NT - 12.05.1984, Blaðsíða 29
Útlöncfl
Laugardagur 12. maí 1984 29
■ Málarinn hcimsfrægi, Salvador Dali, varð áttræður í gær.
Þessi súrrealíski listamaður hélt upp á afmælið í heimabæ sínum,
Pubel á Norður-Spáni. Frá því að kona hans lést fyrir tveimur
árum hefur hann að mestu dregið sig í hlé.
POLFOTO
Vopnasala til þriðja
heimsins dregst saman
Washington-Reuler.
■ Vopnasala til ríkja þriðja
heimsins drógst verulega saman
á síðasta ári, að því er segir í
skýrslu sem gerð var á vegum
bandaríska þingsins. Bandarík-
in eru stærsti útflutningsaðili
vopna til þriðja heimsins.
Verðgildi þeirra vopna sem
samið var um að selja til þriðja
heimsins á síðasta ári var lægra
en nokkru sinni frá árinu 1976.
Er þá reiknað með verðbólgu í
þeim ríkjum sem vopnin seldu.
Árið 1983 var samið um
vopnasölur til þriðja heimsins
fyrir 24.67 milljarða dollara.
Arið 1982 nam þessi upphæð
Sri Lanka:
Mannrán í ferða-
mannaparadís
Srí Lanka-Reuter.
■ í fyrrakvöld var banda-
rískum hjónum rænt frá
heimili sínu í Sri Lanka.
Mannræningjarnir skildu
eftir skrifleg skilaboð þar
sem þeir hótuðu að taka
hjónin af lífi eftir 72 klukku-
stundir ef þeim yrði ekki
greitt lausnargjald í gulli að
verðmæti um tveggja milljóra
dollara. Mannræningjarnir
segjast tilheyra samtökurh
sem kalla sig Frelsisher al-
þýðunnar en hann berst fyrir
sjálfstæði héraða þar sem
Tamil-þjóðflokkurinn er í
meirihluta. Ýmislegt benti
til þess að hjónin hefðu verið
flutt til Indlands en þar eru
Tamilar einnig fjölmennir.
Sri Lanka hefur oft verið
kölluð paradís ferðamanna
og auglýsingabæklingar segja
að íbúar þar séu friðsamir.
En friðsæld þessa eyríkis hef-
ur á síðustu árum verið rofin
með þjóðernisátökum og
uppþotum.
48.7 milljörðum dollara.
Sala bandarískra vöpna til
þessara þjóða féll niður í 9.5
milljarða dollara úr 14.8 millj-
örðum dollara 1982. Samt sem
áður jókst hlutdeild vopnasölu
Bandaríkjanna til þriðja heims-
ins úr 32 í 39%.
Hlutur Sovétríkjanna í
vopnasölunni til vanþróaðra
ríkja féll úr 26.9% 3982 í 16.9%
á síðasta ári og hlutdeild Frakka
féll úr 18% í 4.8%, að því er
fram kemur í skýrslunni.
StórgróðihjáVolvo
■ Hagnaður Volvo á síðasta
ári nam átta milljörðum sænskra
króna og tvöfaldaðist frá árinu
áður. Ársreikningar fyrirtækis-
ins verða birtir á mánudag, en
efnahagssérfræðingur Dagens
Nyheter hefur komist yfir töl-
urnar og segir hagnaðinn ekki
koma á óvart.
Hagnaður er á flestum grein-
um framleiðslu Volvo og dótt-
urfyrirtækin koma einnig vel út.
Bílasalan gekk vel sérstaklega í
Bandaríkjunum, en þangað eru
seld 45% framlciðslunnar.
Gróði er af bæði fólksbílasöl-
unni og vörubílaframleiðslunni.
Asía:
Velheppnaðri ferð
páfans er lokið
■ Asíuför Jóhannesar Páls
páfa annars lauk í gær. Thailand
var síðasta iandið sem hann
heimsótti. Áður en heimsókn
hans þar lauk kom hann m.a. til
kambodískra flóttamannabúða
■ Alþjóðaflugmálastofnunin
samþykkti í gær einróma bann
við notkun hvers konar vopna
gegn farþegaflugvélum.
Pessi samþykkt flugmála-
stofnunarinnar núna er til kom-
in vegna þess að í september á
síðasta ári skutu Sovétmenn
niður kóreska farþegaflugvél
sem hafði villst út af flugleið
sinni inn yfir sovéskt yfirráða-
svæði. Það vakti athygli að full-
trúar Sovétríkjanna hjá Al-
þjóðaflugmálastofnuninni
greiddu tillögunni einnig at-
kvæði og fögnuðu samþykkt
hennar ásamt öðrum fulltrúum
með lófataki.
1 tillögunni sem var
samþykkt, segir að villist flug-
vélar út af flugleið sinni og rjúfi
lofthelgi hafi viðkomandi ríki
rétt til þess að krefjast þess að
þær lendi. Enn fremur er kveðið
á um strangar refsingar fyrir
ólöglegt brot á reglum um loft-
helgi og öllum ríkjum gert skylt
að tryggja að flugvélar sínar fari
eftir settum reglum.
