NT - 04.07.1984, Blaðsíða 23

NT - 04.07.1984, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 4. júlí 1984 23 Utlönd Sambúð Grikkja og Bandaríkja- manna kólnar Aþena-Reuter ■ Snurða hefur hlaupið á þráðinn í samskiptum Grikkja og Bandaríkjamanna eftir að tæplega 2000 grískir starfs- menn í fjórum bandarískum herstöðvum í Grikklandi hófu þriggja daga verkfall í gær. Bandaríkjamenn hafa ásakað Grikki um að þeir væru hallir undir arabíska skæruliða. Verkfallið var boðað, að sögn verkamannanna, til að leggja áherslu á kröfur þeirra um að Bandaríkin virði þann úrskurð grísks dómstóls að laun starfsmannanna hækki í samræmi við verðbólgu og vinnuvikan verði stytt. Griskur embættismaður sagði í gær að gríska sósíalistastjórnin hefði reynt að miðla málum í deil- unni en Bandaríkjamenn hefðu ekki sýnt neinn samn- ingsvilja. Gríski embættismaðurinn sagði síðan að ásakanir Banda- ríkjamanna um að Grikkir tækju vægt á skæruliðum, væru tilhæfulausar. Embættismaður í bandariska innanríkisráðu- neytinu viðhafði þessi ummæli við bandarísk blöð og vísaði sérstaklega til Jórdaníumanns nokkurs sem látinn var laus úr Fiat græðir og hyggur á endurnýjun verksmiðja Turin, Italía-Reuter. ■ Fiat mun á næstu þrem árum verja 8 þúsund milljörðum líra, eða sem svarar um 140 milljörð- um ísl. kr. til að endurnýja bílaverksmiðjur sínar og koma þeim í nýtískulegra horf. Miklu af fénu verður varið til rann- sókna og hönnunar bíla. Angelli forstjóri Fiat tilkynnti þetta í gær eftir aðalfund fyrirtækisins. Á síðasta ári varð hagnaður af bílaframleiðslunni eftir nær áratugs taprekstur. Flagnaðin- um verður varið til endurnýjun- ar og einnig verður hlutafé aukið. Agnelli sagði að skæð- ustu keppinautarnir í Evrópu, þar sem Fiat hefur um 13% heildarsölunnar á bílum, væru bandarísku risarnir í þessum iðnaði, en mikill uppgangur er í bílasmíði vestan hafs. Ford og General Motors nýta gífurlega aukinn hagnað til að efla söluna í Evrópu. Heimilistækjaframleiðsla fyrirtækisins gengur ekki eins vel. Zanussi, sem er dótturfyrir- tæki Fíat. er stórskuldugt og fjárvana. Aukið mun við hluta- féð og þar að auki mun sænska fyrirtækið Electrolux kaupa 49% í Zanussi og verður það rekið undir sænskri stjórn. varðhaldi í Grikkalandi þrátt fyrir að bandarískir og breskir leyniþjónustumenn hefðu lagt fram sannanir um að maðurinn væri hryðjuverkamaður. Gríski embættismaðurinn staðfesti að Jórdaníumaður- inn, Fuad Hussein Shara, hefði setið í grísku fangelsi í mánuð en engin heimild hefði verið til að gefa út ákæru á hendur honum og engin ástæða hefði verið til að afhenda hann bandarískum yfirvöldum til yfirheyrslu eins og þau hefðu farið fram á. Hann sagði að Grikkir legðu áherslu á að koma í veg fyrir ofbeldisverk skæruliða og þessi tilraun til að sýna framá að Grikkland sé ekki á móti hryðjuverkamönnum væri al- gerlega tilhæfulaus. Tími selkópaveiðinnar er nú runninn upp í Alaska. Þessi mynd er tekin á eyjunni St. Paul, þar sem jafnan er drepið mikið af kópum og er aðferðin sú að rota þá með kylfum. Um 22 þúsund kópar verða drepnir í Alaska í ár. POLFOTO-Símamynd GEISLAVIRKUR SAND UR TIL VIDVÖRUNAR Hanovcr-Reuter. ■ Kjarnorkuandstæðingar í Hanover sögðu í gær, að þeir hefðu sent vestur-þýskum