NT - 04.07.1984, Blaðsíða 26

NT - 04.07.1984, Blaðsíða 26
Miðvikudagur 4. júlí 1984 26 wtlfWp I Júlíus Júlíusson skorar annad mark Þróttar gegn Víkingi í gaer. NT-mynd Ámi Bjama 30 metra smellur Péturs punkturinn yfir i-ið hjá Þrótti sem vann Víking 3-1 ■ Glæsimark Péturs Arn- þórssonar á lokasekúndum leiks Þróttar og Víkings í 16 liða úrslitum bikarkeppni KSI í knattspyrnu á Laugardalsvelli Fjórir í kvöld ■ Leik Vestmanna- eyinga og Skagamanna í 16 liða úrslitum Bikar- keppni Knattspyrnu- sambands íslands sem átti að vera í gærkvöld í Eyjum var frestað þar til í kvöld. Ástæðan var sú að dómaratríóið var í llugvél 10 mínútum á eftir Skagamönnum, sem komst ekki niður vegna þoku. Skagamenn voru hins vegar lentir, og kom- ust ekki burtu. Þrír aðrir leikir eru í 16 liða úrslitum í kvöld, KR og Keflavík leika á Laug- ardalsvelli klukkan 20, ÍBÍ og Fram á ísafirði klukkan 20 og Víðir Garði og Breiðablik í Garði klukkan 20. í gærkvöld var punkturinn yflr i-ið í góðum sigri Þróttar. Pét- ur fékk boltann á auðum sjó á vallarhelmingi Víkings eftir vel uppbyggða sókn og lét skot ríða af af 30 metra færi og knötturinn hafnaði efst í vinstra horninu, óverjandi fyr- ir Ögmund markvörð Kristins- son. 3-1 Þrótti í hag, og sigur í höfn. Þróttur fékk óskabyrjun í leiknum. Kristján Jónsson tók góða rispu á vinstri kantinum á 7. mín, gaf fyrir, og tveir Þróttarar, Þorsteinn Sigurðs- son og Pétur Arnþórsson voru fríir. Þorsteinn skallaði knött- inn í netið. Víkingar sóttu meira það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, og jöfnuðu á 14. mínútu en markið var dæmt af, stærstu mistök Þórodds Hjaltalín dómara sem átti slak- an dag. Heimir Karlsson skaut hörkuskoti beint úr auka- spyrnu, Guðmundur Erlings- son varði en hélt-ekki boltan- um og Ragnar Gíslason náði frákastinu og skoraði. En Ró- bert Jónsson línuvörður hafði veifað rangstöðu, og Þóroddur dæmdi markið af. Rangstaðan hlýtur að hafa verið þegar Bikarkeppni KSÍ: Völsungur áf ram ■ Völsungur frá Húsavík er kominn í 8 liða úrslit í bikar- keppni Knattspyrnusambands íslands eftir 2-1 sigur á 3. deildarliði Víkings á Ólafsvík í gærkvöld. Völsungar komust í 2-0 í fyrri hálfleik, sem var fremur slakur af beggja hálfu. Völs- ungar fengu þó tvö ágæt færi og skoruðu úr báðum. Jónas Hallgrímsson var á ferðinni í fyrra skiptið, og Sigmundur Hreiðarsson miðvörður í það síðara. Mark Sigmundar var hin mesta glæsismíð, hann stakk sér fram og skallaði bolt- ann af afli í netið eftir horn- spyrnu. Heimamenn, dyggi- lega studdir af fjölmörgum áhorfendum bæði frá Ólafsvík og annars staðar af Snæfells- nesi fengu nokkur færi í fyrri hálfleik, en nýttu þau ekki. Víkingar sóttu síðan látlaust í síðari hálfleik. Tvisvar skall hurð verulega nærri hælum við mark Húsvíkinga, fyrst um miðjan hálfleikinn er hjólhesta- spyrna Guðmundar Krist- jánssonar sleikti ofanverða þverslána, og síðan tíu mínút- um fyrir leikslok að hurðin small á hælana . Pétur Finns- son skoraði fallegt mark með viðstöðulausu skoti eftir fyrir- gjöf Helga Kristjánssonar. En Húsvíkingar héldu út og fara því áfram í keppninni. í bikarkeppninni skotið reið af, en slíkar for- sendur eru fáránlegar, þar sem aukaspyrnan var af löngu færi gat sá maður