NT - 04.07.1984, Blaðsíða 6

NT - 04.07.1984, Blaðsíða 6
r Miðvikudagur 4. júlí 1984 6 Sædýrasafnið: Glimrandi aðsókn í góða veðrinu ■ En selirnir létu sér nægja sfld. ■ NT brá sér í Sædýrasafnið hér á góðviðrisdögunum um síðustu mánaðamót. Par gaf á að líta fjölbreytt dýra- og mannlíf enda veðurguðirnir í essinu sínu. Selir, sæljón og háhyrningar skvettu til sporð- um og stungu sér fyrir áhorf- endur, kengúrur stukku um víðan völl og litlir yrðlingar undu glaðir við leik og galsa. Ekki virtist þó Ijónum og ís- björnum líða jafn vel í hitanum enda þröngt og heitt í þeirra vistarverum á slíkum dögum. „Það hefur verið alveg gli'mrandi aðsókn hérna hjá okkur nú að undanförnu, enda hefur veðrið verið alveg frábært", sagði starfsmaður Sædýrasafnsins er NT tók hann tali. „f vor komu hingað fimm- tíu skólahópar á einum mánuði frá þrjátíu skólum, svo við þurfum ekkert að kvarta und- an aðsókninni. Að vísu voru helgarnar leiðinlegar í maí, en um leið og veðrið batnar, þá rýkur aðsóknin upp,” sagði hann. ■ Háhyrningar skvettu sporðum.... Þetta myndarlega karlljón nyti sín óneitanlega betur í öðru umhverfi. NT-myndir: Róbert Ungmennabúðir á vegum UMSB Grein Björns Pálssonar ■ Ungmennasamband Borg- arfjarðar gekkst nýlega fyrir ungmennabúðum fyrir börn á aldrinum 8-14 ára, á Varma- landi í Borgarfirði. Um 40 börn sóttu búðirnar, sem tókust með ágætum. Þar var farið í undir- stöðuatriði flestra greina íþrótta, sund, knattspyrnu, handknattleik, körfuknattleik og fimleika. Le’ðbeinendur voru Kolbrún Jónsdúttir. Gunn- ar Svanlaugsson og Agnes Guð- mundsdóttir. ■ Nokkrar prentvillur urðu í fyrsta kafla greinar Björns Páls- sonar, sem birtist hér í blaðinu í gær. Hann verður því birtur hér orðréttur, eins og hann átti að vera: Fjárbændur framleiða ull og gærur. Þær vörur hafa tæpast verið ofborgaðar undanfarin ár. Árið 1982 fengu flestir bændur rúmar seytján krónur fyrir hvert kg af gærum. Þá var slátur og heildsölukostnaður áætlaður kr. 18.00 áhvert kg. af kjöti. Fram- leiðsluráð ákvað þá að sleppa því að leggja þann kostnað á gærur. Því ef það hefði verið gert fengu bændur ekkert fyrir gærurnar. Það kunnu þeir vitan- lega ekki við og létu því kjötið bera kostnaðinn. Árið 1983, er gert ráð fyrir að bændur fái kr. 38.73 fyrir hvert kg. af fyrsta flokks gærum af dilkum. Meðal- tal sennilega nálægt kr. 35.00. Þá var kostnaður á kg. af kjöti ca. 30. pr. kg. Ef hliðstæður kostnaður hefði verið tekinn af gærum sem tæplega er sann- gjarnt hefði hlutur bónda orðið 5-8 kr. pr. kg. Eigi er auðvelt að fullyrða hvað hægt er að selja góðar íslenskardilkagærur. Inn- lendar verksmiðjur hafa keypt megnið af þeim. Úrkastið hefur verið flutt út. Þó eitthvað hafi flotið með af sæmilegum gærum. Það gefur auga leið að minni áherzla og lakari aðstaða er til að reka áróður fyrir sér- gæðum íslenskra gæra, þegar búið er að taka það besta úr þeim. Presta- skortur? - enginn sótti um 4 prestaköll - kosningar á Dalvík ■ Það stefnir í tvísýna kosn- ingu á Dalvík þar sem þeir sr. Jón Þorsteinsson sóknarprestur á Grundarfirði og sr. Jón Hélgi Þórarinsson fríkirkjuprestur í Hafnarfirði sækja báðir um að fá að þjóna, en Stefán Snævarr hefur sagt kalli sínu lausu vegna aldurs. Þá sækir sr. Bjarni Rögnvaldsson nú sóknarprestur á Djúpavogi um Staðarpresta- kall í Súgandafirði, en þar þjón- aði sr. Kristinn Ágúst Friðfinns- son nú framkvæmdastjóri Skálholts. Það sækir hins vegar enginn um Raufarhöfn, Hrísey, Djúpa- vog og Sauðlauksdal, hinsvegar geta þeir guðfræðikandidatar sem fengu prófskfrteini sín sl. sunnudag nú sótt um setningu til lausra prestsembætta, þar til þau verða auglýst laus til um- sóknar næsta vor. t Útför Þórarins Guðnasonar frá Ási Noröurbrún 1 verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5, júlí kl. 15 Aðstandendur Útför Aðalsteins Péturssonar frá Mel, Hraunhreppi fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 5. júlí kl. 11.15. Hallgrtmur Árnason

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.