NT - 09.06.1984, Blaðsíða 8

NT - 09.06.1984, Blaðsíða 8
Laugardagur 9. júní Í984 ' ‘ 8 Minning tx r -f ‘Cl- Hrólfur Ingólfsson Fæddur 20. des. 1917. Dáinn 31. maí 1984. ■ Andlát Hrólfs heitins Ingólfssonar kom vanda- mönnum hans og vinum ekki á óvart. { rúman áratug hafði hann háð hetjulega baráttu við erfið- an sjúkdóm. Henni lauk að Vífilsstöðum 31. fyrra mánaðar, en þar hafði hann verið bundinn við sjúkrarúm á annað ár. Hrólfur heitinn var fæddur að Vakursstöðum í Vopnafirði 20. des. 1917, sonur hjónanna Ing- ólfs Hrólfssonar bónda þar, og síðar verkamanns á Seyðisfirði, og konu hans Guðrúnar Eiríks- dóttur. Hugur Hrólfsstóð til mennta, en á hana varð ekki kosið, eins og títt var þá fyrir marga unga hæfileikamenn, og hygg ég að hann hafi ævinlega saknað þess. Fljótlega að loknu skyldunámi á Seyðisfirði hóf hann störf hjá útibúi Útvegsbankans þar, en árið 1946 tók hann við starfi bæjargjaldkera í Vestmanna- eyjum. Því starfi og fleirum gegndi hann í Eyjum til ársins 1963, er hann réðst sem bæjar- stjóri á Seyðisfirði. Árið 1970 fluttist hann síðan suður og var ráðinn sveitarstjóri Mosfellshrepps um mitt það ár. Því starfi gegndi hann til 1974, er hann réðst til byggingardeild- ar menntamálaráðuneytisins, en varð að láta af störfum þar í árslok sama ár sökum heilsu- brests. Vann hann síðan að mestu við bókhald heima hjá sér næstu árin, eins og þrek og kraftar leyfðu. Þetta er í stórum dráttum starfssaga Hrólfs heitins Ingólfs- sonar. Hann hafði alla tíð brennandi áhuga á féiags - og þjóðmálum og gegndi fjölmörg- um trúnaðarstörfum fyrir sam- ferðamenn sína auk þeirra, er áður voru talin enda vel til forystu fallinn. Nokkurra þeirra verður getið hér. Hann átti m.a. sæti í bæjarstjórnum á Seyðis- firði og í Vestmannaeyjum í tvo áratugi og starfaði auk þess í fjölda nefnda á vegum kaup- staðanna beggja. Þá má geta þess að hann átti sæti í fyrstu stjórnum Ungmenna - og íþróttasambands Austurlands og Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi og for- maður íþróttabandalags Vest- mannaeyja var hann um skeið. Kynni okkar Hrólfs heitins Sigríður Þórdís Eiðsdóttir Dísa mágkona er dáin, þann- ig hljóðuðu orð þess sem hringdi til mín að morgni 29. maí s.l. Hún kvaddi þennan heim þá um nóttina, eftir tæplega mánaðar- legu á Borgarspítalanum í Reykjavík. Hún tók lokaáíang- anum með mikilli rósemi. Þakk- lát forsjóninni fyrir lífið í rúm 69 ár, sem veitti henni starfsfrið til að sinna ýmsum hugðarefn- um sér til ánægju og gleði, þrátt fyrir erfiða lífsbaráttu fyrr á árum, sem og fylgir mannlífinu yfirleitt hér á jörðu. Árið 1938 fluttist Dísa að Nýp á Skarðsströnd, giftist eftir- lifandi manni sínum Stefáni Guðmundssyni á Nýp, 2. ágúst 1940. Árið 1943 tóku þau hjón við búi á Nýp til 1946, er þau hættu búskap og fluttu til Kópa- vogs. Þau Stefán keyptu lítið hús í Kópavogi, Skjólbraut 5, ogþarvarheimili hennarsíðan. Þau eignuðust tvær dætur, Guðrúnu Sigríði gift Einari Ól- afssyni rafvirkja, og Jóhönnu Sæunni, gift Guðmundi Karls- syni málara, allt mannkosta Sigríður Þórdís Eiðsdóttir, en svo hét hún fullu nafni var fædd 23. mars 1915 að Litlu-Hvalsá í Hrútafirði. Foreldrar hennar voru Ólafía Sæmundsdóttir frá Hrafnadal og Eiður Jónsson frá Valdasteinsstöðum í Hrútafirði. Áður fyrr var