NT - 15.05.1984, Blaðsíða 23
Ákvörðun
okkar er
endanleg
- segja Sovétmenn
um Ólympíuleikana
■ Sovéska fréttastofan APN
hafði það í gær eftir formanni
sovésku Ólympíunefndarinnar
að ákvörðunin um að taka ekki
þátt í Ólympíuleikunum í Los
Angeles í sumar væri endanleg
og henni yrði ekki breytt.
Formaður Ólympíunefndar
Sovétmanna sagði í ræðu, sem
hann hélt í Moskvu í gær að
Sovétmenn væru alls ekki að
hundsa Ólympíuleikana þótt
þeir sendu ekki lið. Pað væri
rangt hjá vestrænum fréttastof-
um að lýsa ákvörðun Sovét-
manna sem „boycotti“. Sovét-
menn brytu ekki gegn reglum
Alþjóðaólympíunefndarinnar
þótt þeir sendu ekki lið til
leikanna í sumar. Hin raunveru-
lega orsök fyrir því að Sovét-
menn treystu sér ekki til að
senda lið væri ekki pólitísk held-
ur sú að öryggi íþróttamanna
væri ófullnægjandi og öfgasinn-
aðir hópar í Bandaríkjunum
ætluðu sér að nota leikana til
andsovésks áróðurs.
Formaðurinn flutti þessa
ræðu eftir árangurslausar við-
ræður við fulltrúa frá Alþjóða-
ólympíunefndinni sem reyndu j
að telja Sovétmönnum
hughvarf.
■ íþróttaráðherra Sovétríkj-
anna, Marat Gramov, sem jafn-
framt er formaður sovésku Ól-
ympíunefndarinnar sagði í gær
að Sovétmenn myndu ekki
breyta þeirri ákvörðun sinni að
senda ekki lið til Ólympíuleik-
anna í Los Angeles í sumar.
Símamynd-POLFOTO
Austur-Þýskaland:
Sovéskum kjarnorku-
flaugum fjölgað
Moskva-Rcutcr
■ Sovéska fréttastofan Tass
sagði frá því í gær að samkomu-
lag hefði tekist milli sovéskra og
austur-þýskra stjórnvalda um
að fjölga sovéskum kjarnorku-
flaugum í Austur-Þýskalandi.
Tass hélt því fram að þetta
væri svar við uppsetningu með-
aldrægra kjarnorkuflauga í
Vestur-Evrópu en ekki var sagt
frá því í fréttinni hvenær á-
kvörðunin um fjölgun kjarn-
orkuflauga í Austur-Þýskalandi
hefði verið tekin. Tass frétta-
stofan sagði að í framtíðinni
myndi Varsjárbandalagið að-
eins setja upp nýjar kjarnorku-
flaugar þegar slíkt væri nauð-
synlegt til að viðhalda jafnvægi
og bægja frá ógnun frá Banda-
ríkjunum og bandamönnum
þeirra.
■ Einn af leiðtogum stjómarandstæðinga á Filippseyjum,
Lorenzo Tanada, greiðir atkvæði gegn þátttöku í þingkosning-
unum þar í gær í svokallaðri „boycott-miðstöð" þar sem
adstæðingar kosninganna sýndu hug sinn til kosninganna.
Annars var kosningaþátttakan mun meiri en búist var við þrátt
fyrir að margir stjórnarandstæðingar hvettu fólk til að greiða
ekki atkvæði. Fyrstu tölur virtust líka benda til að þeim
stjórnarandstæðingum, sem í framboði voru, hefði gengið mjög
vel, sérstaklega í höfuðborginni Manila.___simamynd-POLFOTO
Þriðjudagur 15. maí 1984 23
■ Sjö Pólverjar sóttu í gær um pólitískt hæli í Svíþjóð eftir að og mun þessi sama vél hafa verið notuð til svipaðs flótta fyrir
hafa flogið á þessari tveggja hreyfla vél yfír Eystrasalt. Pólverjarn- tveimur árum. Það er ekki að spyrja að nýtninni hjá Pólverjum.
ir lentu á flugvelli nálægt Málmey. Þeir stálu flugvélinni í Póllandi Símamynd-POLFOTO
■ Ólafur konungur tók á móti Mitterrand á flugvellinum í Osló í gær en Mitterrand er fyrsti
þjóðhöfðingi Frakka sem kemur í opinbera heimsókn til Noregs í 76 ár. símamynd-POLFOTO
Mitterrand í Noregi
Osló-Reuter
Nasisti
deyrúr
krabba-
meini
Santiago-Rcutcr
■ Fyrrverandi nasista-
foringi, Walter Rauff, lést
í Chile í gær úr krabba-
meini 77 ára að aldri.
Hann var einn af þremur
mest eftirlýstu nasistafor-
ingjunum sem enn léku
lausum hala.
Walter Rauff bar meðal
annarra ábyrgð á notkun
færanlegra gasklefa í
heimstyrjöldinni síðari.
Það er talið að um 250
manns hafi verið myrtir í
þessum klefum.
