NT - 09.06.1984, Blaðsíða 14

NT - 09.06.1984, Blaðsíða 14
Við gefum út manaðarlega nýja söluskrá yfir alla bíla sem skráðir eru hjá okkur. Áskrift kostar kr. 300 - á ári og færð þú þá skrána senda heim i pósti. Nafn............................................ Heimili ........................................ Nnr............................................. Póstnr.......................................... Staður ......................................... Mazda 626 2,0 árg. 1982, ekinn aðeins 4.000 km!!! Ótrúlega fallegur bíll. Ath. skipti. DATSUNWVniOl Chrysler Le Baron árg. 1981 krómfelgur-rafmagn í öllu 6 cyl sjálfskiptur, ekinn 12.000 km!! Ath. skipti eða ýmis lánakjör skuldabréf. Verð kr. 650.000. // . Honda Prelude árg. 1981, ekinn 40.000 km topplúga hvítur gott lakk. Verð kr. 360.000. Ath. Eina tölvuvædda; bílasalan ! á landinu Allir þessir bilar eru á staðnum nrnr BÍLASALAN iGrensásvegi 11- j 108 Reykjavík - sími 83150 Mercedes Benz 280 E árg. 1977 ekinn 100 þús. km. s-grár sportfelgur gott lakk. Verð kr. 530.000. Ath. skipti - skuldabréf. Toyota Corolla lift back árg. 1981. Útvarp-segul- band topplúga gullfallegur bíll. Ath. skipti. Verð kr. 330.000. Mazda 626 2000 árg. 1983 beinsk. m/vökvastýri. Framhjóladrifinn. Mazda 92 dýrari eða 982 Einn með öllu ath. skipti á. Verð kr. 390.000. Vantar á söluskrá Range Rover 83-84. Einnig ýmsar aðrar tegundir. Mikið úrval bíla á staðnum. Bílar við allra hæfi. Datsun Patrol árg. 1983 lengri 12 þús. km. Verð: 650.000. ÍTF Laugardagur 9. júní 1984 14 LlL Bílamarkaður ■ Porsche 956 Gruppe B ■ Austin-Rover 6R4 ■ Drifkerfi Mitsubishi Starion 4wd Rally. ■ Ferrari GTO ■ 200 stykki af splunkunýjum Peugeot 205 Turbo 16 raðað upp fyrir skoðunarmenn FISA. ■ Drifkerfi Peugeot 205 Turbo 16 SÚPERBÍLAR ’85 ■ Það er oft svo með neyslu- vörur að keppni bætir fram- leiðsluna, hvort sem um er að ræða skíði eða sundbolta. Ein framleiðslugrein hefir verið mjög iðin við að nýta sér keppn- isreynslu í almenna framleiðslu en það er bflaiðnaðurinn. A þessu og næsta ári verða til sölu u.þ.b. 2000 bílar frá um 10 framleiðendum sem beint eða óbeint urðu til vegna keppni í akstursíþróttum. Þessi nýja kynslóð súperbíla einkennir nokkur áberandi atriði eins og: Sæti fyrir tvo Fjórhjóladrif Forþjöppur Notkun áls, magnesíums, rándýrra gerfiefna og háþróaðra framleiðsluaðferða Geysiháar hestaflatölur Svimandi hátt verð. Þeir súperbílar sem nú eru í framleiðslu eru flestir orðnir nokkuð gamlir í hettunni. Sá rosalegasti, Lamborghini Coun- tach (les kúntasj) kom t.d. á markað fyrir nærri 15 árum. Ferrari 512 Berlinetta Boxer, Aston Martin V8 Vantage, Porsche Turbo, De Tomaso Pantera, allir þessi kröftugustu sportbílar heims voru komnir í framleiðslu fyrir miðjan síðasta áratug. Þeir voru hannaðir sem Gran Turismo bílar í framhaldi af gömlum G.T. hefðum, til notk- unar á götum og hraðbrautum Evrópu. Þeir ofurbílar sem við fáum á göturnar nú á næstunni eru smíðaðir með nokkuð ann- an hugsunarhátt að baki. Þegar FISA (Federation Internation- ale de Sport Automobile) ákvað að reyna að einfalda og betr- umbæta reglur um flokkun keppnisbíla hafði það í för með sér breyttar starfsaðferðir bíla- verksmiðjanna til þess að ná bestum