NT - 03.07.1984, Blaðsíða 24
tll'
Þriðjudagur 3. júlí 1984 24
írakar
réðust
á flutn-
ingaskip
London-Keuter
■ Gríska flutningaskipið
Alexandra Dyo var eitt
þeirra skipa sem írakar
réðust á í fyrradag á Persa-
flóa. í frétt frá Lloyd’s
tryggingafélaginu í
London sagði að ráðist
hefði verið á skipið þar
sem það var á leið til
hafnarborgarinnar Band-
ar Khomeini í íran og
manntjón hefði orðið í
árásinni.
Áður hafði utanríkis-
ráðuneyti Suður-Kóreu
tilkynnt að flutningaskipið
Wonjin frá Suður-Kóreu
hefði orðið fyrir íröksku
flugskeyti og fjórir af 23
manna áhöfn hefðu særst.
Ránið á Bólivíuforseta:
Hluti valda-
ránsáætlunar
- fíkniefnalögreglan var uggandi um sinn hag
La Paz Reuter
■ „Ránið á Zuazo forseta var
hluti af valdaránsáætlun sem
skipulögð af hermönnum, lög-
reglu, hægri sinnuðum stjórn-
málamönnum og eiturlyfja-
smyglurum” sagði Gustavo San-
hez fulltrúi í innanríkisráðu-
neyti Bólivíu í gær.
Tilkynnt var í Bólivíu að um
40 manns, þar af 3 fyrrverandi
ráðherrar, hefðu verið hand-
teknir vegna ránsins á forseta
Bolivíu um helgina. Par á meðal
var aðstoðarmaður varaforset-
ans, Luis Ardaya major en hann
skipulagði valdaránið.
Þetta var fyrsta tilraun til
stjórnarbyltingar í Bólivíu síðan
Zuazo var kjörinn forseti árið
1982 eftir tveggja áratuga her-
foringjastjórn í landinu.
Heimildir innan stjórnarinnar
sögðu að foringjar í sveitum
þeim sem berjast gegn kókain-
framleiðslu í Bólivíu hefði verið
viðriðnir samsærið. Flokkurinn
sem rændi forsetanum var úr
„Hlébörðunum", sérsveit sem
stofnuð var fyrir hálfu ári til að
berjast gegn fíkniefnafram-
leiðslunni. Stjórn Bólivíu hafði
á prjónunum áætlanir um
hreinsanir innan fíkniefnalög-
reglu landsins en spilling er talin
vera landlæg innan hennar.
Bólivía er stærsti framleið-
andi á kókainblöðum í heiminum
og þaðan kemur hráefni nær
helmings alls kókains sem dreift
er um heiminn.
Fór niður Niagarafossa í tunnu
■ Karel Soucet, 23ja ára gam-
all Kanadamaður fór niður
Niagarafossana í tunnu, en það
hefur ekki verið leikið síðan
1961.
Lögregla sagði að Soucet
hefði skriðið á land eftir ævin-
týrið og verið fluttur í skyndi á
sjúkrahús með skurði, marbletti
og brotinn handlegg.
Öldungadeild Bandaríkjaþings:
Búlgaría er þjóð
hryðjuverkamanna
Washington-Reuter
■ Öldungadeild Banda-
ríkjaþings hefur samþykkt
að lýsa því yfir að Búlgarar
séu hryðjuverkamenn,
vegna meintrar þátttöku
Búlgara í banatilræðinu
sem Jóhannesi Páli páfa II
var sýnt fyrir þrem árum.
1 yfirlýsingunni segir að
innanríkis- og viðskipta-
ráðuneytin muni ekki verja
neinum fjármunum til að
greiða fyrir viðskiptum við
Búlgaríu. Frumvarpið
verður nú lagt fyrir full-
trúadeild þingsins.
Pað var þingmaður
repúblikana, Jesse Helms
sem lagði fram frumvarpið
en hann er einn íhaldsam-
asti þingmaður deildarinn-
Flokkur frjálslyndra í Vestur
Þýzkalandi á fallanda fæti
Hann getur þurrkazt út í næstu þingkosningum
■ MARGT bendir orðið til
þess, að Frjálslyndi flokkurinn
í Vestur-Þýskalandi þurrkist
út í næstu þingkosningum til
sambandsþingsins í Bonn á
þann hátt, að hann fái engan
þingmann kosinn. Flokkurinn
hefur orðið fyrir hverju áfall-
inu á fætur öðru síðustu miss-
erin.
1 kosningunum til þings
Efnahagsbandalagsins, sem
fóru fram í síðasta mánuði,
náði flokkurinn ekki þeim
fimm prósentum heildarat-
kvæðamagnsins, sem þarf til
þess að fá þingmann kosinn. í
nokkrum fylkiskosningum að
undanförnu hefur hann ekki
náð 5% markinu.
Takmarkaðar líkur virðast
þannig á því, að tlokkurinn
geti haldið velli í kosningun-
um, sem eiga að fara fram til
Bonnþingsins í síðasta lagi í
ársbyrjun 1987, nema mikil
breyting verði á forustu hans
og vinnubrögðum.
MARGT er það, sem veldur
því, að Frjálslyndi flokkurinn
er þannig á undanhaldi, en
sennilega hefur það þó mest að
segja, að Hans Dietrich Gensc-
her hefur ekki reynzt flokkn-
um farsæll og traustur for-
ingi, en þýzkir kjósendur láta
nú sem fyrr ekki síður stjórnast
af mati á foringjum en málefn-
um.
