NT - 11.07.1984, Blaðsíða 23

NT - 11.07.1984, Blaðsíða 23
w Miðvikudagur 11. júlí 1984 23 Pertini forseti Ítalíu: Hyggur jaf nvel á annað kjörtímabil - þótt hann sé nú 87 ára að aldri. Kóm-Reuter ■ Eitt ár er nú eftir af sjö ára kjörtímabili Sandro Pertini forseta Ítalíu, og iíklegt þykir að það verði hans síðasta sem forseta, þar sem hann er nú 87 ára gamall. En vinsældir Pertin- is myndu sjálfsagt tryggja Pert- ini endurkjör á næsta ári ef honum dytti í hug að bjóða sig fram aftur. Og Pertini hefur haldið þeim möguleika opnum enda eru lítil ellimörk á honum að sjá. Ef hann sæti út annað kjörtímabil verður hann 95 ára gamall þegar því lýkur. Pertini er gamall þjóðfrelsis- skæruliði og hann sat 15 ár í fangelsi fasista á sínum tíma. Filippseyjar: Herferð gegn skæruliðum Manila-Reuter ■ Hermenn hafa fellt 51 grun- aðan skæruliða og einangrað aðsetur uppreisnarmanna í norðurhluta Filippseyja að sögn yfirmanna hers landsins í gær. Herferðin í Kalingahéraði, sem hófst 27. júní, er sú um- fangsmesta sem farin hefur ver- ið gegn hersveitum kommún- istaflokksins á Filippseyjum, en hann er nú bannaður. Herinn hefur misst einn mann í árásinni en hermenn og hryðju- verkamenn skiptast enn á skotum, að sögn talsmanns hersins. Hann hefur alltaf verið yfirlýst- ur sósíalisti en vinsældir hans meðal ítölsku þjóðarinnar liggja í því að hann er hafinn yfir dægurþras. Meðan minni spá- menn rífast yfir eyðslusemi kerfiskallanna vinnur Pertini hug og hjörtu ítala með skorin- orðum yfirlýsingum sínum og heilbrigðri skynsemi. Þegar Enrico Berlinguer leið- togi Kommúnistaflokksins lést grét Pertini við dánarbeð hans og lét síðan flytja kistu „bróður míns og félaga“ til Rómar í forsetaflugvélinni. Tveirn vik- um síðar notaði Pertini flugvél- ina til að flytja heim kistu Ant- onio Bisaglia, þingmanns kristi- iegra demókrata, sem fórst af slysförum. Pertini kom fyrst á óvart, eftir að hann var kjörinn forseti, þegar hann neitaði að búa í forsetaíbúðinni í Quirinalhöll- inni og hélt tryggð við látlausa íbúð st'na nálægt Treviogos- brunninum. En það sem festi hann fýrst og frernst í sessi sem mann fólksins, var þegar hann horfði á úrslitaleikinn í Heims- meistaramótinu í fótbolta árið 1982 og lét þá óspart í ljós gleði sína yfir sigri Ítalíu, á óforseta- legan hátt. Hann reyndi heldur ekki að leyna vonbrigðum síti- um þegar Liverpool vann Rorna í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í vor. Vinsældir Pertinis byggja þó á traustari grunni en á hæfi- leikum hans til að samsamast vonum og markmiðum ítölsku þjóðarinnar. Hann tók við for- setaembættinu af Giovanni Leone, sem varð að segja af sér vegna ásakana um að hann væri viðriðinn fjársvikamál. Veg- semd embættisins var því í lágmarki en Pertini hefur tekist að færa það aftur til vegs og virðingar. 