NT - 03.07.1984, Page 23

NT - 03.07.1984, Page 23
 LO í? Þriðjudagur 3. júlí 1984 23 Ll L Útlönd Demantar eyðast aldrei: Sovétríkin stórauka útflutning á demöntum - Bandaríkin auka innflutning Antverpen-Reuter ■ Sovétríkin hafa stóraukið útflutning sinn á slípuðum dem- öntum á þessu ári til að hressa upp á gjaldeyrisforða sinn. Framboð á sovéskum dem- öntum hefur aukist um helming á markaði í Antverpen á fyrstu fintm mánuðum þessa árs miðað við sama tíma á síðasta ári. Þetta kom fram í skýrslu sem lögð var fram á alþjóðiegri demantaráðstefnu sem hófst í Antverpen í gær. Sovétríkin ákváðu á síðasta ári að leggja áherslu á útflutning á olíu og olíuvörum en þegar markaðsverð lækkaði snéru þeir sér að demöntum. Þrátt fyrir aukinn útflutning Sovétmanna er verð á dem- öntum nú ívið hærra en í árslok 1982, að sögn talsmanns De Beers, stærsta demantafyrirtæk- is heirns. Rússar eru nefnilega klókir kaupsýslumenn og hvort sem um er að ræða demanta, gull eða annað passa þeir upp á að markaðurinn haldist stöð- ugur, sagði þessi talsmaður. Hann sagði einnig að Rússar flyttu út um 20% allra óunna demanta í heiminum en mark- aðshlutdeild þeirra í slípuðum demöntum væri lítil. í skýrslunni sem lögð var fram á ráðstefnunni í gær kom fram að neytendur leggðu nú meiri áherslu á demanta í háum ■gæðaflokki. Þetta ýtir undir framleiðslu í Belgíu, ísrael og Sovétríkjunum en Indland hef- ur dregist afturúr. Þá segir einnig að innflutning- ur landa á slípuðum demöntum sé í beinu hlutfalli við efnahags- ástandið í landinu. Innflutning- ur Bandaríkjanna og Japans jókst um helnting á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs miðað við 1983, meðan Evrópulönd drógu yfirleitt úr sínum kaupum, nema Sviss sem stórjók sinn innflutning. í skýrslunni segir að efna- hagsbati í Bandaríkjunum hafi valdið því að fólk hafi meira á milli handanna. Undanfarið ■ SænskafyrirtækiðTeleverk- et er að hefja framleiðslu á nýjum símaklefum sem þó eru í gömlum stíl. Er hér í rauninni um að ræða að smíða fornminj- ar. Símaklefarþessirvoru teikn- hefur þeim peningum verið var- ið til kaupa á bílurn eða heimil- istölvum en nú er búist við að konurnar fái að taka þátt í velgengninni og sala á dem- öntum aukist. í Frakklandi dróst sala á demöntum hinsvegar santan um 18% á síðasta ári, vegna ýmissa efnahagstakmarkana. Þóerlcitt að því getum í skýrslunni að aðir um aldamótin síðustu fyrir Televerket og framleiðslan hófst skömmu síðar. Var fyrsti símaklefinn með pagóðuþakinu settur upp í Trjágarði kóngsins í Stokkhólmi árið 1901. stjórnmálaástandið í landinu hafi haft áhrif á tískuna. Fólk kinoki sér við að bera dýra og vandaða gimsteina. í skýrslunni segir að Antverp- en sé stærsta demantsiðnaðar- miðstöð heimsins, og veltan á fyrstu þrem mánuðum þessa árs hafi veríð 1,4 biljónir banda- ríkjadala, sem er 25% aukning frá sama tímabili í fyrra. Mikið var smíðað af þessum klefum og voru þeir algengir í borgum og bæjum en eru nú sjaldséðir. Þeir hjá Televerket segja að þörf sé á-að endurnýja gömlu götumyndina í öllu nú- tímafarganinu og fátt sé betur til þess fallið en símaklefarnir. Þeir verða nær alveg eins og klefarnir sem smíðaðir voru um aldamótin, nema síminn verður nýtískulegur og öskubakkar og snagar fyrir regnhlífar verða ckki í nýju fornminjunum. ■ Þetta gerfitungl mun líklega flnkkast undir geimrusl eftir nokkur ár. Menguní geimnum ■ Þúsundir útbrunninna eld- flaugamótora og gerfitungla sem lokið hafa hlutverki sínu sveima á braut umhverfis jörðu og trufla geimskot og ný gervi- tungl á braut. Þessu dóti fjölgar óðtluga, sérstaklega eftir að far- ið var að senda mikinn fjölda gervitungla út fyrir aðdráttarafl jarðar til fjarskipta. Þetta „rusl" allt saman veldur truflunum á