Genscher hefur gegpt flokks-
forustunni um tíu ára skeið og
verið jafnlengi utanríkisráð-
herra. Lítið hefur kveðið að
honum sem utanríkisráðherra,
enda stefnumótun í þeim mál-
um verið mest í höndum forustu-
manna samstarfsflokka hans í.
ríkisstjórninni, fyrst hjá leið-
togum sósíaldemókrata og nú
hjá leiðtogum kristilegu flokk-
anna. Genscher hefur því leik-
Genscher og Bangemann
Genscher og Lambsdorff
ið eins konar peð í utanríkis-
málum.
Mikil andstaða reis gegn
Genscher í flokknum, þegar
hann hafði frumkvæði um að
rjúfa samstarfið við sósíal-
demókrata. Pað kann þó að
hafa verið óhjákvæmilegt eins
og á stóð. Flokkurinn komst
líka klakklaust yfir þingkosn-
ingarnar 1983.
Andstaðan gegn Genscher
hélzt þó áfram og hefur magn-
azt svo að undanförnu, að fyrir
kosningarnar til Evrópuþings-
ins taldi hann ráðlegast að lýsa
yfir því, að hann myndi afsala
sér flokksforustunni á þingi
flokksins 1986, en gaf jafn-
framt til kynna, að hann myndi
vera utanríkisráðherra áfram.
Eftir ósigur flokksins í kosn-
ingunum, hefur Genscher látið
í það skína, að hann muni
hætta flokksformennskunni ári
fyrr en ætlað var eða á þingi
flokksins 1985, en hann vill enn
vera utanríkisráðherra áfram.
Eftir kosningarnar til Evrópu-
þingsins varð flokkurinn svo
fyrir nýju og miklu áfalli. Sá
ráðherra flokksins, sem hefur
ekki aðeins verið talinn hæfasti
foringi flokksins heldur einn
hæfasti maðurinn í stjórn
Kohls, Otto Lambsdorff efna-
hagsmálaráðherra, tók skyndi-
lega þá ákvörðun að segja af
sér.
Á síðastliðnum vetri ákvað
ákæruvaldið í Vestur-Þýska-
landi að ákæra Lambsdorff og
nokkra menn aðra fyrir að
hafa tekið við miklum fram-
lögum til Frjálslynda flokksins
frá þýzku auðfyrirtæki, sem
um svipað leyti hafði fengið
mikla skattaundanþágu, en
Lambsdorff hafði verið einn
þeirra ráðherra, sem fjölluðu
um málið. Það er algengt að
þýzku flokkarnir taki við slík-
um framlögum, og skattaundan-
þágan, sem fyrirtækið fékk, er
talin fullkomlega lögleg.
Ákæruvaldið taldi málið of
gruggugt og vildi ekki taka það
á sig að láta það falla niður..
Lambsdorff var því ákærður.
Lambsdorff sagði þó ekki af
sér, heldur sat áfram í trausti
þess að dómararnir, sem áttu
að fjalla um, hvort ákæran yrði
tekin til greina, myndu vísa
ar. Hann sagði að gögn
sem ítalski saksóknarinn
hefur lagt fram bendi ein-
dregið til þess að Búlgar-
íustjórn hafi átt þátt í að
skipuleggja tilræðið við
páfa.
Opinbera fréttastofan í
Búlgaríu hefur gagnrýnt
harðlega þetta frumvarp.
Og flokksblað kommún-
istaflokks Búlgaríu sagði
að atkvæðagreiðslan væri
hluti af fjandsamlegri
stefnu Reaganstjórnarinn-
ar gagnvart sósíalískum
ríkjum.
Bandaríkin fluttu út
vörur til Búlgaríu fyrir 66
milljónir dollara á síðasta
ári en innflutningur frá
Búlgaríu var verðlagður á
25 milljónir dollara.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
henni frá. Lögfræðingi Lambs-
dorffs mun nýlega hafa borizt
vitneskja um, að dómararnir
myndu ekki treysta sér til að
vísa ákærunni frá og málið
gengi því til dómstólanna.
Lambsdorff ákvað þá að scgja
af sér.
EFTIRMAÐUR Lambs-
dorffs sem efnahagsmálaráð-
herra var skipaður samstundis.
Fyrir valinu varð Martin Bange-
mann, 49 ára gamall lög-
fræðingur, sem ekki hefur sér-
staka reynslu á sviði efnahags-
mála. Hann hafði átt sæti á
þingi Efnahagsbandalags Evr-
ópu, en féll í kosningunum á
dögunum. Hann hafði áður
gegnt ýmsum trúnaðarstörfum
hjá Frjálslynda flokknum,
m.a. verið framkvæmdastjóri
flokksins 1974-1975, en hætt
vegna ágreinings við
Genscher. Bangemann var þá
í hópi þeirra, sem vildu rjúfa
samstarfið við sósíaldemó-
krata.
Ýmsir fréttaskýrendur spá
því, að Bangemann verði val-
inn eftirmaður Genschers sem
formaður Frjálslynda
flokksins. Hann verður þá að
halda betur á spöðunum en f
kosningunum til Evrópuþings-
ins, ef flokkurinn á að halda
velli í næstu kosningum til
Bonnþingsins.
Sumir fréttaskýrendur telja,
að eftirmaður Lambsdorffs
hafi verið ráðinn eins skyndi-
lega og raun varð á vegna þess,
að Kohl hafi ekki viljað láta
Franz Josef Strauss fá tækifæri
til að blanda sér í valið. Strauss
hafði raunar öðrum hnöppum
að hneppa, því að kona hans
lézt í bílslysi um líkt leyti.
Hann þykir hins vegar líklegur
til að láta í sér heyra, þegar
Genscher lætur af flokksfor-
ustunni. Strauss er talinn hafa
auga á embætti utanríkisráð-
herra.