NT - 04.07.1984, Blaðsíða 1

NT - 04.07.1984, Blaðsíða 1
Miðuikudagur 4. júlí 1984 -163. tbl. 68. árg. „HRIKALEGAR STAÐREYNDIR Viðbrögð við NT-umfjöllun um fíkniefnamál ■ Umfjöllun NT um ávana- og fíkniefnamál nú síðustu daga hefur hrundið af stað umfjöllun og viðbrögðum úti í þjóðfélaginu. Aðrir fjölmiðlar hafa brugðið við og gert mál þessi að umtalsefni, og ekki verður betur séð en að ráða- menn þjóðarinnar beri ugg í brjósti vegna þeirra uggvæn- legu tíðinda sem nýlega hafa komið fram í dagsljósið. Svo virðist sem ljós sé að renna upp fyrir þeim er hafa í andvara- leysi gefið málum þessum lítinn gaum, og er það vel. í dag ræðir NT við nokkra af talsmönnum þingflokkanna í kjölfar NT-úttektarinnar sem birtist í blaðinu i gær, þeirra á meðal forsætisráðherra, og Jó- hönnu Sigurðardóttur sem flutti og fékk samþykkta þings- ályktunartillögu á Alþingi í desember um aðgerðir til að stemma stigu við fíkniefna- notkun og dreifingu. Það var samdóma álit viðmælenda að umfjöllun NT hefði vakið menn til umhugsunar og að skjótt þurfi að bregðast við, ef það er ekki þegar orðið um seinan. Sjá nánar bls. 4.-5. Katla hvílist - um sinn! ■ „Þetta er vafalaust búið í bili en við fylgjumst áfram með þessu,“ sagði Sigurjón Rist vatnamæl- ingamaður er NT innti hann frekari frétta af vatnavöxtum í Emstru. Kvað Sigurjón það helst til mikið sagt að kalla þetta gos en hitt væri ljóst að þarna hefði verið varmi undir sem brætt hefði jökulinn og valdið vatna- vöxtunum. Hins vegar hefði þetta verið svo lítið magn að óvíst væri hvort hægt væri að finna staðinn inni á jökli þar sem um- brotin hefðu átt sér upptök. Blöndubændur deila um tilboð Landsvirkjunar: Býður milljónir haldi bændur hrossum heima ■ Víkingar í Vestmanna- eyjum. Ekki þó í þræialeit eins og þegar Ingó kom þar um árið. Hér voru á ferð norski kappinn Ragnar Thorseth og áhöfn á Saga- siglar. Þeir félagar hyggjast halda hringinn í kringum hnöttinn á skipi sem er eftir- líking víkingaknarranna fornu. í Vestmannaeyjum gerðu þeir frændur stuttan stans og eru væntanlegir til Reykjavíkur í dag. Á mynd- inni sjáum við þrjá af áhafn- armeðlimum, Ragnar er lengst til hægri. M raynd: Ingn ■ Á Landsvirkjun að fara að stjórna búskaparháttum húnvetnskra bænda? Á að láta arðlítið hrossastóð naga upp nýrækt þá sem verið er að rækta upp á örfoka Auðkúluheiði á kostnað Landsvirkjunar? Verða Torfalækjar- og Blönduósshreppar, sem samþykkt hafa að reka ekki hross á heiðina, af sínum hluta þeirrar 2,1 milljónar króna sem Landsvirkjun hefur boðið þeim ásamt Svínavatnshreppi gegn því að hross verði ekki rekin á Auðkúluheiði næstu 5 árin a.m.k.? Hvort er meira að marka skýrsluna sem Blöndungum var sýnd þegar samið var við þá um virkjunina, sem segir 20.000 ærgilda beit á Auðkúluheiði, eða nýja skýrslu sem segir þar aðeins 10.500 ærgilda beit, en það nægir aðeins 2A af þeim bústofni sem rekinn var á heiðina síðasta sumar? Um þessar spurningar og fleiri greinir menn nú mjög á innan Svínavatnshrepps annars vegar og á milli hreppanna hins vegar. Torfalækjarhreppur, sem á um helming afréttarinnar, og Blönduóshreppur hafa fallist á samkomulag við Landsvirkjun um að þaðan verði ekki