þröngt í búi víða, og börn því sett í fóstur, svo var og hlutskipti Dísu, en svo var hún ævinlega kölluð af hennar kunningjum. Níu ára gömul fór hún að heiman til sæmdarhjón- anna Jóhönnu Brynjólfsdóttur og Sæmundar Guðjónssonar sem þá bjuggu í Heydal í Hrútafirði, síðar á Borðeyrar- bæ. Dísa ólst upp í friðsælu umhverfi meðal barna þeirra hjóna á afskekktu sveitabýli, þar sem hljómaði fuglasöngur og friður var á sumrum, en kaldur og langur vetur tók við að hausti. Óft minntist Dísa þeirra daga er hún var í Heydal sem unglingur. Eftir unglingsár- in fór hún að vinna fyrir sér sem kallað er, var í vist á vetrum í Hrútafirði og víðar, en í kaupa- vinnu yfir heyskapartímann á sumrum. fólk. Dæturnar búa báðar í Kópavogi, og hefur ætíð verið náið samband milli þeirra og foreldranna, og þær önnuðust vel móður sína til hinstu stundar. Barnabörn hennar eru 7 og 3 barnabarnabörn. Oft áttu þau leið til ömmu á Skjólbrautinni og veittu þau henni ánægju og gieði, og mörg flíkin var saumuð og prjónuð á þau. Dísa var vinamörg, og margir lögðu leið sína á heimili þeirra hjóna um árin. Fósturfaðir og uppeldis- systkini að norðan voru tíðir gestir, ásamt frændfólki og vina- fólki, allir voru velkomnir, gest- risni og greiðasemi voru í fyrir- rúmi hjá þeim hjónum. Dísa var sívinnandi, vinnan var hennar hálfa líf, það bar heimili hennar vott um. Þegar hinum hefðbundnu heimilis- störfum lauk, var sest við saumavélina, prjónana eða út- saumsnálina. Það var sama hvaða verk hún vann, allt var gert af vandvirkni, unnið af miklu kappi, enda var hún verk- hófust er hann réðst til starfa sem sveitarstjóri Mosfells- hrepps. Við höfðum reyndar hist nokkrum sinnum, m.a. á fundum sveitarstjórnarmanna, og við Kristján heitinn, yngri bróðir hans, síðast fræðslustjóri Austurlands, vorum góðir vinir og skólabræður. Þegar Hrólfur heitinn kom til starfa hjá hreppnum fundum við fjótt, að þar fór rey ndur og glöggur sveit- arstjórnarmaður og öruggur í öllum athöfnum. Samstarfið allt gekk eftir því. Unnið var að margs konar nauðsynlegum framkvæmdum í ört vaxandi byggðarlagi undir traustri og lagin og ósérhlífin. Fötin saum- uð á dæturnar og barnabörnin, og einnig prjónað, hún var svo fljót að prjóna, oe hef ég aldrei séð neina konu komast nærri henni í þeirri list. Útsaumur var hennar mesta áhugamál, hún saumaði út og flosaði margar myndir, sem hafa prýtt heimili hennar, og svo deildi hún þeim út á milli ættingja og kunningja. Þetta kostaði mikla vinnu, en þar hjálpaðist margt að, sérstök reglusemi, iðjusemi og ekki síst vinnugleði og kapp- semi. Síðustu tuttugu árin vann hún utan heimilis við saumaskap á Kópavogshælinu. Hún sýndi lip- urð og umhyggju fyrir því fólki sem þar er vistað, og fer á mis við þau gæði sem lífið hefur upp á að bjóða. Þá var hún alltaf tilbúin að hjálpa öldruðu fólki og þeim sem minni máttar voru, sem er ein af bestu dyggðum hvers manns. í þessu sambandi koma mér í hug tvær aldraðar heiðurskonur í nágrenni hennar sem hún reyndist traust hjálpar- hella árum saman. Við hjónin bjuggum í sama húsi og hún í nokkur ár á Skjólbrautinni, og vorum síðan næstu nágrannar. Það eru um fjórir áratugir síðan við kynnt- umst Dísu, allan þennan tíma var mjög gott samband okkar á milli, og engan skugga bar þar á. Hún