árangri. í svokallaðri grúppu B kom í ljós að hentug- ast er að smíða fullkominn keppnisbíl (sem lítur yfirleitt út eins og standard bíll sem fyrir- tækið framleiðir), þróa hann og endurbæta til keppni, bæta síð- an við nauðsynlegum búnaði fyrir götuakstur, fallegri innrétt- ingu og lækka hestaflatöluna (til þess að standast kröfur um mengun, hávaða o.s.frv.) og framleiða 200 eintök af götuút- gáfunni. Síðan er hægt að breyta þeim aftur í keppnisbíla. Reglur grúppu B krefjast nefnilega að framleidd séu 200 götubílaein- tök á 12 mánuðum auk 20 svokallaðra „þróunar" -eintaka sem hafa allan keppnisbúnað eins og verksmiðjan vill hafa hann. Afleiðingin er sú að kröfu- harðir (og ríkir) ökumenn fá kost á að kaupa tæknilega full- komna einkabíla sem komast hraðar beint og í beygjum en flestir ef ekki allir venjulegir sportbílar hingað til. Þar sem áður þurfti bara að setja stífari fjöðrun í afturdrifna fjölskyldu- bílinn og auka kraft vélarinnar (eins og gert var við Ford Escort, Fiat 131, Talbot Sun- beam, Opel Ascona og fleiri og fleiri) til þess að vinna heims- meistaratitilinn í ralli þarf nú annað og meira eftir tilkomu Audi Quattro. Audi naut þess að verða fyrst til þess að nýta sér breyttar reglur sem leyfði fjór- hjóladrif, og stórstígar framfarir í forþjöpputækni sem gerði allt annað nær úrelt á einum degi. Hkki eru þó alveg allir súperbfl- arnir með fjórhjóladrif, Ferrari ætlar ekki að setja upp keppnis- lið og ætlar nýja GTO ekki í rall heldur frekar malbiks-kapp- akstur. Þeir ætla að framleiÓa sína 200 götubíla og leyfa einka- aðilum að spreyta sig á að keppa á þeim ef þeir vilja, en smíÓa GTO ekki síður sem verðmætan götubíl. Það er víst enginn skortur á ökumönnum sem eiga handbær- ar þær 3 milljónir sem bíllinn er talinn kosta erlendis (sem þýðir ulþ.b. 8 milljónir til íslands kominn), standard og án breyt- inga fyrir keppni sem kosta allt að því annaÓ eins. Þar sem framleiðsla á þessum hrað- skreiðasta (hámarkshraði vel yfir 300 km/klst) sneggsta (undir 5 sek. í 100 km/klst) og kraft- mesta (400 hö í götubílnum) Ferrari götubíl sögunnar er tak- mörkuð a.m.k. fyrst um sinn við 200 +20 eintök er reiknað með að verðgildið aukist stórlega strax og framleiðslu lýkur, eins og tilfellið var með fyrsta Gran Turismo Omologato Ferrari- 250 GTO frá 1961. Svipaða sögu er að segja um Porsche Gruppe B sem fær líklega einkennisstafina 956, tæknilega er hann fullkomnasti bíllinn í þessum flokki, ef ekki sá fullkomnasti í sögu bílsins. Byggður á Porsche 911 en með öóruvísi uppbyggða fjöðrun og 2.85 ltr. vél (eins og Ferrari GTO) sem er loftkæld með vatnskældum heddum. Á þessa kappakstursútgáfu af gömlu flat-sexunni- sem rekur ættir sínar til Volkswagenvélarinnar - er bætt tveim pústþjöppum frá KKK og risastórum millikæl- um til þess að skila 400 hest- öflum í götubílnum. Keppnisút- gáfurnar munu þó pumpa um 650 hestöflum gegn um 6 (sex!) gíra kassa sem tölvustýrð mis- munadrif deila niður á öll fjögur 17 tommu dekkin. Þrátt fyrir afar breið dekk er loftmótstaðan sú minnsta af götubílum Porsche og til að bæta hana enn frekar er tölvu- kerfi látið sjá um að halda bílnum réttum á götunni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.