NT - 11.07.1984, Blaðsíða 7

NT - 11.07.1984, Blaðsíða 7
■ Borgarspítalinn er venjulega baggi á borgarsjóði, þar sem öll rekstrarútgjöld eru sótt beint í borgarsjóð. Síðan koma endur- greiðslur frá ríkinu. Um áramótin átti borgin útistandandi 8,4 milljónir króna vegna daggjalda og lagðar höfðu verið út tæpar 30 milljónir vegna rekstrarhalla. Tvöaðskilinmál ■ Það var rétt ráðið af Ólafi Harðarsyni, þegar hann stjórnaði skoðanakönnuninni um viðhorf manna til öryggis- og utanríkismála, að blanda ekki saman afstöðunni til aðildarinnar að Nato og afstöðunni til herstöðvarinnar í Keflavík. Frá upphafi hefur verið litið á þetta sem tvö aðskilin mál. Það var von margra, þegar aðildin að Nato var ákveðin, að með henni yrði tryggt, að ísland gæti losnað við herstöðina, sem þá var á Keflavíkur- flugvelli. Þetta kom glöggt fram í máli þeirra stjórnmáiamanna, sem mæltu með aðildinni að fíF Miðvikudagur 11. júlí 1984 7 LlU Vettvangur L J Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð í lausasölu 25 kr.og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent hf. mismuninum eða 27 milljón- um. Ári fyrr var eigið veltufé 85 milljónir. Það lækkaði því á árinu um 58 milljónir. Skamm- tímaskuldir hækkuðu á árinu úr 251 milljón í 514 milljónir eða hvorki meira né minna en um 263 milljónir kr. Þessu var mætt þannig: Y firdráttur á Landsbanka og bókfærðir en ógreiddir tékkar hækkaði um 115 millj. kr. Erlend skammtímalán hækk- uðu um 50 millj. kr. Inneign fyrirtækja og stofnana hjá borgarsjóði hækkaði um 95 milljónir og geymdar voru 3 milljónir sem fara áttu til bygg- inga fyrir aldraða. Langtímaskuldir hækkuðu á árinu um 88 milljónir króna, úr 64 millj. í 152. Veltufjármunir og skammtímaskuldir. Langur kafli í ræðu borgar- stjóra er hann fylgdi reikningn- um úr hlaði fjallaði um veltu- fjárstöðuna og hvers vegna hún væri svo slæm. Vissulega er hún á hættumörkum. Veltufjármunir eru þeir fjár- munir kallaðir sem ætla má að hægt sé að grípa til fyrirvaralít- ið eða innan 12 mánaða. Á sama hátt eru skamm- tímaskuldir þær skuldir sem gjaldfalla á svipuðum tíma. Með því að deila skammtíma- skuldum í veltufjárupphæðina finnst veltufjárstuðull. Eigi greiðslustaða að vera þolanleg þurfa veltufjármunir að vera allmiklu hærri en skammtíma- skuldir. I reikningnum eru veltufjár- munir taldir 541 milljón og skammtímaskuldir 514 millj- ónir. Þetta gefur veltufjárstuð- ulinn 1.05. Ekki er því sama hvað talið er í reikningi til veltufjár. Þarert.d. talinskuld íþróttasjóðs ríkisins að upp- hæð 32 millj. Þessi skuld hækk- aði um 5 millj. á s.l. ári. Þar er talin upphæð á bið- reikningi sem nemur 48 rnillj- ónum og hækkaði milli ára um 45 millj. Útistandandi gatna- gerðargjöld eru talin 18 millj. en voru 9 millj. ári fyrr. Þá er víxileign vegna gatna- gerðargjalda að upphæð 55 milljónir. Veltufjárstaðan verri en nokkru sinni Veltufjárstaða borgarsjóðs hefur aldrei hin síðari ár verið jafn slæm og um síðustu ára- mót. Undanfarin 6 ár hefur hún verið eins og hér segir við ársuppgjör: 1978 1.97 1979 2.53 1980 2.05 1981 1.79 1982 1.34 1983 1.05 Þessartölurtalaskýru máli. Ábyrgðir Á blaðsíðu 186 og 187 er skrá um ábyrgðir sem borgar- sjóður er í. Samtals nema þess- ar ábyrgðir tæpum 170 milljón- um króna. Bæði er um að ræða einfaldar ábyrgðir og sjálf- skuldarábyrgðir. Rétt er að vekja athygli á því sem staðið hefur um ábyrgðir í skýrslum endurskoðenda undanfarin ár. „Auk tilgreindra ábyrgða er borgarsjóður í fullri ábyrgð fyrir þeim tjónum sem Hús- .tryggingar Reykjavíkur kunna að vcrða að greiða umfram þær bótakröfur, sem gert er ráð fyrir í reikningum þeirra." Sú spurning vaknar vissu- lega hvort rétt sé að borgin sjálf hafi einokun á öllum trygg- ingum fasteigna í' borginni. Meira frjálsræði í þeim efnum mætti vissulega skoða. Hrikaleg hækkun útsvara Ekki er hægt að skiljast svo við reikninga borgarinnar árið 1983 að minnast ekki á árið í ár sem nú er vel hálfnað. Eins og reikningar bera með sér og rakið hefur verið voru algjör lausatök á fjármálunum á s.l. ári, sem bjargað var með því að taka lán hjá fyrirtækjum borgarinnar, erlend lán og auka yfirdrátt á hlaupareikn- ingi í Landsbankanum um nær- fellt 100 milljónir. Það er spá mín að borgar- sjóður muni rétta við á þessu ári, enda voru álögur stór- hækkaðar