NT - 12.05.1984, Blaðsíða 8
ák
Laugardagur 12. maí 1984 8
Helgi Ólafsson skrifar
um skák:
■ Anatoly Karpov hefur með frammistöðu
sinni á skákmótunum í Ósló, þar sem hann bar
sigur úr býtum og á skákmótinu í London sem
lýkur þessa dagana, að öllum líkindum með
enn einum sigri heimsmeistarans, sýnt fram á
svo ekki verður um villst að hann hefur ekki
svo merkjanlegt sé tapað niður nokkru af
styrkleika sínum við skákborðið. Nú eru um 9
ár síðan hann öðlaðist heimsmeistaratitilinn án
keppni og hann hefur sannarlega staðið undir
nafnbótinni með frábærri frammistöðu á
skákmótum víða um heim. Einvígi hans við
Garrí Kasparov á samkvæmt áætlun að hefjast
þann 10. september næstkomandi, að öllum
líkindum í Moskvu, þó enskir fjármálamenn
hafi boðist til að leggja fram milljón ensk pund
fyrir það eitt að hluti einvígisins fari fram í
Lundúnum. Lundúnaborg verður að öllum
líkindum vettvangur síðasta skákmótsins sem
Karpov tekur þátt í áður en hann leggur í
slaginn mikla.
■ Anatoly Karpov heimsmeistarí í skák. Taflmennska hans á mótunum í Osló og London bendir til þess að hann eigi verulega
möguleika á að verja titil sinn í einvíginu við Kasparov í haust.
Einvígið um heimsmeistaratitilinn hefst 10. september
Karpov er til alls líklegur
Skákunnendur og sér-
fræðingar hafa fylgst náið með
taflmennsku Karpovs bæði í
London og Osló og enn þykjast
menn greina stefnubreytingu í
taflmennsku hans. Þó hann
seti öryggið ofar öllu bregður
fyrir tilraunastarfsemi áður
óþekktri. Hann er fúsari en oft
áður að hella sér í villta takt-
íska baráttu og byrjanakerfi
hans hefur tekið ýmsum merki-
legum stakkaskiptum. Kóngs-
indversk vörn sem Fischer
gerði vinsæla á sínum tíma og
finnst meðal vopna í vopnabúri
Kasparovs var val Karpovs í
skákinni við Eugunio Torreog
höfðu menn ekki í aðra tíð séð
Karpov beita þeirri byrjun.
Sóknataflmcnnska í anda
klassísku meistaranna varð
uppá teningnum í skákinni við
Hollendinginn Jan Timman.
Hvarvetna úir allt og grúir af
óvæntum hliðarsporum í
skákum hans og augljóst hver
meiningin er: Hann ætlar sér
að mæta Kasparov á þeim
vettvangi þar sem ungi snill-
ingurinn þykir hvað sterkastur.
Fyrr í vetur þegar Karpov
sat heima í Moskvu gerði
Kasparov eigi ósvipaðar til-
raunir í taflmennsku sinni þeg-
ar hann mætti Vasily Smyslov
í einvígi, sem heimsmeistar-
inn fyrrverandi átti enga mögu-
leika í. Kasparov kvaðst fyrir
einvígið hafa einsetl sér að
tapa ekki einni einustu skák, hann
lét ævintýramennsku lönd og
leið og lét sér vel líka rólega
(er hún svo róleg?) stöðubar-
áttu. Hann var fullur sjálfs-
trausts að einvíginu loknu og
kvaðst eiga góða sigurmögu-
leika gegn Karpov og bætti því
við aðspurður um lengd einvíg-
isins að búast mætti við í
kringum .28 skákum. Þannig
standa málin nú að báðir skák-
mennirnir hafa náð hátindi
getu sinnar og vænta má stór-
kostlegra sviptinga í Moskvu í
haust.
Miles og Nunn hafa
brugðist
Svo vikið sé aftur að skák-
mótinu í London hlýtur það að
valda þeim er að því standa
nokkrum vonbrigðum. Mótinu
var m.a. ætlað að sýna fram á
vaxtarbroddinn í enska skák-
lífinu, meistararnir Miles og
Nunn sem óumdeilanlega eru
sterkustu skákmenn Englend-
inga um þessar mundir skyldu
sýna fram á að þeir stæðu
fremstu stórmeisturum heims
ekki að baki. Þetta hefur allt
farið á annan veg. Karpov og
Polugajevskí, góðir fulltrúar
sovéska skákskólans hafa teflt ■
af sannfærandi öryggi og helsti
keppinautur þeirra kemur úr
óvæntri átt. Murray Chandler
heitir lítt þekktur skákmaður,
kemur frá Ástralíu en hefur
tekið upp enskt ríkisfang.
