NT - 04.07.1984, Blaðsíða 7

NT - 04.07.1984, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 4. júlí 1984 7 Isbjörninn bar sig þó „karlmannlcgar' Skaftfellingar verið viðbúnir: Biskup á leiðinni ■ Biskup Islands herra Pétur Sigurgeirsson mun vísitera aust- urhluta Skaftafellsprófastsdæm- is dagana 5.-9. júlí og ljúka þannig vísitasíu prófastsdæmis- ins sem hófst í fyrra. í för með honum verður biskupsfrúin Sól- veig Ásgeirsdóttir og prófastur Skaftfellinga séra Fjalar Sigur- jónsson. Biskup ntun heimsækja söfnuði. vera við guðsþjónustur í kirkjum og eiga fund með sóknarnefndunt að þeint lokn- um ásamt prófasti og sóknar- presti. Dagskrá vísitasíunnar er sem hér segir. Fimmtudagur 5. júlí kl. 14 Hofs- kirkja í Öræfuni. Föstudagur 6. júlí kl. 14 Kálfa- fellsstaðarkirkja. Föstudagur 6. júlí kl. 20 Brunn- hólskirkja. Laugardagur 7. júlí kl. 14 Bjarn- arncskirkja. Sunnudagur 8. júlí kl. 11 Hafn- arkirkja. Sunnudagur 8. júlí kl. 20 Hof- fellskirkja. Mánudagur 9. júlí kl. 14 Stafa- fcllskirkja. Hestamót Hestamót Geysis verður haldið á Rangárbökkum 14.-15. júlí n.k. Keppnisgreinar A og B flokkur gæðinga. Unglingakeppni yngri og eldri flokkur. 150 og 200 m skeið 250, 350 og 800 m stökk 300 m brokk Dómar hefjast kl. 13 laugardaginn 14. júlí. Skráning í síma 99-8173 og 99-5525 og lýkur mánudag 9. júlí. Dansleikur í Hvoli laugafdaginn 14. júlí. Hljóm- sveit Geirmundar Valtýssonar leikur. Hestamannafélagið Geysir Lifandi blað ■ Uglan mókti letilega innan við netið og lét sér fátt finnast um mannfjöldann í Sædýrasafninu þennan daginn. ■ En kengúrurnar hoppuðu um víðan völl. Sýslunefnd V-ísafjarðarsýslu: Styður niðurskurð á fé í Barðastrandarsýslu ■ Aðalfundur sýslunefndar Á fundinum var mikið rætt Vestur-ísafjarðarsýslu var hald- um þá riðuveiki, sem vart hefur innáísafirði dagana7.-8.júní. orðið í fjórðungnum. Fundur- Búvörudeildin fær á baukinn ■ Ekki alls fyrir löngu var haldinn almennur bændafundur á Breiðumýri í Reykjadal á vegum Búnaðarsambands S- Þingeyinga og nokkurra áhuga- manna um markaðsmál land- búnaðarins. Frummælendur á fundinum voru Andrés Þor- varðarson, forstjóri Selness hf. og Gunnar Páll Ingólfsson, for- stjóri ísmats hf. Fjörugar um- ræður urðu um erindi frummæl- enda og mikill áhugi á að reyndar yrðu þær nýju leiðir sem Gunnar Páll var talsmaður fyrir, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Nokkur gagnrýni kom fram á Búvöru- deild SÍS og stjórnvöld fyrir hvernig staðið væri að sölu- málum en Magnús Friðgeirsson, forstjóri Búvörudeildar upplýsti að búið væri að semja um sölu úr landi á þeim kjötbirgðum sem voru umfram innanlands- þarfir. inn lýsti yfir fylgi við þá stefnu að riðuveiki skuli útrýmt á Vestfjörðum með öllum til- tækum ráðum og lýsti fundurinn yfir stuðningi við fyrirhugaðar niðurskurðaraðgerðir í Barða- strandarsýslu, Osi og Laugabóli í V-ísafjarðarsýslu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þá samþykkti sýslunefndin ál- yktun þar sem því var fagnað að vegagerðin væri farin að nota útboð verka í ríkara mæli en verið hefur. Jafnframt lýsti nefndin yfir ánægju með arð- semisathugun Vegagerðarinnar á brú yfir Dýrafjörð og skoraði á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir fjárveitingu til undirbúningsframkvæmda. Taldi nefndin brýna nauðsyn bera til að flýtt verði athugunum á hagkvæmni jarðgangnagerðar á Vestfjörðum og benti í því sambandi á nauðsyn þess að sækja verkkunnáttu á þessu sviði til Færeyinga og Norð- manna. AUGLYSENDUR ATHUGIÐ! Fylgirit NT um Ferðir og frístundir kemur út 12. júlí n.k. Lifandi blað fyrir lifandi fólk Auglýsingar sem birtast eiga í blaðinu, þurfa að hafa borist auglýsingadeild NT í síðasta lagi föstudaginn 6. júlí n.k. Símarnir eru: 18300 - 687648 og 686481 ‘ ý;

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.