NT - 09.06.1984, Blaðsíða 5
Laugardagur 9. júní 1984 5
Guðmundur Sv. Hermannsson
LLL,_____ Bridge
Norðurlandamótið
hefst á morgun
■ Norðurlandamótið í Hels-
ingör hefst á morgun svo
bridgeáhugamenn geta farið
að krossleggja fingurna.
í bæði karla og kvennaflokki
verða spilaðar tvær umferðir
með 32ja spila leikjum. Þannig
verða 10 leikir í karlaflokki en
8 í kvennaflokki. Fyrsta um-
ferðin verður spiluð eins og
áður sagði á hvítasunnudag en
síðan verða spilaðar tvær um-
ferðir á mánudag, þriðjudag,
miðvikudag og fimmtudag.
Síðasta umferðin verður spiluð
á föstudaginn.
Öll Norðurlöndin senda sitt
sterkasta lið og hefur liðsskip-
an áður verið rakin í þættinum.
Pað er því Ijóst að róðurinn
verður þungur fyrir íslending-
ana en ef vel tekst til er aldrei
að vita nema Jóni Baldurssyni,
Sævari Þorbjörnssyni, Sigurði
Sverrissyni, Val Sigurðssyni og
Herði Blöndal takist að endur-
taka árangur sinn frá síðasta
Norðurlandamóti en þá end-
uðu þeir í þriðja sæti. Erfiðara
er að spá um kvennaliðið, sem
er skipað Esther Jakobsdóttur,
Valgerði Kristjónsdóttur,
Höllu Bergþórsdóttur og Krist-
jönu Steingrímsdóttur. Is-
lenskt kvennalið spilaði síðast
á Norðurlandamóti árið 1980
en þá lenti liðið í neðsta sæti.
Þess má geta að Dansk
Bridge spáði í síðasta tölublaði
að Svíar yrðu sigurvegarar í
báðum flokkum. Par var ís-
landi spáð 5. sætinu í bæði
kvenna og karlaflokki.
NT mun flytja fréttir af
Norðurlandamótinu daglega.
Jón Baldursson,
fyrirliði
Ákveðið hefur verið að Jón
Baldursson verði fyrirliði
landsliðs yngri spilara sem
tekur þátt í Evrópumóti yngri
spilara um miðjan júlí. Liðið
sjálft er skipað þeim Aðalsteini
Jörgensen, Runólfi Pálssyni,
Sigurði Vilhjálmssyni og
Sturlu Geirssyni.
Aðeins 44 pör mættu til leiks
í Sumarbridge sl. fimmtudag.
Sennilega eru ýmsar skýringar
á svo dræmri þátttöku, gott
veður, hvítasunnuhelgi fram-
undan.
Spilað var í þremur riðlum
og urðu úrslit þessi (efstu pör):
A Stig
Árni Eyvindsson
- Jakob Ragnarsson 261
Guðmundur Aronsson
- Jóhann Jóelsson 258
Erla Eyjólfsdóttir
- Gunnar Porkelsson 252
Steinunn Snorradóttir
- Vigdís Guðjónsdóttir 236
B Stig
Hermann Lárusson
- Páll Valdimarsson 196
Anton R. Gunnarsson
- Friðjón Þórhallsson 196
Ásgeir P. Ásbjörnsson
- Þórir Sigursteinsson 193
Albert Þorsteinsson
- Stígur Herlufsen 183
C Stig
Sveinn Sigurgeirsson
- Tómas Sigurjónsson 199
Leif Österby
- Sigurjón Tryggvason 191
Björn Halldórsson
- Jónas P. Erlingsson 190
Oddur Hjaltason
- Þorfinnur Karlsson 184
Meðalskor í A var210, en 156
í B og C-riðlum.
Eftir 4 kvöld í Sumarbridge,
er staða efstu manna nú orðin
þessi:
stig
Páll Valdimarsson 8
Anton R. Gunnarsson 7,5
Friðjón Þórhallsson 7,5
Helgi Jóhannsson 7
Magnús Torfason 7
Spilað verður að venju n.k.
fimmtudag að Borgartúni 18,
sama hús og Sparisjóður Vél-
stjóra og er allt spilaáhugafólk
velkomið.
Keppni hefst í síðasta lagi
kl. 19.30
Bridgedeild
Skagfirðinga
Þriðjudaginn 5., júní var
spilað í tveimur 10 para
riðlum. Flest stig hlutu þessi
pör.
A-riðill
1.-2. Sigmar Jónsson
- Vilhjálmur Einarsson 132
1.-2. Jón Stefánsson
- Þórhallur Þorsteinss 132
3.-4 Albert Þorsteinsson
- Stígur Herlufsen 116
3.-4. Erla Eyjólfsdóttir
- Gunnar Þorsteinsson 116
Briðill
1. Birgir ísleifsson
- Guðjón Sigurðsson 127
2. Guðmundur Thorsteinsson
— Gísli Tryggvason 119
3. Ármann Lárusson
- Sveinn Sigurgeirsson 117
4. Ragna Ólafsdóttir
- Ólafur Magnússon 113
Spilað verður þriðjudaginn
12. júní. Allt bridgefólk vel-
komið.
Mæting fyrir kl. 19.30 í
Drangey, Síðumúla 35.
Ódvrustu viðarkolin í bænum!
Vörumarkaðurinn hf.
í ARMULA 1A S. 686-111 — Eiðstorgi 11 S. 29366.
OPIÐ í DAG tilklA
AUar vörur á markaðsverði / Öllum deildum
Leiðin iiggur til okkar ■■
/ vers/anamiðstöð vesturbæjar **
Glœsilegt úrval húsgagna á 2 hæðum
JL-GRILLIÐ —GRILLRÉTTIR ALLAN DAGINN |EI Inn I w
Munið okkar hagstæðu greiðsluski/má/a ^LUTlSSOn ílT.
HRINGBRAUT 121
— SÍMI 10600