rekin hross á afrétt gegn fyrrnefndri ■ Hafísinn, hinn „forni tjandi“ þessa lands, er nú skammt undan landi og í fyrra- dag rak nokkra staka hafísjaka upp að landi í Fljótavík. Þór Jakobsson hjá Veðurstof- unni, sagði í símtali við NT í gær að talsvert vantaði á að nægilega vel væri fylgst með ísnum. Það væri allt of fátítt að skipstjórar skýrðu frá hafís að eigin frumkvæði og sömuleiðis skorti jafnan fé til að fylgjast með'hreyfingum íssins úr lofti. Þetta skipti ekki bara máli fyrir líðandi stund, sagði Þór, heldur væri mikilvægt að geta gert sér gleggri grein fyrir hreyfingum íssins og ástæðunum fyrir þeim, greiðslu frá Landsvirkjun. Hreppsnefndarmenn í Svína- vatnshreppi eru nokkuð sömu skoðunar, enda bændur flestir sagðir þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að takmarka beit á afréttinni. Hreppsnefndin boðaði hins vegar til sveitar- fundar um helgina, þar sem andstæðingar hrossabannsins til þess að geta í framtíðinni sagt betur fyrir um hreyfingar íssins. Þór kvað óvenjulegt að ísinn bæri svo nálægt landi á þessum árstíma, þótt ekki væri það einsdæmi. Síðast hefði þetta gerst 1975. Ástæðuna fyrir hraðsiglingu íssinsi upp að landinu núna, sagði Þór vera langvarandi norðvestanátt á þessum slóðum sem rekja mætti til hæðar- hryggsins á Norðaustur-At- lantshafinu, þess hins sama og valdið hefur veðurblíðunni að undanförnu. Það mætti því eig- inlega segja að þetta væri hin hliðin á góða veðrinu. Nú væri hæðarhryggurinn á undanhaldi en lægðir á leiðinni og mætti því búast við að vindáttin snúist seinnipartinn í dag og muni þá ísinn taka að reka frá landinu aftur. eru sagðir hafa fjölmennt með heilu fjölskyldurnar, og felldu þeir tillögu hreppsnefndar- ■manna. Auk þess að margir telja afréttina ofbeitta er af flestum talið fráleitt að hleypa miklu hrossastóði þar beint á nýrækt- ina. „Hvorki Landgræðslan, Landsvirkjun né bændur geta unað við það að þetta verði nagað upp af hrossum“, sagði Sveinn Runólfsson, land- græðslustjóri sem setið hefur á mörgum,löngum og ströngum samningafundum með bændum nyrðra. Hann kveðst ekki trúa öðru en að samningar náist. Landgræðslan hefur þó sam- kvæmt lögum heimild til að stöðva eða takmarka upprekst- ur ef í hart fer. Nokkrir bændur í Húnaþingi hafa samkvæmt heimildum NT hótað að reka sín hross á heiðina hverju sem tautar og raular. „Það er ekki hægt að blanda virkjuninni í þetta mál - það var aldrei samið við hana um ákveð- ið beitarmunstur á afréttinni. Telji Landsvirkjun . nýræktar- svæðin viðkvæm fyrir einhverri ákveðinni tegund bufjár þá verða þeir bara að girða þetta af á meðan. Tillaga um að hross verði ekki rekin á afréttina var felld á sveitarfundi hér og menn haldá því áfram að lifa eins og þeir hafa lifað hér“, sagði Þor- steinn bóndi á Syðri-Löngu- mýri, sem einnig taldi eitthvað meira en lítið bogið við svo mjög ósamhljóða skýrslur á tveggja ára tímabili. I Torfalækjarhreppi bíða menn átekta, en búast við að upp úr sjóði fari Svínvetningar að reka hross á afrétt. Landsins forni fjandi skammt undan: Skipstjórar trassa að skýra frá hafís Fasteignamarkaður NT - Sjá bls: 11-16

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.