NT - 09.06.1984, Blaðsíða 2

NT - 09.06.1984, Blaðsíða 2
Laugardagur 9. júní 1984 2 Kennarar: Þáðu kokteil Ragnhildar Þing Hins íslenska kennarafélags: „Atgervisflótti fyrirsjáanlegur“ - batni ekki kjör kennara ■ Þingi Hins íslenska kenn- arafélags lauk í gær. Kjörnir fulltrúar á þinginu voru 62, en í félaginu eru 966 kennarar og er þvískiptuppí9svæði. „ Aðalmal þingsins voru umræður um nýja stefnuskrá. Umræður um að- gerðir í kjaramálum og stofnun Bandalags kennarafélaga, en samkomulag Hins íslenska kennarafélags og Kennarasam- bands íslands var samþykkt á þinginu með 46 atkvæðum gegn 13. Þá var úrslitum í stjórnar- kjöri lýst, en allsherjaratkvæða- greiðsla hafði staðið yfir nokk- urn tíma. Kristján Thorlacius var endurkjörinn formaður með 210 atkvæðum, en Þorkell Steinar Ellertsson hlaut 130. í stjórn voru kjörnir auk Kristjáns: Ómar Arnason (212 atkvæði), Gunnlaugur Ástgeirs- son (199), Danfríður Skarphéð- insdóttir (199), Kristín Jóns- dóttir (198), Kristján Bersi Ólafsson (197), Þorkell Steinar Ellertsson (195), Þóra Kristín Jónsdóttir (187), Ingveldur Sveinbjörnsdóttir (177), Gerð- ur Guðmundsdóttir (168) og Þorsteinn Gunnarsson (160). Á kjörskrá voru 966, en gild at- kvæði voru aðeins 379. NT spurði nokkra fulltrúa á þinginu álits á sameiningu kennara og álits á stöðunni í kjaramálum. ■ Þingi H.Í.K. lauk með kokteilboði hjá mennta- málaráðherra og það var stjórn H.f.K. sem hafði „pantað“ það boð. Fram kom tillaga um að þiggja ekki boðið og í umræðum kom fram það álit að nær væri að eyða fjármunum sem þessum til skólastarfs. Eftir nokkrar sviptingar var tillagan felld með 22 atkvæðum gegn 19. r ■ Kristján Thorlacíus formað- ur H.Í.K. Kristján Thorlacíus form. H.Í.K. „Kennarar óánægðir og reiðir með kjörin“ ■ „Helsta mál þessa þings“, sagði Kristján Thorlacíus for- maður H.Í.K." ersamkomulag H.Í.K. og Kennarasambandsls- lands um stofnun Bandalags kennarafélaga er vinni að sam- einingu kennarafélaganna, sjálfstæðum samningsrétti, lögverndun kennarastarfsins o.fl. Þá voru samþykktar veiga- miklar breytingar á lögum sam- bandsins. Þá setur sambandið sér stefnuskrá sem verður áfram til umfjöllunar á þingum fram- vegis. Þar er tekið á skólamál- um, kjaramálum félagslegri stöðu kennara, tölvumálum o.fl. atriðum. Og síðast en ekki síst eru það kjaramálin. Menn eru orðnir mjög þreyttir á kjara- dómsleiðinni. Kennarar eru mjög reiðir og óánægðir með kjörin, og það kæmi mér ekki á óvart þó að það yrði mikið um uppsagnir í haust“." Aðspurður sagði Kristján að hann byggist við því að kennarafélögin sam- einuðust í framtíðinni, en það ylti þó talsvert á því að samn- ingsréttur með verkfallsrétti næðist fram. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra: „Ekki kemur til greina að innleiða aftur hér lögmál frumskógarins“ ■ NT-innti Steingrím Hermannsson forsætisráðherra og for- mann Framsóknarflokksins eftir áliti hans á ummælum Guðmundar H. Garðarssonar formanns Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, en Guðmundur var í blaðagrein nýlega mjög stóryrtur í garð Sambandsins og Framsóknarflokksins. í NT í gær voru viðtöl við nokkra af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins vegna þessara ummæla, en niðurstaða Guðmundar var í stuttu máli sú að