NT - 12.05.1984, Blaðsíða 9

NT - 12.05.1984, Blaðsíða 9
18. axb5 axb5 19. Rxb5 Dd7 20. Rxe7f Dxe7 21. b3 og hvítur náði betri stöðu. Miles virðist engan skilning hafa á vandamálum svörtu stöðunnar og tekur þegar ranga stefnu). 15. exd5 bxa4? (Þetta A hreinlega afleikur og eftir hann á svartur sér vart viðreisnar von. Betra var 15. - Dd7 t.d. 16. b4 Rc4 17. Rxc4 bxc4 18. Bxc4 Dc7 og svartur hefur vissar bætur fyrir peðið.) 16. Dxa4 Rxd5 abcdefgh (Miles hefur ráðgert athygl- isverða mannsfórn: 17. b4 Rxc3 18. Dxa5 Df6 og svarta staðan er fyllilega mannsins virði. Karpov á hinsvegar mun sterkari leið). 17. Rg5! (Biskupinn á a2 vaknar til lífsins. í>að er afar hæpið að svartur eigi haldgóða vörn eftir þennan geysisterka leik. Tafl- mennska Karpovs minnir um margt á Fischer þegar sá góði maður var upp á sitt besta). 17. ..He7 (Þessi leikur bjargar engu eins og Karpov sýnir fram á. Eftir 17. — h6 á hvítur 18. Rxf7! Kxf7 og nú 19. De4 eða jafnvel .19. b4). 18. b4! Rxc3 19: Dc2! (19\Dxa5 er einnig alveg nógu gch< en þessi leikur er enn sterkari. Hvítur hótar 20. Dxh7 mát!) 19. ..g6 20. Dxc3 Hc8 21. Dg3 Rc6 22. Dh4 h5 23. De4! (Miles hefði getað gefist upp eftir þennan leik. Það er ekki nóg með að hann sé manni undir; hann þarf einnig að mæta hótuninni 24. Dxgóf og það er ekki hægt á viðunandi hátt t.d. 23. - Kg7 24. Bxf7! Hxf7 25. Re6f o.s.frv.) 23... Bg7 24. Dxg6 d5 25. Dh7t Kf8 abcdefgh 26. Re4! 26... He6 (Ekki 26. - dxe4 vegna 27. Bh6! Bxh6 28. Dh8 mát). 27. Rc5 Hg6 28. Rxb7 Dd7 29. Dxh5 (Að venju velur Karpov ein- földustu leiðina. 29. Rc5 kom til greina, því þá strandar 29. - Dxh3 á 30. Dxg6! Svartur leikur hinsvegar 29. - Df5 sem hótar 30. - Hxg2t auk þess sem drottningin hvíta lokast inni um stundarsakir a.m.k.) 29... Rxb4 30. Ra5 Rd3 31. Bd2 Da4 32. Df5 - og loks gafst Miles upp. Laugardagur 12. maí 1984 9 ’N.. Landsliðsval Bridgesambandsins vekur deilur: Islandsmeistarar afsala titlinum! ■ Landsliðsmál eru nú óðum að komast á hreint fyrir sumar- ið. Þegar hafa verið valin lið fyrir Norðurlandamót í opnum og kvennaflokki sem verður haldið í júní í Helsingör í Danmörku í júní, og Evrópu- mót yngri spilara sem haldið verður í Belgíu í sumar. Á Norðurlandamótið í opn- um flokki hafa verið valdir Jón Baldursson, Hörður Blöndal, Sigurður Sverrisson, Valur Sigurðsson og Sævar Þor- björnsson en þessi sveit sótti um að fara á mótið og var eini umsækjandinn. í liðið í kvennaflokki hafa verið valdar Esther Jakobsdóttir, Halla Bergþórsdóttir, Kristjana Steingrímsdóttir og Valgerður Kristjónsdóttir, en þær eru ís- landsmeistarar í kvennaflokki. í yngri flokkinn hafa verið valdir Aðalsteinn Jörgensen, Runólfur Pálsson, Sturla Geirsson og Sigurður Vil- hjálmsson. Þetta val hefur dregið nokkurn dilk á eftir sér. Þættinum hefur borist eftirfar- andi bréf frá sveitinni sem vann Islandsmót yngri spilara í sveitakeppni í vetur. „Við undirritaðir íslands- meistarar yngri spilara í bridge 1984 viljum hér með láta koma fram athugasemd við val ung- lingalandsliðs B.S.Í. Það hefur tíðkast að þeir er íslandsmeistaratitla hljóti keppi fyrir íslands hönd á erlendri grund. Það hefur einn- ig verið við val landsliðs yngri spilara hjá landsliðsnefnd B.S.Í. hingað til. Spurningin er því sú til hvers eru íþróttamenn að heyja keppni um titla þegar titlarnir hafa enga merkingu. Sökum þess að nú hefur verið breyting á og við yfirlýstir óverðugir að þessum titli sjáum við okkur ekki fært að taka við íslands- 'meistaratitlinum sem gildir ekkert fyrir okkur eins og á málum hefur verið tekið hjá landsliðsnefnd B.S.Í. Það er súrt eplið sem fylgir Jíslandsmeistaratitilinum sem engan rétt gefur.