rafeindatækjum og sendingum milli jarðar og gervi- tungla. Eftir því seni fjarskipta- hnettirnir verða stærri og öflugri trufla sendingar til þeirra og frá önnur fjarskipti og sjá menn ekki frant á annað en að þessi vandræði eigi eftir að aukast til mikilla niuna í framtíðinni. ■ Aftur er farið að smíða sams konar símaklefa og framleiddir voru í Svíþjóð um aldamótin og þeir seldir út um borg og bý. Svona klefi stóð lengi á Lækjartorgi en varð undan að láta eftir að þjóðin komst á það menningarstig, að hlífa helst engu hvorki dauðu né lifandi í sjó eða á landi. Gamlir símaklefar verda reistir aftur Radaug lýsi ngar tilkynningar Útivistarferðir Símar: 14606 og 23732 Miðvikudagur 4. júlí kl. 20 Strompahellar. Hellaskoðun. Fjölbreyttar hellamyndanir. Hafið Ijós með. Verð 250 kr. Fríttf. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ bensínsölu. Sumardvöl í Þórsmörk. Fimmtud. 5. júlí kl. 8.00. Lengið helgarfríið eða dveljið heila viku í Básum. Góð gistiaðstaða. Einnig dagsferðir alla sunnudaga. Uppl. á skrifst. Lækjarg. 6a. Sjáumst. Útivist Útivistarferðir Símar: 14606 og 23732 Helgarferðir 6.-8. júlí 1. Þórsmörk. Góð gistiaðstaða í'Útivistarskálan- um Básum. Gönguferðir við allra hæfi. Kvöld- vaka. 2. Purkey - Breiðafjarðareyjar. Náttúruparadís á Breiðafirði. Fuglaskoðun. Náttúruskoðun. Sigl- ing m.a. í Klakkseyjar. Tilvalin fjölskylduferð. 3. Öræfi - Skaftafell Gönguferðir í þjóðgarðin- um. Snjóbílaferðir í Mávabyggðir. 4. Öræfajökull Tjaldað í Skaftafelli. 5. Landmannahellir - Rauðfossafjöll. Tjaldferð. Fjölbreytt svæði á Landmannaafrétti. Upplýsingar og farmiðar á skrifst. Lækjargötu 6a, símar: 14606 og 23732. Sjáumst. Ferðafélagið Útivist Oskum eftir þriggja til fjögurra herbergja íbúð sem fyrst. Erum á götunni. Upþlýsingar í síma 91-31752 eftir klukkan 19. Vísindastyrkir Atlantshafsbanda- lagsins 1984 Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkum til að styrkja unga vísindamenn til rannsóknastarfa eða framhaldsnáms erlendis. Fjárhæð sú er á þessu ári hefur komið í hlut íslendinga í framangreindu skyni nemur um 560.000 kr. og mun henni verða varið til að styrkja menn, er lokið hafa kandídatsprófi í einhverri grein raunvísinda, til framhaldsnáms eða rann- sókna við erlendar vísindastofnanir, einkum í aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins. Umsóknum um styrki af fé þessu - „Nato Science Fellowships" - skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 1. ágúst n.k. Fylgja skulu staðfest afrit prófskírteina svo og upplýsingar um starfsferil. Þá skal tekið fram hvers konar framhaldsnám eða rannsóknir umsækjandi ætli að stunda, við hvaða stofnanir hann hyggst dvelja, svo og skal greina ráðgerðan dvalartíma. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneyt- inu. Menntamálaráðuneytið 28. júní1984 atvinna - atvinna LAUSAR stöður hja REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurhöfn óskar að ráða SkrÍfstöfUStjÓra. Krafist er stjórnunarmenntunar, helst á háskóla- stigi og starísreynslu. Upplýsingar gefur Hafnar- stjóri í síma 91-28211. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar Pósthús- stræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðu- blöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 9. júlí 1984. Ritari Óskum eftir að ráða ritaratil aö annast bréfaskrift- ir, móttöku auglýsinga og ýmislegt sem til fellur í sölu- og markaðsdeild okkar. Við leitum að samviskusömum og dugmiklum vélritara, sem hefur ánægju af fjölbreyttum verkefnum. Um- sóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist til NT % Haukur Haraldsson Síðumúla 15 105 Reykjavík. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnað- armál.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.