NT - 09.06.1984, Blaðsíða 7

NT - 09.06.1984, Blaðsíða 7
Laugardagur 9. júní 1984 7 ■ Birgir Arnason grunn. Of mikils er krafist á of stuttum tíma og því næst oft á tíðum ekki sá árangur sem efniviðurinn býður raunveru- lega upp á. En það er krafa tímans að tamningamaður skili óeðlilega miklum árangri mið- að við þann tíma sem hann hefur til umráða. Við förum oft fram úr því sem hrossin geta tekið á móti og er þó tamningin grunnur allra líf- daga reiðhestsins. Ef byrjunin mistekst er oftast allt unnið fyrir gýg. Einkunnarorðin eiga að vera að flýta sér hægt, það skilar mestum árangri þegar lengra er litið. - Hvaða umbætur er hægt að gera á tiitölulega skömmum tíma? Ekki vil ég ræða - taka afstöðu til -hrossafjöldans á þessu stigi. í ræktunarstarfi tefur e.t.v. mest að menn ein- blína á sitt eigið og eru ógagn- rýnir. En aðalsmerki góðs ræktunarmanns hlýtur að vera að geta gagnrýnt sitt starf af hiklausu raunsæi. Hvað félagsstarfið snertir er unglingastarfið sá grunnur sem framför í reiðmennsku byggist á. Mörg hestamannafélög hafa vanrækt unga fólkið. Frá því eru þó undantekningar. Hjá sumum félögum hefur vel til tekist og sífellt koma þá upp góðir ungir reiðmenn sem eru einnig virkir í félagsstarfi. Annars staðar lífnar unglinga- starf í eitt eða tvö ár, þá kemur fram hópur áhugasamra ung- linga, en síðan slitnar keðjan. Það er gott og blessað að halda námskeið fyrir fullorðna, undirstaðan er þó alltaf að móta unglingana. Það er óheil- brigt að gera alltaf sömu mis- tökin og nýta ekki þá kunnáttu sem fyrir hendi er. - Geta Skagfirðingar greitt fyrir einstaklingum að velja sér hross við sitt hæfi? Það hefur verið vísir að þessari þjónustu í héraðinu um árabil, fyrst sem einstaklings- framtak. Ákveðnir menn hafa verið boðnir og búnir að greiða götu fólks sem kemur í leit að hestum. Eftir að Hagsmuna- samtök hrossabænda voru stofnuð hefur verið starfandi sölufulltrúi fyrir félagsskapinn sem bæði hrossaræktendur og kaupendur hafa getað leitað til. Þetta er etnvörðungu sjálf- boðastarf. Æskilegt væri að menn ynnu saman að því að skipuleggja þennan þátt betur. Og til að árétta enn: Allt veltur á sjálfsgagnrýni ræktandans og síðan á góðri tamningu til að geta bent fólki á hesta sem því hæfa. Einar Örn Grant / ✓ Birgir Arnason tamningamenn á Akureyri - Þið eruð viðurkenndir reið- menn og vanir sýningarmenn á mótum. Hafið þið eitthvað að sækja á námskeið sem þetta? Menn geta alltaf bætt við kunnáttu sína og eru auðvitað alfrei fullnuma. Það sem Gundlach fór yfir kom okkur að góðum notum svo við höfum ekki verið hér í erindis- leysu. - Er Gundlach góður reið- kennari? A hvað leggur hann megináherslu? Hann er mjög nákvæmur og fjölhæfur enda kunnugt að hann hefur náð ótrúlega langt með erfið hestefni. Við höfðum áhuga á að kynnast því hvernig hann ynni. Hann leggur mikla áherslu á að þjálfa eftir ákveð- inni áætlun og undirbúa hross- in á réttan hátt fyrir sýningar, samspil manns og hests mætti e.t.v. kalla það. Hesturinn fái nægan tíma við hverja æf- ingu, miklu meiri tíma fyrir hvert atriði en við þekkjum og höfum vanist. Uppbygging þjálfunar hjá honum er mjög margbreytileg. Það sem á helst að gera hjá okkur á einum mánuði vinnur Gundlach að á einu ári. Mikil og þrotlaus vinna með hvern og einn hest. Við verðum að vera með 10-12 hesta á meðan hann er með 2-4. Það segir sig sjálft þvílíkur reginmunur er á slíkri aðstöðu. En fáir hestar samtímis og langur tími með hópinn er auðvitað dýr tamning, en ár- angurinn verður eftir því og gjaldinu því ekki á glæ kastað. Hér er hugsað um einn mánuð og fast gjald og síðan ekki söguna meir. Ætlast er til að árangur náist á 4-6 vikum. Þetta eru fráleitar kröfur og öllum til tjóns. Þessi hugsunar- háttur rekur allt áfram. Hjá okkur fæst harla lítil viður- kenning og enn minna þakk- læti fyrir að vinna rólega og ætla hverjum hesti þann tíma sem hann þarfnast. - Breytið þið ykkar reiðstfl og aðferðum eftir þetta nám- skeið? Við hljótum að tileinka okk- ur sitt hvað og útfæra nokkuð á annan hátt vissa hluti sem við höfum ekki hugsað út í, má þar nefna ásetu, hvatningar- möguleika, taumsambando.fi. Bent er rækilega á að notfæra sér mismunandi möguleika