NT - 11.07.1984, Blaðsíða 1

NT - 11.07.1984, Blaðsíða 1
Hið virta íþróttablað „Kicker“ í V-Þýskalandi: Asgeir og Schumacher - einir á heimsmælikvarða ■ Hið virta iþróttablað í V- Þýskalandi, kicker, birti í fyrra- dag val sitt á leikmönnum í v-þýsku Búndesiígunni í knatt- spyrnu, þar sem þeim er raðað niður í flokka, á heimsmxli- kvarða, í landsliðsflokki o.s.frv. Aðeins tveir leikmenn voru í umfjöllun blaðsins valdir á hcimsmælikvarða, Asgeir Sigur- vinsson, og þýski landsliðsmark- vörðurinn hjá Köln, Tony Schumacher. Blaðið segir meðal annars, að það sé skrýtið að eini leikmaður- inn úti á vellinum, sem sé á heimsinælikvarða í þýsku deild- inni, sé útlendingur, og það frá lítilli eldfjallaeyju norður í höfum. Einnig sé það merkilegt að þessi leikmaður hafí „verið frystur" hjá einu af stærstu fé- lögum landsins, Bayern Múnchen, áður en hann hafí getið sér frábært orð með VFB Stuttgart. bls. 26 og 27. Meira en milljón hverfur úr vörslu Borgarfógetaembættis Hver er Vegamótamaðurinn? • Starfsmenn embættisins ekki undir grun • Tveir í gæsluvarðhald í dag? ■ Bankabókainnistæður að upphæð eitthvað á aðra milljón króna hurfu úr vörslu skiptaréttar Borgarfógetaembættisins og hafa þrír menn verið handteknir vegna þess máls en einum þeirra var sleppt eftir yfirheyrslur. Ekkert af fénu hefur enn skiiað sér við rannsókn málsins. Yfir þeim tveim sem enn eru í haldi hefur verið krafist gæsluvarðhalds. Þeir hafa báðir verið starfslega tengdir embættinu um tíma en ekki er talið að fastir starfsmenn Borgarfógetambættis tengist málinu á nokkurn hátt. Tildrög rannsóknarinnar eru þau að 2. júlí reyndi maður að leysa háa fjárupphæð út úr bankabókum í Vegamótaútibúi Landsbankans. Fyrr þennan sama dag hafði þessara bóka verið saknað í skiptarétti Borg- arfógetaembættisins og var þá látið vita í bankaútibúinu þann- ig að ekki næðust fjármunir út úr bókinni. Manninum var því neitað um úttekt úr bókinni. Skundaði hann þá út úr bankan- um og hvarf fljótlega sjónum bankastarfsmanns sem veitti honum eftirför niður Banka- strætið. Að þessum atburðum af- stöðnum var hafin rannsókn á því hvort frekari verðmæti hefðu horfið úr vörslu skipta- réttar og kom í ljós að fleiri bankabækur höfðu horfið og mjög verulegar upphæðir horfið út af þeim. I fyrradag voru svo þrí menn handteknir vegna málsins en samkvæmt upplýs- ingum lögreglu er enn ekki vitað hvort maðurinn sem kom í Yegamótaútibúið sé einn þeirra. Einum hinna handteknu var sleppt eftir yfirheyrslur þar eð rannsókn málsins gaf ekki tilefni tilaðhefta ferðafrelsi hans með gæsluvarðhaldi. Yfirhinum hef- ur verið krafist varðhalds til 1. ágúst og mun dómari Sakadóms væntanlega taka afstöðu til kröf- unnar í dag. Enn er ekki upplýst hvernig mennirnir komust í hirslur embættisins en annar þeirra hef- ur undanfarið unnið sem vottur í tímavinnu hjá embættinu og hinn var við sömu störf fyrir nokkru. Ekki fengust um það upplýsingar hjá Rannsóknar- lögreglu hvort mennirnir hafa áður komist í kast við lögin. Þá herma heimildir blaðsins að mennirnir hafi enn ekki játað á sig sakagiftir. Hvorugur þessara manna taldist nokkurntíma fast- ur starfsmaður borgardóms og liggur enginn sem þar vinnur undir grun að sögn Þóris Odds- sonar vararannsóknarlögreglu- stjóra. Eigendur bankainnistæðn- anna í skiptarétti munu ekki bera neinn skaða vegna þessa máls. Rækja fflutt inn frá Sovétríkjunum - því innlend ffæst ekkifyrir gildandi verð sjá bls. 2 ■ Sænska stúlkan Yvonne Ryding var kjörin „Ungfrú alheimur“ í fegurðarsamkeppni sem fram fór í Miami, Florida í gær. Titilberi síðasta árs, Lorriane Downes krýnir hina nýju alheimsgyðju, sem auk titilsins fær 175 þúsund dollara (rúmar 5 millj. ísl. kr.) POLFOTO-Símamynd Ámorgun Gjaldþrotamál: Ömurleg lífsreynsla segir gjaldþrota viðmælandi NT ■ „Þetta er hreint ömur- legt, niðurdrepandi og leiðinlegt," sagði maður sem úrskurðaður hefur verið gjaldþrota. í NT í gær kom fram að gjaldþrotamálum hefur fjölgað mikið á þessu ári og að mikið er um fjárnám. Það hefur vakið athygli embættismanna, sem um mál þessi fjalla, að aukning er á gjaldþrotamálum einstakl- inga umfram fyrirtæki og fé- lög með atvinnurekstur. Maðurinn sem NT ræddi við skuldaði hátt í fimm hundruð þúsund krónur í skatta og ber mikla vaxta- byrði af þeim sökum en það var ekki skattaskuldin sem kom honum í koll á endanum heldur smáskuld upp á 17.000 krónur. Hvaða reglur gilda um gjaldþrot og af hverju verður fólk gjaldþrota? Þessari spurningu og fleirum verður reynt að svara í NT úttekt á morgun. Hvernig standa þín skuldamál - ert þú öruggur? Fleiri hundruð fasteignaauglýsinga á Ns. 10-17 í blaðinu í dag

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.