NT - 04.05.1984, Qupperneq 22
nií Föstudagur 4. maí 1984 22
lil Min 19
Sigurður Guðbrandsson,
fv. mjólkurbússtjóri, Borgarnesi.
Að morgni dags miðvikudag-
inn 25. apríl s.l. lést merkismað-
urinn Sigurður Guðbrandsson
fyrrv. mjólkurbússtjóri í Borg-
arnesi rúmlega 81 árs að aldri.
Sigurður fæddist að Litlu-
Gröf í Borgarhreppi 4. apríl
1903.
Hann var sonur hjónanna
Guðbrandar Sigurðarsonar
bónda þar og síðar á Hrafnkels-
stöðum í Hraunhreppi og konu
hans Ólafar Gilsdóttur.
Sigurður ólst upp með foreldr-
um sínum og vann að búi
þeirra á æskuárum sínum einsog
venja var á þeim tíma.
Hann fór ungur í Hvítár-
bakkaskólann til náms undir
handarjaðri Sigurðar Þórólfs-
sonar, hins þekkta skólamanns.
Sigurður útskrifaðist úr skól-
anum 19 ára gamall vorið 1922.
Síðan fór hann í Bændaskólann
að Hvanneyri og lauk prófi
þaðan 1926.
Tuttugu og fimm ára gamall
fór hann til Noregs til náms í
mjólkurvinnslu, fyrir hvatningu
Steingríms Steinþórssonar, sem
þá var kennari á Hvanneyri.
Hann lauk mjólkurfræðinámi
frá Statens Meiriskole í Trond-
heim vorið 1931 og kom þá
fljótlega heim.
í septembermánuði það ár
tók hann til starfa í Mjólkur-
samlagi Kaupfél. Borgfirðinga
í Borgarnesi, sem hafði keypt
gömul hús Mjólkurfélagsins
Mjöll. Hann varð mjólkurbús-
stjóri þar tveimur árum síðar og
hélt því starfi þar til hann lét af
því sökum aldurs í árslok 1976.
Hann var því mjólkurbússtjóri
lengur en nokkur annar maður
hefur verið í því starfi hér á
landi eða rúmlega 43 ár og tvö
ár til viðbótar sem mjólkur-
fræðingur við sama samlag.
Sigurður átti langan og farsæl-
an starfsdag við mjólkursamlag-
ið.
Fyrstu starfsmánuðir hans
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
jarðarför
Halldórs Pálssonar
fyrrv. búnaðarmálastjóra
Sigríður Klemenzdóttir
og systkini hins látna
Rad
auglýsingar
tilkynningar
Auglýsing
frá Framleiðslueftirliti sjávar-
afurða varðandi vinnsluleyfi til
frystingar á sjávarafurðum.
Athygli hefur veriö vakin á því, aö nú sé víöa
unnið að undirbúningi aö uppsetningu á búnaði
til frystingar, sem í sumum tilvikum getur orkað
tvímælis frá gæöa- og markaðssjónarmiðum. Nýj-
ar reglur varðandi búnað og frystingu í landi og
um borð í fiskiskipum eru nú í undirbúningi á
vegum sjávarútvegsráðuneytisins. Framleiðslu-
eftirlit sjávarafurða mun því ekki veita ný vinnslu-
leyfi til óhefðbundinnar frystingar þar til hinar nýju
reglur hafa verið gefnar út. Það eru tilmæli
Framleiðslueftirlitsins, að aðilar kynni sér málin
rækilega áður en ráðist er í fjárfestingar eða
veigamiklar ákvarðanir eru teknar.
Framleiðslueftirlit
sjávarafurða
Lyfsöluleyfi
er forseti Isiands veitir
Lyfsöluleyfi Patreksfjarðarumdæmis (Patreks
Apótek) er auglýst laust til umsóknar.
Fráfarandi lyfsali hefur óskað að neyta ákvæða
11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982.
Lyfsöluleyfinu fylgir kvöð um breytingar í samráði
við Lyfjaeftirlit ríkisins, sbr. ákvæði 3. málsgr.
bráðabirgðaákvæða lyfjalaga nr. 49/1978, er
komu til framkvæmda 1. janúar s.l.
Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar
1. júlí 1984.
Umsóknir um ofangreint lyfsöluleyfi sendist heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 31.
maí n.k.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
2. maí 1984
fóru í endurbætur á gamla
Mjólkurhúsinu. Innvigtun
mjólkur hófst þar 10. febrúar
1932. Það ár var innvigtun í
samlagið aðeins 270 þús. I. en
mjólkin óx jafnt og þétt og
innvigtun í búið varð mest 1979
tæplega ellefu milljónir lítra.
Nokkrar endurbætur voru
gerðar á gömlum húsum sam-
lagsins í áföngum og stækkun
þeirra varð veruleg árið 1961.
Stofnun og rekstur mjólkur-
samlagsins skipti sköpum í bú-
skaparsögu Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslna og síðar um sunn-
anvert Snæfellsnes. Rekstur
þess leysti stórfelldan vanda á
kreppuárunum og mæðiveikiár-
unum og kom í veg fyrir að fjöldi
bænda flosnaði þá upp frá bú-
skapnum.
