NT


NT - 29.06.1984, Qupperneq 2

NT - 29.06.1984, Qupperneq 2
Leirubakki Landssveit, Rang. Sími: 99-5591 Leirubakki stendur við veg nr. 26, um 30 km. frá hringveginum. Vegamótin eru 7.2 km. vestur af Hellu. Leirubakki er í aðeins 10 km. fjarlægð frá Heklu. Fyrir þær fjölskyldur og einstaklinga er huga að ferðum á Heklu, Búrfelhí Þjórsárdal, Landamannalaugar eða enn lengri ferðum á hálendið er Leirubakki tilvalinn viðkomustaður. Gistiaðstaða: Farfuglaheimili (Youth Hostel) 17 rúm, heitt ogkalt vatn, eldhús fyrir gesti. Kæliskápur. Tjaldstæði og ýmsar góðar gönguleiðir. Möguleiki að komast á hestbak. Veiðileyfi fást í vötnum sunnan Tungnár, kostakjör, mörg vötn í sama leyfinu. Einnig fást veiðileyfi í Ytri-Rangá. Frá 15 júní verður Esso bensínstöð á Leirubakka. HOTELIÐ FLUÐUM Hrunamanna hreppi Arnessýslu Býður upp á gistingu og veitingar í ágætum húsakynnum. ★ Rúmgóðir salir til ráðstefnu- og fundahalda. ★ - Sundlaug og golfvöllur - ★ VERIÐ VELKOMIN Sími 99-6630 i 4 i 4 i Fóstudagur 29. júnf 1984' ' 2 Suðurland ■ Jón Haraldsson með eina myndarlega úr frystiklefanum. Meðal þess sem Eyrarfiskur framleiðir eru lúðubitar í neytenda- pakkningum, tilbúnir í pottinn, að sjálfsögðu. NT-myndir Ari ■ Harðfískur, skata og saltfískur. Allt í neytendapakkningum fyrir innlendan markað. Skatan og saltfískurinn eru útvötnuð og tilbúin í pottinn. Rabbað við Jón f Eyrarfiski: . . . þegar ekki fæst afli til að vinna hér heima — því þeir stóru flytja hann út óunninn. ■ „Þetta eru bara tíma- bundnir erfiðleikar og ég er ekkert svartsýnn á að ekki sé til nógur fiskur. Miklu alvar- legra er þegar maður fær ekki að vinna hér heima þann afla sem kemur að landi. I vetur sat maður með sárt ennið meðan það var verið að flytja hér út gámana með ferskfiski sem við fengum ekki að kaupa.“ Þetta segir Jón Haraldsson í Eyrar- fiski á Stokkseyri en þar fram- leiðir hann harðfisk og fersk- fisk tilbúinn í pottinn fyrir landann hér heima. Á meðan afli landsmanna dregst saman hefur helsta vandamál Jóns veríð að fá ekki nægilegt hrá- efni eftir að fiskvinnslustöðv- arnar eru farnar að selja aflann óunninn í gámum úr landi. Lítið og snyrtilegt Fyrirtæki Jóns og konu hans, Guðleifar Steingrímsdóttur, er ekki stórt í sniðum. Þar vinna þau hjónin auk tveggja til þriggja annarra starfsmanna og ársframleiðslan er eitthvað um eða innan við 100 tonn af ferskfiski, saltfiski, harðfiski og kæstri skötu. Eyrarfiskur er þriggja ára fyrirtæici en fram til þess að Jón hóf þennan rekstur stundaði hann sjóinn í mörg ár. {fyrstu var skemman ekki nema rúmir 100 fermetrar en í apríl í fyrra færðu þau hjónin út kvíarnar og nú er húsnæðið 240 fermetrar. Blaðamenn NT ráku inn nefið í móttökunni; þar er snyrtilegt um að litast en ekki er fyrirferð á tækjunum. Fyrir þá sem eiga að venjast nýtísku frystihúsum með vélakosti fyr- ir milljónir er nýtt að koma þarna. Helsta tæknin var lítil roðflettivél, flökun er öll í höndum og