Flugmálastjórn hefur rekið dýpkunarskip um árabil er spurning hvort ekki megi nýta þessa reynslu stofnunarinnar
og láta hana taka yfir vitamáiin. Kannski er þetta ekki svo fráleit framtíðarsýn? NT-mynd: Róbert
Skipaútgerð Flugmálastjórnar lokið?
Hornfirðingar kaupa
skip af Flugmálastjórn
■ Það er í mörg horn að líta
hjá embætti flugmálastjóra. Um
daginn seldi stofnunin skip,
dýpkunarpramma, sem verið
hefur í hennar eigu um árabil,
til Hornarfjarðar. Hafði skipið
legið ónotað á Pollinum á Akur-
eyri um tveggja ára skeið, en
þar áður var hann notaður til að
ná í fyllingarefni vegna lenging-
ar flugbrautarinnar í kaupstaðn-
um. Enn fyrr kom pramminn
við sögu flugvallarframkvæmda
á Sauðárkróki. Söluverðið var
1.5 milljónir króna.
Hornfirðingar sjá margvísleg-
an ávinning af því að fá þetta
skip í flota sinn. Þeir telja að
hingað til hafi Vita- og hafna-
málastofnun ekki sinnt höfn
þeirra, sem þarf að dýpka með
reglulegu millibili vegna fram-
burðar á jökulleir og sandi.
„Svo er þetta einfaldlega at-
vinnuspursmál hjá okkur,“
sagði Sverrir Guðnason formað-
ur hafnarstjórnar á Höfn, í
samtali við NT. „Við viljum
sjálfir annast þetta og láta pen-
ineana sem í betta fara rúlla
hérna heima en ekki fara út úr
byggðarlaginu. En það er um að
ræða talsverða fjármuni," sagði
hann.
Sverrir bjóst ekki við að mik-
ið yrði dýpkað í sumar, nema ef
vera skyldi við loðnu- og haf-
skipabryggjuna. En á næstu
árum muni ekki skorta verkefni
fyrir prammann.
■ Þessi knöttur, sem Baldur Jónsson vallarstjóri hampar hér á
myndinni á að líkindum eftir að rúlla á gerfigrasi í sumar.
NT-raynd Róbert
stöndum, hlýtur að vera sú að
borg og eftir atvikum ríkið geri
okkur kleift að afstýra því að
svo verði og að Þorkell Valdi-
marsson ljái því eyra ef að við
höfum eitthvað það að bjóða,
sem í veg fyrir niðurrif geti
komiö“ sagði Jóhann Páll bóka-
útgefandi í 9 líf, samtökum,
sem hafa beitt sér fyrir verndun
og uppbyggingu Fjalakattarins.
„Komi ekki til skilningur
borgar og ríkis fæ ég ekki séð að
samtök okkar fái miklu áorkað.
Hér eru slík menningarverð-
mæti í húfi að opinber stuðning-
ur verðu að koma til,“ sagði
Jóhann.
Hundahald leyft með
stróngum skilyrðum
Næstu fjögur árin verður
hundahald leyft í Reykjavík
með ströngum skilyrðum eftir
■ í upphafi fundar í borgarstjóm í gærkvöldi voru aðeins mættir auk sjálfs húseigandans,
rannsóknarblaðamaður afHelgarpóstinum, kvikmyndaleikstjóri og útvarpsmaður.
að hafa verið bannað í 60 ár.
Borgarstjórn samþykkti í gær-
kvöldi að fela skrifstofustjóra
borgarinnar að semja reglugerð
þar sem undanþágur frá hunda-
banni verða skilgreindar. Innan
fjögurra ára fari fram almenn
atkvæðagreiðsla um málið, hin
fyrsta sinnar tegundar í Reykja-
vík.
Skilyrðin verða þessi: Alla
hunda skal skylt að skrá, eig-
endur hunda greiða afgjöld í
borgarsjóð, þegar leyfi eru feng-
in eða þau framlengd, hundar
skulu skoðaðir og hreinsaðir
árlega, skylt verður að tryggja
hunda, þeir skulu hafðir í bandi,
eða helsi utandyra, ekki má
vera með hunda í almennings-
görðum milli kl. 08 og 21,
lausbeislaðir hundar verða
gerðir upptækir.
