NT - 04.05.1984, Qupperneq 26
Föstudagur 4. maí 1984 26
Snoker-
Open
■ Fyrsta opna golfmótið
í ár á Reykjanessvæðinu fer
fram um næstu helgi, dag-
ana 5.-6. maí á Hvaleyr-
inni. Keppnin nefnist
SNOKER-Open og verð-
ur 36 holu keppni og verða
því 18 holur leiknar hvorn
dag. Keppnisfyrirkomu-
lagið er 7/8 forgjöf (punkta-
keppni). Verðlaun verða
vegleg og auk þess eru
þrenn aukaverðlaun fyrir
að vera næstur holu í
upphafshöggi á 5.7. og 11.
holu. Þátttaka tilkynnist í
síma 53360 fyrir 5. maí og
verður þá gefinn upp rás-
tími.
Prentvillu-
púkinn á
ferðinni
■ Hvort sem um er aí
kenna prentvillupúkanum
pervisna eða lítilli greind
blaðamanns, eða jafnvel
skertri heyrn þá urðu mis-
tök ekki flúin í örstuttri
umfjöllun um Andrésar
Andarleikana í NT-blað-
inu, á íþróttasíðu, á
þriðjudaginn. En nú skal
sko leiðrétt! Sæunn
Björnsdóttir sigraði í svigi
og stórsvigi 8 ára stúlkna.
Sæunn var ranglega feðr-
uð Bjarnadóttir í stór-
sviginu. Fífi Malmquist er
ekki til og keppti alls ekki
á Andrésar andarleikun-
um á skíðum. Aftur á móti
var það Sísí Malmquist
sem sigraði stórsvigi og
svigi 9 ára stúlkna. I svigi
10 ára drengja sigraði
Hrannar Pétursson en
ekki Hermann Pétursson.
Hlutaðeigandi eru beðnir
innilegrar velvirðingar á
þessum leiðu mistökum.
Heiður
fyrir
Courtney
■ UEFA hefur skipað
þá George Courtney frá
Bretlandi og Paolo Berg-
amo frá Italíu sem dómara
í undanúrslitaleikjunum á
Evrópukeppni landsliða í
Frakklandi í júní.
Dómari á úrslitaleikinn
verður ekki skipaður fyrr
en vitað er hvaða tvö lið
leika til úrslita 27. júní.
Liðin sem leika í úrslita-
keppninni eru í riðli eitt:
Frakkland, Danmörk,
Belgía og Júgóslavía. I
riðli tvö eru svo V-Þjóð-
verjar, Portúgalir, Rúm-
enía og Spánn.
HK náms-
skeiði
lokið
■ Velheppnuðu hand-
knattleiksnámskeiði HK
lauk um helgina. Þátttaka
var mjög góð og leiðbein-
endur á þessu fyrsta hand-
knattleiksnámskeiði HK
voru engir aðrir en yfir-
þjálfari handknattlciks-
deildar HK, Rudolf Hav-
lek og Þorsteinn Jóhanns-
son hjá Fræðslunefnd
HSÍ. Gefin var út bók um
undirstöðuatriði hand-
knattleiksíþróttarinnar.
Þátttakendurnir voru á
aidrinum 10-12 ára og
fengu allir viðurkenningar
skjal í lok námskeiðsins
sem fór fram í hinu nýja
íþróttahúsi í Digranesi í
Kópavoginum.
_________íþróttir______
„Ekki spenntur fyrir
Bayern Leverkusen‘
- segir Paii
■ „Ég er ekkert sérlega
spenntur fyrir því að leika með
Bayern Leverkusen í hand-
knattleik næsta vetur“, sagði
Páll Ólafsson, handknattleiks-
maður úr Þrótti í viðtali við NT
í gær.
Ertu búinn að fá tilboð frá
Leverkusen?
„Nei, nei. Ég stórefast meira
að segja um að Þjóðverjarnir
hafi séð mig spila. Eg veit bara
að þeir hafa áhuga á að fá mig
til sín“, sagði Páll.
Ætlarðu út að líta á aðstæður
hjá félaginu?
„Það kæmi vel til greina að
gera það en eins og ég segi þá er
ég ekkert yfir mig spenntur fyrir
því að leika erlendis næsta
Olafsson, handknattleiksmaður
vetur. Það eru ýmsar ástæður
sem liggja að baki því. Það væri
frekar að ég færi erlendis eftir
næsta keppnistímabil."
Ætlarðu að leika með Þrótti
næsta vetur í handknatt-
leiknum, eða með einhverju
öðru liði?
„Það er ekkert á hreinu með
hvaða liði ég myndi leika en
ekkert frekar með Þrótti en
einhverju öðru félagi“, sagði
Páll.