færibönd þarf eng- in enda salurinn ekki stór. Fyrir innan mótttökuna er svo smá „kontór“ fyrirtækisins en þar fyrir innan frystiklefi, þurrkklefi fyrir harðfiskinn og pökkunarkrókur innst. Boðið í fiskinn Hráefni í Eyrarfisk er fengið frá bátum á Stokkseyri og Þorlákshöfn og frystihúsum á þessum stöðum. Undanfarið hefur oft verið erfitt að fá afla til vinnslunnar og þá komið fyrir að Jón fer alla leið suður með sjó eftir hráefninu. „Ef það kemur mikið inn þá senda þeir það frekar út heldur en að láta þessa minni kalla fá það sem umfram er“, sagði Jón. „Maður verður eiginlega að bjóða í fiskinn og borga þá það sama og greitt er úti en við verðlagsákvörðun á harðfisk- inum er reiknað með miklu lægra hráefnisverði. Það fæst ekkert fyrir það verð sem Verðlagsstofnun ætlar okkur að greiða og því verðum við að borga meira til þess að fá ■ Er hann ekki bara hertur og barinn. Ha,-jú en hvernig. Alls ófróðir um framleiðslu- leyndarmálið bakvið þetta lostæti ákváðu NT menn að kanna það hjá Jóni Haralds- syni í Eyrarfiski. Eftir flökun og roðflettingu sem fer að mestu fram í hönd- unum er fiskurinn breiddur á grindur sem síðan eru keyrðar inn í þurrkklefa. Sömu gerðar eitthvað.“ Annars var Jón ekki svartsýnn. En óánægður með þessi verðlagshöft á harðfisk- inum sem ekki taka mið af raunveruleikanum og taldi það alvarlegan hlut að íslendingar vinna ekki lengur afla sinn heima fyrir. Ákúrur á útgerð- ina fyrir að sigla með aflann óunninn út verða óneitaniega broslegri ef þeim afla sem þeir skipa á land hér heima er svo skellt í gáma og hann fluttur þannig ísaður og frystur til erlendra söluaðila. og þurrkklefar fyrir saltfisk. Eftir 5-7 daga veru þar inni koma flökin út glerhörð, brún á lit og ekki árennileg til átu. Þá eru þau keyrð í gegnum barningsvél sem byggð er upp á tveimur völsum sem Ieika um fiskinn. Eftir nokkrar ferðir þar í gegn höfum við í höndun- um fyrsta flokks harðfisk. Og þá er ekkert eftir nema pökkunin. Þetta á við um ýsuna. Stein- Framleiðslan hjá Eyrarfiski er nær eingöngu fyrir innan- landsmarkað. Þar gefur að líta fryst flök, brytjuð niður og tilbúin í pottinn. Skötuselur og lúða er líka í bitum hæfilegum í pottinn. Allt fryst. Þá er meira að segja saltfiskurinn og skatan tilbúin í pottinn, af-, vötnuð og fryst eins og allt hitt. Utanlandsframleiðslan er ekki önnur núna en hertir fiskdálk- ar og hausar sem seljast til Nígeríu og ganga víst betur þar á markaði en venjuleg skreið. bítinn þýðir ekkert að leggja svona niður í flökum, til þess er hann of linur og myndi þá fletjast allt of mikið út. Hann er því hengdur á rá í óroðflett- um flökum og látinn í þurrk- klefann. Að öðru leyti er verk- unin alveg eins. Og namm... smökkun NT leiddi í Ijós að þessi aðferð gaf af sér gæðafæðu. Vel að merkja; margítrekuð smökkun. ■ Hér er hann þurrkaður, glerharður og dökkur á lit. Hvernig verður harðfiskur til?

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.