NT - 11.07.1984, Blaðsíða 4

NT - 11.07.1984, Blaðsíða 4
 Miðvikudagur 11. Júlf 1984 Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Hull/Goole: Dísarfell ...........23/7 Dísarfell ........... 6/8 Dísarfell ...........20/8 Rotterdam: Dísarfell ...........24/7 Dísarfell ........... 9/8 Dísarfell ...........21/8 Antwerpen: Dísarfell . .........25/7 Disarfell .......... 10/8 Dísarfell ...........22/8 Hamborg: Dísarfell .......... 13/7 Dísarfell ...........27/7 Dísarfell ........... 8/8 Dísarfell ...........24/8 Helsinki/Turku: Hvassafell...........24/7 Hvassafell.......... 18/8 Larvik: Jan ................ 16/7 Jan .................30/7 Jan ................ 13/8 Jan .................27/8 Gautaborg: Jan .................17/7 Jan .................31/7 Jan ................ 14/8 Jan..................28/8 Kaupmannahöfn: Jan ................ 18/7 Jan ................. 1/8 Jan ................ 15/8 Jan .................29/8 Svendborg: Jan..................19/7 Jan ................. 2/8 Jan..................16/8 Jan..................30/8 Árhus: Jan .................20/7 Jan ................. 3/8 Jan..................17/8 Jan .................31/8 Leningrad: Hvassafell...........24/7 Gloucester, Mass.: Skaftafell...........29/7 Halifax, Canada: Skaftafell...........30/7 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavik Sími 28200 Telex 2101 ■ Ný hlaupabraut var lögð á íþróttavöllinn í Keflavík fyrir landsmótið, en hér á myndinni sést er verið var að leggja nýtt malbik á aðhlaupsbrautir á vellinum. Landmót UMFÍ hefst á morgun: Keppendur fleiri en nokkru sinni fyrr ■ Landsmót Ungmennafélags íslands verður haldið í Keflavík og Njarðvíkum dagana 12.-15. þessa mánaðar. Þetta verður 18. landsmótið, en þau eru hald- in á þriggja ára fresti. Kcppend- ui á mótinu verða um 1350, eða fleiri en nokkru sinni fyrr. Þá er gert ráð fyrir að gestir á mótinu verði 10-12 þúsund. Áætlaður kostnaður við framkvæmd mótsins 2,5-3 milljónir. Þótt landsmótið hefjist á morgun, fimmtudag, verður það ekki sett fyrr en á föstudags- kvöld. Setningarathöfnin verð- ur á íþróttarvcllinum í Keflavík og hefst kl. 20. Flutt verða ávörp, farið í skrúðgöngu og sýndir fimleikar og þjóðdansar, auk annarra skemmtiatriða. Vináttufélag íslands og Frakklands ■ Vináttufélag Frakklands og íslands var stofnað í ráðhúsi 7. hverfis Parísarborgar föstudag- inn 22. júní síðastliðinn. Til fundarins var boðað af franska þingmanninum Jean-Pierre Fourré. og sóttu hann um 80 manns. Tilgangur hins nýja félags er m.a. að auka þekkingu á menn- ingu, sögu og list íslands, auka samskipti landanna á sviði menningar og viðskipta og veita upplýsingar um líf og störf ísl- ensku þjóðarinnar. Þá var einn- ig rætt um aö gefa út tímarit um samskipti landanna, svo og skipulagningu fslandsviku í Frakklandi. Tuttugu manna stjórn og þriggja manna framkvæmda- stjórn voru kjörnar á stofnfund- inum. í framkvæmdastjórninni eiga sæti þeir Jean-Pierre Fourré, Marc Duez og Michel Ricart. Vináttufélagið tekur til starfa í haust. Mótinu verður svo