Ertu kominn á fullt í knatt-
spyrnuna eina ferðina enn?
„Já, blessaður vertu. Búinn
að æfa af krafti og kominn í lið.
Eg er einmitt að fara að keppa
gegn Val í kvöld í Reykjavíkur-
■ Páll Ólafsson mótinu“, sagði Páll að lokum.
Karate:
Landsliðsþjálfari
Noregs hér á landi
■ í gær kom til landsins Sviss-
lendingurinn Martin Burkhat-
ler, landsliðsþjálfari Noregs í
karate. Hann mun hafa æfinga-
búðir fyrir landsliðsnefnd ís-
lands í karate.
Burkhatler hefur þegar tekið
til hendinni og nú eru hafnar
æfingar fyrir alla sem æfa karate
og fara þær fram í íþróttahúsi
Alftamýrarskóla og standa til
fimmta maí. í dag og á morgun
verða æfingar sem hér segir.
Föstudaginn 4ða maí.
kl. 10.00 fyrir 9.-4. kyu,
kl. 11.00 fyrir 3. kyu til 1. dan.
kl. 19.00 fyrir 9.-4. kyu,
kl. 20.30 fyrir 3. kyu til 1. dan.
Laugardaginn 5ta maí
kl. 10.00 fyrir 9.-4. kyu,
kl. 11.00 fyrir 3. kyu til 1. dan.
kl. 15.00 fyrir 9.-4. kyu,
kl. 16.00 fyrir 3. kyu til 1. dan.
Norðmenn urðu Norður-
landameistarar í karate 1983
undir stjórn Burkhatlers og ætti
því enginn áhugamaður um kar-
ate að láta þetta tækifæri fara
framhjá sér.
■ Eins og flestir vita þá hafa
Englendingar á undanförnum
árum leikið í þrflitum hvítum,
bláum og rauðum landsliðspeys-
um. Margir knattspyrnuaðdá-
endur liðsins voru orðnir þreytt-
ir á þeim búningi og töldu slakt
gengi enska landsliðsins standa
í samhengi við lit búningsins.
Margir minntust alhvítu treyj-
unnar frá 1966 þegar Englend-
ingar urðu heimsmeistarar. Nú
er spurningin: Fer enskum að
ganga betur í nýja búningnum?
Að ofan sjást kunnir kappar í
nýju peysunum.
TBR tekur í notkun
þrjá tennisvelli
■ TBR er nú að taka í notkun
þrjá útitennisvelli í Reykjavík.
Eru þeir í eigu Tennis- og band-
mintonfélagsins og eru þeir
vestan megin við TBR-húsið
við Gnoðarvog. Vellir þessir
eru upphitaðir og malbikaðir,
einnig verða þeir flóðlýstir.
Tennis hefur ekki verið
stundaður í Reykjavík í 35 ár en
hins vegar hafa tennisáhuga-
menn á höfuðborgarsvæðinu
leikið tennis í Hafnarfirði og í
Kópavogi um nokkurra ára
skeið.
Tennisvellir TBR marka
tímamót hja félaginu. TBR átti
tennisvöll við Melavöllinn, en
hann var tekinn úr notkun fyrir
mörgum áratugum. En nú getur
félagið aftur farið að standa
undir nafni og gefa fólki kost á
að stunda þessa hollu og góðu
íþrótt sér til heilsubótar og
ánægju.
■ Bjöm Borg.
KAogÞór
í úrslitum
■ Frá Gylfa Kristjáns-
syni, Akureyri:
Úrslitaleikur Bikarmóts
Knattspyrnuráðs Akur-
eyrar fer fram á laugardag,
5. maí, kl. 14.00 á Þórs-
vellinum. Það eru Þór og
KA sem leika til úrslita.
Þór hafði áður unnið Vask
3- 0 og KA unnið sama lið
4- 0. KA nægir því jafntefli
gegn Þór til að sigra í
mótinu á betra marka-
hlutfalli.
Héraðsmót HSK að Laugarvatni:
Kári afreksmaður mótsins
■ Innanhússmót Skarphéðins
í frjálsum íþróttum fór fram að
Laugarvatni, 23.4. Þátttaka var
mikil í mótinu og árangur var
góður.
Kári Jónsson UMF Selfoss
var mesti afreksmaður mótsins.
Þrefaldur sigurvegari. Soffía
Gestsdóttir UMF Gnúpverja
var sigurvegari í tveimur grein-
um. Einnig Kristín Gunnars-
dóttir, Selfossi.
