NT - 09.06.1984, Blaðsíða 18

NT - 09.06.1984, Blaðsíða 18
Sjónvarp kl. 20.35: Myndlistarmenn: Útvarp kl. 20.00 í kvöld: Útvarp kl. 21.55: Laugardagur 9. júní 1984 18 ■ Talað verður við Guðnýju Halldórsdóttur í þættinum Ein- valdur í cinn dag. Gunnar Orn Gunnarsson ■ Kynningar á íslenskum listamönnum í sjónvarpinu halda áfram. í kvöld verður það Gunriar Örn Gunnarsson listmálari sem verður kynntur, en hann hefur skipt um stíl upp á síðkastið og málar nú í stíl við nýja málverkið. Þættir þessir eru stuttir, vel gerðir og veita nokkra innsýn í starf listamannsins. ■ Manstu, veistu, gettu er einmitt fyrir börn á þessum aldri. Einvaldur í einn dag - Hvað myndir þú gera? ■ Áslaug Ragnars er með viðtalsþátt í kvöld sem ber nafnið Einvaldur í einn dag. Þetta er tuttugu mínútna langur þáttur þar sem viðmæl- andi er spurður um hvað hann myndi gera ef hann væri ein- valdur í einn dag. 1 þessum þætti er það Guðný Halldórs- dóttir sem fær tækifæri til að greina frá draumsýnum sínum. Aðspurð hvað Áslaug myndi sjálf gera ef hún yrði einvaldur í einn dag sagðist hún halda að hún gæfi öllum frí, sérstaklega þegar svona gott veður væri. Fólk ætti að hlusta á þáttinn og bera hann svo saman við hugmyndir sínar um hvað það myndi gera ef það yrði ein vald- ar í einn dag. Sá, sem þetta skrifar myndi sjálfsagt byrja á því að tryggja sér völdin mun lengur en einn dag, og fara svo að safna á leynireikning í Sviss. Það er aldrei að vita hvenær einvöldum verður velt af stóli. ■ Gunnar Örn Gunnarsson. Manstu, veistu, gettu Þáttur fyrir 8-11 ára börn ■ Þátturinn Manstu, veistu, gettu verður á dagskrá á laug- ardagskvöld. Stjórnendur eru tveir, þótt aðeins sé getið um einn í dagskrá. Það eru þær Sigrún Jónsdóttir og Málfríður Þórarinsdóttir. í viðtali sagði Sigrún að þátturinn væri aðal- lega ætlaður 8-11 ára börnum en hún vonaði að sem flestir gætu haft gaman af honum. „Efnið er bæði nútíð, fortíð og framtíð. í hverjum þætti rifjar einn maður eða kona upp bernsku sína. Fyrst er talað við 15 ára stelpu, síðan í næsta þætti við 20 ára og nýstúd- dent, svo 25 ára og 30 ára, allt upp í 65 ára. Síðan tölum við yið krakka af landsbyggðinni. í fyrsta þættinum tölum við við Húsavíkurstúlku um hvað hún er að gera í sumar. Við munum fara vítt og breitt um landið og tala við fólk á sveitabæjum og sjávarþorpum. Síðan er það framtíðin, viðspáum í framtíð- ina með því að fá krakkana til að skrifa bréf um það hvernig framtíðin verði eftir 30-50 ár. Við erum líka með getraun í hverjum þætti þar sem á- kveðnu landsvæði eða stað er lýst, og síðan eiga krakkarnir að geta upp á hvar þetta er. Ég held að þetta sé svolítið óvenjulegur þáttur, óvenjuleg efnistök. Þættirnir verða 13, þetta á að vera sumarþáttur“. Hvernig finnst þér barna- efni í fjölmiðlunum núna? „Það fer sífellt batnandi, aldrei hafa verið fleiri þættir fyrir börn. En það hefur vant- að þátt fyrir einmitt þennan aldurshóp, 8-11 ára, sem er mjög skemmtilegur, jákvæður og opinn. Hann hefur verið svolítið vanræktur“. Sigrún er annars enskukenn- ari og Málfríður dönskukenn- ari. Sunnudagur 10. júní Hvítasunnudagur 8.00 Morgunandakt Séra Kristinn Hóseasson prófastur, Heydölum, flytur ritningarorö og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög Hljómsveit Al- fred Hause leikur. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Út og suður Þáttur Friðriks Páls Jónssonar. 11.00 Messa í Hallgrímskirkju Prestur: Séra Karl Sigurbjörnsson. Organleikari: Hörður Áskelsson. Hádegistónleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tónleikar. 