NT - 04.07.1984, Blaðsíða 18

NT - 04.07.1984, Blaðsíða 18
Sjónvarp kl. 21.10: Miðvikudagur 4. júlí 1984 18 I Stevie Vonder. itt af stóru iifnunum soul-tónlist Berlin Alexanderplatz - Tæmast göturnar? ■ Sá heittelskaöi, dáði og virti þáttur Berlin Alexander- platz verður á dagskrá í kvöld, öruggt er að allar götur verða auðar og öll þjóðin límd við skerminn þegar Fritz Biber- koDf birtist í áttunda sinn á skerminum. Kannski er þetta nú ofmælt, en alla vega er Ijóst að áttundi þáttur Berlin Alexanderplatz verður á dagskrá í kvöld, og í síðasta þætti gerðist þetta: Þegar Biberkopf missti handlegginn leitaði hann á náðir Evu og Alberts og var lengi að ná sér. Pau eggja hann til að hefna sín á mönnum Pums en hann kýs að gleyma því liðna og hugsa heldur um fram- tíðina. Pýðandi er Veturliði Guðna- son, leikstjóri Rainer Werner Fassbinder og þátturinn er klukkutíma langur. Tapað fundið Gunnlaugur Sigfús- son fjallar um soul ■ Gunnlaugur Sigfússon heitir maður. Hann vinnur í Búnaðarbankanum, en hefur það einnig til síns ágætis að skrifa plötudóma í Helgarpóst- inn. Síðast en ekki síst má nefna það að hann er með útvarpsþátt á Rás 2, og nefnist sá þáttur Tapað fundið og er um soul-tónlist. Soul-tónlist er ein grein rythmískrar tónlistar, en aðrar greinar eru t.d. jass, blues, rock'n roll og funk. Við hringdum í Gunnlaug þar sem hann var við vinnu sína í Búnaðarbankanum og spurðum hann um hvað yrði í þættinunr í dag. „Ég verð áfram á svipuðu tímabili og ég var síðast, svona ’58-’6(). Eg tek líka aðeins fyrir það sem kom á undan, t.d. Drifters, sem byrjuðu kringum 1954. Síðan spila cg Wilson Picket, Arethu Frank- lin og Ben E. King. í næstu þáttum fer ég að fara inn í gullaldartímabilið, sem var frá ’63-’70. Þá var ótrú- legur fjöldi listamanna starf- andi, og tvö aðalfyrirtækin voru Motown og Stax. Eftir þeim lögðust línurnar í tónlist- inni, það var Detroit línan frá Motown og Memphis línan frá Stax.“ Hvernig er staða soul-tón- listar í dag? „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Fólk eins og Elvis Cost- ello og Style Council hefur verið að nota áhrifin, cn það cr erfitt að segja um statusinn í hreinni soul-tónlist. Marvin Gaye er dáinn og Stevie Wond- er hefur ekki gefið út plötu lengi. Það hefur ekkert afger- andi komið fram lcngi. Síðustu stóru nöfnin sem komu fram voru Eartli Wind & Fire og Sly & The Family Stone í byrjun 8. áratugarins." Ótroðnar slóðir - Þáttur um kristilega popptónlist. ■ Ótroðnar slóðir nefnist þáttur sem er á dagskrá Rásar 2 í dag. Þetta er þáttur um kristilega tónlist og það eru þeir Halldór Lárusson og Andri Már Ingólfsson sem sjá um hann. Halldór var spurður hvernig þátturinn yrði, og um kristna tónlist almennt. „Þetta verður áframhald af því sem við höfum verið með, kristileg popptónlist. Við verð- um til dæmis með Sheilu Walsh, breska stúlku sem er vel þekkt þar í landi, bæði fyrir sína eigin tónlist og fyrir þætti sem hún er með í BBC, þar sem kynnt er kristileg tónlist. Einnig spilum við tónlist með tveimur kristnum gyðingum, þeir kalla sig Lamb og beina sinni tónlist aðallega til gyð- inga. Nú, síðan spilum við eitthvað með Cliff gamla Richards, o.fl. o.fl." Er mikil gróska í kristilegri tónlist? „Já, það er mjög mikið gefið út af kristilegri