Karlar:
I.angstökk án atrennu
1. Kári Jónsson Self. 3.22 m
2. Ámi Svavars. Skcið 3.16 m
3. Unnar Garðarsson Skeið 3.10 m
Þrístökk án atrennu
1. Kári Jónsson Self. 9.58 m
2. Árni Svavarsson Skeið 9.49 m
3. Jason ívarsson Samhygð 9.03 m
Hástökk án atrennu
1. Kári Jónsson Self. 1.60 m
2. Unnar Garðarsson Skeið 1.55 m
llástökk
1. Aðalsteinn Garðars. Self. 1.84 m
2. Jón B. Guðmundsson Self 1.84 m
3. Auöunn Guðjóns. Skeið 1.80 m
Kúluvarp
1. Unnar Garðarsson Skeið 12.47 m
2. Jón B. Guðmunds. Self. 11.70 m
Konur:
Langstökk án atrennu.
1. Birgitta Guðjónsd. Self. 2.54 m
2. Soffia R. Gestsdóttir Gnúp 2.52 m
3. Ingibjörg Ivarsd. Samli. 2.51 m
Þrístökk án atrennu
1. Soffía R. Gestsd. Gnúp. 7.60 m
2. Birgitta Guðjónsd. Seif. 7.53 m
3. Ingibjörg Ivarsdóttir Samh. 7.28 m
Hástökk án atrennu
1. Kristín Gunnarsdóttir Self. 1.25 m
2. Sigriður Guðjúnsdóttir Self. 1.20 m
3. Sigríður Jónsdóttir Skeið 1.15 m
Hástökk
1. Kristín Gunnarsdóttir Sclf. 1.54 m
2. Sigríður Guðjónsdóttir Self. 1.54 m
3. Ingibjörg ívarsdóttir Samh. 1.51 m
Kúluvarp.
1. Soffía R. Gestsd. Gnúp. 13.06 m
2. HildurHarðard.Dagsbrún 10.05 m
Grikkir
ábyrgjast
OL-eldinn
■ Gríska ríkisstjórnin
hefur ákveðið að ábyrgjast
tendrun, flutning og af-
hendingu á Ólympíueldin-
um, sem loga skal, á
Ólympíuleikunum í Los
Angeles í sumar.
Havlek
áfram hjá
HK
■ 2. deildarlið HK í
handknattleik hefur
endurráðið Tékkann vina-
lega, Rudolf Havlek, sem
þjálfara meistaraflokks
karla og sem yfirþjálfara
handknattleiksdeildar.
Austur-
rískur
sigur
■ Austurríki sigraði
Kýpur 2-1, er liðin mætt-
ust í undankeppni heims-
meistarakeppninnar, sem
haldin verður í Mexíkó
1986. Þjóðirnar leika í
riðli með Ungverjum og
Hollendingum.
Austurríkismenn
skoruðu úr sínu fyrsta
hættulega marktækifæri,
en það kom á 37. mínútu.
Gisinger skoraði af stuttu
færi, eftir að Niederbac-
her átti hörkuskot að
marki Kýpur. Á 72. mín-
útu jöfnuðu Kýpurbúar
með marki Christoforou,
en Adam var ekki lengi í
Paradís, því aðeins tveim-
ur mínútum síðar skorð-
uðu Austurríkismenn
aftur og tryggðu sér sigur
í leiknum.
Maree er
nú Kani!
■ Fyrrum heimsmethafi
í 1500 metra hlaupi, S-
Afríkumaðurínn Sydney
Maree, hefur fengið
bandarískan ríkisborgara-
rétt. Maree er annar S-
Afríku hlauparinn á stutt-
um tíma sem öðlast ríkis-
borgararétt utan fæð-
ingarlands síns, því fyrir
skömmu fékk Zola Budd
breskan ríkisborgararétt.
Hinn 27 ára gamli Maree
sem yfirgaf heimaland sitt
fyrir sex árum vonar nú til
þess að verða meðal kepp-
enda Bandaríkjanna á Ó-
lympíuleikunum í Los
Ángeles í sumar. Á síðasta
ári var Maree handhafi
heimsmetsins í 1500 metra
hlaupi um sjö daga skeið,
þegar hann hljóp á 3:31.24
mín, en Steve Óvett bætti
síðan metið, er hann hljóp
á 3:30.77 mín.
Wales
vann
England
■ Wales-búar lögðu
Englendinga að velli í
Bretlandseyjakeppninni í
knattspyrnu í Wrexham í
fyrrakvöld. Eina mark
leiksins skoraði Mark
Hughes á 17. mínútu. Eftir
að öll liðin á Bretlands-
eyjum hafa nú leikið tvo
leiki í mótinu, þá er al-
gjört jafnræði með liðun-
um, öll hafa þau tvö stig.