slitið við hát'íðlega athöfn á sunnudags- kvöld kl. 18. Á mótinu verður keppt í 11 greinum, allt frá skák upp í sund. Meðal greinanna má nefna starfsíþróttir, en þær skiptast reyndar í sex þætti: Hestadóma, dráttarvélarakstur, jurtagreiningu, starfshlaup, línu- beitingu og loks munu keppend- ur leggja á borð. Öll 18 samtökin og hin átta félög innan UMFÍ senda nú keppendur á landsmótið, en það er í fyrsta sinn sem svo er, að sögn Þórhalls Guðjónssonar, formanns landsmótsnefndar. Fjölmennustu liðin koma frá Borgarfirði (HSK) og Kjalar- nesþingi (UMSK). Keppnin á landsmótinu fer fram á þremur íþróttavöllum í Keflavík og Njarðvíkum, sem og í íþróttahúsunum tveimur á stöðunum. Auk þess verða fjór- ir skólar undirlagðir fyrir mótið. Sem fyrr getur er gert ráð fyrir miklum fjölda gesta á mótið og verða reistar sérstakar tjaldbúðir í Njarðvíkum fyrir þá. Búðunum verður skipt í þrennt, og verður einn hluti fyrir keppendurna sjálfa, annar fyrir fjölskyldufólk og hinn þriðji fyrir unglinga. Síðustu vikurnar hefur verið unnið að endurbótum og við- gerðum á íþróttamannvirkjun- um, auk þess sem gengið hefur verið frá lóðurn, gangstígar lagðir og bílastæði gerð. Má nefna að lögð heíur verið ný hlaupabraut á íþróttavöllinn í Keflavík og sett upp 25 metra löng útisundlaug í Njarðvík. Kostnaður við þessar fram- kvæmdir nemur um 12 milljón- um kr. og skiptist þannig að Keflavíkurbær greiðir sjö millj- ónir og Njarðvíkurbær fimm. Steinþór Júlíusson, bæjarstjóri í Keflavík, sagði að mikið af þessum framkvæmdum hefði verið áætlað að gera á næstu árum, en þeim verið flýtt vegna mótsins. Albert K. • Sanders, bæjarstjóri í Njarðvík, tók í sama streng, en taldi þó að kostnaður hefði orðið um tvisv- ar sinnum meiri, en ef lands- mótshaldið hefði ekki komið til. Ánægðir í Staðarhólsá ■ Níu laxar voru komnir á land eftir hádegið í gær úr Staðarhólsá og Hvolsá í Saur- bæ. Veiði við vatnasvæðið hófst urn mánaðamótin og eru menn nokkuð ánægðir með árangurinn, að minnsta kosti ef mið er tekið af fyrstu dögun- um í fyrra, en þá hafði nánast ekkert fengist af laxi þann 10. júlí. Rúmlega sextíu laxar voru farnir í gegnum laxakistuna, sem er í árósnum og lax hefur stöðugt verið að ganga undan- farið. Það sem veiðst hefur hingað til er frekar vænt, sá stærsti 15 pund og nokkrir um 10 punda. Allir fiskarnir hafa fengist á maðk. Veiðimaður, sem var að veiðum við árnar í fyrradag, sagði að mjög mikið af bleikju væri einnig að ganga. Mikið af f iski í Laxá í Þing. Laxá í Aðaldal opnaði 10. júní og fór veiðin mjög vel af stað, eins og reyndar hefur komið fram hér áður. Hún hefur þó verið frekar dræm undanfarna daga, sérstaklega í Æðarfossum og þar fyrir ofan. Mikið af fiski mun þó vera um öll svæðin og veiðin er orðin mörgum sinnum meiri en á sama tíma í fyrra. Á Laxamýrarsvæðunum eru komnir vel á fimmta hundrað laxar á land á tólf stangir. Stærsti laxinn hingað til var tuttugu punda, en hann fékk Vigfús á Laxamýri á maðk í Æðarfossunum. Yfirleitt hefur laxinn verið geysivænn og fall- eg4y, mikið um 14 punda fiska. Smálaxinn er að ganga og hef- ur hann þegar látið nokkuð á sér kræla. Lítið hefur rignt í Þingeyjar- sýslum í suntar og er vatns- magn í Laxá með minnsta móti um þessar mundir. 