NT - 09.06.1984, Blaðsíða 15

NT - 09.06.1984, Blaðsíða 15
Audi fór þá umdeildu leið að stytta Quattroinn um 30 sm í miðjunni til þess að reyna að bæta aksturhæfnina á hlykkjótt- um rallvegum. Boddýið er nú að miklu leyti úr kevlar og öðrum léttum en dýrum gerfi- efnum, vélina steypa þeir nú alla úr áli, gáfu henni nýtt tveggja knastása 20 vetla hedd með endurhönnuðu forþjöppu- kerfi og hafa hafið sölu á 300 hestafla götubílunum. Strax og seld hafa verið 200 eintök rýkur Stubb-Quattro af stað í rall- keppnir með 450-500 hö. Peugeot eru þeir fyrstu til þess að setja svona bíl á markað, hann nefnist Peugeot 205 Turbo 16 og er með fjögurra strokka 1775 rúmsentimetra vél byggða á dieselvélinni í 205/305 en með 16 ventla heddi og forþjöppu með millikæli. Peu- geot eru þeir einu til þess að staðsetja vélina þversum fyrir framan hægra afturhjól þaðan sem hestöflin 200-350 eru tekin í gegn um 5 gíra kassa og stillanlegt mismunadrif til ann- arra tveggja drifa, eitt framan og eitt aftan. Bílablaðið Car hefur reynslu- ekið þessum bíl sem hlýtur að teljast ódýr miðað við hina, hann kostar innan við 100.000 mörk í Þýskalandi (u.þ.b. 1 milljón ísl. kr.) Segja Car-menn bílinn standa fyllilega undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans fyrirfram hvað varðar aksturseiginleika og annað. Þar eiga TRX dekkin sem Michelin hannaði sérstak- lega fyrir þessi 200 eintök stóran þátt, þau eru með sérstaklega stífum hliðum en mjúka gúmmí- blöndu í bananum. Ein japönsk verksmiðja hefur nú þegar sýnt bíl í þessum flokki, það er Mitsubishi. Hinn nýi Starion 4x4 Turbo er léttari útgáfa af venjulega Starion að viðbættu fjórhjóladrifi og nýju heddi með þrjá ventla á strokk og tölvustýrðri ventlastjórnun. Vélin er auðvitað með for- þjöppu og millikæli, og 350 hestöfl segja Mitsubishimenn að deilist niður á fjögur drifhjól bílsins, með möguleika á aukn- ingu. Austin-Rover Group, ríkis- fyrirtækið breska er líka með í spilinu. Fyrir stuttu sýndu þeir fyrir- bæri sem þeir kalla TR4, bíl sem hefur útlit Austin Metro en ekkert annað. Aftur í er V6 vél (3/4 af Rover V8 vélinni) og knýr hún fjórhjóladrifskerfið án forþjöppu og án fjögurra ventla pr. strokk, enda er hestaflatalan „ekki nema“ 260. Þótt bíllinn hafi tekið þátt í ralli í æfinga- skyni er endanleg útgáfa ekki tilbúin enn, og verður kannski þó nokkuð frábrugðin núver- andi bíl þegar götubílarnir 200 fara í framleiðslu. Fyrir utan forþjöppuleysið er'þessi Breti helst merkilegur fyrir smæðina, hann er jafn lítill og Austin Metroinn sem hann á að líta út fyrir að vera. Fleiri framleiðendur eru með súperbíla í hönnun sem hafa ekki verið sýndir ennþá eða lýst í smáatriðum, svo við segjum betur frá þeim þegar þar að kemur. Þeir sem helst er vitað um nú eru Citroén sem klæða sinn sérsmíðaða 4x4 turbo bíl í föt BX, Lancia gera það sama og kalla Delta nema að fjögurra strokka vélin þeirra verður bæði með reimdrifna og afgasdrifna forþjöppu, Ford smíðar bíl frá grunni með alveg nýtt boddý, Opel setja Ferguson fjórhjóla- drifskerfið breska fyrst í Manta 400 og síðar í föt af Kadettnum sem kemur nýr á næsta ári. Mazda eru nú að prófa 400-500 hestafla