NT - 12.05.1984, Blaðsíða 7

NT - 12.05.1984, Blaðsíða 7
Laugardagur 12. maí 1984 7 þjóðfélagsstöðu og straumum samtíðarinnar, er settur áhorf- andanum fyrir sjónir nokkuð snemma í leiknum, - átökin og uppgjörið verður lítið annað en sífelld árétting. Kemur hér enn að því að í verkið skortir að ég hygg auðugra hugmynda- líf, persónurnar verða eins og brúður eða framhliðar, mál- pípur staðlaðra hugmynda, og skal það þó tekið fram að höfundur er ekki að prédika. Hann sýnir áhuga og samúðar- skilning á öllu þessu fólki. Viðhorf Sveins Einarssonar er í fyllsta mæli húmanískt og drengilegt, aðeins reynist hann ekki megnugur þess að láta mann skynja lífsvanda fólksins nægilega djúpt. Tökum afann, Bjarna gamla sem Gísli Halldórsson fór einkar létt með og vakti jafnan hlátur leikhúsgesta. Hvað er á bak við ellióra hans og kulnuðu aldamótahyggju? Af því að hina dýpri tilfinningu skorti varð karlinn eins og skrípa- mynd, og hefði leikstjórinn mátt hafa betra taumhald á þesu, draga úr sífelldum inn- komum gamla mannsins sem áttu að undirstrika erindisleysi hans við samtíðina. Hjónin, sem Guðrún Ásmundsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson fóru með, hinir traustu burðarásar Iðnó um langt skeið sem ekki brugðust hér fremur venju. Um skeið virtist leikurinn ætla að beina athygli sinni að ör- væntigu Oddnýjar, miðalda konunnar sem er að missa allt sitt lífsinnihald út úr höndun- um. Þá fannst manni að hér væru að myndast drög að lífs- drama þessarar kónu, við vær- um að skynjakvikuna í sálarlífi, hennar. En það efnisatriði var látið þoka fyrir því uppgjöri féðganna Ólafs og Arnórs sem meginþungi leiksins beindist að. Með því kynslóðatafli stendur hann eða fellur, og þar ná samræðurnar mestu lífi. Arnór er ráðvilltur, hefur fengið allt upp í hendurnar, en skortir herslu í viljalífið til að gera annað hvort: ganga undir ok fjölskyldulífsins og taka upp lífsmynstur foreldranna eða leita nýrra leiða. Pálmi Gestsson, hinn álitlegi ungi leikari, sýndi Arnór vel og skilmerkilega; hafi mönnum fundist sálarstríð Arnórs ekki nógu virkilegt var ekki við Pálma að sakast. Svipað má segja um Guðrúnu Gísladótt- ur, Heiðu, vinkonu Arnórs sem ráðin er til Kúbuferð- ar.Hún er úr sama jarðvegi sprottin, en hefur það áræði og hugsjónartrú sem Arnór skorti. Guðrún kom einkar vel fyrir í hlutvekinu, einbeitt og þokkafull. Aðra leikendur er vart á- stæða til að telja, allir skiluðu sínu eins og til stóð. Helst vil ég nefna Margréti Helgu Jó- hannsdóttur, Guðbjörgu, vinkonuna kjöftugu og fjöl- þreifnu, það var einkar lifandi persónugerð. Annars var drykkjuveislan nokkuð mis- jáfnt atyíði og hefði vel mátt missd 'sig. Yfirleitt held ég að lejkritið hefði grætt á stytting- um því að það teygði á stund- um úr sér í mesta lagi án þess að neinu nýju ljósi væri varpað á efni. „Vitlausu kynslóðina" nefna félagar Arnórs kynslóð foreld- ra sinna, þessa sem eltist við efnalegu gæðin en vanrækir það sem mestu varðar, heil- brigð mannleg samskipti. Næsta kynslóð vill hafna þessu gildismati en hefur ekkert ann- að handfast, aðeins vitundina um að hún haldi á fjöreggi hamingjunnar sem ekki má brotna í þessum rangsnúna heimi. í hverju er vitleysa hinnar ráðandi kynslóðar fólgin, hver er lífsharmur hennar? Þessum spurningum virðist mér Sveinn Einarsson fitja hér upp á, og vissulega er erindi leiksins brýnt. Í kunnuglegri, raun- trúrri mannnlífsmynd hefur hann brugðið upp aðstæðum, vakið máls á efnum sem hátt ber í samfélagsumræðunni nú á tímu. En ég hygg að meiri metnað og listrænt áræði hefði þurft til að skila verki sem verulega ýtti við áhorfandan- um, ræki af fullri einbeitni það erindi skilnings milli kynslóða sem Sveini Einarssyni er ber- sýnilega