NT - 04.07.1984, Blaðsíða 10

NT - 04.07.1984, Blaðsíða 10
Miðvikudagur 4. júlí 1984 10 Hljóm- leikar íNýló - Vægastsagt misjafnar hljómsveitir ¦ S.l. föstudagskvöld lá leið poppfréttaritara NT í Nýlistasafnið við Vatnsstíg. Þar voru haldnir rokkhljóm- leikar með 5 hljómsveitum. Nefndust þær Gakk (áður Barnsburður), Ast, Hana, Slagverkur og Svart-hvítur draumur. Að vísu datt Slagverkur út af prógramminu vegna veikinda eins meðlimanna, og var það slæmt, því að hljómsveitin hefur staðið sig ágætlega. Hljómburöur í Nýlistasaín- og trommuleikarinn mjög vel inu er all hrikalegur, þar sem allur salurinn er ber og ekkert til aö draga úr endurkasti. Nokkur fjöldi fólks var þarna, svona upp undir 50 manns, en safniö tekur varla fleiri. Fyrsta hljómsveitin á dagskrá var Gakk. Sú hljómsveit er skipuð þremur hljóðfæraleikurum, sem allir kunna ágætlega á hljóðfæri sín, bassaleikarinn en lítið heyrðist í gítarleikar- anum vegna þess að gítarinn var ekki nógu hátt stilltur. Þeir spiluðu þrjú lög, háspennt nýpönk, með litlum söng. Ágætis hljómsveit. Næst á dagskrá var svo „hljómsveit" þriggja manna, sem tilkynntu ekkert nafn og hafa líklega komið þarna sam- an í þetta eina skipti. Söngvar- inn söng ekki, heldur öskraði, og tónlistin var ekkert til að hrópa húrra fyrir. En þetta var ágætis uppákoma. Hljómsveitin Ást er einhver versta hljómsveit sem ég hef heyrt í. Hún er skipuð fjórum ungum mönnum, og kann trommuleikarinn lítið sem ekkert til verka á sitt hljóðfæri. ¦ Bassa- og gítarleikarinn virtust hafa æft eitthvað, og skiluðu sínu rétt sæmilega, en í heild var hljómsveitin hörmuleg. Þeir nauðguðu Joy Division lagi og kölluðu sitt eigið, tóku líka lag með Flowers, Glugg- inn held ég að það heiti, og fóru álíka illa með það. Önnur lög voru ekki betri. Þessir menn ættu að láta það ógert að koma aftur fram fyrir áhorf- endur og kalla sig hljómsveit. Hana nefndist næsta hljóm- sveit og var litlu betri en sú sem á undan kom. Þeir bjuggu til hávaðavegg, sem erfitt var að greina nokkra tónlist í. Ég yfirgaf salinn eftir að hafa hlustað á hljómsveitina í svo sem 5 mínútur, en á þeim tíma breyttist tónlistin ekkert, var bara sami hávaðaveggurinn. Ég kom aftur hálftíma síðar, og var þá Svart-hvítur draumur kominn inn á sviðið. Þetta er þriggja manna hljómsveit úr Kópavoginum, og búin að spila um 20 konserta síðan hún var stofnuð seint á árinu 1982. Það þýðir um einn konsert í mán- uði. Hljómsveitin er semsagt orðin vel sjóuð á sviðinu, og þeir eru orðnir mjög öruggir í spilinu, þéttir og kraftmiklir. Tónlist þeirra félaga er af ný- pönk-ættinni, fyrir bregður áhrifum frá The Fall, Birthday Party o.fl. Þetta er mjög kraft- mikið og skemmtilegt rokk, og söngvarinn, sem jafnframt er bassaleikari, er skemmtilega grófur. Textarnir heyrðust fremur lítið, en mig grunar að töluvert sé í þá spunnið. I heild má segja að Svart- hvítur draumur sé með áhuga- verðari hljómsveitum á Reykja- víkursvæðinu þessa stundina. Þetta eru leifar frá nýbylgj- unni, áheyrileg og hugmyndar- ík hljómsveit.. Það hefði verið mun betri hugmynd hjá þeim í Svart-hvít- um draumi að spila einir, því að hinar hljómsveitirnar, nema kannski sú fyrsta, voru mjög slappar. Fólk nennir ekki að hlutsta endalaust á lélegar hljómsveitir. -ADJ Hana Svart-hvítur draumur Pollock hættur í bransanum - Hefur snúið sér að ritstörfum ¦ Mike Pollock úr Frökk- unum hefur sent frá sér Ijóða- bók. Hún er að vísu ekki til sölu, heldur hefur hann dreift nokkrum vélrituðum ein- tökum til ýmissa aðila, þ.