13.00 „Jólaóratorían" 13.35 Óperettutónlist. 14.15 Skuldadagar Þáttur um barátt- una fyrir þvi aö klæða landiö skógi að nýju, gerður i samvinnu við Skógræktarfélag Eyfirðinga. Umsjón: Hermann Sveinbjörnsson og Ólafur H. Torfason (RUVAK). 15.15 Katfitiminn. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Háttatal. Þáttur um bókmennt- ir. Umsjónarmenn: ÖrnólfurThors- son og Árni Sigurjónsson. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Við stýrið Umsjónarmaður: Arnaldur Árnason. 17.20 Síðdegistónleikar: Tónlist ettir Richard Wagner. Suisse- Romande hljómsveitin leikur undir stjórn Horst Stein. Einsöngvari: Simon Estes. a. „Du Frist ist um“, aría Hollendingsins úr fyrsta þætti óperunnar „Hollendingurinn fljúg- andi". b. „Líkför Siegfrieds" úr „Ragnarökum." c. „Forleikur" og „Dans“ („Bacchanale") úr óper- unni „Tannháuser". Hljóðritun frá hátiðartónleikum i Genf í febrúar 1983 sem haldnir voru í tilefni af 100 ára ártíð tónskáldsins. 18.00 At sígaunum 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Eftir fréttir. Þáttur um fjölmiðl- un, tækni og vinnubrögð. Umsjón: Helgi Pétursson. 19.50 „Glóðafok sumarsólar" Steindór Hjörleifsson les Ijóð eftir Guðmund Frímann. 20.00 Sumarútarp unga fólksins Stjórnandi: Helgi Már Barðason. 20.30 Listahátið 1984: Fílharmón- íusveit Lundúna Beint útvarp frá fyrri hluta tónleika i Laugardalshöll Stjórnandi: Vladimir Askhenazy. Einleikari: Stefán Ashkenazy. - Kynnir: Ásgeir Sigurgestsson. 21.250 „Sögumaðurinn", smásaga eftir Saki Erlingur Gíslason les þýðingu Úlfs Hjörvar. 21.40 Reykjavík bernsku minnar - 2. þáttur Guðjón Friðriksson ræðir við Þorvald Guömundsson for- stjóra. (Þátturinn endurtekinn í fyrramálið kl. 10.30). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Risinn hvíti“ eftir Peter Boardman Ari T rausti Guðmunds- son les þýðingu sína (6). Lesarar með honum: AsgeirSigurgestsson og Hreinn Magnússon. 23.00 Jassþáttur: Færeyskur tón- leikur eftir Kristján Blak Saminn við þjóðsögur Villiams Heinesen. Umsjón: Jón Múli Árnason. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Mánudagur 11.júní Annar í hvítasunnu 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir flytur (a.v.d.v.): 7.20 Létt morgunlög Hljómsveit Hans Carste leikur 8.00 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð Þrúður Sigurðardóttir, Hvammi í Ólfusi, talar. 8.20 Morguntónleikar 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Hindin góða“ eftir Kristján Jó- hannsson Viðar Eggertsson les (6) 9.20 Morguntónleikar, 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 11.00 Prestvígsla i Dómkirkjunni Biskup Islands, herra Pétur Sig- urgeirsson vigir Sigurð Árna Þórð- arson cand. theol til prestsþjónustu í Ásaprestakalli i Skaftafellspróf- astsdæmi. Vígsluvottar: Dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor, sr. Fjal- ar Sigurjónsson prófastur, sr. Þórir Stephensen og sr. Hanna Maria Pétursdóttir sem lýsir vígslu. Org- anleikari: Marteinn H. Friðriksson (hljóðrituð 19. apríl sl.) 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Hvítasunnusöngvar 14.00 „Endurfæðingin" eftir Max Ehrlich Þorsteinn Antonsson les þýðingu sína (8). 14.30 Listahátíð 1984: Fred Áker- ström vísnasöngvari. Hljóðritun frá tónleikum i Norræna húsinu fimmtudagskvöldið, 7.þ.m.; fyrri hluti. - kynnir: Baldur Pálmason 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Heim á leið. Umferðarþáttur i umsjá Ragnheiðar Daviösdóttur og Sigurður Kr. Sigurðarsonar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfreftir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Mörður Arnason talar. 