þannig að Reykja- víkurborg er með hæstu álags- prósentur allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu gagnstætt því sem áður var. Kemur þetta frarn í yfirliti Sambands ísl. sveitarfélaga í riti þess, Sveit- arstjórnarmálum. Borgarstjórnarmeirihlutinn virti að vettugi tilmæli fjármálaráðherra um að miða hækkun álagðra gjalda við áætlaða hækkun rekstrarkostn- aðar milii áranna 1983 og 1984 sem Þjóðhagsstofnun taldi að verða mundi 20-22%. Rckstrarútgjöld borgarinn- ar hækkuðu aðeins um 22% í fjárhagsáætlun lyrir þetta ár. Tekjupóstarnir voru hins vegar hækkaðir að meðaltali um 42% eða 20% umfram útgjaldaaukninguna. Þannig hækkuðu Fasteignagjöldin um 64% Aðstöðugjaldið um 52% Útsvarið um 42% Hætt er við að ýmsum bregði í brún þegar álagningarseðlarnir birtast næstu daga. Þá hækkuðu gjöld Vatns- veitunnar um 57% og að því var stefnt, er fjárhagsáætlun var gerð.að gjaldskrá HR. hækkaði á árinu um 82%. í stuttu máli: Meðan áætlað var að rekstr- argjöld borgarsjóðs þyrftu að hækka um 300 milljónir milli áranna 1983 og 1984 og þá miðað við svipuð umsvif í ár og í fyrra voru álögð gjöld hækk- uð um nærri 700 milljónir. Aðeins hluti þeirrar upphæðar fer til að rétta hallann frá síðasta ári. -Sú spurning vaknar vissulega hvort rétt sé að borgin sjálf hafi einokun á öllum tryggingum fasteigna í borginni. Meira frjáisræði í þeim efnum mætti vissulega skoða. - Rekstrarútgjöld borgarinnar hækkuðu aðeins um 22% í fjárhagsáætlun fyrir þetta ár. Tekjupóstarnir voru hins vegar hækkaðir að meðaltali um 42%. Hætt er við að ýmsum bregði í brún þegar álagn* ingarseðlarnir birtast næstu daga. Nato. Menn gerðu sér þá vonir um, að það myndi nægja til að fæia hugsanlegan hernaðar- legan yfirgang frá íslandi, að aðildarríki Nato myndu líta á árás á ísland sem árás á sig. Jafnframt þessu kynntu þeir, sem fylgdu aðildinni, sér það ítarlega að aðildinni að Nato fylgdi engin kvöð um herstöð á íslandi á friðartímum. Þrír ráðherrar fóru þeirra erinda til Washington og fengu jákvæð svör. Framvinda alþjóðamála varð hins vegar sú á þessum tíma, að menn óttuðust, að styrjöld milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna gæti hafizt þá og þegar. Þessi ótti varð þó fyrst ríkur eftir að Kóreustyrjöldin hófst. Flest bendir líka til, að hún hefði getað leitt til allsherjarstyrjaldar, ef Truman hefði ekki skipt um yfirhershöfðingja. Það var undir þessum kringumstæöum, sem varnarsamningurinn við Bandaríkin var gerður vorið 1951. Uppsagnarákvæði samningsins sýna glöggt, að forráðamenn þjóðarinnar vildu halda honum aðskildum frá þátttökunni í Nato. Varn- arsamningurinn er uppsegjanlegur með 1 Vi árs fyrirvara, en Natosamningurinn gilti til 20 ára. Því miður hefur verið reynt að villa um fyrir þjóðinni í þessum efnum og hafa þar verið að verki þau öfl, sem annars eru andstæðust í þessum efnum, annars vegar æstustu herstöðva- andstæðingar og hins vegar hörðustu fylgismenn varnarsamningsins. Þeir hafa með ýmsum hætti reynt að túlka þessi tvö mál sem eitt. Það er ánægjulegt, að skoðanakönnunin, sem Ólafur Þ. Harðarson stjórnaði, hefur leitt í ljós, að fjölmargir hafa ekki látið blindast af þessum áróðri. Fylgi við herstöðina er mun minna en fylgi við aðildina að Nato. Sú stefna á því augljóslega mikinn hljómgrunn, að íslendingar búi ekki lengur við erlenda hersetu en þörf krefur, en aðild að vestrænu samstarfi verði eftir sem áður eðlileg og nauðsynleg. Það er niðurstaða skoðanakönnunarinnar, að 23% þeirra, sem spurðir voru, eru afgerandi fylgjandi herstöðinni, en 31% frekar hlynntir. Það er ekki fjarri lagi að álykta, að þeir sem telja sig frekar hlynnta herstöðinni, telja hana nauð- synlega, eins og sakir standa og ástatt er í alþjóðamálum, en óska ekki eftir henni, ef horfur batna í alþjóðamálum og sambúð ris- aveldanna verður friðvænleg. Þetta er eölileg og skynsamieg atstaða. Þótt kuldalega horfi nú í sambúð risaveldanna, getur það átt eftir að breytast. Þeirri von verða menn að halda í lengstu lög og vinna að því að hún geti ræst. Friðarbarátta, sem beitir sér fyrir gagn- kvæmri afvopnun, hefur aldrei átt meiri rétt á sér og er ánægjulegt til þess að vita, að í þeirri baráttu standa nú Varðberg og Samtök her- stöðvaandstæðinga hlið við hlið.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.