“ Þetta bréf er undirritað af Antoni R. Gunnarssyni, Guð- mundi Auðunssyni, Stefáni Ó Oddssyni og Ragnari Ragnars- syni. NT hafði samband við Jakob R. Möller formann landsliðs- nefndar og bar þetta undir hann „Þar sem piltarnir hafa ekki sýnt þá sjálfsögðu kurteisi að senda Bridgesambandi ís- lands eða landsliðsnefnd þess bréfið, verður bréfinu ekki svarað fyrr en það hefur verið lagt fram þar“ sagði Jakob. Við þetta má svo bæta því að það er ekki rétt að íslands- Imeistarar yngri spilara hafi hingað til öðlast sjálfkrafa landsliðsrétt. Undirritaður hefur sjálfur tekið þátt í því að velja landslið yngri spilara árin 1982 og 1983 enþá var spilað um þennan titil. I bæði skiptin hefur aðeins verið valið annað parið f landslið af þeim tveim sem mótið hafa unnið. Landsliðskeppnin Tólf pör hófu keppni vegna forvals fyrir Ólympíumótið í gærkvöldi í Drangey Síðumúla 35. Þessi pör eru. Ásmundur Pálsson og Karl Sigurhjartar- son, Jón Asbjörnsson og Símon Símonarson, Aðal- steinn Jörgensen, og Runólfur Pálsson, Hrólfur Hjaltason og Jónas P. Erlingsson, Jón Bald- ursson og Guðmundur Sveins- son, Sigurður Vilhjálmsson og Sturla Geirsson, Guðbrandur Sigurbergsson og Ásgeir Ás- björnsson, Örn Arnþórsson og Guðlaugur Jóhannsson, Sig- urður Sverrisson og Valur Sig- urðsson, Guðmundur Sv. Her- mannsson og Björn Eysteins- son og Guðmundur Pétursson og Sigtryggur Sigurðsson. Bridgedeild Breiðfirðinga Ingibjörg Halldórsdóttir og Sigvaldi Þorsteinsson unnu butler-keppni félagsins sem lauk á fimmtudagskvöld en þetta var einnig síðasta keppni félagsins á starfsárinu. Röð efstu para varð þessi: Ingibjörg Halldórsdóttir - Sigvaldi Þorsteinsson 205 Eggert Benónýsson - Sigurður Ámundason 199 Magnús Oddsson - Jón G. Jónsson 190 Gísli Stefánsson - Kristján Ólafsson 186 Árni Magnússon - Björn Theódórsson 184 Guðjón Sigurðsson - Birgir ísleifsson 184 Guðjón Kristinsson - ÞorvaldurMatthíasson 184 Bridgefélag Breiðholts Þriðjudaginn 8. maí varspil- aður eins kvölds tvímenningur með þátttöku 24 para. Úrslit urðu þessi: A-riðill 1. Jakob Ragnarsson - Árni Eyvindssön 180 2. Stefán Garðarsson - Sævar Guðjónsson 175 3. Bjarki Bragason - Halla Marinósdóttir 167 4. Helgi Skúlason - Kjartan Kristófersson 166 Meðalskor 156 B-riðill 1. Stefán Oddsson - Ragnar Ragnarsson 142 2. Anton R. Gunnarsson - Friðjón Þórhallsson 128 3. Ríkharður Oddsson - Þórður Þorvaldsson 126 Meðalskor 108 Næstu tvo þriðjudaga 15. og 22. maí verður spiluð firma- keppni félagsins í einmenn- ingsformi, og verður spilað um veglegan farandbikar sem geymdur verður í ár hjá því firma sem vinnur, auk þess sem spilarinn fær viðurkenn- ingu. Allir spilarar eru velkomnir, með eða án firma. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 8. maí laúk vortvímenning deildarinnar með öruggum sigri Óla Andrea- sen og Sigrúnar Pétursdóttur. Röð efstu para eru þessi: 1. Óli Andreasen - ' Sigrún Pétursdóttir 476 2. Ragnar Björnsson - Sævin Bjarnason 472 3. Erlendur Björgvinsson - Sveinn Sveinsson 471 4. Björn Hermannsson - Lárus Hermannsson 462 5. Hildur Helgadóttir - ■ Sturla Geirsson og Sigurður Vilhjálmsson mynda annað þeirra para sem valið hefur verið í landslið yngri spilara í bridge á Evrópumótið í sumar. NT-mynd Róbert. Karolína Sveinsdóttir 456 Næstu þriðjudagskvöld verður spilað sumarbridge,tví- menningur, öllum er frjáls þátttaka meðan húsrúm leyfir. Spilað er í Drangey, Síðu- múla 35, klukkan 19.30 stund- víslega. TBK Barometerkeppni félagsins, sem var jafnframt síðasta keppni vetrarins lauk 3. maí. röð efstu para varð þessi: 1. Ingvar Hauksson - Orwell Utley 347 2. Sigurður B Þorsteinsson - Gylfi Baldursson 264 3. Sigtryggur Sigurðsson - Sverrir Kristinsson 210 4. Anton R. Gunnarsson - Friðjón Þórhallss. 194 5. Sveinbjörn Guðmundss - Brynjólfur Guðmundss 171 6. Gunnlaugur Óskarsson - Helgi Einarsson 138 7. Guðjón Jóhannsson - Þórhallur Þorsteins 136 8. Þorst. Kristjánss - Rafn Kristjánsson 124 Meðalskor 0 ÍBK, þakkar öllunt spilurum þátttökuna á liðnum vetri sem , var frábær og við vonumst til að sjá ykkur sem allra flest aftur í haust, nýir spilarar eru j velkomnir. TBK. þakkar einn- ig vinatelögum sínum, sem j spilað hafa við okkur,ánægju- legar samverustundir. Seinna verður auglýst um aðalfundinn og starfsemi félags- ins eftir sumarhléið. THOMSON O Takmark hinna vandlátu THOMSON MYNDÐANDATÆKI * Gerð V-320 it Framhlaðið VHS kerfi Jt 4ra tíma afspilun it 8 prógröm it 24ra stunda Digital klukka ic Hraðspólun it 14 daga minni it Frábær hönnun Verð kr. 39.985.- Staðgr. $ SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 38900 - 38903

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.