var kona friðsemdar og farsældar í lífi og starfi. Við eigum henni margt gott að þakka í þessi 40 ár, og við munum ætíð minnast Dísu með þakklæti og virðingu. Góð kona hefur gengið leið lífsins á þess- um hnetti, hún hefur skilað sínu hlutverki með sæmd, sem hús- móðir, móðir og eiginkona, og skilur eftir góðar minningar hjá samferðafólkinu. Við biðjum henni guðs blessunar á nýju tilverustigi, og samfundir bíða síns tíma. Blessuð sé hennar minning. Krístín og Gestur Guðmundsson. farsælli forystu sveitarstjórans. Hjá því fór ekki, að um Hrólf heitinn blési á stundum kaldur gustur, eins og alla, sem slíkum störfum gegna, en þess minnist ég ekki að hann hafi nokkru sinni tekið afstöðu til manna, sem til hans leituðu sem sveitar- stjóra, eftir hugsanlegum þjóðmálaskoðunum þeirra. Hann taldi sig fyrst og síðast þjón þess fólks, sem hann starf- aði fyrir. Ótal margs er að minnast nú frá þessum árum, en fátt eitt verður nefnt. Þó get ég ekki stillt mig um að nefna, hversu mjög Hrólfur heitinn lagði sig fram um að leysa vandamál þeirra Vestmannaeyinga er leituðu ásjár hreppsins eftir eld- ana í Heimaey í ársbyrjun 1973. Þá fundum við greinilega hve sterk ítök Eyjarnar og fólkið þar átti í honum. Meðan Hrólfur heitinn starfaði sem sveitarstjóri kom fram sú hugmynd innan hreppsnefndar að sýslumaður Kjósarsýslu opn- aði umboðsskrifstofu í Mosfells- hreppi til hagræðis fyrir íbúa upphreppa sýslunnar, sem ella þyrftu að reka erindi við embættið suður í Hafnarfirði. Óeðlilega langan tíma tók að koma máli þessu í höfn og það varð ekki fyrr en 1. ágúst 1979 að skrifstofan var opnuð í hús- næði, sem Hrólfur heitinn lagði til. Þar starfaði hann síðan hálf- an daginn, nánast þrotinn af kröftum, en sinnti sínum skyldum eigi að síður. Mér er enn minnistætt, hve ánægður Hrólfur heitinn var, þegar skrif- stofan var opnuð. Nauðsynja- máli fyrir íbúana var komið í höfn og hann fann ríkulega hversu ánægðir þeir voru með þá þjónustu, sem hann gat veitt þeim. Því nefni ég þetta sérstaklega hér, að mér finnst þetta lýsandi dæmi um lífsviðhorf Hrólfsheit- ins og lífsstarf allt, þ.e. löngunin til þess að verða samferða- mönnum að liði. Hrólfur heitinn var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Olöfu Andrés- dóttur missti hann árið 1959. Þeim varð fjögurra barna auðið, sem öll eru á lífi. Þau eru: Andri Valur, stöðvarstjóri á Reykja- víkurflugvelli, kvæntur Sunnu Karlsdóttur, Ingólfur, verkfr. og framkv.stjóri Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, kvæntur Hönnu Jónsdóttur, Gunnhildur gift Jóhanni Edvin Stefánssyni, húsasmið og Bryndís gift Engibert Gíslasyni, framkv.stjóra. Eftirlifandi kona hans er Hrefna Sveinsdóttir, skósmiðs í Vík íMýrdal Jónssonarog konu hans Sólveigar Magnúsdóttur, og varð þeim þriggja sona auð- ið, en þeir eru: Sveinn, húsa- smiður, kvæntur Láru Bryndísi Björnsdóttur, Daði, lauk prófi frá Samvinnuskólanum nú í vor og Arnar Þór, lauk grunn- skólaprófi í vor. Þá ól Hrólfur heitinn upp dóttur Hrefnu, Elsu Þorsteinsdóttur, húsmóður í Mosfellssveit. Enginn flýr örlög sín. Það Fædd 21. maí 1929 Dáin 1. júní 1984 ■ Ólafía var fædd að Keldu- núpi á Síðu, en fluttist með foreldrum sínum og systkinum að Mosum um fermingaraldur. Mér er minnisstæður einn fag- ur og mildur