Framsóknarflokkurinn væri skjól þeirrar spillingar sem leiddi af Sambandi íslenskra samvinnufélaga og flokkinn bæri að setja til hliðar í íslcnskum stjórnmálum um ófyrirsjáalega framtíð. Álit Steingríms fer hér á eftir. Fullyrðingar Guðmundar varla svara verðar „Ég vil nú í fyrsta lagi segja það að mér finnst þessar ásak- anir og fullyrðingar Guðmund- ar varla svara verðar. Þær eru svo öfgafullar að ég hefði kannski helst kosið að láta þær eins og vind um eyru þjóta“, sagði Steingrímur. „Mér datt nú helst í hug að maðurinn væri að reyna að skapa sér einhverja stöðu innan Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, reyna að koma sér þar á framfæri, honunt hefur gengið heldur illa í því upp á síðkast- ið. En ég vil nú vekja athygli á því að hann er talsmaður eins stærsta samvinnufyrirtækis á landinu, Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna, og hefur varið það félag með oddi og egg. Sjálfur er ég hlynntur samvinnurekstri, hvort sem það er Sölumiðstöð Hraðfrysti- húsanna eða Sambandið. Ég tel þetta sem sagt vera frum- hlaup hjá Guðmundi og mér finnst það leiðinlegt því að ég þekki manninn af mörgu ágætu. Hins vegar er það svo staðreynd að hann er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík og þess vegna verður maður að taka þetta eitthvað alvarlegar og því þykir mér vænt um að sjá að aðrir sjálfstæðismenn eru ekki sama sinnis, enda er ég sannfærður um það að þeir sjálfstæðismenn sem hafa ein- hverja reynslu á þessum svið- um og hugsa dýpra, þeir vilja ekki kasta því sem að við íslendingar höfum skapað og reynst hefur vel. Þeir vilja t.d. áreiðanlega ekki að bændur þurfi aftur að selja afurðir sínar hæstbjóðanda á eyrinni, eða útflytjendur sjávarafurða hefji á ný undirboð á erlendum mörkuðum. Þetta eru hlutir sem eru náttúrlega svo mikil- vægir í okkar litla þjóðfélagi að það kemur ekki til greina að fara að innleiða hér aftur lög- mál frumskógarins. Ég er sannfærður um það að flestir sjálfstæðismenn eru þessarar skoðunar, enda er lögmál ■ Steingrímur Hermannsson NT-mynd Róbert frumskógarins ekki frelsi held- ur ófrelsi. Nú tala flestir þeir sjálf- stæðismenn sem rætt er við um það að stjórnin sé góð, en láta samt uppi efasemdir um að hægt sé að starfa með Fram- sóknarflokknum? „Það er náttúrlega þeirra mál, og vitanlega eru sömu tilfinningar með gagnstæðum formerkjum, sterkar innan Framsóknarflokksins. Þar hef- ur ætíð verið andstaða gegn samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn. Við tókum þennan kost núna að vel athuguðu máli. Við töldum að aðeins samstarf þessara tveggja flokka gæti unnið Dug á þeirri meinsemd sem í þjóðfélaginu var. Því verki er ekki lokið. Það eru ennþá verulegir erfiðleikar og mjög langt frá því að við höfum tryggt þennan árangur og ég vona að flokkarnir beri gæfu til að ljúka þessu verki og ég teldi annað hin mestu afglöp“. Hvað með umrædda endur- skoðun á stiórnarsáttmálan- um? „Ég hef margsinnis sagt að það þurfi að bæta við stjórnar- sáttmálann. Ég vil nú ekki kalla það endurskoðun. Við erum búnir að framkvæma ým- islegt sem þar hefur verið sett fram, sérstaklega í efnahags- málum, en ég lít svo á að það sé orðið tímabært fyrir okkur að undirbúa næsta áfanga, sem er sá að koma hagvextinum af stað á ný, og bæta lífskjörin á varanlegum grundvelli, án verðbólgu og það tel ég vera okkar verkefni framundan og vona að það náist samstaða með flokkunum um slíkt. Og um átak af opinberri hálfu til þess að nýsköpun geti hafist í atvinnulífinu, það þarf að skapa nauðsynlegan grundvöll fyrir fyrirtæki og einsaklinga. Það þarf að hefja nýsköpun í atvinnulífinu og sókn til aukins hagvaxtar og bættra lífskjara. Það tel ég í hnotskurn vera það sem stjórnarflokkarnir þurfa að fara að ræða.