sem rangstæður var ekki haft áhrif á leikinn. Þróttarar komust í góð færi á 26. mínútu eftir að Unn- steinn Kárason bakvörður Víkings var nærri búinn að skora sjálfsmark éftir fyrirgjöf. Úr hornspyrnunni komu færin, Ögmundur missti af boltanum, Ársæll Kristjánsson skaut en Únnsteinn varði á línu. Aftur horn, og Ögmundur sló frá. Ásgeir Elíasson skaut við- stöðulaust frá vítateig og Unn- steinn varði aftur á línu. Vík- ingar sóttu annars meira í fyrri hálfleik, en einungis þrumu- skot Heimis á 31. mínútu skap- aði hættu. Víkingar jöfnuðu fljótlega eftir hlé. Ámundi gaf fyrir, Heimir og Guðmundur Erl- ingsson markvörður lenlu sam- an um leið og Guðmundur sló frá, Ómar Torfason skaut í varnarvegginn, og Andri Mar- teinsson bætti um betur frá vítateig og boltinn fór í markið, yfir Guðmund þar sem hann lá meiddur eftir árekstur- inn við Heimi. Hann náði sér þó. Eftir þetta áttu Þróttarar leikinn. Þeir jöfnuðu eftir mis- tök varnar og markvarðar, Örnólfur gaf laust á Ogmund aftur, Þorsteinn komst á milli, sendingin bæði laus og Ög- rnundur seinn út, skaut en Ögmundur varði. Júlíus Jú- líusson náði frákastinu og skoraði með góðu skoti. Síðan runnu sóknir Þróttar jafnan út í sandinn við vítateiginn eftir gott spil, uns Pétur skoraði í lokin. Þróttarar voru betri í leiknum, léku betur saman lengst af. Bestu menn voru Ársæll og Kristján í vörninni, Ásgeir Elíasson á miðjunni, Þorsteinn frammi og Guð- mundur í markinu. Mestu mun- aði í leiknum um það að vörn Þróttar var mun betri en Víkings. Þar var vörnin oft illa á verði, svo og Ögmundur slakur. Andri og Heimir voru bestir Víkinga. Þórsarar rétt mörðu Austra Frá Guilmundi Gíslasyni frctlamanni NT ■ Þórsarar rétt murðu Austra í 16 liða úrslitum Bikarkcppni Knattspyrnusambands íslands hér á Eskifirði í gærkvöld 3-2 eftir framlengdan leik. Þórsarar skoruðu tvö mörk í síðari hluta framlcngingar, eftir að Benedikt Jóhannsson markvörður Austra varð að yfirgefa völlinn mciddur, en Benedikt átti stjömuleik í gær. Staðan er 1-1 eftir venjuleg- an leiktíma, en Þór vann 3-2. Austri byrjaði af krafti á góð- um malarvellinum i blíðskapar- veðri, enda Uðið hvatt áfram af fjölmörgum áhorfendum. Sófus Hákonarson átti hörkuskot að Þórsmarkinu á 10. min.cn Þor- stcinn varði vel. Þremur mínútum síðar komust heimamenn yfir með góðu skoti Sigurjóns Krístj- ánssonar, sem Þorsteinn réði ekki á Eskifírði: við, 1-0. Eftir það pressuðu Þórs- arar allstíft, en allt strandaði á Benedikt, og 1-0 í hálfleik. Þórsarar jöfnuðu í hvrjun síð- arí hálfleiks, Kristján Kristjáns- son skoraði með góðum skalla. Síðan lá meira á Austra en Bene- dikt varði allt sem að markinu kom, 1-1 þegar 90 mínútur voru liðnar og framlengt í 30 mínútur. í fyrri hluta framlengingarínnar var sama uppi á teningnum, en í upphafl síðari hlutans rneiddist Benedikt í árekstri við sóknar- mann Þórs. Þórsarar skoruðu tvisvar á síðustu 7 mínútunum, fyrst Einar Arason laglega og síðan Nói Björnsson. Austra- menn áttu síðan lokasprettina, en náðu aðeins að skora einu sinni, Bjarki Unnarsson sá um það. Þjófakrókur ■ Hinn 7. júlí næstkom- andi, næsta laugardag, verður opnað nýtt sumar- skíðasvæði í Þjófakrók við Langjökul. Verður það opið um helgar fyrst um sinn, hverja