NT - 04.07.1984, Blaðsíða 4

NT - 04.07.1984, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 4. júlí 1984 4 ■ Steingrímur Hermannsson: Fáir I Jóhanna Sigurðardóttir: Svör I Ragnar Arnalds: Líklega eru okk- I Guðmundur Einarsson: Menn glæpir, ef nokkur, eru alvarlegri en ráðamanna eru alveg furðuleg og þau ar vamarveggir að bresta. hafa vafalaust ekki gert sér grein fyrir að ánetja unglinga eiturlyfjum. á ekki að líða. þv, hversu alvarlegt ástandið er NT-mynd: Róbert Hrikalegar staðreyndir“ Hvaðsegja þau um NT ræðir við nokkra helstu forsvarsmenn þingflokkanna ■ NT hefur að undanförnu veitt ávana- og fíkniefnamálum drjúga um- fjöllun þar sem dregin hefur verið upp ömurieg og ógnvekjandi mynd af ástandi mála á íslandi nú á dögum. Fíkniefni flæða nú nánast óhindrað yfir íslenskan markað með tilheyrandi undirheima- og glæpastarfsemi sem óhjákvæmilega fylgir í kjölfarið, fyrir daufum sjónum stjórnvalda. í kjölfar þeirrar umfjöllunar hafa menn tekið að ranka við sér, svo nú líta ráðamenn þjóðarinnar skelfdir til þeirra atburða sem hér era að gerast. NT hafði samband við nokkra for- ráðamenn þingflokkanna og innti þá álits á þeim tíðindum sem nú hafa komið fram í dagsljósið. Steingrimur Hermannsson, forsætisráðherra: Alvarleg tíðindi og nánast óþolandi Ég tel þessi tíðindi sem úttektin færir, ákaflega alvarleg og nánast óþolandi. Ég tel að fáir glæpir, ef nokkur, séu verri heldur en þeir að ánetja unglinga eiturlyfjum. Þess- vegna tel ég að það beri að herða mjög löggæslu og jafnframt að herða mjög hegningu fyrir smygl og dreif- ingu á þessum efnum, og það má lítið eða ekkert til þess spara. í öðru lagi tel ég að það þurfi, eins og hefur verið reynt nokkuð, að auka almenna fræðslu um skaðsemi þessara efna og taka það upp í skólum, betur en gert hefur verið. I þriðja lagi, þá er það umhugsunarefni hvers vegna þetta gerist, að eiturlyfin hafa teygt sig hingað til landsins eins og raun ber vitni. Það þyrfti að athuga mjög gaumgæfilega. Maður veit náttúrlega að unglingar ferðast meira á milli landa en verið hefur og ýmsir unglingar lenda á glapstigum erlendis, þar sem þetta er orðið óskaplega útbreitt. En von mín hefur verið sú, að íslenskir unglingar þyrftu ekki á þessu að halda, að þeir væru önnum kafnir við heilbrigðari iðju. Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður: Framkvæmdavaldið kemst ekki upp með að hunsa vilja Alþingis Þessi úttekt ykkar er í senn fróðleg og sorgleg. Sú þróun sem dregin er upp er aldeilis ógnvekjandi og hlýtur að vera ráðamönnum þjóðfélagsins mikið áhyggjuefni og raunar alvarleg aðvörun, því að ábyrgð þeirra er mikil. Þetta er ekkert einkamál eitur- lyfjaneytenda og fjölskyldna þeirra. Þetta er kannski stærsta samfélags- lega vandamálið sem teygt getur anga sina yfir allt þjóðfélagið í formi ofbeldis, þjófnaða, eyðinga á manns- lífum og lífshamingju fólks. Ég batt miklar vonir við þá víðtæku samstöðu sem náðist um þingsályktunartillög- una sem lögð var fram á Alþingi í vetur um þessi mál. Það veldur mér því miklum vonbrigðum að enn skuli vera beðið og ekkert raunhæft gert í þessum málum. Framkvæmdavaldið mun að sjálfsögðu ekki komast upp með það að hunsa vilja Alþingis í þessu máli og það mun verða mitt fyrsta verk í haust að taka þetta mál upp á nýjan leik, verði ekkert raun- hæft gert í sumar. Þessi svör ráða- manna sem komu fram í úttektinni ykkar, að málin séu í skoðun, gögn séu í söfnun og menn séu í sumarfríi eru furðuleg og þetta á ekki að líða. Þetta á að vera forgangsverkefni hjá dómsmálaráðuneytinu. Löggæsla, tollgæsla og fíkniefnadómstóll verða að fá það fjármagn og þann mannafla sem þarf. Það er alveg Ijóst að líf og framtíð þúsunda ungmenna eru undir því komin að gert verði þjóðarátak í