NT - 04.07.1984, Blaðsíða 2

NT - 04.07.1984, Blaðsíða 2
ill Miðvikudagur 4. júlí 1984 2 Brýtur dómarinn lög? Rekurfasteigna sölu í hjáverkum „Það er alveg Ijóst að sýslu- fulltrúi má ekki stunda mál- flutningsstörf. Menn greinir hins vegar á um hvort þeim er heimilt að stunda fasteignasölu, en það hefur Gísli gert í hjáverk- um þau fimm ár sem ég hef verið hér sýslumaður,“ sagði Rúnar Guðjónsson, sýslumaður í Borgarnesi, þegar NT spurði hann hvort einum fulltrúa hans, Gísla Kjartanssyni, væri heimilt að stunda fasteignasölu með- fram sínu aðalstarfi. Gísli hefur verið sýslufulltrúi í Borgarnesi í 13 ár og allan þann tíma hefur hann stundað fasteignasölu í hjáverkum. Að sögn Baldurs Möller, ráðuneyt- isstjóra í dómsmálaráðuneyt- inu, hefur ráðuneytinu verið kunnugt um þessa starfsemi full- trúans í mörg ár og hefur það oftar en einu sinni gert við hana athugasemdir. „Lögin um þetta eru nú ekki alveg afdráttarlaus, en okkur finnst þessi störf ekki fara saman. Við höfum þó ekki bannað þetta alveg, en við höfum bannað honurn að aug- lýsa,“ sagði ráðuneytisstjórinn. „Þetta er nú alls ekki opinber fasteignasala. Ég hef verið með þetta hérna heima hjá mér og fæ ekki séð að það komi á nokkurn hátt niður á mínu aðalstarfi," sagði Gísli Kjartansson í samtali við NT. Hann sagðist hætta störfum hjá sýslumannsembætt- inu eftir hálfan annan mánuð og þá ætla að snúa sér að málflutn- ingi og fasteignasölu af fullum krafti. Gísli er jafnframt oddviti Borgarneshrepps. Rúnar Guðjónsson, sýslu- maður, sagðist aldrei hafa verið hrifínn af aukastarti sýslutull- trúans. „En ég hef ekki viljað skipta mér af þessu þar sem ég hef alls ekki orðið var við að þetta hafi á nokkurn hátt komið niður á starfi hans við embætt- ið,“ sagði Rúnar. í starfi sýslufulltrúa felast meðal annars nokkuð umfangs- mikil dómarastörf. Viðunandi tilboð hafa ekki komið: Rollsarnir trúlega seldir úr landinu ■ Við höfum enn ekki fengið viðunandi tilboð í Silver Shadow bílinn og ef ekkert kemur á næstunni neyðumst við til að selja báða Rolls Royce bílana úr landi,“ sagði Ólafur Árnason, annar eiganda íslenskra eðalvagna. Fyrirtæki þetta flutti ný- lega inn tvo bíla af Rolls Royce gerð og var ætlunin að selja annan þeirra, en leigja Itinn út með bíl- stjóra. Silver Shadow bíllinn er hvítur á lit, frá árinu 1972, og að sögn Ólafs á hann að kosta 1,2 milljón króna. Ólafur sagði að íslendingar virtust ekki setja verðið fyrir sig, út- borgunin væri aðalvanda- málið. „Við höfum lagt það mikla peninga í bíl- ana, að við getum ekki veitt mikil lán,“ sagði Ólafur. Hinn bíllinn er af Phant- om V gerð, sem er sama tegund og breska kon- ungsfjölskyldan notar. Sá er svartur að lit og árgerð 1961. Varætiuninað leigja þann bíl út. Ólafur sagði að þeir myndu biða eftir hagstæðu tilboði í „Silfurskuggann" fram yfir helgi. Fari svo að bílarnir verði seldir úr landi enda þeir sennilega í Bandaríkjunum, eftir- spurn eftir eðalvögnum af þessari tegund mun vera mikil þar í landi. Slysa- gildra Breið- holtinu: i sama daginn ■ Tvö umferöarslys urðu í gær á sömu gatnamótum í Fólk mun hafa verid flutt á slysadeild í báðum tilvikunum Breiðholtinu. Tveir bflar rákust saman á mótum Álfabakka og °g bflarnir eru ýmist stórskemmdir eða ónýtir eins og sjá má Stekkjarbakka í hádeginu og um kvöldmatarleytið endurtók meðfylgjandi myndum sem Ijósmyndari NT, Sverrir, tók á sig sama sagan. slysstað. „Skyndiviðhald“ ■ íþróttamiðstöð Borgar- ness réðst nýlega í kaup á nýjum og fullkomnum sól- lampa. Gamli lampinn sam- þykkti stjórn stöðvarinnar hins vegar að verði nýttur sem „við- haldslampi," eins og orðrétt segir í fundargerð stjórnarinn- ar. Jafnframt er