NT - 11.07.1984, Blaðsíða 8

NT - 11.07.1984, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 11. júlí 1084 8 Band nútímans. Sumarógleðin ’84: Skemmtilegir tónleikar í Best ■ Sumaróglcðin 1984 var haldin ( Kópavogi. nánar til- tekið á unglingaskemmtistaðn- um Bcst á laiigardagskvöld. Þarna komu fram þrjár hljóm- sveitir, Rudc Boys, Þarma- gustarnir og Band nútímans. I’i ssar þriár hljómsveitir eru rjóminn af unglingahljóm- svcitum í Kópavogi, cn alít frá því að Fræbhlarnir komu fram árið 1978 heíur vcrið Ijörugt rokktónlistarlíf í bt^num. Eitthvað hefur hljómsveitum fækkað undanfarið skilst manni, cn þarna voru semsagt þrjár hljómsveitir. Fyrst á sviðið var Rudc Boys. Nafnið bcndir til ska- áhrifa, og það voru þó nokkur ska-áhrif í fyrsta laginu. Þctta var lctt og hrcssiicgt rokk, sem og önnur lög hljómsveitarinn- ar, cn hún spilaði 4 lög. Annað lagið var sennilcga besta lag þcirra, cn tvö þau síðustu hljómuðu cins og frckar slapp- ar stælingar á þcim fyrri, sér- staklega það næstsíðasta. Fyrir utan ska-áhrifin fannst mér eins og þcir félagar hefðu cin- hverntímann hlustað á Clash. Semsagt, ágætis hljómsveit sem þó mætti bæta lagasmíð- arnar aðeins. Næstir á svið voru Þarma- gustarnir. Þessi hljómsveit var mjög efnileg í vetur, en því miður hefur hún ekki staðið nógu vel við loforðin sem hún gaf þá. Hljómsveitin er eigin- lega enn í sömu sporum, þ.e. spilið er ágætt á köflum, kannski full einhæft, en söng- konan hefur enn ekki náð að samlagast hljómsvcitinni. Hún hefur ágæta rödd, þegar til hennar heyrðist í mixinu, en laglínurnar sem hún söng voru ekki mjög áhugavekjandi. Kannski bauð undirleikurinn ekki upp á áhugaverðar laglín- ur. Ég varð semsagl fyrir hálf- gerðum vonbrigðum með Þarmagustana. Mig grunar að meiri æfinggæti komiðhljóm- sveitinni vel. Síðust á dagskrá var svo Band nútímans. Ég hef ekki heyrt í hljómsveitinni áður, en greinilegt er að hér er á ferð- inni töluvert gott band. Sviðs- framkoman er ágæt og hressi- leg, þar scm hinar hljómsveit- irnar voru fremur daufar á sviði. Tónlistin er líka fjörug, hress og skemmtileg, popp- rokk í háum gæðaflokki. Reyndar heyrði ég ekki nema nokkur fyrstu lögin, en það var nóg til að sannfæra mig. Þetta er hljómsveit sem á framtíðina fyrir sér. Ekki er hægt að segja annað en hér hafi verið um skemmti- lega tónleika að ræða. Greini- legt er að Kópavogsbúar ætla ekki að láta deigan síga í rokkmálum sínum á næstunni. ■ Bjarni Hjartarson og dóttir hans Ólöf, sem syngur eitt lag á plötunni Við sem heima sitjum. Ný plata: Við sem heima sitjum ■ Hjón úr Búðardal. Anna Flosadóttir og Bjarni Hjartar- son hafa sent frá sér sína fyrstu plötu. Á plötunni, sem ber heitið „Við sem heima sitjum", eru 12 lög sem þau lijón hafa flutt á skemmtunum á undan- förnunt árum. Lögin sent eru öll eftir Bjarna, við Ijóð eftir ýmsa höiunda, hafa hvað flutning varðar tekið talsverð- um breytingum frá upprunan- um. Söngvarar eru auk Önnu: Pálmi Gunnarsson, Þuríður Sigurðardóttir, Bergþóra Árna- dóttir og Ólöf Halla Bjarna- dóttir, sem er 12 ára dóttir þeirra Önnu og Bjarna. Gunn- ar Þórðarson