fjórhjóladrifs-RX7 turbo, og Toyota eru á fullu þótt þeir láti aldrei neinar upplýsingar leka fyrr en þeim sýnist svo sjálfum. Þegar allt er talið verða þetta -ár og næsta viðburðarríkustu ár í langan tímafyrirsportbílaáhugamenn. Arí Arnórsson Laugardagur 9. júní 1984 15 ■ 14 tommu álfelgur með lágprófíldekkjum fylgir öllum 205 GTI sem er fyrsta útgáfa 205 til að nota nýja tveggja dyra boddýið. (í Auto Motor & Sport) Peugeot 205 GTI að innan. (í Car-May) Stífari fjöðrun, fleiri hestöfl FRANSKUR GTI FRÁ PEUGEOT ■ Franskir bílaframleið- endur hafa mest verið þekkt- ir fyrir mjúkar þægilegar drossíur og litlu bflarnir þeirra Frakkanna hafa veríð mjúkir, sparneytnir og kraft- lausir. En þegar VW Golf GTI kom á markað gerðu allir bílaframleiðendur sér ljóst að hann passaði í glufu sem enginn hafði áður reynt að fylla og keppnin um hlutdeild í nýsköpuðum „hot-shot- hatchback“ markaðnum eins og Bretar kalla það hófst með miklum látum. Flestir stærri framleiðendur í Evr- ópu áttu lítinn sætan spar- neytinn framdrifsbíl sem auðvelt var að bæta í nokkr- um hestöflum og aukamæl- um, líma slatta af röndum og svuntum utaná og X-um, S-um eða GT-um á afturlúg- una. Þannig fæst einskonar sportbíll, sem mikið er lagt í að auglýsa, selst fyrir 20-40% hærra verð og stórbætir álit kaupenda á allri sparibauka- fjölskyldunni, sem bíllin til- heyrir - þótt 80-90% þeirra kaupi ekki annað en ódýrustu útgáfuna. I Frakklandi reið Renault á vaðið og setti létt peppaða 1400 vél í Renault 5, bætti við flottum felgum og gæja- legum sætum, stífaði fjöðrunina obbolítið og bætti á sem kirsuberi á toppinn nafni Alpine sportbílasmiðj- anna sem eru löngu komnar í eigu Renault. Renault 5 Alpine mæltist mjög vel fyrir en megnaði samt ekki að hafa áhrif á rífandi sölu á Golf GTI í Frakklandi, frek- ar en Citroén Visa Chrona eða Talbot Samba sem komu síðar. Þar hefur mest selda útgáfan af Golf verið GTI öfugt við flesta aðra markaði og þessir þrír bókstafir öðlast sérstakan sess. G.T. er raunar stytting á ítölsku orðunum Gran Turi- somo (enska: Grand Tour- ing) sem var upphaflega not- að um kraftmikla hand- smíðaða sportbíla, hentuga til notkunar á „Autostrado11 hraðbrautum Mussolinis. Ford var einn. af fyrstu fjöldaframleiðendunumtil að stela þessari virtu skamm- stöfun til þess að ljá „sport- legu“ Cortínunum sínum æs- andi blæ, „GT, þú veizt, eins og Ferrari“. Litla iið sem VW skeytti seinna við stendur fyrir „inj- ection" benzíninnspýtingar- kerfi sem kemur í stað blöndungs. Þessa nærri 10 ára gömlu uppskrift VW matreiðir Pe- ugeot nú á franska vísu og væntir ekki minni árangurs en VW. Fyrir utan stærðina er Pe- ugeot 205 GTI næstum eins á blaði og hinn upprunalegi Golf GTI, með 1600 rúm- sentimetra fjögurra strokka línuvél með Bosch benzín- innspýtingu þversum - frammí sem skilar 105 hö gegnum 5 gíra kassa til framhjólanna. Fjöðrunin er stífasta dæmið sem hingað til hefir sézt meðal „sport“ módelanna frönsku um frá- hvarf Frakka frá langri linri fjöðrun. Þetta atriði er mjög umdeilt og vekur hrifningu sumra en andúð annarra, sem eru van- ir „frönsku fjöðruninni“ og vilja ekki að franskur bíll fjaðri eins og þýzkur. Eitt er þó víst, og það er að stífleikinn gefur Peugeot 205 GTI aksturseiginleika sem enginn franskur bíll hef- ur haft og eru bílaskríbentar Evrópu almennt mjög hrifnir af þessari nýbreytni. Venju- legi 5 dyra Peugeot 205 held- ur hinsvegar áfram með hina venjulegu sófamýkt. Meðan Golfinn hefur fitnað og stækkað er Peugeot aðeins. 