NT - 12.05.1984, Blaðsíða 4

NT - 12.05.1984, Blaðsíða 4
Maí-tilboð Yalbúsgagna SÉͧ>L Húsgögnin eru tilvalin í sumarbústaöinn, Klappstóll sterkurog þægilegur blómaskálanb, sjónvarpsherbergiö. úr massivu brenni. SÉ®!: Húsgögnin eiga sannarlega erindi til unga fólksins. SÍÉiM Húsgögnin fást í 5 litum og verðiö, þaö er hagstætt. Tilboösverð kr. 450 - VAUfllSGOGN ÁRMÚLI 4 SÍMI82275 DRÁTTARBEISLI Eigum dráttarbeisli fyrir margar gerflir brfreifla, t.d.: Subaru érg.'81 —'83 Volvo érg.'81 —'83 Saab 99 érg. 78- '83 Suzuki Fox érg. '80—'83 Galant érg. '79—'83 Dréttarkúlur 50 mm. Verfl kr. 370,-. íslensk framleiðsla. Vöndufl vara. Verö frá kr. 3.400. 6.5. varahfutir Hamarshöfða 1. Sími 36510. Jarðtætarar: GROMET «*': 60 " Verð kr. 28.780. 70 " Verð kr. 38.500.- Bestu kaupin í ár MláBCCG Bíldshöfða 8 - Símar 8-66-55 & 8-66-80 ■ Vindurinn þandi peysufatapilsið þegar þau Kristbjörg og Gunnar riðu Templarasundið. NT-mvnd Róbert Er lausnin á miðbæjarumferðaröngþveitinu fundin? „Léttara að ferðast á hestum en bíl“ ■ Það var ekki laust við að vegfarendur í miðborg Reykjavíkur rækju upp stór augu í hádeginu í gær þegar hjón í heldrimannabúning- um frá Aldamótunum riðu á hestum um Austurstrætið og Lækjargötuna, hún í söðli og hann í hnakk. Var gamli H.G. Wells kannski endur- borinn á íslandi með tímavél- ina sína? En þegar betur var að gáð átti þetta sér eðlilegri skýringar. Hestamanna- félagið Andvari hafði þarna fengið hjónin Kristbjörgu Eyvindsdóttur og Gunnar Arnarson til liðs við sig til að vekja með þessum hætti at- hygli á Hestadögum í Garða- bæ sem haldnir verða 18.-20. maí. „Sumir urðu bersýnilega undrandi" sagði Gunnar þeg- ar blaðamaður NT spurði hann um viðbrögð vegfar- enda, ’>og það var greinilegt að gamla fólkinu þótti sér- staklega vænt um að sjá uppábúna konu í söðli á götum borgarinnar. Þetta þótti þjóðlegt hér áður og ekki síður nú þegar þessi siður heyrir sögunni til.“ „Það var erfitt að halda jafnvæginu í söðlinum fyrsta kastið" sagði Kristbjörg. „Þetta er allt önnur hreyfing en venjulega en það kom fljótt“. Kristbjörg mun á Hestadögunum taka þátt í söðulreið sem verður eitt atr- iðanna. Hestarnir tveir heita Júpíter og Gáski og þeir virtust alls ekki kunna illa við sig á götum borgarinnar. Er þetta e.t.v. framtíðarlausnin á um- ferðarvandamálinu? „Það er óneitanlega mikið léttara að komast leiðar sinn- ar hér á hestum en í bíl“ sagði Gunnar. „Við virtum nú kannski ekki allar um- ferðarreglur en það er tekið mikið tillit til hesta í lögreglusamþykkt Reykja- víkurborgar þannig að það var sjálfsagt í lagi“. ■ Að lokinni útreiðinni beið þeirra Kristbjargar og Gunnars hlaðið borð á Torfunni. NT-mynd Róbert ■ ...og á meðan sáu þjónar um að hestarnir færu ekki alveg matarlausir í burtu. Það er Júpíter sem þarna þiggur brauðbita úr hendi þjónsins. NT-mynd Róbert

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.