19.40 Um daginn og veginn Rósa Björk Þorbjarnardóttir endur- menntunarstjóri talar 20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Hvað er eilíft líf? Sigurður Sigurmundsson í Hvítárholti les erindi eftir Grétar Fells b. Sigurveig Hjaltested syngur. Ragnar Björnsson leikur með. Umsjón Helga Ágústsdóttir. 21.10 Nútímatónlist Þorkell Sigur- björnsson kynnir. 21.40 Útvarpssagan: „Þúsund og ein nótt“ Steinunn Jóhannesdóttir les valdar sögur úr safninu i þýðingu Steingrims Thorsteins- sonar (24). 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Listahátíð 1984: mark Re- edman og Nýja strengjasveitin Hljóðritun frá tónleikum i Bústað- akirkju fyrr um kvöldið - kynnir: Hanna G. Sigurðardóttir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Sunnudagur 10. júní Hvítasunnudagur 17.00 Hvítasunnumessa í Selfoss- kirkju Sóknarpresturinn, séra Sig- uröur Sigurösson, predikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Selfoss syngur, organleikari og söngstjóri er Glúmur Gylfason. 18.00 Teiknimyndasögur Annar þáttur. Finnskur myndaflokkur í fjórum þáttum. Þýðandi Kristín Mantyla. Sögumaður: Helga Thorberg. (Nordvision-Finnska sjónvarpið) 18.20 Börnin á Senju 3. Haust Myndaflokkur i fjórum þáttum um leiki og störf á eyju úti fyrir Norður- Noregi. Þýðandi: Jóhanna Jó- hannsdóttir. Þulur: Anna Hinriks- dóttir. (Nordvision-Norska sjón- varpið) 18.45 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir, veður og dagskrár- kynning 20.20 Myndlistarmenn 5. Þorbjörg Höskuldsdóttir, listmáiari. 20.25 Sjónvarp næstu viku 20.35 Borgarbörn í óbyggðum Kvikmynd sem „Sýn h.f." gerði aö tilhlutan Æskulýðsráðs Reykjavik- ur um leiðangur breskra og is- lenskra barna kringum Langjökul sumarið 1983. Ferð þessi, sem farin var á vegum breskra og íslenskra æskulýðssamtaka og stofnana átti að kenna þátttakend- um að sigrast á erfiðleikum og öðlast samkennd og sjálfstraust. Handrit og þulur: Hjalti Jón Sveins- son. Umsjón og stjórn: Hjálmtýr Heiödal. 21.00 Sögur frá Suður-Afríku 2. Flís úr roðasteini Myndaflokkur i sjö sjálfstæöum þáttum sem gerðir eru eftir smásögum skáldkonunnar Nadine Gordimer. Leikstjóri: Ross Devenish. Saga um mannréttind- abaráttu indverskrar konu í Jó- hannesarborg sem mætir litlum skilningi hjá eiginmanni hennar. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. 22.00 Vor í Vín Sinfóniuhljómsveit Vinarborgar flytur verk eftir F. Schubert, W.A. Mozart, F. Chopin, R. Strauss, F. Lehar og J. Stráuss. Einsönqvarar: Tamara Lund og Nicolaj Gedda. Einleikari á píanó: Hans Graf. Stjórnandi: Heinz Wallberg. Þýðandi: Jón Þórarins- son. 00.00 Dagskrárlok Mánudagur 11.júní Annar í hvítasunnu 19.35Tommi og Jenni Bandarisk teiknimynd. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Myndlistarmenn 6. Sigurður Örlygsson, listmálari 20.45 Edwin Bresk sjónvarpsmynd eftir John Mortimer. Leikstjóri: Ro- dney Bennett. Aðalhlutverk: Sir Alec Guinness, Paul Rogers og Rence Asherson. Dómari á eftir- launum fær þá flugu i höfuðið að kona hans hafi átt ástarævintýri með vini þeirra og nágranna fyrir mörgum árum. Þar sem hann hefur ekkert þarflegra fyrir stafni ákveður hann að reyna að afla óyggjandi sannana i málinu. Þýðandi Krist- rún Þórðardóttir. 22.00 Músfkhátíð í Montreux Ýms- ar frægustu og vinsælustu popp- hljómsveitir og söngvarar veraldar skemmta á mikilli dægurlagahátið sem kennd er við „gullnu rósina" og haldin er í bænum Montreux í Sviss. (Evróvision-Svissneska sjónvarpið) 23.45 Dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.