NT - 09.06.1984, Blaðsíða 3

NT - 09.06.1984, Blaðsíða 3
Yfirheyrð hjá lögreglu fyrir vændi en segist vera saklaus ■ „Hvað tekurðu fyrir það“, segir ung stúlka að lögreglumenn hafi spurt hana. Stúlkan var tekin til yfirheyrslu grunuð um vændi. Segir hún að lögreglumenn hafí lagt að henni að játa og sagst hafa sannanir fyrir því að hún hafí selt sig. Stúikan heldur fram sakleysi sínu og vill að nafn hennar verði hreinsað af listum lögreglunnar. Yfirheyrslur lögreglunnar fóru fram í vetur en þá yfírheyrði lögreglan fjölda fólks vegna gruns um skipu- lagða vændisstarfssemi hér í borg. ■ Viðmælandi okkar er nítján ára stúlka. Hún er fædd og uppalin á Hornafirði en hefurdvalist hér í Reykja- vík síðan í fyrrahaust. Hún var ein þeirra sem lögreglan kallaði fyrir nú í vetur, grun- uð um vændi. Hún segist tvisvar hafa verið kvödd til yfirheyrslu en neitar ásökun- um lögreglunnar. Hún sagði í samtali við NT að hún hefði drukkið mikið í vetur, en frá því í febrúar hefur hún ekki smakkað áfengi. Fastan samastað í Reykjavík hafði hún engan frá því í haust og þangað til í byrjun febrúar. Hélstu mikið til á Hlemmi? - Já ég gerði það á tíma- bili. Komu til þín menn og buðu peninga fyrir kynmörk? - Nei. Hefurðu sofíð hjá manni fyrir gjald? - Nei, ég myndi ekki hafa geð í mér til þess. Hefurðu einhvern grun um afhverju lögreglan hefur þig grunaða? - Ja, það er kannski ein manneskja sem gæti hafa komið þessu af stað - sem vann á Hlemmi. Það hafa margir sagt að hún hafi verið afbrýðissöm út af sambýlis- manni mínum. Stúlkan hefur nú þegar orðið fyrir aðkasti á vinnu- stað vegna yfirheyrslna lög- reglunnar. Segir hún að það hafi fljótlega spurst út að hún hafi verið grunuð um vændi. ■ Hún heldur fram sakleysi sínu og vill að henni gefíst tækifæri til að hreinsa nafn sitt og hún verði ekki á listum lögreglunnar yfír þá sem grunaðir eru um aðild að vændi.NTmynd: Róbert Hápunktur Listahátíðar 84: Lundúna Fílharmónían með tvenna tónleika í höllinni ■ Fflharmóníuhljómsveit Lundúna kernur til landsins í dag í beinu leigufíugi frá París og leikur í kvöld og annað kvöld í Laugardalshöllinni undir stjórn Yladimar Ashken- azy, sem einnig leikur einleik á fyrri tónieikunum, en á seinni tónleikunum leikur sonur hans, Stefán eða Vovka, eins og hann kallar sig erlendis, einleik. Að flestra dómi er hér um hápunkt Listahátíðar að ræða og Lundúnafílharm- ónían er sennilega frægasta Island. Vladimir Ashkenazy hef- ur á síðari árum gefið sig æ meir að hljómsveitarstjórn með þeim árangri að hann þykir með bestu hljómsveit- arstjórum. Með því að taka við stjórn Lundúnafílharm- óníunnar fetar hann í fótspor manna eins og Sir Thomas Beecham, Otto Klemperer og von Karajans. Samhliða heldur hann stöðugt áfram að ferðast um og halda ein- leikstónleika og hljóðrita. Hann telst vera einhver fjöl- hæfasti tónlistarmaður aldarinnar og „repertoire“ hans sem píanista er senni- hljómsveit sem hefur gist lega stærra en nokkurs ann- ars píanista í veröldinni. Stefán Ashkenazy sleit barnsskónum á íslandi og hóf tónlistarnám sitt hér og var Rögnvaldur Sigurjóns- son kennari hans í 7 ár, fyrst í