stjóm- málamönnum og iðnfröm- uðum 24 pakka sem í er geisla- virkur sandur. Sandurinn var tekinn í nágrenni kjarnorkuvers í Brctlandi, og segja kjarnorku-. andstæðingarnir að hann sé vel geislavirkur. Meðal þeirra sem fá geisla- virka sandinn eru Helmut Kohl kanslari og Ernst Albrecht for- sætisráðherra Neðra-Saxlands. Þcssar aðgerðir eru til að mót- mæla því að reist verði verk- smiðja í Hanover, sem á að endurvinna úrgangsefni úr kjarnorkuverum. fsraelskur landamæravörður: Særði fimm ungmenni Beit Jaila-Reuter ■ Fimm palestínskir ung- lingar særðust þegar ísraelskur landamæravörður skaut af vél- byssu á steinsteyptan veg fyrir framan þau meðan á vega- bréfskoðun stóð við vegatálma nálægt Betlehem í gær. Unglingarnir voru farþegar í þrem langferðabílum sem voru á leið frá flóttamanna- búðum til Galileu í ísrael en þar ætluðu unglingarnir að halda hátíð til að fagna föstu- lokunum. Að sögn lækna særðust unglingarnir á fótum af steinsteypubrotum. Unglingunum og tals- mönnum hersins bar ekki sam- an um atvik. Einn unglinganna sagði fréttamanni Reuters í sjúkrahúsinu að eftir að þeir hefðu verið yfirheyrðir í þrjár klukkustundir hefði einn lög- reglumaðurinn skipað 20 far- þegum að setjast og standa upp til skiptis á vegarbrúninni. Þegar þeir neituðu og hrópuðu að lögreglumanninum hóf hann skothríð. Talsmenn hersins sögðu að unglingarnir hefðu hótað að drepa lögreglumanninn og hann hefði þá fyrst skotið upp í loftið og síðan á jörðina. Þeir sögðu að lögreglan hefði feng- ið upplýsingar um að meðal farþeganna hefðu verið stuðn- ingsmenn PLO samtakanna og það hefði verið ástæðan fyrir því hvað yfirheyrslurnar tóku langan tíma. tilkynningar Útivistarferðir Símar: 14606 og 23732 Miðvikudagur 4. júlí kl. 20 Strompahellar. Hellaskoðun. Fjölbreyttar hellamyndanir. Hafið Ijós með. Verð 250 kr. Fríttf. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ bensínsölu. Sumardvöl í Þórsmörk. Fimmtud. 5. júlí kl. 8.00. Lengið heigarfríið eða dveljið heila viku í Básum. Góð gistiaðstaða. Einnig dagsferðir alla sunnudaga. Uppl. á skrifst. Lækjarg. 6a. Sjáumst. Útivist Útivistarferðir Símar: 14606 og 23732 Helgarferðir 6.-8. júlí 1. Þórsmörk. Góð gistiaðstaða í Útivistarskálan- um Básum. Gönguferðir við allra hæfi. Kvöld- vaka. 2. Purkey - Breiðafjarðareyjar. Náttúruparadís á Breiðafirði. Fuglaskoðun. Náttúruskoðun. Sigl- ing m.a. í Klakkseyjar. Tilvalin fjölskylduferð. 3. Öræfi - Skaftafell Gönguferðir í þjóðgarðin- um. Snjóbílaferðir í Mávabyggðir. 4. Öræfajökull Tjaldað í Skaftafelli. 5. Landmannahellir - Rauðfossafjöll. Tjaldferð. Fjölbreytt svæði á Landmannaafrétti. Upplýsingar og farmiðar á skrifst. Lækjargötu 6a, símar: 14606 og 23732. Sjáumst. Ferðafélagið Utivist atvinna - atvinna Tvo kennara vantar að grunnskóla Djúpavogs. Upplýsingar í síma 97-8819, 97-8890 eða 97- 8838. UMFERÐARMENNING STEFNULJÓS skal iafna gefa Sjúkraþjálfarar - Ljósmæður Sjúkrahús Skagfirðinga Sauðárkróki óskar að ráða Sjúkraþjálfara frá 1. sept. ’84 eða eftir nánara samkomulagi. Ljósmóður til afleysinga frá 15. ágúst til 30. september. Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri á staðnum og í síma 95-5270. Hjúkrunarforstjóri

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.