Sigurður vann mikið sjálfur
og hafði auga á hverjum fingri
til að sjá um að hlutirnir gengju
eðlilega og rekstur samlagsins
væri í góðu lagi. Hann skildi
bændurna og viðhorf þeirra með
velvilja og átti tiltölulega auð-
velt með að virkja vilja þeirra
og orku til félagslegra átaka.
Ég átti því láni að fagna að
vinna allmikið með Sigurði að
lausn ýmissa mála á seinni
starfsárum hans og kynntist
honum náið. Þau kynni voru
m.a. þegar skipulega var unnið
að því að koma rafkældum
mjólkurkælum á alla bæi á
félagssvæðinu og að hætta við
brúsanotkun og brúsaflutninga
mjólkur og flytja mjólkina í
staðinn í tankbílum. Þá fór
Sigurður á hvern bæ félags-
svæðisins og talaði við bændur
og talaði kjark í þá, sem ekki
töldu sig hafa efni á að kaupa
rafkælana.
Með bjartsýni sinni einbeitni
og kjarki fékk hann alla til að
vera með og samtaki við að
leysa málið. Mjólkursamlagið
með aðstoð góðra manna útveg-
aði fé til að lána bændum a.m.k.
helming verðsins og þannig var
þetta stórmál leyst. Tankvæð-
ingin var eitthvert allra mesta
hagræðingarmál mjólkurfram-
leiðenda, sem leyst hefur verið
með skipulegu félagsátaki síð-
ustu 20-30 árin.
Ég átti þess kost einnig að
vinna með Sigurði að undirbún-
ingi að byggingu nýja mjólkur-
samlagshússins í Borgarnesi,
sem tekið var í notkun 1981.
Hann átti að öðrum ólöstuðum
stærstan þáttinn í því merka
átaki.
Við fórum saman, ásamt
Ólafi Sverrissyni, kaupfélags-
stjóra, til Noregs til að skoða ný
mjólkursamlög þar, ræða við
mjólkurtæknimenntaða menn
og fá hjá þeim leiðsögn og
aðstoð við hönnun samlagsins.
Þá fann ég hvað Sigurður var
glöggur á fagleg efni mjólkur-
iðnaðarins skemmtilegur og
góður félagi, hvað hann átti
marga vini meðal starfsbræðra í
Noregi og átti auðvelt með að
ná sambandi við fólk. Sú ferð
var lærdómsrík, gagnleg til að
finna lausn á byggingartækni-
legum málum fyrir samlagið og
sérlega ánægjuleg í alla staði.
Hann gerði hvern dag ferðalags-
ins að hátíðardegi.
Með bjartsýni sinni og úr-
ræðasemi ruddi Sigurður öllum
torfærum úr vegi.
Guðný Sigríður
Kjartansdóttir
Fædd 29. júní 1902 Dáin 19. apríl 1984
Að morgni skírdags 19. apríl,
s.l. andaðist Guðný Sigríður
Kjartansdóttir, Víðhvammi 24
í Kópavogi. Guðný var á Fá-
skrúðsfirði er kallið kom, en
hún hafði síðasta árið dvalið
lengst af á heimili sonar síns
séra Þorleifs Kjartans Krist-
mundssonar á Kolfreyjustað í
Fáskrúðsfirði.
Guðný var fædd 29. júní 1902
að Þverá í Hrolleifsdal í Skaga-
firði. Foreldrar hennar voru
Kjartan Vilhjálmsson bóndi á
Þverá og kona hans Sigríður
Sofía Guðjónsdóttir. Kjartan
var ættaður úr Fljótum,fæddur í
Háakoti í Stíflu og í móðurætt
af svokallaðri Stóru-Brekku
ætt. Sigríður var fædd í Goð-
dölum í Skagafirði en ólst upp á
Skálá í Sléttuhlíð.
Guðný var fjórða í röð sex
systkina og mun fljótt hafa farið
að létta undir á heimilinu svo
sem sjálfsagt var talið á þeim
tíma. Þegar aldur leyfði fór hún
að heiman til vinnu og taldi hún
sig hafa verið heppna með að
vinna á góðum heimilum hjá
góðu fólki þar sem námfús ung
stúlka gat margt nytsamt lært.
22 ára að aldri giftist hún Krist-
mundi Benjamín Þorleifssyni,
gullsmið og síðar fulltrúa hjá
Tryggingarstofnun ríkisins.
Bjuggu þau lengst af í Reykja-
vík en Kristmundur andaðist
16.4.1950oghöfðuþauþáflutt
í Kópavog. Börn þeirra voru:
Þorleifur Kjartan prófastur á
Kolfreyjustað, Valgarð og
Sverrir báðir látnir og Inga Sig-
ríður. Afkomendur Guðnýjar
munu nú vera um 60.