haustmorgunn á Kirkjubæjarklaustri árið 1944. Það kom ung og falleg stúlka í hlaðið á Kirkjubæjarklaustri í fylgd með föður sínum, aðeins fimmtán ára gömul. Þetta var hún Óla, eins og hún var oftast kölluð. Hún var að koma í vinnu til Guðrúnar og Valdi- mars á Klaustri. Þetta voru okkar fyrstu kynni. Óla var á Klaustri þennan vetur, 1944-45, við öll algeng störf, bæði innan bæjar og utan. Það var oft langur vinnudagur hjá Ólu. {þá daga voru ekki skráðir vinnu- tímar sólarhrings, og Óla klár- aði sín störf fyllilega á við þá sem eldri voru. Eftir veru sína á Klaustri fór Óla til Reykjavíkur og vann þar margvísleg störf, bæði til sjós og varð Hrólfi heitnum, skaprík- um, ákafamanni þung raun að missa heilsuna á góðum starfs- aldri. Sú hefði orðið raunin með fleiri. f síðustu heimsóknum mínum til hans fann ég þó hve mikil huggun honum var vel- gengni barnanna, en hjá þeim og Hrefnu var hugur hans. Hennar þáttur í langri og erfiðri baráttu gleymist seint. Á kveðjustund látins vinar þakka ég samfylgd og sam- vinnu, sem aldrei bar skugga á. Ég minnist með gleði þeirra stunda, sem við áttum saman og ræddum sameiginleg áhugamál og vandamál líðandi stundar. í samstarfi okkar öllu var undirritaður þiggjandinn. Ein- lægar samúðarkveðjur sendi ég Hrefnu, börnum, barnabörnum og skyldmennum öllum. Bless- uð sé þeim og okkur minningin um drengskaparmanninn Hrólf Ingólfsson. Tómas Sturlaugsson. lands. Eitt ár var hún í Dan- mörku, og eitt ár vann hún í mötuneyti Áburðarverksmiðju ríkisins, svo eitthvað sé nefnt. Óla stofnaði eigið fyrirtæki, Hraðhreinsun Austurbæjar í Kópavogi, sem hún starfrækti, nú síðast ásamt manni sínum Daníel. Óla hafði orð á því að vera sín á Klaustri hefði verið einn skemmtilegasti þáttur í lífi sínu, „þá gat ég alltaf hlegið“. Óla var mjög trygglynd. Það kom best fram þegar ég var á sjúkrahúsum, fáir komu oftar en Óla. Fyrir það þakka ég henni sérstaklega. Flestir hafa sínar áætlanir, það vissi ég að Óla hafði, þó hún væri orðin sárveik. Hér er þessu lokið. Það var klippt á lífsþráðinn, þú svífur á eilífðar - braut. Kæra Óla, ég þakka þér fyrir allt. Ég votta eiginmanni, systkin- um og vinum innilega samúð. Vertu sæl vina. Sigurður Skúlason. einu og var það gagnkvæmt. Amma var vel gefin kona bæði til munns og handa, en hún flíkaði ekki sínum tilfinn- ingum og gerði ekki kröfur. Hún var trúuð, fór oft til kirkju og hélt þeim sið alla tíð. Á yngri árum lærði hún fatasaum og gerði nokkuð að því að sauma fyrir fólk framan af. En hún sat löngum við alls- konar hannyrðir þegar tími gafst og nú í seinni tíð sleppti hún sjaldan heklunál eða prjónum. Mikið af fínni og fallegri handavinnu liggur eftir hana og prýðir heimili okkar ættingja hennar og vina. Þó aldurinn væri orðinn hár bar amma hann vel, en stundum sagði hún sem svo „að það væri alveg dæmalaust hvað hún ætl- aði að verða gömul‘\ Við vitum að hún er glöð að vera komin heim, en við söknum elskulegr- ar ömmu, sem alltaf tók á móti okkur með bjarta brosinu sínu og umvafði okkur hlýju. En minningarnar lifa um ástkæra móður, tengdamóður, ömmu og langömmu og við þökkum henni fyrir allt það góða, sem hún gaf okkur og okkar fjölskyldum. Við kveðjum ömmu að sinni með þeim orðum, sem hún svo gjarnan kvaddi okkur með, Guð blessi þig og