NT - 04.05.1984, Page 12

NT - 04.05.1984, Page 12
Föstudagur 4. maí 1984 12 Útvarp kl. 11.35: Þáttur Jónasar frá föstudeginum langa endurtekinn vegna fjölda áskorana! ■ Þegar blaðamaður NT hafði samband við Jónas Jónasson, útvarpsmann á Ak- ureyri, til að fræðast um hverjir yrðu kvöldgestir hans þetta föstudagskvöld, þá sagði hann, að sér hefðu borist margar áskoranir um að endurtaka þáttinn frá kvöldi föstudagsins langa, - en þá ræddi hann við Einar J. Gíslason, forstöðu- mann Fíladelfíusafnaðarins og Ragnhildi Ragnarsdóttur. Mikill hópur Vestmanna- eyinga sendi áskorun til Ríkis- útvarpsins um að endurtaka þennan þátt, - en Einar er fæddur og uppalinn í Vest- mannaeyjum. Einnig sagðist Jónas hafa heyrt frá hlustend- um á Austfjörðum, sem báðu eindregið um endurtekningu þáttarins. Jónas sagðist hafa vísað mál- inu suður til aðalstöðva og þar hefði verið tekin sú ákvörðun að endurtaka þennan þátt. *'A4*K ,«| ■ Jónas Jónasson hefur rætt við marga kvöldgesti í þáttum sínum á föstudagskvöldum og hlustendur bíða alltaf spenntir eftir næstu gestum. I þetta sinn verður endurtekinn þátturinn frá kvöldi föstudagsins langa, en óskir um það höfðu borist frá mörgum hlustendum víða af landinu. ■ Úr kvikmyndinni Besti maðurinn: Henry Fonda athugar málið. Sjónvarp kl. 22.00 föstudagsmyndin: Besti maðurinn ■ Föstudagsmyndin að þessu sinni er bandarísk frá 1964. Hún gengur út á átök í sam- bandi við útnefningu flokk- anna á forsetaefni og gengur á ýmsu í baráttunni. Það má segja að þetta sé tímabær mynd nú, þegar sams konar barátta fer nú fram í Banda- ríkjunum, en vonandi ekki þó með sömu bellibrögðum og koma fram í þessari mynd. Þarna keppa tveir stjórn- málamenn um útnefningu til framboðs í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Þeirn er báðum mikið keppikefli að fá stuðning ríkjandi - en fráfar- andi - forseta og annar fram- bjóðandinn grípur til glæp- samlegra úrræða til að koma sínum málstað fram. I myndinni koma fram marg- ir góðir leikarar. í aðalhiut- verki er Henry Fonda, einnig Cliff Robertson, Lee Tracey, Shelley Berman, Mahalia Jackson, Edie Adams, Mar- garet Leighton og Ann Soth- ern. Leikstjóri er Franklin Schaffner, en þýðandi Guð- brandur Gíslason. Útvarp kl. 23.15: Ferðast með Ara T rausta í þættinum Heimaslóð Daníel Júlíusson 1 Júh'usson ■ í útvarpinu kl. 11.35 á föstudagsmorgun er þátturinn „Heimaslóð“ - Ábendingar um ferðaleiðir, sem Ari Trausti Guðmundsson sér um. Þetta er 6. þátturinn af átta, og munu þeir tveir sem eftir eru verða fluttir á næstu tveimur vikum. Ari Trausti var beðinn að segja lesendum NT svolítið frá þessum þætti. Honum fór- ust svo orð: „Efni þáttarins er kynning á áhugaverðum leiðum og stöðum, sem hægt er að heim- sækja víðs vegar á landinu, og þá helst þeim stöðum, sem eru svolítið utan þess venjulega - ekki alveg kannski á hringveg- inum. Ég hef reynt að sýna fram á eina og aðra króka, sem gaman væri að fara frá hinum hefð- bundnu leiðum. Þessi þáttur á föstudaginn er reyndar svolítið frábrugðinn öðrum frásögnum mínum, þar sem ég mun aðallega fjalla nú um „gönguferðir með útbún- að“, eins og við köllum það. Það eru þessar sérstöku ferðir þar sem menn ferðast í nokkra daga með allt sitt farteski á bakinu. Ég tala um útbúnaðinn og hvernig best er að undirbúa slíkar ferðir, og síðan kynni ég nokkrar leiðir sem eru til- valdar fyrir gönguferðir. Ég dvel líklega mest við hinn svonefnda „Laugaveg", sem er gönguleiðin milli Land- mannalauga og Þórsmerkur. Ég minnist líka á gönguleiðir á Hornströndum og af Austur- landi í Lón. Næsti þáttur fjallar mikið um ýmsar sérleiðir á Aust- fjörðum og sá alsíðasti er aðal- lega um þessa þrjá aðalfjall- vegi á landinu, þ.e.a.s. Kjöl, Sprengisand og Fjallabaks- leið,“ sagði Ari Trausti Guð- mundsson að lokum. ■ Ari Trausti Guðmundsson. ■ í þættinum Bylgjur, sem verður á dagskrá kl. 16.00 í dag á Rás 2, mun Árni Daníel Júlíusson spila tónlist þá sem nefnist nýbylgja. í þættinum í dag verður ýmislegt á dagskrá, m.a. verður spilað nokkuð af tónlist hljómsveitarinnar Joy Division frá Manchester í Englandi. Hljómsveit þessi er ein' af þékktustu nýbylgju- hljómsveitum