NT - 12.05.1984, Blaðsíða 32

NT - 12.05.1984, Blaðsíða 32
HRINGDU ÞÁ í SÍMA 8-65-38 Viö tökum vid ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir tíl bitastaeðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnieyndar er gætt Hagkaup flytur inn 20 tonn af kartöflum: Grænmetið fyrirgert einkarétti sínum -að mati Hagkaupsmanna ■ „Við teljum, að Grænmet- isverslun landbúnaðarins hafi með margendurteknum brotum á þeirri reglugerð sem henni er ætlað að starfa eftir, fyrirgert rétti sínum til einkaleyfis á innflutningi kart- aflna,“ sagði Gísli Blöndal, fram- kvæmdasttjóri Hagkaups., í samtali við NT í gærkvöldiHagkaup hefur fest kaup á 20 tonnum af enskum kartöflum, sem þegar eru komnar í skip og koma til landsins um miðja næstu viku. „Verðið verður ekki yfir 20 krón- um á kg.,“ sagði Gísli, og bætti því við að ef um magninnflutning væri að ræða væri hann sannfærður um að hægt væri að komast að mun hagstæðari samningum og lækka þannig kartöfluverð. Útsöluverð á finnsku kartöflunum er nú 18.40 krónur. Lóðir við Grafarvog að verða uppseldar ■ Af 290 einbýlishúsa- lóðum í 1. áfanga í Grafar- vogi eru nú aðeins 19 eftir. allar raðhúsalóðirnar, sem til úthlutunar voru, 73 að tölu, eru útgengnar, að sögn Hjörleifs Kvaran, skrifstofustjóra borgar- verkfræðingsembættisins. Reykjavíkurborg hefur ákveðið að úthuta 81 lóð til viðbótar fyrir haustið í öðrum áfanga til að mæta hinni miklu lóðaeftir- spurn. Allar lóðir í Seljahverfi eru útgengnar, en í Selási eru.enn lausar lóðir. 67 parhúsalóðum í Hvassa- leitishverfi er enn óúthlut- að o& ennfremur 21 ein- býlishúsalóð í Stigahlíð. Par er um stórar lóðir að ræða, sem væntanlega verða eftirsóttar, en Hjör- leifur Kvaran kvaðst í gær ekki geta sagt til um verð þeirra né hvort þær yrðu hugsanlega boðnar út, eins og einhverjar hug- myndir hafa veirð uppi um. Engin einasta lóð er eft- ir undir fjölbýlishús og slíkum lóðum verður vart úthlutað á þessu ári, að sögn Hjörleifs. Fjölbýlis- húsalóðum hefur verið úthlutað á þessu ári í nýja miðbænum og í Selásnum þar sem Byggung h.f. er að hefja framkvæmdir við byggingu stórs sambýlis- húss. Verða örlög karlkennara innan kennarastéttarinnar svipuð og geirfuglsins meðal fuglategundanna; aðeins til uppstoppaðir • tilsýnis fyrir nemendur grunnskólanna? NT-mynd Róbert. Er rétt að stoppa síðasta karlkennarann upp? - ýmislegt bendir til þess að síðustu karlmennirnir séu að flýja kennarastéttina ■ Líkur á því að karlmaður kenni barni þínu fyrstu sex árin í skóla eru nú minni en einn á móti fjórum. Fari svo engu að síður eru líkur á því að hann sé gamall í hettunni - orðinn of gamall til að skipta um starf. Á þessu skólaári eru fastráðn- Höfn: Mjólkurbændur spara nær hálfa milljón ■ Bændur, sem selja mjólk til Mjólkursamlags KASK á Höfn, munu spara 400-480 þús. krónur í flutningskostnað á mjólkinni á ári með samninguan, sem þcir hafa nú gert við einstakling á Höfn, um aksturinn. Að sögn Ingólfs Björnssonar, stjórnarformanns Mjólkursam- lagsins, fengust 8 tilboð í mjólk- urflutninga á svæðinu Reyni- vellir - Vík í Lóni og voru þau öll lægri en flutningskostnaður- inn en með bíl Mjólkursamlags- ins. Lægsta tilboðið var dregið til baka í gær, en næst lægsta tilboði tekið, sem Ingólfur telur að spari mjólkurframleiðendum 25-30 aura á hvern mjólkurlítra. Mjólkurframleiðsluna á þessu svæði sagði hann hafa verið í kringum 1.6 milljón lítra á ári síðustu 3 ár. Samningurinn var gerður til þriggja ára og hækkar í takt við verðlagsgrundvöll mjólkur á samningstímanum. Sá er samið var við skaffar sér sjálfur bíl, en Mjólkursamlagið leggur til tankinn af núverandi bíl, endur- gjaldslaust, og auðvelt er að færa hann milli bíla. Varðandi Öræfasveit, þar sem framleiddir eru um 88 þús. lítrar'af mjólk, sagði Jngólfur málið leyst með því að hafa lítinn tank (kálf) aftan í vöru- flutningabíl kaupfélagsins, sem sér um alla vöruflutninga í Öræfin. Ætti það að koma vel út, að sameina þannig vöru- og mjólkurflutningana þangað. „Við erum mjög ánægðir með þessar málalyktir“, sagði Ingólf- ur. Drukknir piltar valda spjöllum - við Húsmæðraskólann í Hallormsstað ■ Hópur drukkinna pilta olli talsverðum spjöllum við Hús- mæðraskólann á Hallormsstað í vikunni. Þegar þeir höfðu reynt að koinast inn í skólann án árangurs skeyttu þeir skapi sínu á bílum, sem stóðu þar á stæði, og slitu m.a. af þeim númeraplötur, þannig að rifn- aði út úr götum og bílarnir sjálfir beygluðust og rispuðust. Aö sögn lögreglunnar á Egilsstöðum leikur grunur á að þarna hafi verið um unglinga frá Egilsstöðum að ræða, en cnginn hafði verið yfirheyrður vegna málsins í gær, þar scm tilkynning um atburðinn barst fyrst þá. ir kennarar í grunnskólum í Reykjavík 654, þar af 432 konur eða 66%. Af 127 kennurum við skóla, sem hafa eingöngu 1.-6. bekk, eru 97 konur eða 76%. Og það er meira í þessu. Meðal elstu kennara er kynjaskiptingin jöfn, en meðal hina yngstu eru konur á bilinu 85-90% (ekki til nákvæmar tölur - voru 85% 1977). Þannig að karlkyn er smám saman að deyja út' meðal kennara í neðri hluta grunnskól- ans. Fróðir menn, sem NT ræddi við um þessi mál, töldu að nú í sumar myndi enn herða á þess- ari þróun. Skólastjórar eru byrj- aðir að huga að endurráðning- um og ef eitthvað er þá er meira um það að karlar segi upp en konur. Kemur það til af lélegum lat’uum, en karlar eru oftast fyrirvinnur heimilanna nr. 1, konur vinnuafl nr. 2 og sætta sig þessvegna frekar við lág laun. Þær sækja líka meira í hluta- störf, og kvartaði einn skóla- stjóri yfir því að erfitt væri að fá konur til að taka fulla kennslu, hvað þá yfirvinnu. Skólastjóri í skóla rétt utan við Reykjavík sagði, að meðal rúmlega 20 almennra kennara ' hjá sér væri aðeins einn karl- maður. Börninsjáþókarlmenn, sagði hann, ef þau fara í smíði og leikfimi. Tölur í þessari frétt eru fengn- ar úr skólaskýrslum, en Þor- steinn Ólafsson, kennari, er að vinna að samantekt þeirra fyrir síðustu 3 ár.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.