tónlist. Það eru stór forlög úti í heimi sem gefa ■ Fjöruspói ■ Cliff Richard er einn af þeim popptónlistarmönnum sem boða kristna trú. mikið út, og það eru sífellt að spretta upp nýjar hljómsveitir. Nú er von á nýrri plötu frá Donnu Sommer, þar sem kem- ur fram ennþá skýrari afstaða hennar til trúarinnar en áður. Það er Michael O’Martin sem pródúserar, en hann er líka kristinn og mjög þekkur pró- dúsent, hefur m.a. pródúserað Rod Stewart. Kristin tónlist er ekki bara ein tegund tónlistar, þetta eru alls konar músíkstefnur, meira að segja hardrock." Hvað með þá ímynd sem fólk hefur af kristnum tónlist- armönnum, að þeir séu sleiktir og væmnir, eins og Pat Boone? „Við vildum einmitt leyfa fólki að heyra að fleira væri í kristinni tónlist en það með þessum þáttum. Við höfum líka fengið þau viðbrögð að þetta sé bara þrælgóð tónlist, og hafi komið fólki á óvart. Það er mjög hröð framþróun í þessari tónlist, og það má vitna í einn poppskríbent í Bretlandi sem spáði því að eitt af því stóra sem brátt mundi ganga yfir heiminn í tónlist yrði ein- mitt kristin tónlist." Fjöruspóinn - Bresk náttúrulífsmynd ■ í kvöld verður sýnd á eftir fréttum, veðri og auglýsingum mynd um fjöruspóann, sem er breskur vaðfugl og náinn ætt- ingi spóans okkar. Fjöruspóinn er stærstur breskravaðfugla. Hann hefur, eins og íslenski spóinn, langt nef , sem kemur honum að góðum notum þegar hann er að leita uppi orma og lirfur í ósum og flæðilöndum sem eru uppáhaldsstaðir hans. Snemma á vorin fer fuglinn burt frá ströndinni og inn í land til að verpa. Þá fara þeir að vella hinu kunnuglega spóa- velli, og veðrur vorboði Bret- lands svipað og heiðlóan hér. í myndinni er fylgst með gengi fjöruspóapars sem býr sér hreiöur á engi nokkru. Fylgst er með þeim frá því að þau fara að draga sig saman þar til ungarnir eru orðnir færir um að bjarga sér sjálfir. í júlí fara fuglarnir aftur til strandarinnar ogeyða þarseinni hlutasumars í ætislcit á stöðum eins og Morecambc Bay, sem er stærsta spóabyggð í Bretlandi. Þegar líður að hausti leggja margir fjöruspóar í enn eitt ferðalagið, í þetta skipti til írlands, þar sem þeir eyða vetrarmánuðunum í félagi við aðra vatnafugla á flæði- löndum. En sum þessara svæða eru í hættu vegna framræslu. Hið sama á viö um mörg svæðin þar sem fjöruspóar búa sér hreiður. Þetta hefur það í för með sér að í framtíðinni muni föruspóinn, sem á undanförnum árunr hefur fjölgað gífurlega, aðeins vella á svæðum sem mönnum koma ekki að notum. Sjónvarp kl. 20.40: Rás2kl. 17. útvarp Miðvikudagur 4. júlí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn I bítið. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð - Hugrún Guöjónsdótt- ir, Saurbæ, talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Glerbrot", smásaga ettir Hjör- dísi Einarsdóttur Svanhildur Sig- urjónsdóttír les. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir, 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Austfjarðarrútan Hilda Torfa- dóttir tekur saman dagskrá úti á landi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurtregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Helga Möller, Ellen Kristjáns- dóttir og Ragnhildur Gísladóttir syngja. 14.00 „Myndir daganna", minning- ar séra Sveins Víkings Sigríður Schiöth les (4). 