Innan fjögurra ára skal fara
fram almenn atkvæðagreiðsla
um hvort leyfa skuli hundahald
í borginni í ljósi reynslunnar af
þessari reglugerð. Hundaeig-
endur verða skyldir að sæta
þeim ákvörðunum sem teknar
verða í framhaldi af slíkri at-
kvæðagreiðslu. Tillaga Alþýðu-
bandalags, Alþýðuflokks og
Kvennaframboðs um skoðana-
könnun um nokkra valkosti í
hundamálum nú í sumar var
felld. Fulltrúar Framsóknar-
flokksins greiddu atkvæði með
meirihlutanum.
Gerður Steinþórsdóttir var
þó andvíg tillögunni um al-
menna atkvæðagreiðslu. Ég tel
að minnihlutinn verði að eiga
sinn rétt,“ sagði hún t' samtali
við NT, „70% borgarbúar eiga
ekki að geta bannað 30%, að
halda hund“.
Gengið frá lagningu
gervigrass
„Við höfum lifað í þessu landi
án gervigrass í ellefuhundruð ár
og ættum að geta gert það í einn
mánuð til eitt ár enn“ sagði
Sigurjón Pétursson borgarfull-
NT-myndir Arni Sæberg
trúi i gær er hann gagnrýndi
samninginn við þýska fyrirtækið
Balsam um lagningu gervigrass
á Laugardalsvöllinn, en sá
samningur var staðfestur í borg-
arstjórn í gær.
Fyrirtækið Balsam hefur litla
reynslu af lagningu gervigrass
nema í Austurlöndum. Svo
hafði verið ráð fyrir gert að
beðið yrði eftir því hvernig
fyrirtækinu tækist til við lagn-
ingu gervigrass á íþróttavöll í
Osló áður en Reykjavíkurborg
gengi frá lokasamningum við
það. Nú hefur borgarstjórn fall-
ið frá því vegna tafa á verkinu í
Osló. Gagnrýndi Sigurjón og
fleiri fulltrúar minnihlutans
þessa ákvörðun og töldu ekki
fengna næga tryggingu hvorki
fyrir gæðum grasmottunnar né
nægjanlega vandaðri undirbún-
ingsvinnu. Júlíus Hafstein for-
maður íþróttaráðs sagði fyrir-
tækið vaxandi í seinni grein og
taldi samninga borgarinnar
við það góða. Fyrirtækið greiddi
10% tryggingu sem væri óaftur-
kræf kæmu gallar í Ijós. Sömu-
leiðis ætti borgin kröfu á að fá
20% fyrirframgreiðslu endur-
greidda í slíkum tilvikum. Enn-
fremur hefur verið gengið svo
frá að ágreiningsefni milli borg-
arinnar og þýska fyrirtækisins
yrði útkljáð fyrir íslenskum
dómstólum.
■ Niðurrif Fjalakattarins hef-
ur verið heimilað. Á fundi borg-
arstjórnar í gærkvöldi var sam-
þykkt með 11 atkvæðum gegn 9
að leyfa eiganda hússins, Þor-
keli Valdimarssyni, sem um ára-
bil hefur þurft að greiða fast-
eignagjöld af lóð hússins án
þess að geta nýtt það á nokkurn
hátt, að rífa það. Allir fulltrúar
sjálfstæðismanna greiddu at-
kvæði með heimildinni utan
Hulda Valtýsdóttir, sem greiddi
atkvæði gegn. Minnihlutinn var
gegn heimildinni fyrir utan að
Sigrún Magnúsdóttir og Sigurð-
ur E. Guðmundsson sátu hjá.
„Ég sef rólegur á þessu í nótt.
En nú er mér efst í huga að það
hefur verið hlustað á hinn þögla
meirihluta,“ sagði Porkell
Valdimarsson, eigandi Fjala-
kattarins við Aðalstræti 8 í
Reykjavík, við blaðamann NT
eftir að borgarstjórn hafði í
gærkvöldi heimilað honum
niðurrif hússins.
„Ég vona að ég geri ekkert
sem ég á eftir að sjá eftir frekar
en hingað til,“ sagði Þorkell
þegar blaðamaður spurði hann
hver hans næstu skref varðandi
Fjalaköttinn yrðu. Þorkellsagði
að ekki hefði verið haft sam-
band við sig áður en samtökin 9
líf voru stofnuð, en þau beita
sér fyrir varðveislu hússins.
Ekki vildi Þorkell gefa neitt út
á það hvort hann væri tilbúinn í
viðræður við samtökin. „Það
sem samtökin vilja gera núna
var mér bannað af slökkviliðs-
stjóra árið 1978.“
„Ég hlýt að harma ef að til
niðurrifs Fjalakattarins kemur.
Von okkar, sem að 9 líf