“ Gunnlaugur Ástgeirsson: „NAUDBEYGÐIR TIL AÐGERDA" ■ „Það er tvímælalaust framtíð- armarkmiðið og á þinginu er tekið ákveðið og fast skref í þá átt að kennarar komi fram sem einn samningsaðili", sagði Gunnlaugur Ástgeirsson stjórnarmaður í H.Í.K. og kennari við M.H. Varð- andi laun kennara sagði Gunn- laugur: „Þau eru í einu orði sagt fáránlega lág. Það má nefna að laun kennara sem byrjar að kenna í grunnskóla eftir 3ja ára háskóla- nám eru 2000 krónum hærri en lögbundin lágmarkslaun sem eru um 13000 krónur. Og hæstu kennaralaun núna eru rúm 20 þúsund. Miðað við þau launakjör sem tíðkast í landinu og miðað við þá vinnu og þá ábyrgð sem kennar- ar bera eru þetta fáránleg laun enda atgervisflótti úr stéttinni fyrirsjáanlegur. Þetta ergrafalvar- legt mál fyrir alla framtíð þessarar þjóðar sem verður að geta byggt á vel mcnntuðu fólki. Kennarar eru friðsamt fólk sem vill sinna sinni vinnu í friði, en nú er svo komið að þeir eru af viðsemjendum sínum nauðbeygð- ir til harkalegra aðgerða." Ragnheiður Torfadóttir: „OF STÓRT SKREF“ ■ „Ég tel samkomulag H.Í.K. og K.l. um stofnun Bandalags kennarafélaga aðalmál þessa þings", sagði Ragnheiður Torfa- dóttir kennari í M.R. „Ég held að kennarar verði að berjast á tveim- ur vígstöðvum og í tveimur fylk- ingum til að vekja athygli á mikil- vægi menntunar sinnar og starfa og þætti þeirra í framförum og bættum lífskjörum á íslandi. Við eigum að berjast annars vegar með öðrum háskólamönnum inn- an BHM og öðrum kennurum hinsvegar. Ég er því fylgjandi að H.Í.K. og K.í. starfi saman sem tveir sjálfstæðir aðilar bæði í kjaramálum og kennslumálum. Hins vegar er ég ekki fylgjandi sameiningu kennarafélaganna. Mér þykir miður að í samkomulag- inu er kveðið svo á að Bandalag kennarafélaga vinni að samein- ingu H.Í.K. og K.í. Með stofnun Bandalags kennara finnst mér of stórt skref stigið." Erlingur Sigurðarson „LAUN ÞURFA AÐ HÆKKA“ ■ Auðvitað eiga kennarar að vera í einu stéttarfélagi. Þeir vinna sömu störf og það á ekki að skipta máli hvort þeir kenna börnum eða ungu fólki. Þá held ég að þeir verði bæði faglega og kjaralega miklu sterkari í einu félagi“, sagði Erlingur Sigurðarson frá Græna- vatni, kennari við M.A. aðspurður um kjörin: „Laun kennara þurfa að stórhækka, eins og raunar öll lág laun í þjóðfélaginu, oglaunabil innan kennarastéttarinnar þarf að minnka. Ég er mjög ósáttur við þá ráðandi stefnu að flækja kjara- samninga í frumskógi mismunandi taxta og aldurshækkana. Það þarf að einfalda kjarasamninga. Menn þurfa að fá góð laun strax í upphafi ef einhver von á að verða til þess að menn ílendist í þessu þýðingarmikla starfi. Menn eru einfaldlega hættir þegar aldurs- hækkanir fara að koma þeim til góða cftir 10-20 ár.“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.