NT - 11.07.1984, Blaðsíða 6

NT - 11.07.1984, Blaðsíða 6
 ÍTÍ? Miðvikudagur 11. júlí 1984 6 IlIÍ Vettvangur ■ Til skólabygginga hafði verið áætlað að verja 51 milljón króna en varð ekki nema 35 milljónir. Skammtímaskuldir borgarsjóðs hækk- uðu um 263 milljónir á síðasta ári eftir Kristján Benediktsson, borgarfulltrúa ■ Reikningur Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1983 var sam- þykktur af borgarfulltrúum meirihlutans á fundi borgar- stjórnar s.l. fimmtudag. Stjórn endurskoðunardeild- ar sem skipuð er borgarendur- skoðanda og tveimur kjörnum endurskoðendum lagði fram skýrslu um reikninginn þar sem fram komu fjölmargar at- hugasemdir, ábendingar og til- lögur. Næstum greiðsluþrot. Árið 1983 var óhagstætt borg- arsjóði að því er fjárhagsaf- komu varðar. Við borð lá að borgin kæmist í greiðsluþrot síðari hluta ársins. Raunar hefði svo orðið ef Landsbank- inn hefði ekki hlaupið undir bagga með stórfelldri hækkun á yfirdrætti. Var yfirdrátturinn um áramótin 186 milljónir og hækkaði á árinu um 96 millj. Yfirdráttur á hlaupareikn- ingi í Landsbankanum gefur góða mynd um stöðu borgar- sjóðs á hverjum tíma. Tekjur borgarsjóðs skiluðu sér vel á árinu. Pær urðu aðeins 10,7 millj. minni en áætlað hafði verið eða 0,6%. Útgjöldin fóru liins vegar 67,1 millj. framúráætlun eða4,6%. í ræðu sinni við fyrri umræðu kallaði borgarstjóri þetta frá- vik vera innan ramma fjárhags- áætlunar og þakkaði þann ár- angur ströngu aðhaldi og traustri fjármálastjórn. Sumum sem á hlýddu fannst þetta töluverð kokhreysti hjá borgarstjóranum. Af rekstrar- reikningi fóru því 77,8 milljón- um minna til eignabreytinga en áætlað hafði verið, þ.e. 10,7 millj. lægri tekjur og67,l millj. hærri rekstrargjöld. Af rekstr- arreikningi fóru til eignabreyt- inga 247 milljónir í stað 325 sem áætlað hafði verið. Vantar gleggri reikn- ingsskil Stjórn endurskoðunardeild- ar telur brýna þörf á að endur- skoða núverandi gerð fjárhags- áætlunar og framsetningu árs- reiknings til að ná fram gleggra yfirliti yfir stöðu borgarsjóðs og eftirliti með rekstri borgar- sjóðs og stofnana hans með tilliti til fjárhagsáætlunar. Kannske er fullsterkt til orða tekið að tala um brýna þörf þótt margt mætti vera gleggra og auðskildara í reikningnum. Stjórn endurskoðunardeildar leggur m.a. til að endur- skoðaðar verði þær aðferðir sem notaðar eru við útrcikn- inga á arði fyrirtækja borgar- sjóðs. Eins og nú er er þessi arður eða greiðsla í borgarsjóð 1% af skuldlausri eign viðkomandi fyrirtækis um áramót. Eftir að uppfærsla á eignum varð við- tekin regla liafa þessar greiðslur hækkað gífurlega ntilli ára og stundum mun meira en eðlilegt er. Þannig urðu tekjur þessar 15.652 þús. 1983, en eiga á þessu ári að verða 38,278 þúsund sem er 145% hækkun. Stærstu upp- hæðirnar greiða RR og HR, 23,4 millj. og 11,7 rnillj. Hvar var aðhaldið? Sumir liðir á rekstrarreikn- ingi hafa farið hressilega frant úr áætlun. Þannig var kostnað- ur við Veiði- og fiskiræktarráð, sem lagt var niður á árinu, kr. 670 þúsund en áætlað hafði verið 120 þúsund. Til lagfæringa og endurbóta á húsinu Lækjargata 14a var áætlað 642 þús. Reikningur sýnir hins vegar 2.479 þúsund. Endurbætur á þessu húsi og raunar einnig Lækjargötu 14b eru búnar að standa í 5 ár. Þétta virðist vera eitt af eilífð- arverkefnunum hjá borginni. Samantekt vantar á heildar- kostnaði við þessar annars nauðsynlegu framkvæmdir. Kostnaður við hreinlætis- og