NT - 03.07.1984, Page 9

NT - 03.07.1984, Page 9
ia- F-Vv'' Þriðjudagur 3. júlí 1984 9 kák ■ Flatey á Breiðafirði var vett- vangur 24.helgarskákmótsins og var mótið haldið um síðustu helgi í einhverri mestu veðurblíðu sem kom- ið hefur þar þetta sumar. 32 skák- menn hófu keppni og varð baráttan um efstu sætin að venju geysihörð og spennandi. Þegar upp var staðið hafði sá er þessar línur ritar sigrað á mótinu, hlotið 6V2 vinning úr 7 skákum en þar á eftir kom Jón L. Árnason með 6 vinninga úr sjö skákum. Fyrirfram var búist við því að keppnin um efsta sætið stæði milli mín, Jóns L. og Karls Þorsteins. Þetta rættist að nokkru. Þegar þrjár umferðir höfðu verið tefldar voru fjórir skákmenn með fullt hús vinninga, undirritaður, Karl Þorsteins, Gunnar Gunnarsson og Jón L. Árnason. í fjórðu umferð vann Jón L. snaggaralegan sigur á Karli og undirritaður sigraði Gunnar Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason í upphafi skákar sinnar í 5. umferð helgarskákmótsins í Flatey. NT-mynd jgk 24. helgarmótið haldið í Fiatey Gunnarsson. Það þýddi að toppupp- gjörið átti sér stað í 5. umferð en það fór á þá vegu sem sést hér að neðan. I 6. umferð vann ég Guðmund Hall- dórsson og j>erði síðan jafntefli við Ásgeir Þór Árnason í síðustu umferð. Lokaröðin varð þessi: 1. Helgi Ólafs- son 2. Jón L. Árnason 3.-6. Asgeir Þ. Árnason, Gunnar Gunnarsson, Karl Þorsteins og Tómas Björnsson allir með 5 vinninga. 7.-8. Guðmundur Halldórsson og Árni Á. Árnason, 4>/6 v. Þrjár þeirra kvenna sem munu skipa Olympíulið kvenna tóku þátt í mótinu og náði Sigurlaug Friðþjófs- dóttir bestum árangri þeirra.hlaut 4 vinninga. Guðlaug Þorsteinsdóttir byrjaði vel, vann tvær fyrstu skákir sínar en varð síðan að gera sér jafntefli að góðu gegn Ásgeiri Þór Árnasyni. Guðlaug tefldi miðtafl þessarar skákar frábærlega vel og var komin með gjörunnið tafl er hún féll í eina af þeim gildrum sem Ásgeir er svo þekktur fyrir: m m m m , m, m, ■£ h ® M, S A JHI a b f g h Guðlaug-Ásgeir Þessi staða kom upp í kringum 50. leikinn og þarf ekki að fara mörgum orðurn um stöðuna, svartur er með gjörtapað tafl. En það vinnur enginn skák á því að gefa hana og það sannast hér. Ásgeir kom auga á laglega gildru: 1... Kh8 2. Hgxg7?? Hxf2t! - Þar sem svarti kóngurinn er nú í, pattstöðu verður ekki hjá jafntefli komist. Svartur skákar á f2 og fl og við því er ekkert að gera. Skák er harður skóli, sagði Ásgeir eftir skák- ina. 12 ára gömul stúlka, Jóhanna Ágústsdóttir, vakti athygli fyrir skemmtileg tilþrif í mörgum skákum. Hún er frá Mýrartungu og er ekki vitað til að hún hafi teflt í móti af þessari styrkleikagráðu áður. Engu að síður veitti hún andstæðingum sínum harðvítugt viðnám. Eftirtekt- arvert efni. Bestum árangri skákmanna utan höfuðborgarsvæðisins náði Þormar Jónsson frá Patreksfirði. Sturla Pét- ursson náði bestum árangri meðal „öldunga" og af heimamönnum náði bestum árangri Árni Sigmundsson. Mótið í Flatey minnir um margt á skákmótið í Grímsey fyrir þrem árum síðan og líkt og þá heppnaðist mótið í alla staði vel og verður lengi í minnum haft. Aðstæðúr voru þó með nokkuð öðrum hætti nú þar sem keppendur bjuggu í tjöldum og virtist ekki væsa um menn. Það er út af fyrir sig aðdáunarvert afrek að það skuli hafa tekist að koma mótinu til Flateyjar, öðrum þræði byggja helg- armótin á kynningu á skáklistinni og hljóta að verða öðrum frumkvöðlum í menningarlífi þjóðarinnar til hvatn- ingar í þá átt að ráðist í aukna menningarstarfssemi um land allt. Tveir menn báru öðrum framar hitann og þungann af mótshaldinu í Flatey þeir Eysteinn Gíslason í Skáleyjum og Hafsteinn Guðmundsson oddviti í Flatey. Jóhann Þórir sá vitaskuld um allt það er sneri að þátttöku skák- manna af höfuðborgarsvæðinu. Er þá komið að úrslitaskák mótsins: Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Jón L. Árnason Enskur leikur 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0 5. b3 (Eitt traustasta svar hvíts gegn upp- byggingu svarts. Annar möguleiki er 5. g3 eða 5. e3.) 