300 upp á Urriðasvæðinu Urriðasvæðið í Laxárdal opnaði 1. júní í vor og um miðjan dag í gær voru komnir um 300 urriðar á land. Flestir hafa þeir verið frá 2 upp í 6,5 pund, meðalþyngdin nálægt 5 pundum. Einnig hefur fengið talsvert af smáfiski, sem veiði- menn hafa orðið að henda. Veitt er á 14 stangir á svæðinu og virðist nóg af fiski urn það allt. Hann virðist vilj- ugri til að bíta á agnið hjá sumum en öðrum, að minnsta kosti hefur afrakstur veiðanna verið mjög misjafn. Vigfús í veiðiþúsinu sagði að áin væri á uppleið núna eftir nokkurra ára lægð. I henni væri eingöngu veitt á flugu og hafa fengsælustu flugurnar ver- ið Þingeyingur, Teal and black og Night Hawk. Vigfús sagði ennfremur að veiðitölurnar úr ánni gæfu kannski ekki alveg rétta mynd af ánni. Júní hefði nýst afskaplega illa, en í júlí hefði aftur á móti farið að lifna yfir henni. Nýlega er búið að opna 24 herbergja veiðihús við Urriða- svæðið. Veiðileyfi eru seld á staðnum. Mokveiði á Langhóls- svæðinu Mokveiði var á Langhólssvæð- inu í Hvítá fyrstu dagana eftir að opnað var, 21. júní síðast- liðinn. Fyrsta hollið, þrjár stangir í tvo daga, fékk hvorki meira né minna en 26 laxa. 64% at- vinnu- lausra eru konur ■ Svo virðist sem at- vinnuleysi í landinu bitni nú rnun meira á konum heldur en áður. Um 64% atvinnuleysingja í júní síðastliðnum voru konur, samanborið við 53% at- vinnuleysingja í sama mánuði í fyrra. Talið er að þetta beri vott um að þenslan í efnahagslífinu hafi sérstkalega verið í hefðbundnum karlagrein- um, eins og byggingariðn- aði og verklegum fram- kvæmdum. Félagsmálaráðuneytið hefur áætlað að atvinnu- leysi í júní hafi verið0,7% af mannafla á vinnumark- aði. Þetta er um 0,2% minna atvinnuleysi heldur en í maí, en sama atvinnu- leysi og í júní í fyrra Atvinnuleysisdagar í júní voru samtals 18.600, sem jafngildir því að 860 manns hafi verið á at- vinnuleysisskrá allan mán- uðinn. En um l.lOOmanns voru atvinnulausir í maí. Atvinnuleysi hefur minnkað í öllum lands- hlutum nema á Vestfjörð- um og á Reykjanesi, þar sem það hefur aukist örlít- ið. Atvinnuleysingjarvoru í júní flestir á höfuð- borgarsvæðinu, eða 393, en næstflestir á Akureyri. eða 199. Umsjón Skafti Jónsson Næsta holl fékk 23 laxa. Síðan hefur veiðin verið minni, oftast 4 til 6 laxar á dag. Hátt á annað hundrað laxar eru komnir á land, sem er miklu betra en á sama tíma í fyrra, þó að veiðin þá hafi þótt viðunandi. Laxinn á Lang- hólssvæðinu er rígvænn, meðal- þyngdin 12 til 14 pund og mikið um 16 til 18 punda fiska. Sá stærsti, 19 punda, fékkst á maðk á laugardaginn. Aðal- lega er veitt á maðk á svæðinu, en einnig nokkuð á stórar túbur. Síðustu fréttir herma að laxagöngur séu á leið upp Hvítá og hafa laxabændur fengið talsvert í netin síðustu daga þannig að útlitið á Lang- hólssvæðinu er bjart.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.