heilbrigðismál fór 34 millj. fram úr áætlun eða 24%. Fyrir fjármagnsgjöldum hafði verið áætlað 53.250 þúsund en varð 137,306 þúsund eða 158% um- fram áætlun. Þá varð húsnæðiskostnaður 32% hærri en gert hafði verið ráð fyrir og aksturskostnaður 36% hærri. Samdráttur í skólabyggingum Þrátt fyrir að byggingar- framkvæmdir á vegum borgar- innar væru miklar og færu 24 milljónir fram úr áætlun varð mun minna um framkvæmdir við skóla, íþróttamannvirki og stofnanir fyrir aldraða en áætl- að hafði verið. Til skólabygginga hafði ver- ið áætlað að verja 51 ntillj. en varð ekki nema 35 milljónir. Til íþróttamannvirkja átti að verja 21 milljón en varð aðeins 17 milljónir. Til byggingar stofnana fyrir aldraða átti að verja 23 mill- jónum en þær urðu aðeins 19. Borgarspítali Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að ríkið ætti að reka alla stóru spítalana og að borg- in ætti að afhenda ríkinu Borg- arspítalann. Spítalinn þjónar öllum landsmönnum og er ekk- ert fremur spítali Reykvíkinga en annarra landsmanna. Hins vegar er spítalinn venjulega baggi á borgasjóði, þar sem öll rekstrarútgjöld eru sótt beint í borgarsjóð. Síðan koma endurgreiðslur frá ríkinu. Um áramótin átti borgin úti- standandi 8,4 millj. kr. vegna daggjalda og lagðar höfðu ver- ið út tæpar 30 milljónir vegna rekstrarhalla. í skýrslu endur- skoðenda er athyglisverður kafli um Borgarspítalann. Þar segir: „Með tilvísun til þess, sem segir í skýrslu endurskoðunar- deildar frá fyrra ári varðandi ■ Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi meðferð Borgarspítala á upp- færðum áhaldakaupum og endurgreiðslu ríkissjóðs í formi daggjalda til viðhalds og tækjakaupa, er gerð athuga- semd um að ekki sé rétt farið með þessar færslur og lagt til að þetta rnál verði kannað til hlítar í samráði við daggjalda- nefnd. Þá er og gerð athugasemd um að ekki er sýndur sérstak- lega rekstrarhalli spítalans á árinu né heldur gert ráð fyrir útlögðum fjármunum hans vegna í fjárhagsáætlun. Endurskoðunardeild gerði á síðasta ári tillögu um, að í fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar kæmu fram upphæðir vegna reksturs Borgarspítala Hinn 1. janúar 1981 var hann 10,5 millj. kr. Hinn 1. janúar 1982 var hann 16,3 millj. kr. Hinn 1. janúar 1983 var hann 94,3 millj. kr. Hinn 1. janúar 1984 var hann 186,0 millj. kr. og er gerð athugasemd hér um að svo er ckki gert.“ Borgarspítalinn er vissulega ríki í ríkinu eins og framan- greind athugasemd ber með sér. Eigið veltufé lækkaði um 58 millj. á árinu í efnahagsreikningnum eru veltufjármunir taldir 541 mill- jón og skammtímaskuldir 514 milljónir. Eigið veltufé nemur ■ Úr borgarstjórn. -Við borð lá að borgin kæmist í greiðsluþrot síðari hluta ársins. Raunar hefði svo orðið ef Landsbankinn hefði ekki hlaupið undir bagga með stórfelldri hækkun yfirdráttar. Var yfirdrátturinn um áramótin 186 milljónir og hækkaði á árinu um 96 milljónir. - Skammtímaskuldir hækkuðu á árinu úr 251 milljón í 514 eða hvorki meira né minna en um 263 milljónir. Langtíma- skuldir hækkuðu um 88 milljónir. Samtals varð því hækkun skulda 351 milljón króna. - Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að ríkið ætti að reka alla stóru spítalana og að borgin ætti að afhenda ríkinu Borgar- spítalann. Spítalinn þjónar öllum lands- mönnum og er ekkert fremur spítali Reyk- víkinga en annarra landsmanna.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.