því að uppræta þessi eiturefni. Þess vegna held ég að þessi úttekt hafi verið mjög gagnleg. Ragnar Arnalds, alþingismaður: Yfirmenn dómsmála verða að bregðast hart við. Ég minni á mynd sjónvarpsins um fíkniefnafaraldurinn í Dublin sem flutti okkur ískyggileg tíðindi um þá hættu sem kann að vofa yfir okkur Islendingum ef ekki er að gætt. Ein- angrun okkar hefur til þessa varið okkur betur en líklega eru þeir varn- arveggir að bresta. Upplýsingar Helga Kristbjarnarsonar, læknis, um flóðbylgju fíkniefnanna; sprautun í æð, eru sannarlega mjög ískyggileg tíðindi og þess verður auðvitað að vænta af ráðamönnum þjóðarinnar að þeir bregðist skjótt og hart við. Ég skil bara ekki þessi ummæli að á því geti orðið bið, menn séu að fara í sumarfrí. Ég held það hljóti að vera hægt að gera tafarlausar ráðstafanir til þess að efla eftirlit og framkvæma eitthvað af því sem nefndin lagði til í kjölfar þingsályktunartillögunnar. Guðmundur Einarsson, alþing- ismaður: Forkastanleg viðbrögð framkvæmdavaldsins Já, ég hef lesið úttektina ykkar, þetta er afar hryggileg lesning. Menn hafa vafalaust ekki gert sér grein fyrir því að ástandið væri svona alvarlegt eins og þarna kemur fram. Það er vikið að því að fíkniefnaneysla hafi verið mikil á árunum ’66-’70 og dauðsföll í kjölfar hennar, en þá var um ákveðna efnahags og atvinnuörð- ugleika að ræða. Við skulum vona að við séum ekki að ganga inn í annað slíkt tímabil. Það er ljóst að ráða- menn þjóðarinnar verða að gæta þess að atvinnu- og efnahagslífið sé þannig L'CCÍHtsH'S Avara-og HknMni: A MEDAN VSD BIÐUM... “ “ ffknloHftln yfir lantÉiH 13 hafa allir vinningsbilar í FORMULA 1 heimsmeistarakeppni Jcapp- akstursbíia verið á KONI höggdeyfum! Eru tii batri meðmæli? Kappakstur, rallýakstur og akstur almennt við hverskonar erfið skilyrði krefst ýtrasta samspil ökumanns og ökutækis. Góðir höggdeyfar skifta þar verulegu máli oggeta skift sköpum um árangur. Síðastliðm 13 ár hefur KONI sýn t og sannað ótviræða yfirburði á sínu sviði. Þú nýtur góðs af því enda eru KONI höggdeyíaz sem framleiddir eru ibOinn þinn af sama gæða- flokki og tæknilega eins uppbyggðir og KONI höggdeyfar i FORMULA 1 kappakst- urabQum. Hannaðir með öryggi i buga. Ábyrgð — viðgerðarþjónusta. FYRIR HEIMSMEISTARANN OGFYRIRÞIG SMYRILL SiÓumúla29 Simi84450 IKONIKONIKONI Gamla Akraborg seld fyrir 10 milljónir kr.: Léttir að losna við svona gamalt skip - segir Viðar Vésteinsson, framkvæmdastjóri Skallagríms ■ Gamla Akraborgin mun nú ekki lengur sigla undir íslenskum fána því um helgina var gengið frá sölu skipsins til Vestur-Þýskalands. Söluverð skipsins er um 10 milljónir króna og verður það í förum milli Vestur-Þýskalands og Dan- merkur. Það verður skráð í Panama ög mun því sigla undir fána þess lands. „Það er auðvitað gífurlegur léttir að losna við svona gamalt skip,“ sagði Viðar Vésteinsson, framkvæmdastjóri Skalla- gríms hf., sem er útgerðarfélag Akra- borgarinnar. „Skipið er 18 ára og hefur verið á söluskrá allt frá því nýja Akra- borgin var keypt fyrir tveimur árum." Gamla Akraborgin fór í slipp í Reykja- vík í gær en gert er ráð fyrir að skipið verði afhent hinum nýju eigendum hér heima síðar í vikunni. Viðar Vésteinsson sagði að rekstur Akraborgar hefði gengið þokkalega að undanförnu þótt óneitanlega hefði verið dýrt að láta gamla skipið liggja lítt notað við bryggju. Gamla Akraborgin var not- uð jafnhliða hinni nýju sumarið 1982, en hefur síðan aðeins verið notuð þegar sú nýja hefur verið í viðgerð. Viðar sagði að hinar 10 milljónir, sem fengust fyrir gömlu Akraborgina, myndu ekki bætast við rekstrarfé Skallagríms, heldur yrði þeim peningum varið til að greiða niður erlend lán skipafélagsins.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.