Hann hefur e.t.v. ekki mikla
hæfileika til skákarinnar að
bera en á hinn bóginn er hann
fjarska samviskusamur og dug-
legur og hefur með þrotlausri
ástundun klifið Elo - listann
og er ofarlega í hópi enskra
skákmanna þar. Meðfram tafl-
mennsku hefur Chandler haft
með höndum útgáfustarfsemi
og gefur út drepleiðinlegt
skáktímarit sem ber nafnið
„Tournament chess“. í þessu
blaði, sem kemur út fjórum
sinnum á ári, samanstendur
efniviðurinn eingöngu af tefld-
um skákum, athugasemda-
lausum, úr mótum í katagoríu
átta og þar yfir, mótstöflum og
ýmsum tölulegum upplýsing-
um. Chandler tefldi á síðasta
Reykjavíkurskákmóti og fláði
þar ekki feitan gölt. í London
hefur hann hinsvegar lagt
hvern stórlaxinn á fætur öðrum
og hefur algerlega skotið bestu
Englendingunum Miles, Nunn
og Mestel ref fyrir rass. Meðal
fórnarlamba hans má nefna
Ribli, Andersson, Nunn og
Torre. Skák hans við Ribli
fylgir hér. Chandler hafði þá
■lagt bæði Nunn og Andersson
og var vígreifur er hann settist
andspænis ungverska stór-
meistaranum í 5. umferð
mótsins:
Hvítt: Murray Chandler
(England)
Svart: Zoltan Ribli (Ungverja-
land)
Sikileyjarvörn
1. e4 c5
2. Rf3 d6
3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 a6
6. Be3 e6
7. f4 b5
8. Df3 Bb7
9. Bd3 Rbd7
10. g4 b4
11. Rce2 Rc5
12. Rg3 Rfd7
(Fram til þessa hefur skákin
fylgt viðureign minni við
Chandler á Reykjavíkurmót-
inu í vetur. Þar lék ég 12. -
Dc7 og náði betri stöðu eftir:
13. 0-0 Rfd7 14. a3 bxa3 15. b4
Rxd3 16. cxd3 Be7 17. Hfcl
Db8 18. Hxa3 0-0 19. g5 Hc8
20. Hfl Bf8 21. h4 d5 22. Hb3
dxe4 23. Rxe4 Bd5 o.s.frv.
Framvinda þessarar skákar
verður með nokkuð öðrum
hætti því Chandler kýs að
hróka drottningarmegin).
13. 0-0-0 g6
14. Hhfl Bg7
15. f5!?
(Hvítur hefst þegar handa
við að mölva niður múrvegginn
í kringum svarta kónginn en
verður ekki mikið ágengt, því
sérhverri atlögu fylgir viss til-
slökun. í þessu tilviki gefur
hvítur mikið eftir á miðborð-
inu svartur fær hinn ákjósan-
legasta reit fyrir riddarann á
e5).
15... Re5
16. De2 0-0
17. Kbl He8
18. Hf2 Hc8
19. Hdfl d5
(Svarta staðan þolir vel þessa
útþenslu á miðborðinu. Það er
ekki vegna byrjunarinnar sem
Ribli tapar skákinni, enda
varla von því fáa jafnoka á
hann á sviði kunnáttu í byrjun-
um).
20. Rxe6 Rxe6
(Sterkara en 20. - fxeó 21. f6!
og hvítur nær manninum aftur
með mun betri stöðu).
21. fxe6 Hxe6
22. Bcl Hc7
23. Rf5!?
(Ekki stenst þessi fórn gagn-
rýni en svo virðist sem Ribli
hafi óttast flækjurnar sem
hljótast af því að þiggja riddar-
ann og því velur hann „örugg-
asta“ framhaldið. Einkenn-
andi ákvörðun fyrir stórmeist-
ara á borð við hann sem ávallt
vill hafa hlutina á hreinu. En
hvað gerist taki svartur
manninn? Eftir 23. - gxf5 er
nærtækast að leika 24. gxf5 og
þá dugir ekki 24. - Rxd3
vegna 25. Dxd3 Hxe4 26. f6
Bf8 27. Hglt Kh8 28. Dg3 og
vinnur. Hins vegar má reyna
24. - dxe4! t.d. 25. fxeó exd3
26. exf7t Hxf7! og svartur
hefur betur eða 25. Bxe4 Bxe4
26. Dxe4 He8 og riddarinn
getur ávallt lokað g - línunni
með - Rg6 o.s.frv.)