annaðist útsetn- ingar. Aðalhvatamaður að þessari útgáfu var Pálmi Gunn- arsson. Umsögn um plötuna mun birtast von bráðar í NT. Svar við bréfi ■ Okkur hefur borist bréf þar sem kvartað er yfir því að allt of sjaldan sé skrifað um hljómsveitir. Of litlar upplýs- ingar komi fram, og svo er beðið um að skrifað sé eitthvað fróðlegt um Duran Duran og myndir birtar. Bréfritarar vilja ekki að bréfið sé birt, en vilja hins vegar að þakkir til sjón- varpsins fyrir góða poppþætti séu birtar. Ég vona að það sé í lagi að segja frá innihaldi bréfsins og ætti ekki að skaða ykkur, bréfritarar. En varðandi efni bréfsins skil ég ekki hvað þið eruð að tala um. Hvað eftir annað hefur verið skrifað um hinar ýmsu hljómsveitir og margt fleira verið sagt um þær en nöfn og aldur. Ég held bara að þið lesið NT alls ekki nógu vel. Hvað með greinarnar um Cocteau Twins, REM, Sioux- sie & The Banshees og fleiri? Duran Duran höfum við lít- ið fjallað um fram að þessu og skal reynt að bæta úr því á á næstunni. Ég vil svo hvetja fólk til að skrifa síðunni og biðja um það sem það vill sjá á henni. Blaðið og síðan er jú fyrir ykkur, lesendur góðir, og það er mun auðveldara að skrifa poppið ef maður fær að vita hvað fólk vill lesa. ■ Duran Duran, sem óskað er eftir umfjöllun um. Hún kemur von bráðar... Oháði vinsældar- listinn ■ Jæja, þá er breakdansinn kominn á toppinn á LP-listan- um. Ikarus hverfur loks af toppnum eftir langa setu. Og í 3. sætinu sjáum við nýju plötuna með Siouxsie & The Banshees. Hin nýja platan á listanum er með Steve Ray Vaughn og var hann gítarleikari hjá Bpwie á Let’s Dance. Tónlist hans er í ætt við Jimi Hendrix. Á 12" listanum eru miklar hræringar, New Order halda að vísu toppsætinu en þar neðan við eru þrjár nýjar dansplötur frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Malcolm X ,er á leiðinni út eftir langa setu á listanum. Athyglisvert er líka að Duran Duran dettur alveg út eftir að hafa verið í 4. sæti í fyrri viku. Líklega eru menn búnir að fá nóg af The Reflex. LIMistinn: 1. (2) Breakin! ................... Ur kvikmynd 2. ( 1) Rás 5-20 .........................Ikarus 3. (-) Hyeana............. Siouxsie & The Banshees 4. ( 5) Head Over Heels........... Cocteau Twins 5. (-) Couldn’t Stand The Weather . Steve Ray Vaughn 6. ( 3) Let’s Start A War .............Exploited 7. ( 7) The Boys From Chicago . . Þorlákur Kristinsson 8. (10) The Smiths....................The Smiths 9. ( 8) 'I’he Top .....................The Cure 10. ( 4) City Baby’s Revenge ............ G.H.B. 12“ 45 snún. listinn: 1. (1) Thieves Like Us ...............New Order 2. (-) Lip Service ................ Beat Masters 3. (-) Zulu Groove ..................... Shango 4. (-) Do You Wanna Dance..................Noia 5. ( 5) O Brother ......................The Fall 6. ( 2) Blue Monday ..................New Order 7. (-) Let Me Love You.......... The Force M.D.’s 8. ( 3) No Sell Out ..................Malcolm X 9. ( 6) Dazzle............ Siouxsie & The Banshees 10. (9) Firring ...........................Firring

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.