Þegar ég kom fyrst til Reykja-
víkur haustið 1942 til að hefja
nám í Háskólanum, var ég öllu
ókunnur hér í borginni. Þá stóð
heimili Guðnýjar mér ávallt
opið, en við vorum náskyld,
feður okkar voru bræður. Ef að
mér sótti einsemd eða leiði að
loknum degi lagði ég oft leið
mína á Sólvallagötu 31 til þeirra
Guðnýjar og Kristmundar.
Sigurður kom mjög víða við í
félagsmálum Borgarfjarðarhér-
aðs. Hann var mikill áhugamað-
ur um nautgriparækt og fremst-
ur í að ryðja nýjar brautir í því
efni. Hann var sýslunefndar-
maður Borgnesinga í 14 ár.
Hann var stjórnarformaður
Sparisjóðs Mýrasýslu hátt í
þrjá áratugi og hann var forystu-
maður í félagsmálum Fram-
sóknarmanna í Mýrasýslu mjög
lengi.
Allstaðar leysti hann vanda
manna með bjartsýni og úr-
ræðasemi sinni. Mörgum
manni, sem stóð í framkvæmd-
um og vantaði tímabundna fjár-
hagsaðstoð, lagði hann lið sem
stjórnarmaður Sparisjóðsins.
Sigurður kvæntist 21. apríl
1934 Sesselju Fjeldsteð Sigurð-
ardóttur frá Ferjukoti. Sesselja
dó 5.4. 1983. Þau hjón eignuð-
ust fjögur börn, þau eru: Ingi-
björg gift Pétri Jónssyni, launa-
málastjóra S.Í.S., Elísabet gift
Birni É. Péturssyni verkfræði-
ngi, Ólöf gift Skúla Steinþórs-
syni flugmanni og Sigurður
Fjeldsteð kvæntur Hrafnhildi
Gunnarsdóttur.
Sigurður var einstaklega far-
sæll maður í starfi. Glaður og
hress í umgengni og kom mörgu
góðu til leiðar á lífsleið sinni.
Við hjónin þökkum samfylgd
hans og blessum minningu hans.
Með honum er fallinn mikill
öndvegis maður.
Við vottum börnum hans og
öðrum niðjum og vanda-
mönnum innilega samúð.
Gunnar Guðbjartsson
Aldrei brást að við mér væri
tekið með hlýju og gleði.
Guðný var frábær húsmóðir og
heimilið bar þess vott. En góð-
semi hennar og hjálpsemi við
alla þá, sem hún gat rétt hjálpar-
hönd, gat ekki farið framhjá
neinum, sem henni kynntist. Á
þessum árum tóku þau hjónin
mikinn þátt í ýmsu félagsstarfi
og voru virk í starfi fyrir bind-
indishreyfinguna. Ennfremur
störfuðu þau mikið í Guðspeki-
félagi íslands. Guðný var örugg
í trú sinni, en umburðarlynd og
fordómalaus gagnvart skoðun-
um annarra í trúmálum. Sumar-
ið 1960 tók hún að sér ráðskonú
stöðu í veiðihúsi við Langá á
Mýrum. Það urðu 12. sumur,
sem hún gengdi því starfi. Ég
fullyrði að allir sem dvöldu þar
hafi verið sammála um að hjá
Guðnýju var vel fyrir öllu séð,
góður beini, góð regla á öllum
hlutum og sú heimilis hlýja, sem
stafaði frá góðri konu, sem
alltaf var tilbúin að færa hluti
til betri vegar. Guðný var að
öllu yfirbragði glæsileg kona,
hún bar sig vel og eftir henni var
tekið hvar sem hún kom. Hún
náði háum aldri og síðustu árin
var heilsan farin að gefa sig.
Ég á þessari frænku minni
margt að þakka. Á heimili mínu
verður þess sárt saknað að fá
ekki framar að sjá Guðnýju. En
þetta er gangur lífs og tíma. Við
vitum að hún á vísa góða heim-
komu hinum megin móðunnar
miklu, sem við öll verðum fyrr
eða síðar yfir að hverfa.
Vilhjálmur Jónsson.
■ í dag fer fram jarðarför
Helga Haraldssonar, fyrrum
bónda á Hrafnkelsstöðum,
Hrunamannahreppi. Útförin
verður gerð frá Hrunakirkju kl.
3 e.h.
Til sölu
, -MSSje
■ Ólafur Ólafsson, kaupfé-
lagsstjóri, verður sextugur á
morgun. Hann er fæddur 5. maí
árið 1924 á Syðstu-Mörk í V.-
Eyjafjallahreppi. Ólafur hefur
verið kaupfélagsstjóri Kaupfé-
lags Rangæinga á Hvolsvelli
undanfarna tvo áratugi. Hann
tekur á móti gestum á morgun
milli kl. 14-18 í Félagsheimilinu
Hvoli.
Ford Mercury Comet árgerð 1972 verð kr.
30.000 til sýnis og sölu að Kárastíg 14.
GLUGGAR
OG HURÐIR
Vönduð vinna á hagstœðu verði.
Leitið tilboða.
ÚTIHURÐIR
Dalshrauni 9. Hf.
S. 54595.