NT - 11.07.1984, Blaðsíða 26

NT - 11.07.1984, Blaðsíða 26
■ Séð yfír keppnissvæðið í Kefíavík, sem allt verður undirlagt af landsmótinu um helgina. M»nd víkurfréiiir/Píii Keiiiwn' Stórmót Miðvikudagur 11. júlí 1984 26 Enn vesen hjá Olsen ■ Enn er ekki endan- lega frá gengið hvort danski landsliðsmaðurinn Jesper Olsen muni leika með Manchester United næsta keppnistímabil. Olsen hefur skrifað undir fjögurra ára samn- ing hjá United, en for- ráðamenn Kölm Vestur- Þýskalandi halda því fram að hann hafí gert óformlegt samkomulag um að leika með því liði. Vilja þeir frá Olsen til sín og telja honum skylt að standa við orð sin. Mál- inu hefur verið vísað til nefndar á vegum UEFA og er gert ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á næstunni, að því er BBC sagði í gær. ■ Jesper Olsen Frá Eiríki Herinannssyni íþróttafréttamanni NT á Suóurnesjuin. ■ Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum íþrótta- unnanda að 18. landsmót U.M.F.Í. verður haldið 13.-15. júlí. Hundruð ungmenna hafa stundað æfíngar af kappi undanfarið til þess að koma vel undirbúin til þessara íslensku Olympíuleika. En landsmótið er meira en venjuleg íþrótta- keppni. Samkvæmt reglugerð um landsmót skal mótið fara fram með sem mestum menn- ingarblæ og félögum gefínn kostur á að kynna starfsemi sína á sem víðustum grundvelli. En víst er að íþróttirnar verða í brennidepli að venju, enda er áhuginn mestur á þeim. Mótið er haldið í Keflavík og Njarðvík að þessu sinni, í umsjá UMFK og UMFN. Gert er ráð fyrir að u.m.b. 1500 keppendur mæti til leiks og einnig má gera ráð fyrir miklum fjölda áhorfenda, áhangenda og annarra gesta. Talið er að mótsgestir á landsmótinu á Akureyri hafi verið um 10 þús- und og á Laugarvatni milli 25 og 30 þúsund. Hvort sem gestir verða 10 þús. eða 30 þús. þá munu bæjarbúar Keflavíkur og Njarðvíkur taka á móti þeim með þeirri gestrisni og höfðing- skap sem við Islendingar hrós- um okkur gjarnan af. Það sem af er sumri hefur verið unnið mikið starf við að bæta aðstöðu til íþróttakeppni og einnig er gert ráð fyrir víðáttumiklum tjaldstæðum í Njarðvíkum auk þeirrar aðstöðu sem tjaldstæð- um fylgir. Einstökum félögum verður úthlutað sérsvæðum á tjald- stæðunum. Þá geta félögin fengið afnot af skólastofum í Myllubakkaskóla eða Njarð- víícurskóla, sem verður þá n.k. fundarstaður eða skrifstofa. Tjaldbúðir keppenda verða við stórmarkaðinn Samkaup á bæjarmörkum Keflavíkur og Njarðvíkur. Fjölskyldubúðir verða rétt hjá keppendabúðun- um á nýju tjaldsvæði við sam- komuhúsið Stapa. Sérstakar unglingabúðir verða austan Reykjanesbrautar við hina nýju og glæsilegu kirkju Njarðvíkinga. Væntanlega verða unglingarnir eins og englar, svo nærri helgidómn- um. Það þarf augljóslega mörg brauð og marga fiska til að metta allan þann mannfjölda sem mótið sækir. Landsmóts- nefnd mun starfrækja mötu- neyti fyrir keppendur og starfs- menn í Stapanum. Þar verður hægt að kaupa mat fyrir alla dagana á vildarkjörum. Aðrir gestir verða að sjá um sig sjálfir ■ íþróttasvæðið í Njarðvík. krafti. og víst er að nóg verður um söluskúra. Þeir sem hafa rýmri fjárhag geta svo Ieitað til veit- ingahúsanna eftir magafylli. Auk matsölustaðanna verða fjölmargar verslanir opnar yfir mótshelgina, einnig bílaverk- stæði, hjólbarðaþjónusta og fleira sem þörf kann að vera á. Dagskrá mótsins er í stuttu máli þannig að keppni hefst í flestum íþróttagreinum eftir hádegi á föstudag en mótið verður sett þá um kvöldið með skrúðgöngu og útisamkomu. Keppni verður svo framhaldið á laugardag og sunnudag nán- ast óslitið. Landsmótinu lýkur svo á sunudag á hátíðarsam- komu sem hefst kl. 14.00 en formlega verður mótinu slitið kl. 18.00. Enginn skyldi þó halda að ekki verði slegið á léttari strengi. Dansleikir verða haldnir á vegum mótanefndar