NT - 04.07.1984, Blaðsíða 19

NT - 04.07.1984, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 4. júlí 1984 19 w lyiyncflj ■ John Collings, sá litríki spil- ari, er nú fluttur aftur frá Bretlandi til Sviss, en þar dvaldi hann í nokkur ár áður en hann fór aftur til Bretlands árið 1980 til að komast í breska landsliðið á Evrópumótinu og síðar á Heimsmeistaramótinu. í Cavendishboðsmótinu í New York á dögunum var Coll- ings mættur til leiks ásamt Nest- • or svissneskra spilara, Jean Besse. Engum sögum fer nú af ár- angrinum en Collings tekst yfir- leitt að framkvæma eitthvað fréttnæmt. Þetta spil vakti mikla athygli: Norður * 97632 * G108 * 7 A D1064 Vestur * AD85 * K5 * D102 4* KG52 Suður * K10 * AD62 * AK963 4- A3 Suður opnaði á 2 gröndum, norður sagði 3 lauf sem spurði uni háliti og þegar suður svaraði 3 hjörtum var norður hæst- ánægður. Collings sat í vestur og hann þóttist viss um að talsverð skipt- ing væri í blindum, sennilega einspil einhversstaðar og vænt- anlega aðeins þrjú tromp. Petta kallaði á trompútspil og Coll- ings spilaði því út hjartafimm- unni. Þó hann væri með þessu Austur 4» G4 V 9743 ♦ G854 4* 987 að fórna trompslagi þóttist hann vita að suður myndi ekki eiga auðvelt með að lesa stöðuna. Sagnhafi átti slaginn á hjarta- tíuna í blindum og tók næst ás og kóng í tígli og trompaði tígul í blindum. Síðan spilaði hann laufi á ásinn og nú kom fjórði tígullinn. Collings velti því fyrir sér í smá stund að trompa með hjarta- kóngnum en sá að lokum að þá væri hann endurspilaður. Hann henti því laufi og sagnhafi trompaði í blinduni með síðasta trompinu þar Nú spilaði sagnhafi spaða á kónginn. Collings tók á ás og spilaði spaða undan drottning- unni seni Besse í austur fékk á gosann. Besse spilaði laufi sem Collings tók á kóng og nú spilaði hann spaðadrottning- unni sem sagnhafi trompaði heima. Nú spilaði sagnhafi síðasta tígjinum og Besse trompaði. í tveggja spila endastöðu varð Besse nú að spila hjarta. Og sagnhafi svínaði auðvitað svo Collings fékk á blankan hjarta- kónginn og 5. slag varnarinnar um leið. 4378 Krossgáta Lárétt: , 1) Auðlindir. 6) Mjúk. 8): Hnöttur. 10) Vond. 12) Flaut. 13) Samtenging. 14) Muldur. 16) Fléttuðu. 17) Forfeður. 19) 1984. Lóðrétt: 2) Fiskur. 3) 1001.4) Land- námsmaður. 5) Grænmeti. 7) Dýr. 9) Ofsafengin. 11) Hól. 15) Kassi. 16)Gruna. 18) Hasar. Ráðning á gátu no. 4377: Lárétt: 1) Kátur. 6) Tár. 8) Lóa. 18) Tóm. 12) Ok. 13) Sá. 14) TUV. 16) Kar. 17) íra. 19) Ákall. Lóðrétt: 2) Áta. 3) Tá. 4) Urt. 5) Bloti. 7) Sniári. 9) Óku. 11) Ósa. 15) Vík. 16) Kal. 18) Ra.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.