370 sm á lengd og 850 kg á þyngd sem gerir hann snarp- ari og sneggri í hreyfingum, fyrir utan hin augljósu sann- indi að minni þyngd er fundið fé. Bezta leiðin til þess að létta bíl án þess að veikja hann er jú að minnka hann. Jafnhliða þessum fram- drifna „létt-sportara“ ef svo mætti segja setti Peugeot 200 eintök af allt öðruvísi bíl á markað sem þó er látinn líta út eins og venjulegur 205 af markaðsástæðum. Við segj- um nánar frá honum annars- staðar í bílasíðunni í öðru samhengi. En hvenær kemur fyrsti 205 GTI til okkar? Það fer eftir því hvenær þú pantar! A.m.k. er verðið afar hagstætt. Notaðir Volvo bílar VOLVO 244 TURBO árg. 1982 - beinskiptur með yfirgír og vökvastýri ekinn 17 þús. Verð: 550.000 Ath. einn með öllu. VOLVO 244 GL árg. 1982 - sjálfskiptur með vökvastýri, ekinn 21 þús. Verð: 445.000. Gullfall- egur bíll með plussáklæði á sætum. VOLVO 244 GL árg. 1982 - sjálfskiptur með vökvastýri, ekinn 30 þús. Verð: 430.000. VOLVO 244 GL-árg. 1982 - sjálfskiptur með vökvastýri, ekinn 35 þús. Verð: 435.000. VOLVO 244 GL árg.1981 - sjálfskiptur með vökvastýri, ekinn 59 þús. Verð: 390.000. VOLVO 244GLárg. 1981 - beinskiptur með yfirgír og vökvastýri, ekinn 44 þús. Verð: 380.000. VOLVO 244 DL árg. 1981 - sjálfskiptur með vökvastýri, ekinn 97 þús. Verð: 355.000. VOLVO 244 GL árg. 1980 - sjálfskiptur með vökvastýri, ekinn 40 þús. Verð: 320.000. VOLVO 244 GL árg. 1980 - beinskiptur með vökvastýri, ekinn 45 þús. Verð: 335.000. VOLVO 244 DL árg. 1980 - beinskiptur með vökvastýri, ekinn 32 þús. Verð: 290.000. VOLVO 244 GL árg. 1979 - sjálfskiptur með vökvastýri, ekinn 78 þús. Verð: 270.000. VOLVO 244 GL árg.1979 - sjálfskiptur með vökvastýri, ekinn 121 þús. Verð: 255.000. VOLVO 244 DL árg.1978 - beinskiptur með vökvastýri, ekinn 90 þús. Verð: 230.000. VOLVO 244 DL árg. 1977 - beinskiptur, ekinn 96 þús. Verð: 180.000. VOLVO 345 GLS árg. 1982 - beinskiptur, ekinn 21 þús. Verð: 320.000. VOLVO 345 DL árg. 1982 - beinskiptur, ekinn 29 þús. Verð: 280.000. VOLVO 343 DL árg. 1979 - sjálfskiptur, ekinn 70 þús. Verð: 170.000. VOLVO 245 GL árg. 1982 - sjálfskiptur með vökvastýri, ekinn 37 þús. Verð: 480.000. Fallegur bíll með fjölda aukahluta. VOLVO 245 GL árg. 1982 - beinskiptur með yfirgír og vökvastýri, ekinn 29 þús. Verð: 460.000 VOLVO 245 DL árg. 1982 - beinskiptur með vökvastýri, ekinn 40 þús. Verð: 450.000. yITai<>H74 SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 NOACK RAFGEYMAR FYRIR ALLA BÍLA OG TÆKI Srt'Osku bil.itiamleiðenau'nir VOLVO SAAH 04 SCAMA OOI.i NOACK i.ilqeyr 1,1 vcqn.i >osl.i þcui.i n5ílabú5 I Vagnhöfða 23 WK^\0’m ■■ 110 Reykjavík Aukahlutir Varahlutir Sérpantanir Sími 685825 40 __ TJP fl T TÆlT T^ Vatnskassar og vélahlutir Sfi AwIM nj\0llji^ í ameríska bíla á lager. Vélaupptekningar Mjog ha9stætt verö-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.