NT - 11.07.1984, Blaðsíða 18

NT - 11.07.1984, Blaðsíða 18
■ Hér er verið að leggja síðustu hönd á gerð vélmennis í bandarískri tilraunastofu Sjónvarp kl. 20.35: Nýjasta tækni og vísindi: Lyftarar, vélmenni o.fl. ■ I kvöld er Nýjasta tækni og vísindi á dagskrá á eftir fréttum, veðri ogauglýsingum. Það eru 12 myndir á dagskrá í þessum vinsæla, hálftíma langa þætti. Sigurður H. Richterstjórnar þættinum og hann upplýsti okkur um efni þáttarins. Fyrsta myndin er um tengi- vagna á dráttarbílum. Þeir eru þungir i meöförum og þegar dráttarbílarnir bremsa vilja tengivagnarnir skrensa út til hliðarinnar, og leggjast jafnvel hlið við hlið við bílinn. Þetta getur valdið slysum, sérstak- lega á hálum hraðbrautum. Myndin fjallar um búnað sem læsir tengivagninn fastan þegar bremsaðer. Þannigerverulega dregið úr hættunni. Næsta mynd er um vélmenni sem getur ferðast um í hcr- bergi, og með hjálp bergmáls- tækni getur það skynjað um- hverfið, og séð hvort hlutir eru í vegi þess, og þá getur það tekið ákvörðun um hvort það fer í kring um hlutinn eða stoppar. Síðan er mynd um rykhjálm. sem ef til vill gæti komið mörg- um íslenskum bændum að notum. Margir bændur hafa þjást af heymæði og þessi hjálmur kemur í veg fyrir hana. Loftið er tekið inn að aftan, það er lítill blásari í honurn, loftið er síað í gegn um loftsíur og síðan er blásið hreinu lofti niður yfir andlit mannsins. Þannig andar sá sem er með hjálminn alltaf að sér hreinu lofti þótt í rykmett- uðu umhverfi sé. Þar næst er mynd um hljóð- bylgjutækni sem er notuð til að kanna líkamsvefi í fólki og kemur í veg fyrir ýmis óþæg- indi sem sjúklingar hafa hingað til þurft að þola. Þá er ísraelsk mynd um rannsóknir á hversu hratt hveititegundir geta myndað rótarkerfi. Viða um heim er svo þurrt loftslag að ekki er unnt að rækta hveiti, en unnið er að því að finna hveititegundir sem geta fest hratt rætur og orðið þannig þolnari í slæmu loftslagi. Svo er áströlsk mynd um hvernig nota má bíldekk til að koma í veg fyrir rof í ár- bökkum af völdum flóða. Þar á eftir er þýsk mynd um járn- brautarlest sem keyrir um allt Þýskaland til að fylgjast með hvort nokkrir gallar séu í tein- unum. Síðan er mynd um sprengiefni sem getur sprengt göt á þykkustu stálhurðir. Sýnd verður mynd um nýja tækni til að ná olíu upp úr sjó með frauðplastefni. Þar á eftir er mynd um lyftara sem getur sent frá sér annan minni lyft- ara. Ef pallur kemur, sem þarf að setja vörur langt inn á getur stóri lyftarinn sent frá sér þann minni með vörurnar alveg inn eftir pallinum. Síðan er mynd um tann- skemmdir og hvernig koma má í veg fyrir og jafnvel laga tannskemmdir með því að nota kalk. Þá er önnur mynd um lyftara, sem er eins og venju- legir lyftarar, með fjögur hjól og gaffal. En hann getur bæði keyrt aftur á bak og áfram, út til hliðanna og snúið sér í hringi á punktinum. Þetta er sænsk mynd og furðulegt að sjá svona lyftara snúa sér í hringi og dansa á staðnum. ■ Á Rás 2 í dag verður nýr stjórnandi við stjórnvölinn í þættinum Út um hvippinn og hvappinn. Það er Inger Anna Aikman semtekur við þættin- num af Arnþrúði Karlsdóttur, sem er að fara til Spánar til að verða útvarpsstjóri þar. Við spurðum Inger hvort mikil breyting yrði á þættinum. „Nei, égbýst við að þetta verði með svipuðu sniði, létt lög héðan og þaðan og úr ýmsum áttum.“ Hvað á að spila? „Það Verða tvö eða þrjú lög af vinsældarlistanum, líklega Elton John og Cindy Lauper, og svo er af eldri lögum lag með Three Degrees og Dolly Parton lætur í sér heyra. Þetta verður líka svolítið sérstakur dagur á Rás 2, það eru óvenju margir kvenmenn sem verða með þætti og ég hugsa að kvenfólk verði í meirihluta meðal flytjenda." ■ Guðlaugur Arason les sögu sína sjálfur. Útvarp kl. 21.40: Vindur, vindur vinur minn - Útvarpssaga eftir Guðlaug Arason ■ Ný útvarpssaga hefur göngu sína í dag, það er sagan Vindur, vindur vinur minn eft- ir Dalvíkinginn Guðlaug Ara- son. Höfundur les sjálfur. Vindur, vindur vinur minn er fyrsta skáldsaga höfundar. Síðan þá hefur hann meðal annars skrifað sögurnar Eld- húsmellur, Pelastikk og Vík- ursamfélagið, og er orðinn einn af þekktustu rithöfundum þjóðarinnar. Hefurðu komið nálægt út- varpi áður? „Það er lítið. Ég var með þátt á mánudegi í síðustu viku ■ í kvöld verður sýnd teikni- mynd um köttinn Gretti, eða Garfield. Grettir ætti að vera lesendum NT vel kunnur, því nýlega fóru að birtast í blaðinu sögur af honum. Myndin sem sýnd verður í kvöld er 24 mínútna löng og nefnist Grettir kemst í hann krappan Sagan hefst þegar Grettir vaknar af værum blundi, og fer inn í eldhúsið þar sem eigandi hans, Jón, er ■ Allir lesendur NT kannast við Gretti. sem hét Dagdraumar, og það er það fyrsta sem ég hef komið nálægt þessu. En ég hef mikinn áhuga.