NT - 11.07.1984, Blaðsíða 2

NT - 11.07.1984, Blaðsíða 2
 u ■ „Við Norðmenn get- um margir skiliö dálítið í íslensku, lesið hana t.d og jafnvel sagt einfaldar setn- ingar, en það er mjög erfitt að skilja hana tal- aða,“ segir Ragnvald Mot- land frá Stavangri - vina- bæ Neskaupstaðar. NT-mynd Svanfriður Áríðandi að halda tenglsum milli Norðurlandanna „Erum mjög lík“ - segir Ragnvald Motland frá Stavangri Frá fréttaritar NT á Ncskaupstað: ■ Kontaktmannafundur nokkurra norrænna_vina- bæja Neskaupstaðar var haldinn í Neskaupstað dagana 29. júní til 1. júlí. Hafa þessir vinabaíir keðju sín á milli.Her voru að þessu sinni staddir full- trúar frá Esbjerg í Dao- mörku, Eskilstuna í Svíþjóð, Jyváskylá í Finn- landi og Stavangri í Nor- egi. „Við erum að skipu- leggja mót í Stavangri í ágúst næsta ár. Næsta ár er kallað af Sameinuðu þjóðunum „Ár unga fólksins" og það er helsta umræðuefni okkar núna. Allur heimurinn er raunar að ræða um hvað hægt sé að gera fyrir unga fólkið," sagði kontaktmaðurinn Ragnvald Motland frá Sta- vangri, sem fréttaritari hitti að máli í Mjóafirði. En þangað hafði hann ásamt öðrum fundar- mönnum og fjölskyldum þeirra brugðið sér í skoð- unarferð að fundi loknum. „Við kontaktmenn erum tveir í hverju landi og hittumst árlega í ein- hverjum vinabæjanna. Með okkur hér í Neskaup- stað voru m.a. borgar- stjórar Stavanger og Es- bjerg ásamt bæjarstjóra Neskaupstaðar. Okkur jinnst mjög áríðandi að halda þessum tengslum milli Norðurlandanna. Við erum mjög lík, en tungumálin ekki alveg eins. Við Norðmenn get- um margir skilið dálítið í íslensku, lesið hana t.d. og sagt einfaldar setning- ar. En það er mjög erfitt að skilja hana talaða. Finnskan er líka mjög erfið,“ sagði Ragnvald. K. Jónsson flytur inn rækju - meðan aðrir hóta lokun! ■ Borga rækjuvinnslufyrir- tækin útgerðinni undir borðið á sama tíma og þau hóta að fiætta að taka á móti rækju vegna þess að verðið sé of hátt? Þessi spurning gerist óneitanlega áleitin þegar það kemur í Ijós að farið er að flytja inn rækju til vinnslu. Það erniðurstaða K. Jónsson- ar & Co á AkureyrT, sem nú hefur brugðið á það ráð að hefja innflutning á rækju, og í gær var skipað upp á Akureyri 250 tonn- um af rækju, sem fyrirtækið hefur keypt frá Sovétríkjunum. Kristján Jónsson, framkvæmda- stjóri, sagði í símtali við NT í gær, að rækjan væri á mjög svipuðu verði og rækja væri hérlendis. Ástæðan fyrir þessum - kaupum væri hins vegar einfald- lega sú, að rækja hefði ekki fengist hér þrátt fyrir að.eftir því hefði verið leitað. Hann bætti því síðan við að svo virtist sem sumum bátum hefði „boðist betra annars staðar.“ Þegar Kristján var spurður hvort þetta þýddi að vinnslu- fyrirtæki væru farin að borga undir borðið fyrir rækju, svaraði hann: „Ég hef grun um það.“ Kristján kvaðst þó vilja taka fram, að fleira kæmi hér til. Þannig hefðu nýjar vinnslur komið til á ýmsum stöðum í nágrenninu og annars staðar hefðu afköst verið aukin. Bátar frá þessum stöðum, sem áður hefðu landað hjá sér, væru nú farnir að leggja upp í heima- höfn. Svo sem kunnugt er hefur verð á frystri rækju lækkað mjög á heimsmarkaði frá ára- mótum og sala dregist saman. Þetta mun hins vegar ekki gilda um niðursoðna rækju enn sem komið er, og öll þau 250 tonn, sem landað var fyrir norðan í gær.eru þegar seld fyrirfram, að sögn Kristjáns. Hann bætti því við að niðursuðan ynni úr um 3000 tohnum á ári. Það sem af er þessu ári hefði verið unnið úr um 1500 tonnum þannig að enr væru möguleikar til að kaupr íslenska rækju - ef menn vildu selja. Sjúkraliðaskóli Íslandsútskrifar27. hópinn ■ Sjúkraliðaskóli íslands hefur nú útskrifað 27. hópinn frá skólanum. Að þessu sinni útskrifuðust tuttugu og sex sjúkraliðar. Núverandi skólastjóri Sjúkraliðaskólans er Kristbjörg Þórðardóttir. Blaðamenn ófróðir um neytendamál ■ Norræna embættismanna- nefndin um neytendamálefni gaf nýlega