NT - 03.07.1984, Blaðsíða 7
ísfirðingar í
Jónsmessuferð
V/SA
,n2ZEZ^E3
buðu á ball í Vonarlandi
■ Það var líf og fjör í ferð
ísfirskra hestamanna um síð-
ustu helgi. Riðið var frá Holti
í Önundarfirði gegnum Val-
þjófsdal yfir Klúku og
tjaldað á Ingjaldssandi. Þaðan
var svo haldið í dagsferð næsta
dag í Nefsdal. Um kvöldið sem
var laugardagskvöld og Jóns-
messa, var slegið upp balli í
félagsheimilinu Vonarlandi og
öllum hreppsbúum boðið til
gleðskaparins sem heppnaðist
með ágætum. Fyrir dansi léku
bræður tveir, Guðmundur og
Birgir frá Hrauni á Ingjalds-
sandi á harmoniku og gítar.
Hvort einhverjir hafi svo tekið
sér bað í dögginni um nóttina
eins og áar vorir gerðu eru
engar óyggjandi heimildir til
um, en einhverjir hafa sjálfsagt
vöknað umrædda nótt.
Daginn eftir var svo riðið til
baka og þá farið inn Dýrafjörð
framhjá Núpi og Gemlufalls-
heiði inn í Önundarfjörð þar
sem flestir reiðmannanna
geyma hesta sína í hagagöngu
hjá klerki Önfirðinga að Holti.
Þegar flest var tóku 38 þátt í
reiðinni, á aldrinum frá 9 til
liðlega sjötugs.
Orlofsdvöl
aldraðra
að Laugum
■ Orlofsdvöl aldraðra Vest-
firðinga verður að Laugum í
Sælingsdal 9. - 11. ágúst n.k.
Þar er öll aðstaða til hvíldar og
skemmtunarmjöggóð. Haldnar
verða kvöldvökur og stiginn
dans. Farin verður dagsferð um
Borgarfjörð og Stykkishólmur
heimsóttur. Þátttökugjald er kr.
fimm þúsund. Þátttakendur
geta ekki orðið fleiri en 45. Þeir
sem hafa áhuga skrái sig hjá
Sigrúnu Gísladóttur í síma 94-
7770 eftir kl. 17.00 frá'og með
25. júní.
Ferðavasabók
■ Bókaútgáfari Fjölvís hefur
gefið út ferðahandbók í vasa-
broti. Bókin hefur að sögn út-
gefanda að geyma ýmsar hag-
kvæmar upplýsingar fyrir ferða-
fólk, jafnt innanlands sem utan.
■ Sigurður Halldórsson, Elísabet
Konráðsdóttir og sonur þeirra Sindri
Páll kunnu greinilega vel að meta
veðurblíðuna.
■ Einar Birgir Steinþórsson og
Rannveig Traustadóttir kanna hvað
leynist í gjafapokanum. Að baki
þeirra stendur Sigurbjörn Kjartans-
son tilbúinn með kveðjudrápuna.
Ef þú ert á höttunum eftir
einhverju sérstöhu...
ergott að hafa (/I5A í vasanum
■ Og hopp og hí... Líf og fjör í Vonarlandi þegar ísfirðingar
slógu þar upp balli nú síðustu helgi.
Það er ITKIegt að þlg langl að
versla dálítlð í næstu ferð þlnnl
tll útlanda. Þá langar þlg Kannski
að kaupa eltthvað sérstakt:
sKartgrlpl, húsmuni eða vönduð
föt, - eltthvað tll að gleðja fólklð
helma.
Þótt þú sért vafalítið tll í að Kosta
miklu til, þá er ekki víst að þér
flnnlst skynsamlegt að fórna
síðustu seðlunum eða ferðatékk-
unum í að kaupa grlpinn góða. En
sértu með VI5A í vasanum ertu
vel á vegl staddur. VI5A er elnn
útbrelddastl gjaldmiðlll helms.