varðveiti. Inga, Gréta, Didda og Þorleifur Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) t Móðir mín Guðlaug Sigmundsdóttir frá Hamraendum andaðist 8. júní í Landspítalanum Berta Herbertsdóttir Asparfelli 8 Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug viö fráfall elskulegs sonar okkar, bróður og dóttursonar, Róberts Bergmanns Sérstakar þakkir til félaga í Átthagafélagi Strandamanna, Suðurnesjum. Guð blessi ykkur öll! Eva Jónsdóttir Ármann Halldórsson Guðlaug Þorsteinsdóttir Hörður Bergmann Ingibjörg Kristmundsdóttir og systkini hins látna Málfríður Benediktsdótt- ir, frá Þorleifsstöðum Fædd 14. apríl 1892 Dáin 3. janúar 1984 Þann 14. apríl hefði amma okkar orðið 92ja ára, en hún lést 3. janúar sl. á Landakots- spítala eftir þriggja daga legu og var jarðsett við hlið afa í Mikla- bæjarkirkjugarði þann 14. janúar. Amma hét fullu nafni Sigur- björg Málfríður Benediktsdótt- ir og var fædd á Veðramóti í Skagafirði 14. apríl 1892. Þaðan fluttist fjölskyldan vestur í Húnavatnssýslu og ólst amma upp á Brandarskarði. Af hennar systkinum er aðeins Valný á lífi, en mikið og gott samband var á milli þeirra systra alla tíð. Þær nutu þess að eiga samverustund- ir bæði fyrir norðan og eins nú síðustu ár eftir að Valný fluttist til Hafnarfjarðar. Amma giftist árið 1917 afa okkar Jóhannesi Jónssyni á Þorleifsstöðum í Skagafirði og næstu 40 árin bjuggu þau þar góðu og farsælu búi. Börn þeirra eru: Hólmfríður gift Ellert Finnbogasyni, bjuggu á Báru- stöðum í Borgarfirði, nú í Kópavogi og Hólmsteinn giftur Gunnfríði Björnsdóttur, búa á Þorleifsstöðum. Son misstu þau tæplega árs- gamlan, hann hét Jón Benedikt. Barnabörnin eru 7 og barna- barnabörnin orðin 18. Við systkinin erum öll fædd og uppalin á Þorleifsstöðum og frá fyrstu tíð nutum við þess í ríkum mæli að hafa ömmu og afa svo nálægt okkur og ófáar ferðir voru farnar upp í bæ til þeirra ýmissa erinda og þar höfum við átt margar og nota- legar stundir í gegnum árin. Eftir að amma og afi hættu búskap að mestu, dvöldust þau hjá Lóu og Ellert á Bárustöðum á veturna. En á hverju vori komu þau norður í bæinn sinn og mikil var tilhlökkunin hjá okkur þegar von var á þeim, þá fyrst fannst okkur vorið komið. Afi dó árið 1965 og nokkrum árum seinna fluttist amma með Lóu og Ellert í Kópavoginn. Hjá þeim naut hún ætíð mikillar umhyggju og hafði það eins gott og best varð á kosið og við vitum, að við mælumfyrirmunn allra aðstandenda ömmu, er við þökkum þeim fyrir þá einstöku umönnun, sem þau sýndu henni til hins síðasta. Eftir að afi lést, hélt amma þeim sið að koma norður og alltaf var hugsunin þangað jafn sterk og umhyggja fyrir öllu heima á Þorleifsstöðum. Og henni auðnaðist það góð heilsa og dugnaður, að hún gat komið á hverju sumri og dvalið um tíma. Hún naut þess að geta„ verið á þeim stað, sem var henni svo kær og geta verið samvistum við Hólma son sinn og Dúddu, en þeirra sambýii var alla tíð einstakiega gott. Og margar voru þær stundir að afloknu amstri dagsins, sem setið var uppfrá og spjallað yfir góðum kaffisopa. Nú síðustu sumur, var Lóa hjá ömmu þann stutta tíma, sem hún gat dvalið og var það henni gleðiefni að geta verið samvistum við bæði börnin sín í Ólafía Sigríður Jónsdóttir

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.