einkatímum og síðar í Tónlistarskólanum í Reykja- vík. Eftir það hélt hann til Bretlands til framhaldsnáms hjá Sulamita Aronovsky við Royal Northern College of Music í Englandi og braut- skráðist þaðan 1983. Hann hefur komið fram sem ein- leikari í mörgum löndum síðan og hljóðritað plötu ■ Vladimir Ashkenazy með föður sinum, Vladimir. Á tónleikunum í kvöld verður fyrst leikin Gæsa- mömmusvíta eftir Ravel, þá píanókonsert K 456 eftir Mozart og loks 5. sínfónía Sibelíusar. Annað kvöld hefjast tónleikar á verki eftir Delius, „Við að heyra í ■ Stefán Ashkenazy fyrsta gauk vorsins,“ því næst kemur píanókonsert Tchai- kowskys nr. 1 ogendað verð- ur á 4. sinfóníu Tchaikow- skys. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 bæði kvöldin. Miðar eru enn fáanlegir á báða tónleikana. „Siðlaust athæfi“ segir stjórn tæknifræð- inga um hina um- deildu ráðningu Alberts ■ Stjórn Tæknifræðinga- félags íslands fordæmir það athæfi Alberts Guð- mundssonar fjármálaráð- herra að skipa í stöðu umdæmisfulltrúa Fast- eignamats ríkisins á Aust- urlandi mann, sem ekki er menntaður tæknifræð- ingur. Þetta kemur fram í bréfi, sem ráðherra barst í gær. í bréfinu segir, að á undanförnum 7 árum hafi eingöngu tæknifræðingar verið ráðnir í stöður um- dæmisfulltrúa og það sé í samræmi við skipurit fyrir Fasteignamat ríkisins, dagsett 8. desember 1980. Skipan manns án tækni- fræðimenntunar komi í veg fyrir að unnt sé að viðhafa þau faglegu vinnu- brögð, sem Fasteignamat ríkisins krefjist. Þá hafi verið gengið framhjá manni, sem hafi unnið samsvarandi störf í Reykjavík undanfarin 4 ár. Síðan segir í bréfi stjórnar Tæknifræðinga- félags íslands: „Stjórnin telur, að hér sé um að ræða gjörsam- lega siðlaust athæfi og á- telur því ráðherrann harð- lega fyrir þessa embættis- færslu'*. Hvítasunnukappreiðar Fáks: Dagskráin er stutt og hröð ■ HestamannatelagiðFákur ætlar að breyta út af venjunni á hvíta- sunnukappreiðum sínum, sem verða haldnar á 2. í hvítasunnu. Dagskráin verður mun styttri og hraðari en áður til þess að hún megi höfða meira til almennings. Að þessu sinni stendur dagskráin yfir í tæpar tvær klukkustundir, þar sem boðið verður upp á úrvalssýn- ingar, keppnisatriði og lúðrablástur. Dagskráin hefst með sýningu á fimm efstu hestum í A og B flokki gæðinga, unglingaflokkum og tölt- keppni, sem nú fer fram í fyrsta sinn fyrir hinn almenna félagsmann. Þá verður svokallað „stjörnuskeið", þar sem átta hestar reyna að setja nýtt vallarmet, og úrslit verða í öllum hlaupagreinum. Tölthestar verða sýndir og einnig sýna fljótustu skeiðhestar listir sínar. Loks velja áhorfendur glæsilegasta hest móts- ins og knapar velja besta knapa keppninnar. Hvítasunnumótið fer fram á Víði- völlum og hefst kl. 14 á 2. dag hvítasunnu. SOLUSKALAÞJONUSTA Goði framleiðir nú pylsur, sem eru sérstaklega ætlaðar sölu- skálum og veitingahúsum og tilvaldar fyrir sölutjöld á 17. júní. Getum einnig afgreitt pylsu- bréf, tómat, sinnep, remúlaði, steiktan og hráan lauk - um leið og pylsurnar eru pantaðar. Hafið samband við sölumenn okkar í síma 686366

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.