Bannið öðlast ekki lagalegt
gildi fyrr en 102 af þeim 152
ríkjum, sem aðild eiga að Al-
rétt hjá landamærum Kamb-
odíu.
Fjölmennt lið vopnaðra
manna gætti öryggis páfa á
meðan hann heimsótti búðirn-
ar. Herþyrlur flugu yfir búðun-
þjóðaflugmálastofnuninni,
samþykkja það formlega með
undirskrift sinni.
■ Hagnaður af rekstri Volks-
wagen-verksmiðjanpa var um 51
milljón þýskra marka á síðasta ári
eftir mikið tap síðustu tvö ár þar á
undan. Árið 1981 var þannig 100
milljón marka halli á rekstrinum.
Aðalframkvæmdastjóri Volks-
wagen-fyrirtækisins, Carl Hahn,
sagði í fyrradag að framkvæmdir
fyrirtækisins erlendis hefðu aukist
mikið á liðnu ári,' sérstaklega í
Bandaríkjunum. Þar hefði sala
fyrirtækisins aukist um 38% á
fyrstu þremur mánuðum þessa árs.
Hann sagðist búast við því að þessi
þróun myndi halda áfram og
Volkswagen myndi selja um 270
þúsund bíla í Bandaríkjunum í ár.
En þrátt fyrir mikinn hagnað
Volkswagen heimafyrir og erlend-
um og brynvarðir bílar biðu
fyrir utan þær. Veðrið var heitt
og mollulegt. En páfinn lét
hvorki veður né vopnabúnað
hafa áhrif á heimsókn sína.
Mörg þúsund manns fögnuðu
honum þegar hann kom til búð-
anna. Páfinn blessaði flótta-
mennina og sagði þeim að heim-
urinn hefði ekki gleymt þeim.
Hann sagði frá því að páfastóll
myndi gefa 50.000 bandaríkja-
dali til aðstoðar flóttamönnun-
um. {búðunum ávarpaði páfinn
líka sérstaklega þúsund kaþó-
lika sem flúið höfðu frá Kam-
bodíu.
Þessi ferð páfa um fjögur
Asíuríki var í heild sinni mjög
vel heppnuð og það má búast
við því að áhrif kaþólsku kirkj-
unnar eigi eftir að aukast eitt-
hvað í Asíu á komandi árum.
is taldi framkvæmdastjórinn úti-
lokað að verða við kröfum málm-
iðnaðarmanna um styttingu vinnu-
vikunnar í 35 stundir. Hann sagði
að slíkt myndi gera hagnaðinn af
rekstri Volkswagen að engu á
stuttum tíma. Hann sagði enn
fremur að ef verkamenn færu í
verkföll fyrir þessari kröfu sinni
gæti það orðið til þess að fyrirsjá-
anlegur hagnaður Volkswagen á
þessu ári hyrfi með öllu'.
Stærsta verkalýðssamband
Vestur-Þýskalands, málmiðnaðar-
sambandið samþykkti fyrir
skömmu að hefja verkfallsbaráttu
fyrir 35 stunda vinnuviku. Fyrstu
verkföllin, sem ná aðeins til 13.000
verkamanna hefjast núna á mánu-
daginn.
Alþjóðaflugmálastofnunin:
Bannað að skjóta
á farþegaflugvélar
Montreal-Reuter.
Volkswagen kvíðir
fyrir verkföllum
Vestur-Þýskaland-Reuter.
■ Yfírmaður hinna 47 milljón búddatrúarmanna í Thailandi tók á móti páfanum í gær.
POLFOTO
■ Þessi vopn fundust í sendiráði Líbýu í London. Lögreglan segir
að rannsóknir hafi staðfest að byssur í sendiráðinu hafí verið
notaðar til að skjóta á mótmælendur fyrir utan sendiráðið þann 17.
apríl en þá lést bresk lögreglukona af skotsárum. Nú ganga þær
sögur í Bretlandi að lögreglan hafí einnig komist að því að ein af
byssunum hafí verið notuð til að myrða Líbýumann í Bretlandi fyrír
skömmu. Margir Bretar eru reiðir stjómvöldum fyrír að leyfa
starfsmönnum sendiráðs Líbýu að fara úr landi. Þeir segja að þannig
hafí morðingjar sloppið undan refsingu.
Finnland:
Norður-Kórea
borgar skuldir
Hclsinki-Rcuter.
■ Bang Ki Yong, bankastjóri
frá Norður-Kóreu hefur lofað
Finnum því að Norður-Kórea
muni greiða þeim 27 milljón
dollara skuld sem gjaldféll fyrir
mörgum árum.
Skuldin kom til vegna papp-
írsverksmiðju sem Norður-
Kóreumenn keyptu frá Finnum
fyrir tíu árum. En þegar kom að
skuldadögum treystu Norður-
Kóreumenn sér ekki til að borga
fyrir verksmiðjuna. Þetta hefur
hindrað mjög viðskipti milli
Finnlands og Norður-Kóreu en
nú mun fara að rætast úr því
vegna þess að Norður-Kóreu-
menn hafa lofað að greiða helm-
ing upphæðarinnar, sem þeir
skulda Finnum, nú í haust og
samið hefur verið um að af-
gangurinn greiðist á næstu
þremur árum.