út skýrslu um ráð- stefnu um blaðamennsku á sviði neytendamála, sem haldin var á vegum nefndarinnar í Blaða- mannaskólanum í Árósum í maí í fyrra. Á ráðstefnunni var m.a. fjall- að um menntun blaðamanna á sviði neytendamála og töldu flestir fulltrúanna að fræðslu um þau mál meðal blaðamanna væri rnjög ábótavant. Þátttakendur voru yfirleitt sammála um að forráðamenn fjölmiðla hefðu ekki mikinn áhuga á að birta efni um neyt- endamál. Var því m.a. haldið fram að forráðamenn dagblaða óttuðust stundum að slík um- fjöllun kynni að hafa slæmar fjárhagslegar afleiðingar í för með sér. Þá var bent á að sjónar- mið neytenda stangast stundum á við sjónarmið atvinnurek- enda. Einnig var minnt á að erfitt getur verið að fjalla um neytendamál á þann veg að það veki áhuga almennings. Einn ad austan ■ Álfkona birtist Tékka og gaf honum þrjár óskir. OK sagðiTékkinn. Ég vil að Kín- verjar ráðist inn í Tékkó- slóvakíu. Þá áttu tvær óskir eftir, sagði álfkonan. Já, ég vil að Kínverjar ráðist aftur inn í Tékkóslóvakíu. Álfkonan varð sem þrumu lostin, og sagði nei, maður minn, hví viltu leiða þvílíkar hörmungar yfir þjóð þína. Skítt með það, sagði Tékkinn, en skilurðu, Kín- verjar þurfa að fara sex sinn- um yfir Sovétríkin til að ráð- ast þrisvar á Tékkóslóvakíu. Fundarfært í nefndinni ■ Þessa sögu seljum við ekki dýrara en við keyptum, en nokkuð langt mun um liðið síðan hún gerðist. Oddvita í sveitarfélagi nokkru úti á landi barst ráð- herrabréf, þar sem tilkynnt var að skipuð skyldi áfengis- varnarnefnd í sveitinni. 1 bréfinu var tilgreint nafn manns, sem ráðherra sagðist skipa formann nefndarinnar, og fór jafnframt fram á að oddviti tilnefndi tvo menn til viðbótar í nefndina. Brást oddvitinn vel við þessari bón og skrifaði óðar bréf til baka. Síðan liðu nokkur ár uns þar kom, að ráðherrann tók að undrast að aldrei skyldi heyrast stuna né hósti frá nefndinni. Hún skilaði aldrei skýrslu og þótt formanni nefndarinnar væru ítrekað send bréf og áminningar, barst aTdrei svar. Að endingu þótti ráðherr- anum ekki lengur mega standa við svo búið. Brá hann á það ráð að hringja, í oddvita sveitarinnar og krefja hann um skýringar. Þá kom í Ijós að við skipan nefndarinn- ar hafði ekki tekist betur til en svo að ráðherrann hafði skipað látinn mann í for- mannsembættið. Oddvitinn sagðist ekki hafa séð sér ann- að fært en að skipa tvo látna með honum, svo mennirnir gætu hist. Riðuveikin og Ríkisútvarpið ■ Pistill útvarpsins um riðuna hefur eðlilega vakið athygli allra áhugamanna um sauðkindina. Furðu kveikir - hvernig riðan hefur breiðst út milli landsfjórðunga þrátt fyrir öflugar sauðfjárveiki- varnir', hvað mest eftir 1950, einmilt eftir að allar varnir hafa verið stórefldar. Ágisk- anir og kenningar dýralækna um að riðan smitist með heyi. rúningsklippum, fólki og guð má vita hverju eru missenni- legar að mati sumra áhuga- manna um riðuna. Þannig hafði riðuveikis- áhugamaður sem NT dropar hittu að máli kenningu í málinu á hraðbergi. Hann benti í upphafi á að fyrr- nefndir smitvaldar svo sem hey og rúningsklippur, sem vinnumenn og aðrir báru milli sveita, hafi alltaf verið fyrir hendi. Eini raunhæfi möguleikinn til smits sé að WtöIHH riðan smitist með jarmi, - smitsjúkdómurinn myndist við hljóðbylgjur sem jarmið framkallar. Nú væri að sjálf- sögðu hverju orði sannara að sauðfé hafi alltaf jarmað. Auk þess nær venjulegt jarm ekki milli fjórðunga þó hátt sé jarmað. Hitt er svo annað mál, að með tilkomu útvarps- ins hafi nienn tekið upp á því að útvarpa jarmi í tíma og ótíma. Má þar nefna ýmsa skemmti - og sprellþætti í - gegnum tíðina og einnig inn- lendar og erlendar hljóm- plötur. Dæmi eru Bætiflákar, Þokkabót og Matthildur Ríkisútvarpsins. Sauðkindin nemur svo jarmið þar sem það rennur eftir öldum ljós- vakans. MiðyiRudagur 11. júlí 1984 2

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.