“ að útbúa morgunmat fyrir Gretti, sem samanstendur af venjulegum kattamat. Grettir hefur aðrar hugmyndir og ákveður að borða morgunmat Jóns. Eftir morgunverðinn lenda Grettir og hundurinn Odie í slag og umbylta stof- unni. Jón kemst að þeirri niðurstöðu að Grcttir sé „hyb- eraktívur" og þurfi að fara til dýralæknis. Á leiðinni til dýralæknisins dettur Grettir út úr bílnum. Hann ákveður að nota sér nýfengið frelsi og leita ævin- týra. Eftir nokkrar misheppn- aðar tilraunir til að hitta læður, lendir Grettir í klónum á Ali ketti, sem er foringi illskeytts kattagengis sem nefnist Klærnar. Hvort og þá hvernig Grett- ir sleppur úr klónum á Klónum fáum við að sjá í kvöld. Þýðandi er Guðni Kolbeins- son. Cindy Lauper. Kvenfólk verður ráðandi á Rás 2 í dag. Sjónvarp kl. 21.05: Grettir kemst í hann krappan útvarp Miðvikudagur 11. júlí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn í bítið. 7.25 Leiklimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Hugrún Guðjónsdótt- ir, Saurbæ talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Vesllngs Auðunn" eftir Áge Brandt Guörún Ögmundsdóttir les þýöingu sína (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurf regnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja 11.15 Austfjarðarútan Hilda Torfa- dóttir tekur saman dagskrá úti á landi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Ný þýsk dægurlög 14.00 „Myndir daganna", minning- ar séra Sveins Vikings Sigríður Schiöth les (9). 14.30 Miðdegistónleikar Pepe og Celin Romero leika á gítara Spánska dansa op. 37 eftir Enri- que Granados. 14.45Popphólfið-JónGústafsson. > 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Siðdegistónleikar Tékkneska fílharmóniusveitin leikur Sinfóníu nr. 4 i d-moll op. 13 eftir Antonin Dvorák; Václav Neumann stj. 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við' stokkinn Sigrún Eldjárn segir börnunum sögu. (Áður útv. í júni 1983). 20.00 Var og verður. Um íþróttir, útilíf o.fl. fyrir hressa krakka. Stjórnandi: Matthias Matthíasson. 20.40 Kvöldvaka a. Dulspeki boð- orðanna Sigurður Sigurmundsson i Hvítárholti les grein eftir Grétar Fells. b. Afreksmaður Þorbjörn Sigurðsson les frásöguþátf eftir Björn Jónsson i Bæ. 21.10 Marion Anderson syngur amerísk trúarljóð Franz Rupp leikur á pianó. 21.40 Útvarpssagan: „Vindur, vind- ur vinur minn“ eftir Guðlaug Arason Höfundur byrjar lesturinn. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Aldarslagur. Utanþingsstjórn; annar hluti. Umsjón: Eggerl Þór Bernharðsson. Lesari með honum: Þórunn Valdimarsdóttir. 23.15 íslensk tónlist: Sinfóniu- hljómsveit íslands leikur Stjórn- andi: Páll P. Pálsson. a. Lagasyrpa eftir Arna Thorsteinson. b. „Fornir dansar" eftir Jón Ásgeirsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 11. júlí 10.00-12.00 Morgunþáttur Kynning á heimsþekktum tónlistarmanni eða hljómsveit. Stjórnendur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ólafsson. 14.00-15.00 Út um hvippinn og hvappinn Létt lög leikin úr hinum ýmsu áttum. Stjórnandi: Inger Anna Aikman. 15.00-16.00 Kvennakvartettinn Stjórnendur: Arnþrúður Karlsdóttir og Valdís Gunnarsdóttir. 16.00-17.00 Nálaraugað Djass rokk. Stjórnandi: Jónatan Garðarsson. 17.00-18.00 Úr kvennaburinu Hljómlist flutt og/eða leikin af konum. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. Miðvikudagur 11. júlí 19.35 Söguhornið Viðar Eggertsson segir söguna at Rauða hattinum og krumma Saga og myndir eru eftir Ásgerði Búadóttur. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Nýjasta tækni og vísindi Um- sjónarmaöur Sigurður H. Richter. 21.05 Grettir kemst í hann krappan Ný bresk teiknimynd um köttinn Gretti og ævintýri hans. Þýðandi Guöni Kolbeinsson. 21.30 Úr Safni Sjónvarpsins Hand- ritin - Hátíðarsamkoma i Há- skóla íslands Menntamálaráð- herra Danmerkur afhendir islend- ingum handritin í nafni dönsku þjóðarinnar. 22.30 Berlín Alexanderplatz Þýskur framhaldsmyndaflokkur I fjórtán þáttum, gerður eftir sögu Alfreds Döblins. Leikstjóri Rainer Werner Fassbinder. Þaö er þungur kross að þurfa að greina á milli góðs og iils og Biberkopf varpar öndinni léttara er hann hefur ákveðið að gleyma eiðum sínum og svar- dögum og taka þátt i braskinu með Willy. Það er eins og sólin renni upp þegar hann kynnist Mieze, sem er ung og lagleg og vill leggja allt i sölurnar fyrir hann. Þýðandi Veturliði Guðnason. 23.25 Fréttir í dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.