1 augum margra er Pertini er vinsælasti forseti sem ítalir hafa átt í marga áratugi. Pertini tákn fyrir þjóðfélags- breytingarnar á Ítalíu á undan- förnum árum frá dögum land- lægra hryðjuverka skæruliða- sveita til kyrrðar og tiltölulegs stöðugleika nú. Pertini hefur löngum barist hatrammlega gegn mannrétt- indabrotum og hann gagnrýndi Argentínu opinskátt í fyrra fyrir þann fjölda pólitískra fanga sem horfið hafa þar sporlaust. En virðing Pertinis er það mikil að nú, tæpum tveim árum seinna, undirbúa Raol Alfonsin forseti Argcntínu og Argentínumenn af ítölskum ættum, konunglegar móttökur þegar Pertini er vænt- anlegur í opinbera heimsókn til Argentínu í haust. En Pertini fellur ekki alltaf í kramið. Hann var sakaður um afskiptasemi þegar hann reyndi að taka þátt í björgunaraðgerð- um vegna sex ára drengs sem féll í brunn og drukknaði fyrir þrem árum. Og um síðustu jól fagnaði hann ungu fólki sem mótmæltu uppsetningu banda- rískra eldflauga á Sikiley, en varð síðan að taka ýmis ummæli sín til baka þegar liann var sakaður um að hafa opinberlega grafiö undan stefnu ríkisstjórn- arinnar. Pertini hefur heimsótt Jórd- aníu og Bretland í ár. Hann hitti MargaretThatcher á topp- fundi Breta og ítala í vor og sagði þá við Thatcher: „Þú verður fegurri með degi hverjum." Og hún svaraði: „Og þú verður unglegri"! mgar atvinna - atvinna ■V Beitingamenn Okkur vantar beitingamenn um borð í Faxa G.K. 44 til grálúðuveiða í júlí og ágúst. Upplýsingar í síma 97-8880 og á kvöldin í síma 97-8922. Búlandstindur h.f. Djúpavogi. Laus staða ( viðskiptadeild Háskóla l'slands er laus til umsóknar hlutastaða dósents (37%) í rekstrarhagfræði (einkum í framleiðslu- fræði) Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. janúar 1985 til 30. júní 1987. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vís- indastörf umsækjenda, ritsmíðar og rann- sóknir svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 101 Reykjavík og skulu hafa borist fyrir 15. ágúst n.k. Menntamálaráðuneytið, 9. júlí 1984 TILLITSSEMI -ALLRA HAGUR tilboð - útboð Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. 2 vörubifreiðar VolvoF1025(árekstur) árg. 1982 Scania 111 (velta) árg. 1982 Fíat 127 árg. 1978 Mazda 3231500 árg. 1983 Mazda929 árg 1978 B.M.W.520I árg 1983 Ford Escord XR3 árg 1982 Ladast. árg. 1980 Bifreiðarnar verða til sýnis að Skemmuvegi 26, Kópavogi, mánudaginn 16.7 ’84 kl. 12-16. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, Ármúla 3, Reykjavík, fyrir kl. 16, þriðjudaginn 17.7’84. SAMVINNU TRYGGINGAR ARMULA3 SIMI81411 tilkynningar Hitttv MMnsalti SÍLSALISTAR Lausasölufólk óskast í dag og næstu daga. Mjög mikil sala og góð sölulaun. Mætum öll að Síðumúla 15. Reykjavík - Akureyn 3 steinsteypusögun f býður þér þjónustu sína við nýbygg ingar eða endurbætur eldra húsnæðis. Við bjóðum þér alhliða kranaþjónustu til hifinga á t.d. einingum úr steypu eða tré, járni, sperrum, límtrésbitum, þakplötum. Já,hverju sem er. Við sögum í steinsteypu fyrir dyrum, gluggum, stigaop- um, lögnum - bæði í vegg og gólf. Ennfremur kjarnaborum við fyrir lögnum í veggi og gólf. Þvermál boranna 28 mm. til 500 mm. Þá sögum við malbik og ef þú þarft að láta fjarlægja reykháfinn þá tökum við það að okkur. Einnig vörubifreið með krana og krabba, annast allan brottflutning efnis, og aðra þjónustu. Hífir leitast við að leysa vanda þinn fljótt og vel, hvar sem þú ert búsettur á landinu. Greiðsluskilmálar við allra hæfi. H F Fifuseli 12 109 Reykjavik simi 91-73747 Bílasími: 03-2183 KRANALEIGA - STEINSTEYPUSOGUN - KJARNABORUN

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.