á.m. á NT. Bókin heitir Cut-ups - Fallen Angels „84". Mike segir að þetta sé ekki eiginleg Ijóða- bók, heldur miílistig ljóðs og prósa. Hann kallar þennan bókmenntastíl Cut-up Stíl, eða collage-stíl, og segir hann samsvara collage-stíl í myndlist. Það hafi verið Will- iam Burroughs og fleiri sem urðu fyrstir með þennan stíl, sem sé ætlað að endurnýja bókmenntir, sem í raun séu komnar 100 ár aftur úr t.d. myndlist í þessu tilliti. Annars er það helst að frétta af Mike að hann hefur tekið sér frí frá tónlistarbransanum, segist staðnaður á því sviði. Hann mun ekki starfa með Frökkunum í vetur, heldur ætlar hann að vinna í Kassa- gerðinni, þar sem hann vann þegar þeir Pollock-bræður hittu Bubba Morthens, sem þá vann þar líka. Mike ætlar að einbeita sér að skrifum í vetur, og hyggst skrifa bók. Mike gaf leyfi til að einn af textum hann yrði birtur, og hér er hann, á ensku máli, því Mike skrifar á ensku. Þetta er fyrsta ljóðið í fjölritinu. Elation and Echaustion wage a deadly war over my Body... ...Sudden Burstsof Angerand depression... ...Shell Shocked...A Battlefield of Blood stained Emotions... ...dark thoughts renew old acquaintances... ...Playing with Fire... ...Desperation removes Fear just as well as any Deep religious Convinctions...the passive roll into a Ball while the Warrior fight for Relief...conciousn- ess... reason.. .complication... .. .the intellectual spider webs of Marxism / Capitalism... ...anthems of the living dead...l am a witch doctor... ...a Shaman robbed of His job... Burned down in the Night, drowned in a sack, Robbed of eight lives, stretched on the rack of ignorance and super- stition.. .Robbed by Technology. computers immune to the Evil- Eyc.the only thing left is a strange Belief and Queer Pride, reserved for outsiders and other vanishing races... kom út skildu leiðir með þeim Billy MacKenzie söngvara og Alan Rankine hljóðfæra- leikara, sem voru einu meðlim- ir hljómsveitarinnar. Nú hefur frést að Billy MacKenzie sé kominn af stað á ný með nýja útgáfu af Associ- ates. Út er komið nýtt lag, Those First Impression, og von er á nýrri LP-pIötu, sem á að heita Perhaps. Platan var upp- haflega hljóðrituð í maí í fyrra, en upptökurnar týndust, hurfu gjörsamlega, þannig að taka varð upp plötuna á ný. Associates var mjög áhrifa- mikil í nýbylgjunni í kring um 1980, en það var ekki fyrr en 1982 að þeir slógu í gegn, með plötunni Sulk, sem áður er nefnd. MacKenzie er frábær söngvari, einn af bestu söngv- Billy MacKenzie, söngvari Associates. Associates til starfa á ný ¦ Lítið sem ekkert hefur gáfu út plötuna Sulk, sem heyrst frá hljómsveitinni Ass- mörgum þótti með skárri ociates síðan 1982, þegar þeir plötum þess árs. Eftir að platan urum Breta, og er því gaman að eiga von á nýju efni frá honum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.