NT - 11.07.1984, Blaðsíða 3

NT - 11.07.1984, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 11. júlí 1984 3 er með á nótunum Enn er komin ný sending af hinum frábæru Sanyo bíla tækjum og verðið er við allra hæfi. FT-280, tæki hinna kröfuhörðu. Verð aðeins kr. 11.305. 11.305, 15 sinusvatta endamagnari með minni bjögun en 1%. FM Stereo, (| mono, LW og MW. Sjálfvirkur stöðvaleitari með 132 minnum - 6 FM, 6 MW, og 1 LW. Tengill fyrir sjálfvirkt rafmagnsloftnet. SDK-um ferðarupplýsingamóttakari (notast erlendis) auto reverse (afspilun snældu i báðar áttir). Hraðspólun i báðar áttir. Lagaleitari. Dolby Nr suðueyðir. Stillingar fyrir metal, króm og normal snældur. Aðskildir bassar og diskant tónstillar. Balance stillir loudness. Innbyggð digital klukka. Staðgr. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbriuit 16 Simi 91 35200 ■ Ráðherrarnir á blaðamannafundi í gær. Á milli þeirra Matthíasarog Alvaro Barreto situr kona Barreto, Rakel Ferrera, en hún er jafnframt aðstoðarráðherra Barreto. Heimsókn Alvaro Barreto: Lauk í gær á undan áætlun árangurslitlar viðræður Barreto kemur af fundi ráðherranna í gær í ráðherrabústaðnum. Nl' Mynd Ámi Bjurna Á fundi ráðherranna voru einkum rædd mál sem varða innflutning Portúgala á íslensk- um saltfiski. Einnig ræddu ráð- herrarnir bið skipanna við Port- úgalsstrendur. Nú hefur Kefla- víkin þegar beðið nokkra daga og von er á Vesturlandinu fljót- lega til Portúgal, bæði rneð fullfermi saltfisks. Samkvæmt heimildum NT var árangur viðræðnanna tak- markaður, sérstaklega það sem snerti 12% toll á íslenskan saltfisk. Var nokkurt málþóf á fundinum og er sagt að Portúg- aiir hafi talið öll tormerki á að þessum tolli yrði hnekkt. NT spurði Barreto í gær hvort það samræmdist eðli fríverslun- arbandalaga að setja tolla sem þennan 12% toll á og að gera þjóðum mishátt undir höfði, en fiskur frá þjóðum sem gefa Portúgölum ívilnanir í fiskveið- um, lendir aðeins í 3% toll flokki. Barreto svaraði að tollur þessi stæðist algjörlega sam- kvæmt öllum alþjóðavið- skiptum og væri innan ramma GÁTT samkomulagsins (Gen- eral Agreement on Trade and Tariffs). Hann benti einnig á að heimild væri fyrir því að leggja á 20% toll. Barreto var einnig spurður um málefni stórfyrirtækisins SEPSA, sem vann í mánuði að undirbúningi að tilboðum í vél- ar Blönduvirkjunar en hætti svo við að bjóða í. í bréfi sem NT sá í gær hjá umboðsmönnum SEPSA á ísíandi, þeim Magnúsi J. Árnasyni og Ásgeiri Kristins- syni, frá SEPSA, kom fram að fyrirtækið treysti sér ekki til að bjóða á móti fyrirtækjasam- steypu, portúgalskri, sem bjóða mun í vélarnar. Segir í bréfinu að þar sé um að ræða verk- smiðjur sem hafi verið þjóðnýtt- ar og treysti fyrirtækið sér ekki til að bjóða á móti hálfopinber- um aðilurn. Barreto sagði að hér hefði ekki verið um nein opinber afskipti að ræða og að í fyrir- tækjasamsteypunni væru tvö einkafyrirtæki ogeitt ríkisrekið. Heimsókn Barreto lauk, einsog fyrr sagði, fyrr en áætlað var og hélt hann heimleiðis nú í morg- un með .föruneyti sínu. Leiðrétting ■ Þau mistök áttu sér stað í NT frétt í gær, að Björn Hall- dórsson lögfræðingur var sagður vera forstöðumaður skólaskrif- stofu Reykjavíkur. Hið rétta er að Björn er forstöðumaður fjármáladeildar hennar en Ragnar Georgsson er hins vegar forstöðumaður kennslumála- deildarinnar. Blaðið biðst vel- virðingar á þessum mistökum. ■ Heimsókn Alvaro Barr- eto, viðskiptaráðherra Port- úgal lauk í gærkvöld, degi áður en áætlað var. Hafði ráðherrann haft afskipti af töfum sem íslensk skip hafa orðið fyrir í höfnum í Portúgal. Hann mun reyna að leysa það mál jafnskjótt og hann kemur til Lissabon. Samkvæmt heim- ildum var árangur viðræðn- anna ekki mikill. „Ég hef trú á að þegar ég kem til Lissabon á morgun þá verði mál þetta leyst,“ sagði Alvaro Barreto, viðskiptaráðherra Portúgal í gær um vanda ís- lensku skipanna sem beðið hafa löndunar við Portúgal. Barreto sagði á blaðamanna- fundi í gær að bið skipanna væri vegna einhverra vandamála sem komið hefði til vegna nýrrar reglugerðar um tolla í Portúgal. í þeirri reglugerð er gert ráð fyrir 12% tolli á íslenskan saltfisk. Ákvörðun þessi sætti mikilli gagnrýni íslensku fulltrú- anna á síðasta EFTA fundi í Visby nú í vor. MatthíasÁ. Mathiesen við- skiptaráðherra sagði á blaða- mannafundi í gær að viðræður ráðherranna hefðu verið gagn- legar og að íslendingar hefðu skýrt sjónarmið sín fyrir Portúg- ölum. Vígalegur símamaður ■ Þessi vígalegi starfsmaður Pósts og síma vakti athygli okkar þar sem hann arkaði um Múlahverfið og mundaði sívalning. Sívalningur- inn reyndist við nánari eftirgrennslan vera tæki til að finna símalínur. Með því er hægt að finna misfellur í jörðu niðri og rekja símajarðstrengi um borgina þvera og endilanga. Ekki mun hægt að nota tækið til að hlera símtöl almennings, enda vafalítið til minna áberandi leiðir til að stunda þá iðju. NT-mynd: Ámi Bjarna

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.