svo hughaldið. En við sjáum hvað setur: ekki trúi ég öðru en þessi höfundur eigi eftir að láta meira til sín heyra’ á næstu árum - á hinum nýja vettvangi þar sem hann nú hefur kvatt sér hljoðs. Gunnar Stefánsson. ef bezt ætti að fara. Það sem þó ríður mest á, er þekking á sögu landsins og þjóðarinnar, þvínæst norðurlanda, þá Norðurálfunnar, þá mann- kynsins. Mannkynssagan eður veraldarsagan er ótæmandi upp spretta lærdóms og reynslu og setur manni fyrir sjónir dæmi, sem betur sanna enn nokkrar fortölur hve opt litlir kraptar vel hagnýttir hafa hrundið miklu ofurefli, hve margt land hefur umskapazt á fáum árum frá eyðimörku til ánægjusamasta heimkynnis, frá sultarkima til nægtabúrs. Engin vísindagrein kennir manni eins ljósliga einsog ver- aldarsagan að dæma rétt um ástand lands síns, án hleypi- dóma, án frekju og hræðslu, ég tek hana því til fremur öðrum, en auðvitað er, að jafnframt henni þarf fulltrúinn að vita grein á landstjórnar- fræði (Politik), bústjórnar- fræði (Oeconomie) einkum þjóða og ríkja (Statsoeconom- ie), landaskipunarfræði o.s.frv., en framyfir allt þarf hann að hafa virðingu fyrir vísindum, að svo miklu leyti sem þeim verður varið til nyt- semdar mannkyninu, en ekki til gorts og sérvizku, hann verður að hafa stöðugliga fyrir augum, að vísindi og kunnátta eru lykill að allri framför manna og hagsældum". Að reiðast ekki mótmælum Jón Sigurðsson leggur þar mest áherzlu á, að þingmaður inn þurfi að vera svo vel máli farinn, að hann geti lýst skoð- unum sínum skýrt ög skiljan- lega. Hann þurfi eiginlega ekki að vera mælskur, en mælskan sé þó mikilvæg, og nefnir hann því tilsönnunar dæmi af Pitt yngra. Síðan farast honum þannig orð: „En ekki ríður hvað minnst á, að fulltrúinn sé svo skapi farinnn sem hann á að vera. Að hann sé ráðvandur og fölskvalaus, forsjáll án undir- ■ferliseinarður og hugrakkur án frekju, staðfastur án þrá- lyndis og sérvizku og að öllu óvilhallur mönnum, stéttum eða héruðum. Sannleikann á hann að meta umfram allt og láta sig af hans röddu leiða, hann verður því jafnframt að yfirvega mótmælii annarra og meiníngar sjálfs sín, og það því grandgæfliligar, sem hann finnur með sjálfum sér, að hann vantar meira til þekking- arinnar, en hann verður að varast að taka hverja meiningu sem góða vöru og gilda, hvert hún kemur frá æðri eða lægri meðan hann hefir ekki aðrar ástæður fyrir henni enn nafn þess sem sagði eða vilja hans. Ekki ríður minna á, einkum þegar maður er geðmikill og þykkinn, einsog vér erum í rauninni, íslendingar, að setja sér að reiðast ekki mótmælum, og allrasízt að færa þau til illvilja og úlfúðar, nema til þess sé ljósar ástæður, en sé þær, þá mun illmennskan skjótt brégðast þeim sem henni beitir, án þess menn gjöri sig reiða á móti, því sjaldan veldur einn þegar tveir deila“. Fulltrúar þjóð- arinnar allrar Þá leggur Jón Sigurðsson áherzlu á, að þingmenn séu fulltrúar allrar þjóðarinnar. Hann segir: „Það er nú nokkurnveginn auðséð á því, sem þegar er sagt, hvað hafa verður fyrir augum þegar kjósa skal full- trúa, og hverjum kostum mest á ríður þegar nokkurra skal án vera: hitt kynni máske að þurfa að drepa á með fám orðum, hvort tillit ætti að taka til stéttanna þegar kosið er, og að hversu miklum hluta. Það leið- ir af því, sem að framan er sagt, að sá einn er rétt kosinn full- trúi, sem hefir að eins tillit til alls landsins, allrar þjóðarinn- ar og metur gagn enna eins- töku stétta eða héraða einúngis eptir því, sem það sýnir sig að vera vert þegar þannig er á það litið. Ef fulltrúinn ekki skoðar hvert mál þannig þá skoðar hann það skakkt". Ekki er rúm til þess að tilgreina fleiri ummæli Jóns Sigurðssonar úr þessari merku ritgerð hans, sem ber hinum þrítuga foringja jafnt vitni um sterkan framfaravilja og mikla raunhyggju. Jafnframt því, sem hann hvetur til framfara, segir hann að „oss sem erum fámennir og fátækir, ríður á að slá ekki upp á meiru en vér erum færir um að framfylgja, en hinu þurfum vér ekki að kvíða, að ef vér fylgjum rétti- liga fram stefnu þeirri, sem oss er ekki of vaxin, þá vaxa kraftar vorir jafnóðum og það er einskis manns að segja hve miklir þeir geta orðið með tíð og tíma“. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 25 kr. Áskrift 250 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent hf. Tölvubyltingin ■ NT hefur byrjað fyrst íslenzkra blaða á þeirri nýbreytni gefa út fylgirit, sem mun fjalla um tölvur og fleiri nýjungar á tæknisviðinu. Svo ör og stórfelld er þróunin á þessu sviði, að slík útgáfa er orðin nauðsynleg þjónusta við lesendur blaðsins. í tilefni af þessu er ekki úr vegi að minnast þess, að fyrri þremur árum flutti Davíð Aðalsteinsson, ásamt nokkrum flokksbræðrum sínum tillögu á Alþingi um stöðu, þróunarhorfur og stefnumótun í upplýsinga- og tölvumálum. Samkvæmt henni fól Alþingi ríkisstjórninni að skipa nefnd, sem gerði tillögu um hvernig íslenzkt þjóðfélag gæti bezt hagnýtt sér hina nýju tækni varðandi atvinnumál, félagsmál og fræðslumál og raunar öll svið þjóðlífs- íins. Nefndin skyldi skila áliti eigi síðar en í árslok 1982. Tillögunni fylgdi ítarleg greinargerð, þar sem brugðið var upp mynd af þeirri byltingu, sem hér væri á ferðinni ekki aðeins á sviði atvinnulífsins heldur raunar þjóðlífsins alls. Mikil hætta gæti verið á ferðinni, ef ekki væri strax brugðist við þeim vandamálum, sem óhjákvæmilega hlytu að fylgja tölvubyltingunni. Alþingi brást vel við þessari tillögu Davíðs Aðal- steinssonar og samþykkti hana með litlum breyting- um. Það lagði sérstaka áherzlu á, að nefndin athugaði hvernig vinnumarkaðurinn gæti aðlagazt tölvuvæðinguna, án þess að atvinnuöryggi yrði stefnt í hættu. Nefndin skyldi skila áliti fyrir árslok 1982, eins og sagði í tillögu Davíðs. Framkvæmd þessarar þingsályktunartillögu tafðist nokkuð vegna þess, að hún flæktist af misskilningi milli ráðuneyta. Að lokum þótti eðlilegast að félagsmálaráðuneytið sæi um þann þátt hennar, sem sérstaklega snerti samlögun við atvinnulífið. Alex- ander Stefánsson félagsmálaráðherra fól á síðastl. ári sérstakri nefnd að skila áliti um þetta verkefni og mun þess að vænta innan skamms. Það er vissulega aðkallandi að fá þetta álit, því að tölvubyltingin mun miklu breyta í atvinnulífinu. Hún mun hins vegar ná til margra fleiri sviða þjóðlífsins og því er nauðsynlegt að þessi athugun verði víðtækari eins og gert var ráð fyrir í upphaflegri tillögu Davíðs Aðalsteinssonar. Vond vinnubrögð Þess misskilnings gætir oft um Alþingi, að beztu þingmennirnir séu þeir sem tala mest á þingfundum. Mjög oft er þessu öfugt farið. Annar misskilningur um Alþingi er sá að meta beri störf þess af því hvað mörg mál það afgreiðir. í mörgum tilfellum ber þetta þó ekki vitni um góð vinnubrögð heldur hroðvirkni. Óeðlilegt kapp er lagt á það í þinglokin að afgreiða sem mest af málum, án nægilegrar vinnu í þingnefnd- um og samráðs við viðkomandi aðila utan þings. Miklu eðlilegra :er að frestá málum, sem ekki eru aðkallandi, og láta þau fá frekari athugun á næsta þingi. Það skiptir ekki mestu að Alþingi afgreiði sem mest af málum, heldur að þau fái vandaða athugun.. Þinglokin v'erða því oft blettur á Alþingi. Því miður eyðist fyrri hluti þingsins alltof mikið í gagnlaus ræðuhöld á þingfundum, en þess mun erfitt að finna dæmi, að ræður þar hafi breytt einhverju. Það er í þingnefndum og á þingflokksfundum, sem hin raunverulegu þingstörf eru unnin.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.