NT


NT - 03.07.1984, Side 10

NT - 03.07.1984, Side 10
Rit Máls og menningar: Frá útópíu tii reggítónlistar I asked myseff: "Ásta Óiafsdóttrr, if this were a dictionary, how wouid you explain your heart in it?" Síða úr bók Ástu Hugarflugsmyndir Þriðjudagur 3. júlí 1984 10 3. hefti Tímarits Máls og menningar á árinu er nýkomið út, fullt af spennandi efni. Aðal- greinina skrifar Árni Bergmann um útópíur frá Thomasi More til Georgs Orwells: Staðleysur, góðar og illar. Þar segir hann frá þessari grein bókmennt- anna, sögu hennar, þróun og einkennum, möguleikum og takmörkunum. Norski mann- fræðingurinn Anders Johansen fjallar um ekki óskylt efni í greininni Uraumur um betri tíma, um ólíka tímaskynjun fólks. Og júgóslavneski heim- spekingurinn Mihailo Marko- vic á greinina Siðfræði gagnrýn- inna félagsvísinda. Ljóð Elíasar Mar, Ólafs Jóhanns Sigurðsson- ar, Þorgeirs Þorgeirssonar, Martins Götuskeggja og Óskars Árna Óskarssonar leika undir þetta þema. Karíbahafið og eyjar þess eru til umræðu í Afmæliskveðju Ingibjargar Haraldsdóttur til kúbönsku byltingarinnar og grein Árna Óskarssonar um reggítónlist: „Bettah Nevah Come“. Inn á milli umyrkir Sigfús Bjartmarsson Dúfuvængi Edwards Brathwaite - og ekki er laust við að reggítakturinn haldi áfram í Ijóði Berglindar Gunnarsdóttur. Tyrkneski rithöfundurinn Yashar Kemal er rækilega kynn- tur i' heftinu með viðtali og langri smásögu sem Þórhildur Ólafsdóttir þýddi beint úr tyrk- nesku. Yashar Kemal er bónda- sonur af kúrdískum ættum og þykir lýsa kjörum tyrkneskrar alþýðu afburða vel. Aðrar sögur eru eftir Úlf Hjörvar og Jurgen Borchert og Ijóð eftir Dag. Umsögn er um bók Guðrúnar Helgadóttur, Sitji Guðs englar. ■ Út er komin á ensku bók sem ber titilinn: I asked myself: „Ásta Ólafsdóttir, if this were a dictionary, how would you ex- plain your heart in it?“ Innihald hennar eru hugar- flugsmyndir,.vangaveltur og at- burðarásir í óbundnu máli ásamt myndskreytingum eftir höfund bókarinnar, Ástu Ólafs- dóttur, sem einnig er útgefandi. Bókin er 68 síður, prentuð í Hollandi í 400 eintökum og er önnur bók höfundar, sú fyrri er á íslensku, útgefin 1980. Bókin er til sölu í helstu bókabúðum í Reykjavík. Gönguleiðir á Hornströndum ■ Hornstrandir hafa löngum vakið forvitni manna og í Hornstrendingabók Þórleifs Bjarnasonar er sagt frá fólkinu sem byggði þær. Á hverju sumri leggja hundruð manna leið sína til Hornstranda og vilja gjarnan hafa meðferðis þann mikla fróð- leik sem í Hornstrendingabók er að finna en hún er svo viðamikið verk að erfitt er að taka hana með sér í langar og erfiðar gönguferðir. Til þess að leysa úr þessum vanda hefur útgefandi Hornstrendingabók- ar, Bókaútgáfan Örn og Ör- lygur hf., gefið út bók sem nefnist Gönguleiðir á Horn- ströndum og Jökulfjörðum. Höfundur bókarinnar er Snorri Grímsson en hann á ættir að rekja til Hornstranda og er einn af kunnugustu mönnum þar um slóðir. í bókinni segir frá helstu almennu gönguleiðum um Hornstrandir og Jökulfjörðu, tíndir eru saman fróðleiksmolar úr ýmsum áttum og þetta tengt frásögnum Þórleifs í Horn- strendingabók. Það er gert með því að birta viðkomandi blað- síðunúmer á Hornstrendinga- bók á spássíum hinnar nýju bókar. Þess ber sérstaklega að geta að í hinni nýju bók eru jarð- fræðiskýringar eftir Leif A. Magnússon jarðfræðing og er að þeim mikill fengur. I bókinni er einnig fjöldi ljósmynda sem gera efni hennar skiljanlegra og aðgengilegra. Bókin Gönguleiðir á Horn- ströndum og Jökulfjörðum er 92 blaðsíður í þægilegu vasa- broti. Hún er sett og prentuð hjá prentstofu G. Benedikts- sonar en bundin hjá Arnarfelli hf. Sigurþór Jakobsson hannaði kápu. AL/STURSTRÆTl 7 WÐSKIFTÁ í hjarta borgarinnar, Austurstræti 7, eru aðalstöðvar erlendra viðskipta Búnaðarbankans. Þar, og í útibúum um allt land, veitir bankinn alla gjaldeyrisþjónustu við ferðamenn, útflytjendur og innflytjendur. VISA greiðslukort. rfBljNADARB/VNKI \Q/ ISI.ANDS ■ Bókarkápa Enskt sam* félag á 16. öld Joyce Youings: Sixteenth - Century England. The Pelican Sociai History of Britain. Penguin (Pelican) Books 1984. 444 bls. ■ Það hefur löngum verið næsta viðtekin skoðun, að valdatími Tudor- ættarinnar á Englandi, og þá einkum valdaskeið Elísabetar drottningar I. hafi verið mikið framsóknarskeið. Þá hafi enska þjóðin beitt kröftum sínum til sóknar fram á við, Bretar hafi hafið útþenslustefnu, sem síðar varð undir- staða stórveldis þeirra, menningin hafi blómstrað og fólk hafi notið til fullnustu þess frelsis, sem siðskiptin og endurreisnin færðu. En var þetta svona? Joyce Youings er prófessor í sam- félagssögu við háskólann í Exeter. Hún hefur rannsakað ýtarlega sögu ensks samfélags á 16. öld og í þessari bók fjallar hún ýtarlega um kjör og lífshætti Englendinga á þessum tíma. Hún gerir grein fyrir störfum fólksins, stéttum, fjallar um bændurog borgar- búa, ævikjör.viðfangsefni, hugsunar- hátt og margt fleira. Niðurstaða hennar er allt önnur, en hin gamla og viðtekna skoðun, sem áður var getið. Hún kemst að þeirri niðurstöðu, að á 16. öld hafi enskt alþýðufólk verið jafnfátækt og fáfrótt sem næstu aldir á undan, lífskjörin hafi verið bág, verslunin óhagstæð, atvinnuleysi mikið og ör- yggi í lágmarki. Fáir hefðu því fallist á að um einhverskonar gullöld væri að ræða. Hinu var þó ekki að neita, að fámennur hópur hirðmanna, aðals- manna og efnaðra kaupmanna hafði það betra en nokkru sinni fyrr og það var einmitt sá hópur, sem skóp þá sögulegu skoðun, sem menn hafa lengi haft á þessu tímabili. Þetta er fróðleg bók og hún sýnir svart á hvítu hve mjög rannsóknir á félagssögu, sem nú eru mikið stund- aðar um allan heim, geta átt eftir að gjörbreyta viðteknum skoðunum manna á sögu fyrri alda. Jón Þ. Þór

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.