Fyrir aðeins nokkrum
mánuðum sendu stjórnir
Vestur-Þýskalands,
Frakklands, Bretlands,
Bandaríkjanna og ísraels
beiðni til stjórnarinnar í
Chile um að hann yrði
framseldur til þess að hægt
væri að dæma hann fyrir
glæpi sína. En herstjórnin
í Chile neitaði að verða
við þessum beiðnum á
þeirri forsendu að dóms-
úrskurður árið 1963 um að
Walter Rauff skyldi ekki
framseldur til Vestur-
Þýskalands kæmi í veg fyr-
ir framsal hans nú.
Fyrir tuttugu árum
skýrði Rauff frá því að
kaþólskir prestar hefðu
hjálpað sér að flýja í lok
heimstyrjaldarinnar.
Hann hefði fyrst dvalist í
nokkurn tíma í Vatikan-
inu en síðan hefði hann
farið til Sýrlands. Árið
1949 hefði hann svo flust
til Ecuador og þaðan til
Chile árið 1958 en í Chile
búa margir Þjóðverjar
sem sumir eru sagðir hafa
tengst nasistum.
Þegar fréttin af láti
Walter Rauffs barst til ís-
raels sögðust embættis-
menn þar vera vonsviknir
því að þeir hefðu vonast
til að geta leitt hann fyrir
rétt þar sem hann hefði
verið dæmdur fyrir glæpi
sína. ísraelsku embættis-
mennirnir sögðust óska
þess að öðrum eftirlýstum
stríðsglæpamönnum takist
ekki líka að komast undan
réttvísinni.
■ Forseti Frakklands, Franco-
is Mitterrand, kom í gær til
Noregs í opinbera heimsókn.
Þar mun hann m.a. ræða við
norsk stjórnvöld um stamstarf í
orkumálum.
Mitterrand er fyrsti þjóðar-
leiðtogi Frakka sem heimsækir
Noreg í 76 ár. { för með honum
eru auk annarra samgöngu-
málaráðherra Frakka, og póst-
málaráðherra og utanríkisráð-
herra Frakka, Claude Cheys-
son, mun bætast í hópinn í dag.
Frakkar hafa á undanförnum
árum haft margs konar sam-
vinnu við Norðmenn í orkumál-
um í tengslum við olíu- og
gaslindir Norðmanna í Norður-
sjó. Norðmenn eru sagðir nokk-
uð ánægðir með samvinnuna
við Frakka fram til þessaog
frönsk.fyrirtæki vonast til þess
að nýir samningar verði undir-
ritaðir um áframhaldandi og
aukið samstarf.
Enn fremur er búist við því
að Frakkar og Norðmenn ræði
um utanríkismál en þar eru
norskir íhaldsmenn og franskir
sósíalistar sammála í mörgum
veigamiklum atriðum, t.d. hvað
varðar staðsetningu nýrra með-
aldrægra kjarnorkuflauga í
Vestur-Evrópu.
Olíuskip í
björtu báli
Bahrain-Rcutcr
■ Siglingar á Persaflóa
eru nú orðnar mjög óör-
uggar eftir að írakar hófu
loftárásir á skip sem fara
til írönsku hafnanna við
Kharg-eyju og Bushire.
Tryggingargjald fyrirskip,
sem sigla á þessar hafnir
hefur þegar hækkað mikiö
og nú eru tryggingarfélög
að endurskoða tryggingar-
gjöld fyrir skip sem sigla
til annarra hafna við
Persaflóa.
{ gær stóðu þannig
fjögur stór olíuskip í Ijós-
um logum á flóanum eftir
loftárásir íraka. Skipin eru
fráSaudi-Arabíu, Kuwait.
Panama og íran. Árásirn-
ar auka líkurnar á því að
stríðið breiðist enn út og
fleiri ríki taki afstöðu með
öðrum hvorum aðilanum.
Vestur-Þýskaland:
Áframhaldandi
verkföll
Stuttgart-Reuter
■ Málmiðnaðarsambandið í
Vestur-Þýskalandi mun halda
áfram skæruverkföllum til
stuðnings kröfu sinni um stytt-
ingu vinnuvikunnar niður í 35
stundir.
Fyrsta verkfall sambandsins
hófst í gær. Það náði til 13.000
verkamanna í 14 verksmiðjum í
Stuttgart og nágrenni. BMW
bílaverksmiðjurnar hafa þegar
tilkynnt að ef verkföllin haldi
áfram neyðist þær til að loka
fjórum verksmiðjum sínum, þar
sem 30.000 manns vinna, vegna
skorts á ýmsum mikilvægum
bílahlutum sem málmiðnaðar-
menn framleiða. Volkswagen-
verksmiðjurnar sögðust geta
haldið áfram framleiðslu þrátt
fyrir verkföll í að minnsta kosti
eina viku en þá myndi verkfalls-
ins fara að gæta. Talsmenn ann-
arra bílaverksmiðja höfðu svip-
aða sögu að segja.
Leiðtogar málmiðnaðar-
sambandsins hafa ekki fengist
til að segja frá því hvernig þeir
hyggjast haga skæruverkföllunum
á næstunni. Þeir hafa þó sagt aö
verkföll muni fljótlega hefjast í
Frankfurt og nágrenni þar.
sem margar helstu bílaverk-
smiðjur Þjóðverja eru. j