23... dxe4
24. Rxg7 Kxg7
25. Bxe4 Rxg4
26. Dxg4 Hxe4
27. Dg3
(Svartur hefur unnið peð en
kóngsstaða hans er viðkvæm
þannig að möguleikar hvíts
eru í raun síst verri. Báðir
keppendur voru nú komnir í
mikið tímahrak).
27. .. Hd7
28. b3 Kg8
29. Hf4 a5
30. h4. h5
31. Hf6 Hg4
32. De5 Be4?
(Svartur uggir ékki að sér og
verður alvarlega á í messunni.
Hefði skynsemin ráðið ferð-
inni er ekki að efa að Ribli
hefði leikið 32. - He4, þ.e, leik
sem falast eftir jafntefli; staðan
býður ekki upp á meira. Nú er
tækifæri Chandlers komið...)
33. Hb6!
(Firnasterkur leikur sem
gerir út um taflið í einu vet-
fangi. Ef nú 33. - Dxb6 þá 34.
De8t Kh7 35. Dxd7 og svartur
fær ekki varið f7 - reitinn svo
gagn sé í t.d. 35. - Be6 36.
Hxf7t! Bxf7 37. Dxf7 Kh8 38.
Bb2 - og vinnur. Þá dugir 33.
- Bb7 skammt vegna 34. Bh6!
f6 35. Hfxf6! o.s.frv. Að end-
ingu má geta þess að 33. - Hb7
strandar á 34. Hxb7 Bxb7 35.
Bb2 o.s.frv. Það er ekki að
furða að af loknum útreiknum
á borð viðþá sem raktir hafa
verið hér að framan skuli Ribli
hafa gripið til vita vonlausrar
biskupsfórnar.)
33... Bxc2t
34. Kxc2 Hc7t
35. Kbl Dd3t
36. Kal Dc3t
37. Bb2 DxeS
38. Hb8t
- og Ribli gafst upp.
Eftir góða frammistöðu á
skákmótinu í Osló á dögunum
var Tony Miles, einu sinni sem
oftar, helsta von Englendinga
á mótinu í London. Hann
hefur algjörlega brugðist og
má það sama segja um hinn
Englendinginn í 2600 stiga
katagoríunni, John Nunn.
Fundum Miles og Karpov
heimsmeistara bar saman í 7.
umferð og var búist við bar-
áttuskák, því Miles hefur sótt
hart að heimsmeistaranum
þegar þeir hafa mæst. En að
þessu sinni hafði Karpov alla
yfirburði. Hann hreinlega rusl-
aði andstæðingi sínum upp,
tefldi meira að segja stóran
part skákarinnar tveimur
mönnum yfir:
Hvítt: Anatoly Karpov (Sov-
étríkín)
Svart: Tony Miles (England)
Spænskur leikur
1. e4 e5
2. Rf3 Rc6
3. Bb5 a6
4. Ba4 Rf6
5. 0-0 Be7
6. Hel b5
7. Bb3 d6
8. c3 0-0
9. h3 Bb7
(Það afbrigði af spænska
leiknum sem hér hefur orðið
upp á teningnum er sennilega
eitt það vinsælasta um þessar
mundir og hefur Karpov
heimsmeistari ekki átt minnst-
an þátt í því. Miles beitir því
nú í fyrsta sinn eftir að hafa
gefist upp á Caro - Kann
vörninni (Osló ’84), 1. — a6!?
(Skara ’80), Dreka - afbrigð-
inu í Sikileyjarvörn og fleiri
byrjunum. En hann rekur
vafasama pólitík nú þegar tefl-
ir byrjun sem Karpov þekkir
út og inn).
10. d4 He8
11. a4 Bf8
12. d5 Ra5
13. Ba2 c6
14. Ra3 cxd5
(Karpov hafði annan háttinn
á þegar hann mætti júgóslavn-
eska stórmeistaranum Lubom-
ir Ljubojevic á Olympíumót-
inu í Luzern. Þá lék hann 14.
- Dc7 sem er betri leikur. Sá
munur var þó á stöðunni að
Karpov hafði leikið 11. h6 í
stað 11. - Bf8 sem e.t.v. er
nákvæmari leikur. Eftir 14. -
Dc7 varð framhaldið 15. Rh4
cx5 16. exd5 Rc4 17. Rf5 Bxd5