tekið fram að í „viðhaldslampann“ skuli fólk komast með skömmum fyrir- vara. Daufbleikur Dropateljari veltir því nú fyrir sér hvort tök væru á að komast í hóp brúnna og sællegra „skyndiviðhalda" í Borgarnesi. Kötturinn fyrst ■ Þennan rakst dropateljari á í síðasta tölublaði Hlyns riti samvinnumanna og getur ekki stillt'sig um að láta hann fljóta með: „Heimilislæknirinn var vak- inn upp um miðja nótt af manni sem var mjög miður sín. „Komdustrax læknir,kon- an mín sefur alltaf með galop- inn munn og nú hljóp mús ofan í hana. Ég kem eftir smástund, reyndu á meðan að veifa ost- stykki fyrir framan munninn á henni.“ Þegar læknirinn kom lá hús- bóndinn á hnjánum fyrir fram- an gapandi konuna og veifaði 30 punda lúðu í sífellu fyrir andlitinu á henni. „Hvert í hoppandi maður,“ sagði læknirinn, „ég sagði ost, mýs eru gefnar fyrir ost en ekki lúðu.“ „Ég veit,“ stundi mannkert- ið, „en ég ætla að reyna að ná kettinum út fyrst.““ Stefnumót ■ Úr því að við erum farin að seilast í Hlyn, sakar ckki að láta einn til viðbótar fljóta með. „Kalli köttur virt ist friðlaus, æddi um götur, yfir engi og tún, stökk yfir garða, upp og niður ganga. út um allt. Kona sem sá til hans, vissi hver eigandinn var, fór til hans og sagði: „Kötturinn þinn hleypur útum allt eins og galinn, er eitthvað að honum?“ „Ekkert stórkostlegt. Það var verið að gelda hann og nú æðir hann út um allt til að afpanta stefnumót.““ Yfirvöld á veiðum ■ Ferðalangur sem leið átti um hinn heldur óyndislega veg um Tröllatunguheiði, sem vart er talin fær nema torfærujepp- um og það oftast við illan leik rak heldur betur í rogastans þegar hann fór að sjá þar utan vegar liina dýrustu glæsivagna hvern af öðrunt - Volvoa og BMWa út um alla móa. Ennþá varð undrun mannsins nteiri þegar hann tók eftir að allir báru þessir glæsivagnar einnkennisstafinn 1, svo sem X-l.T-1, A-l, D-1 og M-l. Hjá kunnugum þar um slóð- ir fékk ferðalangur síðan þá skýringu á fyrirbæri þessu að fjöldi sýslunranna hafi tekið sig saman um leigu á Hróá, sem rennur þar með Trölla- tunguheiðinni. Bentu bílarnir til þess að töluverður hluti af sýslum landsins hafi verið yfir- valdslausar nú um síðustu helgi. Væntanlega hefur löx- unum í Hróá heldur fækkað við heimsóknina og afbrotum á hinn bóginn ekki fjölgað í heimabyggðum yfirvaldanna þótt þeir hafi brugðið sér frá um stund. Ný skákstigatafla frá FIDE: Fjórir íslendingar meðal 100 hæstu ■ íslendingar eiga fjóra af 100 stigahæstu skákmönnum heims. Þeir eru Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafsson, sem hafa 2520 Elo stig, Margeir Pétursson með 2510 stig og Jón L. Árnason sem hefur 2505 stig. Þeir eru allir alþjóðlegir skákmeistarar, en stórmeistarar íslendinga, Friðrik Ólafsson og Guðmund- ur Sigurjónsson komast ekki á lista yfir 100 bestu. Friðrikhefur 2485 Elo stig og Guðmundur 2480. Þetta kemur fram í nýjum skákstigalista, sem Alþjóða skáksambandið, FIDE, hefur sent frá sér. íslendingar hafa aldrei áður átt svo marga menn með yfir 2500 stig, flestir hafa þeir tveir, íslensku fjórmenningarnir eru nú orðnir með stigahæstu al- þjóðameisturum heims og hafa skotið fjölmörgum stórmeistur- um aftur fyrir sig. Næstur íslendinga að stigum eftir þeim sex sem hér hafa verið nefndir er Karl Þorsteins- son með 2415 stig, þá kemur Ingi R.Jóhannsson með 2410, þá Ingvar Ásmundsson með 2400. Stigahæsti skákmaður heims samkvæmt nýja listanum er Gary Kasparov sern hefur 2715 stig, næstur honum kemur heimsmeistarinn Anatoly Karp- ov með 2705. Þessir tveireru í sérflokki því þriðji maður, hollenski stórmeistarinn Jan Timman hefur „ekki nema“ 2650 Elo stig.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.