Breta, eða öllu heldur var, - því við dauða söngvara hennar var nafninu breytt í New Order, ög starfar hljómsveitin enn undir því nafni. GestirþáttarinserOxmá, fyrirbæri sem í senn er hljóm- sveit, kvikmyndagerðarfyrir- tæki og myndlistarfyrirtæki. Auk þess verða ýmsar nýjar plötur spilaðar í þættinum. Árni Daníel er ýmsum kunnur sem fyrrverandi hljómborðsleikari í Q4U og núverandi poppfréttaritari NT. Föstudagur 4. maí 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Oaglegt mál. Endurt. þáttur Sig- uröar Jónssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorö - Gyöa Jónsdóttir talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Hnífaparadansinn“ eftir Jón frá Pálmholti Höfundur les (7) 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá Hermundar- felli sér um þáttinn (RÚVAK) 11.15 Tónleikar 11.35 Heimaslóð. Ábendingar um ferðaleiðir. Umsjón: Ari Trausti Guömundsson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 Ferðaminningar Sveinbjarn- ar Egilssonar; seinni hluti Þor- steinn Hannesson les (17). 14.30 Miðdegistónleikar 14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Ei- ríksdóttir kynnir nýútkomnar hljóm- plötur. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir 16.20 Síðdegistónleikar Walter Triebskorn og Sinfóníuhljómsveit- in í Berlín leika Konsertínu fyrir klarinettu og hljómsveit eftir Fer- uccio Busoni; C.A. Bunte stj. / Aaron Rosand og Sinfóníuhljóm- sveit Luxemborgarútvarpsins leika Fiölukonsert op. 11 eftir Joseph Joachim; Siegfried Köhler stj. 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Margrét Ólafsdóttir og Jórunn Sig- uröardóttir 20.00 Lög unga fólksins Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvakaa. Vatnajökulsleið og Árnakvæði; fyrri hluti Sigurö- ur Kristinsson fjallar um leiö þá er Árni lögmaður Oddsson er sagður hafa riöið til þings. b. Einar Krist- jánsson syngur Fritz Weisshapp- el leikur á píanó 21.10 Frá samsöng Karlakórs Reykjavíkur í Háskólabíói 5. apríl sl. Stjórnendur: Páll P. Páls- son og Guðmundur Gilsson. Ein- söngvari: Kristinn Sigmundsson. Pianóleikari: Anna Guöný Guö- mundsdóttir. 21.40 „Helgarpresturinn", smá- saga eftir Jörn Riel Matthías Kristiansen les þýðingu sina og Hilmars J. Haukssonar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöidsins 22.35 Traðir Umsjón: Gunnlaugur Yngvi Sigfússon. 23.15 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jónssonar 00.50 Fréttir. Dagskrárlok 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 hefst með veðurfregnum kl. 01.00 og lýkur kl. 03.00 Föstudagur 4. maí 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórnend- ur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tóm- asson og Jón Ólafsson. 14.00-16.00 Pósthólfið Stjórnendur: Hróbjartur Jónatansson og Valdís- Gunnarsdóttir. 16.00-17.00 Bylgjur Stjórnandi: Ás- mundur Jónsson. 17.00-18.00 í föstudagsskapi Stjóm- andi: Helgi Már Barðason. 23.15-03.00 Næturvakt á Rás 2 Stjómandi: Ólafur Þórðarson. Rásir 1 og 2 samtengdar með veöurfrétt- um kl. 01.00 og heyrist þá í Rás 2 um allt land. sjónvarp Föstudagur 4. maí 19.35 Tónlistarskólinn bresk teikni- mynd. 19.45 Fréttir á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.35 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Bima Hrólfs- dóttir. 20.55 Dire Straits Stuttur dægurlaga- þáttur með hljómsveitinni „Dire Straits" sem leikur tvö lög. 21.15 Paradís samkvæmt tilskipun Þýsk heimildamynd frá Norður- Kóreu sem lýsir landi og þjóð og þá skki síst þjóðskipulaginu en það er reist á kennisetningum kommúnis- mans. Þýðandi Veturliði Guðnason. Þulur Bogi Arnar Finnbogason. 22.00 Besti maðurinn (The Best Man) Bandarísk biómynd frá 1964. Leikstjóri Franklin Schaffner. Aðal- hlutverk: Henry Fonda, Cliff Robert- son, Lee Tracy, Shelley Berman og Mahalia Jachson. Tveir stjórnmálamenn keppa um útnefningu til framboðs I forseta- kosningum í Bandaríkjunum. Stuðningur rikjandi forseta er þeim mikið keppikefli og gripur annar frambjóðandinn til örþrifaráða til að öðlast hann. Þýðandi Guðbrandur Gislason. 23.40Fréttir í dagskrárlok

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.