við ólíkar hestgerðir. Gundlach fór ítarlega í hlutina og var mikill munur að fá nú allt milliliðalaust. Hann tók sér- staklega fyrir uppbyggingu og þjálfun á tömdum hestum, var það mjög þarft svo oft sem þarf á því að halda. - Kom námskeiðið ykkur beint að notum í sambandi við tamningar? Alveg hiklaust, í öllum grundvallaratriðum. Mikil áhersla var lögð á að ná spennu úr hestinum, ekki er unnt að beita honum að ákveðnu atriði fyrr en slakað hefur verið á spennunni. Á þetta lagði Gundlach mikla áherslu, að fá hestinn slakan og rólegan. Hér er það enn og aftur tíminn sem _ mestu skiptir, gefa sér nægan tíma. Nauðsynlegt er að teyma hestinn sem mest bæði gang- andi og með hesti. - Hvað viljið þið segja um aðstöðuna í Dal? Aðstaðan þar var frábær, sú besta sem við höfum séð. Mjög gott hesthús, kennslustofa með kennslutækjum, gerði af réttri stærð, taumhringur, 200 m hringvöllur, íbúð fyrir tamn- ingamenn. Okkur er kunnugt að eigandi staðarins, Gunnar Dungal, hefur sýnt þessu fram- taki FT einstakan áhuga og hvatti til þess að námskeiðið yrði að veruleika. Við viljum koma á framfæri bestu þökkum fyrir að hafa átt þess kost að taka þátt í ágætu námskeiði við góðar aðstæður. Æskilegt væri að fá námskeið með líku sniði víðar um land. Birgir og Einar svöruðu sameiginlega og virtust býsna sammála. Efftir: Árna Þórðarson Pétur Behrens Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verö í lausasölu 25 kr. Áskrift 275 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent hf. Siðleysi ■ Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, hefur nýlega skipað mann í stöðu umdæmisfull- trúa Fasteignamats ríkisins á Austurlandi. Slíkt væri varla frásagnarvert, ef ekki kæmi til sú einkennilega aðferð, sem ráðherrann hefur not- að við þessa embættisfærslu. í stuttu máli eru málsatvik þau, að þann 16. maí s.l. var áðurnefnd stað auglýst laus til umsóknar í Lögbirtingablaðinu. Kom þar fram að umsóknum skuli skilað til Fasteignamats ríkisins fyrir 1. júní. En strax að morgni þess dags hefur fjármálaráðherra tilkynnt ákvörðun sína þrátt fyrir þá staðreynd, að umsóknirnar höfðu ekki enn borist ráðuneytinu og bárust því ekki fyrr en 4. júní. NT fordæmir þau vinnubrögð, sem Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, hefur beitt í þessu máli og þann hroka og þá fyrirlitningu, sem hann hefur sýnt gagnvart málsaðilum. Þrjú atriði eru eftirtektarverð: í fyrsta lagi gengur Albert Guðmundsson framhjá hæfasta umsækjandanum, umdæmis- tæknifræðingi Fasteignamatsins í Reykjvík. Sá hafði meðmæli forstjóra Fasteignamatsins,alls starfsfólks skrifstofunnar svo og annarra umdæmis- tæknifræðinga fyrirtækisins um land allt. Þannig hundsar ráðherrann algjörlega vilja þeirra, sem eiga að vinna með nýja manninum. í öðru lagi hundsar hann þær sjálfsögðu kröfur til embættis umdæmistæknifræðings, að viðkom- andi sé tæknifræðingur. Maður Alberts er ekki með tæknifræðimenntun og er ráðning hans því í ósamræmi við skipurit Fasteignamatsinsog þá reglu sem hefur verið viðhöfð á undanförnum sjö árum. Stjórn Tæknifræðingafélags íslands hefur líka séð ríka ástæðu til að mótmæla ákvörðun Alberts. í harkalegu bréfi til ráðherr- ans segir stjórnin m.a.: „Stjórnin telur að hér sé gjörsamlega siðlaust athæfi og átelur því ráðherrann harðlega fyrir þessa embættisfærslu“. í þriðja lagi sýnir Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, ekki þá sjálfsögðu kurteisi að bíða með að tilkynna ákvörðun sína þangað til umsóknir um starfið höfðu borist ráðuneytinu. Hér er um hreina fyrirlitningu gagnvart öðrum umsækjendum að ræða. Albert Guðmundsson er einn hinna fjölmörgu sjálfstæðismanna sem hafa verið iðnir við að gagnrýna ríkisbáknið og stofnanir þess á undan- förnum árum. Hefur hann þá borið við, að ekki sé um nægilega mikinn metnað að ræða í slíkum fyrirtækjum enda eðlilegt þar sem menn fá enga umbun fyrir að leggja sérstaklega á sig í kerfinu. En hvernig í ósköpunum getur hann búist við að slíkur metnaður sé fyrir hendi eða byggður upp meðan misvitrir stjórnmálamenn grípa inn í og drepa slíkan metnað? Ekki er hægt annað en að fordæma harðlega aðferð Alberts.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.