helgi til 12. ágúst. Leiðin að Þjófakrók frá Reykjavík er um 100 km, ekið um Kaldadal, og er hún greiðfær öllum bílum. Góð tjaldaðstaða er í Húsafelli, sem er skammt frá, og þar er þjón- ustumiðstöð, sundlaug, gufubað og sóllampar. í Þjófakróki verður boð- ið upp á skíðakennslu, sem Tómas Jónsson íþrótta- kennari og skíðaþjálfari sér um. Einnig verður boðið upp á ýmsa fjölbreytni í sambandi við skíðaiðkun, s.s. sérstakar barnaþrautir, tvær eins brautir fyrir þá sem vilja reyna sig gegn öðrum o.s.frv. w Urvalsdeildin: Tölurnar voru ekki endanlegar ■ Eins og fram kom í NT í maí síðastliðnum þá kom í ljós á ársþingi Körfuknattleiks- sambandsins, að meðaláhorf- endafjöldi á heimaleikjum Njarðvíkinga í úrvalsdeildinni í fyrra var um 80 manns. Þingið neitaði að trúa þess- um tölum og hinni nýju stjórn KKÍ var falið að komast til botns í málinu. Nú hefur komið í ljós að þær tölur sem upp voru gefnar voru ekki endanlegar tölur Njarðvíkinga. Réttur áhorf- endafjöldi í Njarðvík í vetur var 315.5 áhorfendur að með- altali. Þessar tölur eru mun trúlegri en þær fyrri og sam- kvæmt þeim voru íslands- meistararnir með næst bestu aðsóknina, á eftir nágrönnum sínum í Keflavík. Þá hafa Njarðvíkingar að fullu greitt KKÍ sinn skerf af innkomunni og stjórn KKÍ lítur svo á að mál þetta sé að fullu afgreitt. w Fjölmennt ■ Alls munu um 1500 kepp- endur taka þátt í landsmóti UMFÍ, sem haldið verður í Keflavík og Njarðvík 13.-15. þessa mánaðar. Miklar framkvæmdir við íþróttasvæðin á mótssvæðinu, hafa átt sér stað að undan- förnu. íþróttavöllurinn í Keflavík hefur verið lagfærður mjög, þannig að aðstaða til frjálsra íþrótta verður mjög góð. Nánast engin frjáls- íþróttaaðstaða var fyrir á vell- inum. Lagðar hafa verið hlaupabrautir og stökkbrautir með gerviefni, auk annarra framkvæmda. í Njarðvík hafa verið reistir búningsklefar við íþróttavöll- inn, en áður var notast við búningsklefa í sjálfu íþrótta- húsinu. Sett hefur verið niður bráðabirgðasundlaug og fleira. Tjaldstæði hafa verið útbúin og bílastæði gerð. ■ Síðasta landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri og vpru þá þátttakendur um 1200. Á mót- inu í Keflavík og Njarðvík verða um 1500 þátttakendur frá öllum héraðssamböndum UMFÍ. Keppt verður í knattspyrnu, handknattleik, körfuknattleik, blaki, sundi, frjálsum íþrótt- um, glímu, júdó, borðtennis og starfsíþróttum, svo sem dráttarvélaakstri, línubeit- ingu, jurtagreiningu, starfs- hlaupi, hestadómum og í því að leggja á borð. Að sögn forráðamanna mótsins er körfuknattleiks- keppnin einna viðamest, en alls verða 20 leikir í undan- keppninni. Búist er við hörkukeppni í flestum greinum og eru margir þegar farnir að spá í úrslitin. Mótið verður sett á íþrótta- vellinum í Keflavík kl. 20.00 föstudagskvöldið 13. júlí, en þó mun körfuknattleikskeppn- in hefjast á fimmtudagskvöld, þar sem 10 lið taka þátt í körfuknattleikskeppninni, eða nokkru fleiri en áður. íþróttasýningar verða á mót- inu, t.d. í fimleikum, glímu og þjóðdönsum. Dansleikir verða í Stapa í Njarðvík öll móts- kvöldin. ■ Miklar framkvæmdur hafa átt sér stað vegna Landsmótsins. Hér er unnið að lagningu brautar fyrir langstökkskeppnina.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.