NT - 04.07.1984, Blaðsíða 17

NT - 04.07.1984, Blaðsíða 17
í*» 17 Atti Sophia Loren sérástmey? - því er haldið fram í nýrri ævisögu hennar * Sophia Loren hefur alltaf þótt allra kvenna kvenlegust og ólíklegust til að leita ásta hjá sínu eigin kyni. Þessi mynd er tekin um það leyti, sem bókarhöfundar vilja meina að hún hafí staðið í nánu sambandi við aðra konu. ■ Nú er komið að Sophiu Loren að verða fórnarlamb ævisöguritara. En þar sem kvisast hefur að í væntanlegri bók um hana eftir tvo ítalska fyrrum samstarfsmenn hennar, sé að fínna mjög óviðurkvæmi- legar upplýsingar, hefur hún ákveðið að láta hart mæta hörðu og hefur sett hvorki meira né minna en 10 lögfræð- inga í málið í þeim tilgangi að koma í veg fyrir útgáfu bókar- innar. Bókarhöfundarnir tveir, Enrico Lucherini og Matteo Spinola, hafa annast kynning- arstarfsemi fyrir fjöldamargar stórstjörnur,. þ.á.m. Sophiu sjálfa í 25 ár. Þeir vilja því meina að þeir þekki hana vel og hafi fylgst náið með orðum hennar og gerðum í aldarfjórð- ung. Par af leiðandi hafi ekki farið fram hjá þeim, þegar Sophia hafi átt í lesbísku ástar- sambandi við spánska konu, sem hafi staðið í nokkurn tíma! Upphafið segja þeir mega rekja til þess tíma, þegar upp- tökur fóru fram á myndinni „An Easy Woman" á Spáni. Þá hafi ung spönsk stúlka gefið sig að Sophiu á blaðamanna- fundi og spurt hana í hvaða stjörnumerki hún væri fædd. Sophia féllst á að tala við hana síðar í einrúmi og gekk m.a.s. svo langt að segja, að það yrði sér mikil ánægja. Adelita, en svo nefndist stúlkan, gerðist síðan tíður gestur á kvikmyndatökustaðn- um og líkaði öllum vel við hana, nema einkaritara Sop- hiu, sem hafði lengi verið í þjónustu hennar. Þær Adelita og Sophia voru sagðar óað- skiljanlegar um þessar mundir. Síðar, þegar tökur fóru fram á „Boccaccio 70" á Norður-It- alíu, var annar bókarhöfundur staddur á staðnum, þegar skeyti barst frá Adelitu til Sophiu, þar sem sú fyrrnefnda boðaði komu sína. Sophia harðneitaði að taka á móti henni, en þegar Adelita fékk þau skilaboð, sagði hún: - Ef ég má ekki koma, skal ég segja frá því, sem gerðist síðast. Og til að enginn fari í grafgötur um hvað hann á við, segir hann það hafa verið haft eftir Adel- itu á Spáni, að „það sé virki- lega gott að sofa hjá Sophiu"! Adelita lét afsvar Sophiu ekki slá sig út af laginu. Hún mætti galvösk og krafðist þess að Sophia, sem vægast sagt tók henni fálega, talaði við sig og brugðu þær sér inn í húsvagn, til að ekki yrðu vitni að því, sem þeim fór á milli. Þó heyrðust þaðan háværar raddir, sem greinilega áttu í deilum. Þaðan rigsaði Adelita út og hrópaði svo að allir heyrðu, að nú flytti hún inn á hótel, en ef Sophia væri ekki búin að ráða sig sem einkarit- ara daginn eftir, myndi hún setjast niður við að rita endur- minningar sínar! Adelita var síðan rekin út af hótelinu, ákærð fyrir að hafa stolið pen- ingaveski af manni nokkrum, og höfundúr lætur að því liggja að Sophia hafi átt þar einhvern hlut að máli. Hálfum mánuði síðar segir hann Adclitu hafa sett sig í samband við sig og sagst vera komin í samband við franska blaðanienn, sem hefðu lofað sér að skrifa grein undir fyrirsögninni „Sophia hélt ekki loforð sín við mig". Síðan hefur ekkert frá Adelitu heyrst. . "öírf. * UNú er mikið í tísku að rifja upp feril þeirra, sem mest settu svip sinn á kvikmyndirnar á blómatímum Hollywood, sem margir telja liðna undir lok. M.a. hefur einn rithöfundur tekið sig til að skrifað heila bók um systurnar Joan Fontaine og Olivia de Havilland. Sé farið rétt með í bókinni, hafa þær átt vægast sagt óvenjulega bersku og minningar þeirra í garð hvor annarrar eru þrungnar beiskju, þar sem þær áttu í sífelldri og óvæginni samkeppni á öllum sviðum. Á einu sviði var þó Olivia ein um hiíuna, en það var ástarævintýri með Errol Flynn. Fyrstu kynni þeirra Oliviu og Errols Flynn voru 1935, þegar þau mættu bæði til reynslu- upptöku. Olivia var þá ung og óreynd, en féll óðara fyrir glæsimenninu lífsreynda, sem þegar hafði marga konuna nrmrrinTinTTii—— ... „ íiTn var ekki af henm, sem u o cir heillað. Errol gaf henni líka strax auga, en þegar hann ætlaði að fara að stíga í væng- inn við hana, vísaði hún hon- um frá á þeirri forsendu að hann væri þegar giftur. Errol var þó ekki af baki dottinn og á sinn hátt sýndi liann Oliviu í verki, hvern hug hann bæri til hennar. En tilbeiðsla hans var vægast sagt óvenjuleg, svo að það er ofurskiljanlegt, að 01- ivia hafi seint og um síðir gert sér ljóst, að þau gætu ekki átt samleið. Hann tróð grænum gúmmí- snáki í buxurnar hennar, hellti sjóðandi vatni í kaldavatns- tankinn hennar, setti salt og pipar saman við rjómaísinn hennar og nagla í pilsið hennar, þar sem það hékk inni í klæðaskáp. Hann sleppti mús lausri í návist hennar, en stóllinn, sem hún stökk upp á, reyndist svo fótafúinn, að hann féll saman undir henni. Oliviu var lítið skemmt. Samt sem áður gat hún ekki alveg slitið sig lausa undan töfrum Errols, og þegar hann fullyrti, að hann hefði skrifað konu sinni bréf, en hún var þá stödd í Marokkó, þar sem hann fór fram á skilnað, var hún reiðubúin að trúa honum. Það urðu henni því ekki lítil Systurnar Joan Fontaine og Olivia de Ha villand áttu í sífelldri samkeppni - nema um Errol Flynn vonbrigði, þegar hún var af tilviljun stödd á flugvellinum, þegar eiginkonan snéri heim, og varð vitni að innilegum endurfundum þeirra hjóna. En þar með opnuðust líka augu hennar fyrir því, að Errol væri ekki treystandi, og að aldrei gæti orðið nein alvara milli þeirra. Næsti vonbiðill Oliviu var Howard Hughes, sem hún að lokum ákvað að láta ganga vonleiðan til búðar. Hann snéri sér þá að Joan Fontaine og bar upp bónorð við hana! Enn hélt barátta þeirra systra áfram. ■ Þær systur Olivia og Joan Fontaine áttu i samkeppni á flestum sviðum, m.a.s. bar Howard Hughes (i miðju) upp bónorð við þær báðar. En Errol Flynn (t.h.) einbeindi athyglinni að Oliviu. Ekki hefur upplýst, hvort Joan Fontaine (t.v.) þótti það miður.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.