5. T. d5 (Það er hugsanlegt að þessi leikur falli ekki vel að þróun stöðunnar. Oftast er leikið 5-b6.) 6. Bb2 He8 (Hvítur nær yfirhöndinni eftir 6.-d4. 7. Rb5 c5 8.a3 Ba5 9. b4! o.s.frv.) 7. e3 Bf8 8. d4 c5 (E.t.v. var betra að leika 8.-b6.) 9. dxc5 Bxc5 (Það er ekki auðvelt að ná peðinu aftur á annan hátt sem þýðir að byrjun svarts hefur beðið skipbrot, liann hefur leikið þessum biskup í þrígang.) 10. Be2 Rc6 11.0-0 Dxc4 12. Bxc4 a6(?) (Svártur uggir ekki að sér, hann hefur tapað miklum tíma og þar sent þessi leikur hefur ekki bein áhrif á gang mála virkar hann sem tímasóun. Best var 12. - De7 13. Re4 Rxe4 14. Dxe4 Bd7 o.s.frv.) 13. Hfdl De7 14. Re4! Rxe4 15. Dxe4 Bd7? mmm i mM i •. ■ B É 1 I BA #§I ■ fl & b c d e f g h (Hér varð svartur að reyna 15.-f6 þó hvítur virðist geta tryggt sér varanlegt frumkvæði með óvæntum leik, 16. g4! með hugmyndinni 17. g5 eða 17. Bd3 Textaleikurinn gefur hvítum kost á snoturri fléttu sem stenst í öllum afbrigðum. Þess má geta að Jón hafði eytt miklum tíma í byrjunina og hugðist bæta það upp með því að leika 15.-BÓ7 svo til strax. Mistök sem þessi eiga sér harla oft stað.) 16. Hxd7! Dxd7 17. Rg5 g6 (Að sjálfsögðu ekki 17. -f5 vegna 18. Dxf5! o.s.frv.) 18. Dh4! (Freistandi var 18. Rxh7 því 18. - Kxh7 strandar á 19. Dh4f og 20. Dh8 mát. En svartur á leikinn 18. - Dd2 og þó hvítur nái vinningsstöðu með 19. Rfót Kf8 20. Dh4! Dxb2 21. Dh8t Ke7 22. Rg8t! Hxg8 23. Dxb2 þá tekur langan tíma að innbyrða vinn- inginn.) 18... h5 (18.-Í5 strandar á 19. Rxe6! Hxe6 20. Dxf6 og svartur er glataður.) 19. Re4! Be7 (Eða 19.-De7 20. Rf6t! (20. Dfóætti einnig að vinna) Kf8 21. Dg5 Dd6 22. Rh7t Kg8 23. Dh6 og vinnur.) 20. Rf6t Bxf6 21. Dxf6 e5 (Eða 21. - Kf8 22. Dg7t Ke7 23. Bf6t Kd6 24. Hdlt o.s.frv.) 22. Dxg6 - Kh8 (Svartur verður fljótt nrát eftir 22. - Kf8 23. Ba3!) 23. Bxf7 He6 24. Bxe6 —og Jón gafst upp. Stærsta frímerkj asýning á íslandi hefst 1 dag 7 Frímerkjasýningin NORDIA 84 verður SS\. k opnuð í dag kl. 16.00 í Laugardalshöll S og verður opin til kl. 21.00 í kvöld. Sýn- ingunni lýkur n.k. sunnudagskvöld. NORDIA 84 Þetta er umfangsmesta, fjölbreytilegasta og skemmtilegasta frímerkjasýning, sem haldin hefur verið hérlendis, enda þátttakendur frá Norðurlöndunum fimm. Auk þess eru sýnd söfn frá Færeyjum og Grænlandi. Sem sýningarauki er merkilegt íslenskt korta- safn, safn barmmerkja, Ijósmyndasýning, sýning á leirmunum og fjórir myndlistarmenn sýna verk sín. Gerðir hafa verið 6 sérstimplar. í dag verður í notkun stimpillinn „DAGUR ÍSLANDS“, á morgun „DAGUR DANMERKUR“ o.s. frv. NORDIA 84 er sérstæður menningarviðburð- ur, sem við viljum að sem flestir njóti. Að- gangseyri er því mjög stillt í hóf, kr. 50 fyrir fullorðna og kr. 10 fyrir börn. Miði sem gildir allan sýningartímann kostar kr. 150. Póst- og símamálastjórnin hefur látið gera þrjár smáarkir í tilefni sýningarinnar, og rennur hluti af andvirði þeirra til styrktar sýningunni. Tvær smáarkir eru úr gildi falln- ar, en sú þriðja og fegursta verður til sölu til loka sýningarinnar þann 8. júlí. Um leið og sýningunni lýkur verður óselt upplag eyðilagt. Sýningarnefnd hefur látið gera umslög og kort í tilefni sýningarinnar í takmörkuðu upp- lagi. Með sýningarskrá fylgir svonefnt svart- prent í 2.500 eintaka upplagi. Ennfremur hef- ur sýningarnefnd látið gera „nýprent“ í 8 þús. eintaka upplagi. 18 aðilar eru með sölubása á sýningunni, svo að búast má við fjörugum viðskiptum í hinum fjölbreytilega heimi frímerkja, korta og um- slaga. Bandalag kvenna í Reykjavik sér um kaffisölu og lofar veitingum í gömlum og góðum stíl. Verið velkomin

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.