14.30 Miðdegistónleikar Tatiana Grindeko, Stanka Zheleva og Gi- deon Kremer leika fiölulög eftir Tsjaikovský, Vladigerov og Wil- helm Ernst. (Hljóöritað á 4. Tsjaik- ovský-keppninni í Moskvu). 14.45 Popphólfið-Jón Gústafsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdeglstónleikar Filharmón- iusveit Berlínar leikur Sinfóníu nr. 4 í e-moll op. 98 eftir Johannes Brahms; Herbert von Karajan stj. 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Guðni Kolbeins- son segir börnunum sögu. (Áður útv. í júní 1983). 20.00 Var og verður. Um iþróttir, útilíf o.fl. fyrir hressa krakka. Stjórnandi: Matthías Matthiasson. 20.40 Kvöldvaka a. Kynlegur ótti Valgeir Sigurðsson flyturfrumsam- inn frásöguþátt. b. Eddukórinn syngur Stjórnandi: Friðrik Guðni Þórleifsson. c. Verslun á Skaga- strönd Auðunn Bragi Sveinsson rifjar upp verslunarhaetti á fjóröa áratugnum. 21.10 Edita Gruberova syngur ariur frá frönskum óperum; með Sinfón- íuhljómsveit útvarpsins í Múnchen. Gustav Kuhn stj. 21.40 Útvarpssagan: „Glötuð ásýnd“ eftir Francois Sagan Valgerður Þóra les þýðingu sina (9). 22.15 Veðurfregnir. Fréftir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Aldarslagur Utanþingsstjórn; fyrri hluti. Umsjón: Eggert Þór Bernharðsson. Lesari með honum: Þórunn Valdimarsdóttir. 23.15 íslensk tónlist a. Fimm píanólög op. 5 eftir Sigurð Þórðar- son. Gísli Magnússon leikur. b. Trió í a-moll fyrir fiðlu, selló og píanó eftir Sveinbjörn Sveinbjörns- son. Rut Ingólfsdóttir, Páll Gröndal og Guðrún Kristinsdóttir leika. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Miövikudagur 4. júlí 10.00-12.00 Morgunþáttur Kynning á heimsþekktum tónlistarmanni eða hljómsveit. Stjórnendur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ólafsson. 14.00-15.00 Ut um hvippinn og hvappinn Létt lög leikin úr hinum ýmsu áttum. Stjórnandi: Arnþrúður Karlsdóttir. 15.00-16.00 Ótroðnar slóðir Kristi- leg popptónlist. Stjórnendur: Andri Már Ingólfsson og Halldór Lárus- son. 16.00-17.00 Nálaraugað Gömul úr- valslög Stjórnandi: Jónatan Garð- arsson. 17.00-18.00 Tapað fundið Leikin verður létt soul-tónlist. Stjórnandi: Gunnlaugur Sigfússon. Miðvikudagur 4. júlí 19.35 Söguhornið Kristjana E. Guð- mundsdóttir segir sögu Stefáns Jónssonar: Hetjur. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Fjöruspóinn Bresk náttúrulífs- mynd um fjöruspóann og lífshætti hans. Fylgst er með tilhugalifi fjöruspóahjóna, hreiöurgerð og uppeldi unganna þar til þeir fljúga úr hreiðrinu. Þýöandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.10 Berlin Alexanderplatz Áttundi þáttur. Þýskur framhaldsmynda- flokkur í fjórtán þáttum, gerður eftir sögu Alfreds Döblins. Leikstjóri Rainer Werner Fassbinder. Efni siðasta þáttar: Þegar Biberkopf missti handlegginn leitaði hann á náðir Evu og Herberts og var lengi að ná sér. Þau eggja hann að hefna sín á mönnum Pums en hann kýs að gleyma því liðna og hugsa heldur um framtiðina. Þýð- andi Veturliði Guðnason. 22.10 Úr safni Sjónvarpsins Hand- ritin koma heim Sjónvarpsupp- taka frá móttökuathöfn við Reykja- vikurhöfn, er sendinefnd Dan- merkur gekk á land með Flateyjar- bók og Konungsbók Eddukvæða 21. april 1971. 22.40 Fréttir í dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.