föstudag, laugardag og sunnu- dag í samkomuhúsinu Stapa og munu hinir frábæru Miðlar leika fyrir dansi, en þeir eru heimsfrægir um öll Suðurnes. Einnig verða kvöldvökur með ýmiskonar skemmtiatriðum föstudags- og laugardags- kvöld. Það má því búast við sérlega Þar verður einnig keppt af fullum Mynd Víkurféttir/Páll Ketilsson glæsilegu landsmóti í þetta sinn eins raunar oft áður. íþrótta- aðstaðan er hvar sem á er litið sérlega góð, 3 grasvellir, 2 malarvellir, 2 stór íþróttahús, 2 sundlaugar (önnur fyrir gesti) og fullkominn frjálsíþrótta- völlur. Starfsíþróttirnarfáekki síður góða aðstöðu en segja má að þær séu séreinkenni Ungmennafélagsmóta. Einnig er reiknað með sérstökum sýn- ingargreinum eða kynningar- greinum en þær verða: íþróttir fatlaðra, siglingar og golf, en þessa helgi mun Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja standa yfir á Hólmsvelli í Leiru. Móts- gestir ættu því að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi þessa þrjá sumardaga á Suður- nesjum. Og þá er líka takmark- inu náð. Það er von landsmóts- nefndar að sem flestir iands- menn sjái sér fært að sækja þetta glæsilega mót. Ýmsir góðir gestir hafa tilkynnt komu sína og skal þar fyrstan telja forseta íslands Vigdísi Finn- bogadóttur, menntamálaráð- herra Ragnhildi Helgadóttur, sem flytja munu setningar- ávörp á föstudagskvöldið, og heiðursgest mótsins Þorstein Einarsson fyrrverandi íþrótta- fulltrúa ríkisins. Landsliðið á Kalott ■ Frjálsíþróttasamband íslands hefur valið landslið íslands sem taka mun þátt í Kalott-keppninni 1984. Keppninn fer fram á Laug- ardalsvelli 17. og 18. júlí. Landsliðið verður skipað eftirtöldum: Karlar: 100 m: Þorvaldur Þórsson Jóhann Jóhannsson 200 m: Jóhann Jóhannsson Egill Eiösson 400 m: Aðalsteinn Bernharösson Egill Eiösson 800 m: Jón Diðriksson Guðmundur Skúlason 1500 m: Jón Diðriksson Brynjúlfur Hilmarsson 5000 m: Garðar Sigurðsson Magnús Friðbergsson 10000m: Sigurður P. Sigmundsson Ágúst Þorsteinsson 1/2 maraþon: Sigfús Jónsson Steinar Friögeirsson Stefán Friðgeirsson 110 m gr: Þorvaldur Þórsson I Breiðablik Afram BREKKTJ TAL MATVÖRUVERSLJUN Hjailabrekku 2 Kópav s43544 Kópavogi Kópavogsvelli íkvöldkl. 20.00 ! Breiðablik Kópavot Nýbýlavegi 10 Samlokur Hamborgarar o.fl. ;snesti Sími 42510 Sími 44566 RAFLAGNIR Gísli Sigurðsson 400 m gr: Þorvaldur Þórsson Aðalsteinn Bernharðsson 3000 m h: Hafsteinn Óskarsson Gunnar Birgisson Hástökk: Unnar Vilhjálmsson Gunnlaugur Grettisson Langstökk: Stefán Þ. Stefánsson Gísli Sigurðsson Þrístökk: Friðrik Þ. Óskarsson Kári Jónsson Stangarstökk: Kristján Gissurason Gísli Sigurðsson Kúluvarp: Eggert Bogason Helgi Þ. Helgason Kringlukast: Eggert Bogason Helgi Þ. Helgason Spjótkast: Unnar Garðarsson Unnar Vilhjálmsson Sleggjukast: Eggert Bogason Jón H. Magnússon 4x100 m boðhlaup: Jóhann Jóhannsson Egill Eiðsson Stefán Þ. Stefánsson Þorvaldur Þórsson 4x400 m boðhlaup: Þorvaldur Þórssoii Egill Eiðsson Erlingur Jóhannsson Aðalsteinn Bernharðsson Konur 100 m, 200 m: Oddný Árnadóttir Svanhildur Kristjónsdóttir 400 m: Oddný Árnadóttir Unnur Stefánsdóttir 800 m: Unnur Stefánsdóttir Súsanna Helgadóttir 1500 m: Lillý Viðarsdóttir Guðrún Eysteinsdóttir 3000 m: Hildur Björnsdóttir Elísabet Ólafsdóttir 100 mgr og 400 mgr: Helga Halldórsdóttir Valdís Hallgrímsdóttir Hástökk: Bryndís Hólm Þórdis Hrafnkelsdóttir Langstökk: Bryndís Hólm Birgitta Guðjónsdóttir Kúluvarp: Soffía Gestsdóttir Helga Unnarsdóttir Kringlukast: Margrét Óskarsdóttir Helga Unnarsdóttir Spjótkast: Birgitta Guðjónsdóttir Guðrún Gunnarsdóttir 4x100 m boðhlaup: Bryndís Hólm Oddný Árnadóttir Eva Sif Heimisdóttir Svanhildur Kristjónsd. 4x400 m boðhlaup: Oddný Árnadóttir Unnur Stefánsdóttir Helga Halldórsdóttir Rut Ólafsdóttir r

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.