NT - 11.07.1984, Blaðsíða 27

NT - 11.07.1984, Blaðsíða 27
■ Ásgeir Sigurvinsson er enn að fá rósir í hnappagatið, þó talsvert sé nú síðan keppnistímabilinu í V-Þýskalandi lauk. Nú valdi Kicker hann annan tveggja leikmanna í heimsklassa, en úrtakið var allir leikmenn Búndeslígunnar síðastliðið ár. Ágúst Már Jónsson KR „Vorkenni Eyjamönnum“ ■ NT náði tali af miðvallar- leikmanninum lipra Ágústi Má Jónssyni hjá KR og spurði hann hvernig honum litist á dráttinn í Evrópukeppni félags- liða, UEFA-keppninni. „Éger virkilega ánægöur" sagði Ágúst, „það er alltaf gaman að fá enskt lið sem maður he.ur fylgst með í sjónvarpi og al'ir þeir sem fylgjast með ensku knattspyrnunni þekkja. r.g held að við höfum verið heppn ir og ég hlakka til að spila á móti OPR“ bætti Ágúst við hress í bragði. Aðspurður um möguleika KR-inga sagði Ágúst, „okkar möguleikar geta ekki talist gíf- urlegir en við höfunt ávallt verið með sterka vörn og QPR er mikið sóknarlið* Um dráttinn hjá ÍBV og ÍA sagði Ágúst. „Ég fyllist nú bara samúð með Vestmannaeying- um, það er alveg merkilegt hvað þeir eru alltaf óheppnir." ■ Það væri synd að segja að hann Erhard Wunderlich væri í kunnuglegri stellingu á þessari mynd sem Ari Ijósmyndari NT tók á æfingu hjá v-þýska landsliðinu í handknattleik í gærkvöldi. Handknattleikskapparnir brugðu á leik og léku léttan knattspyrnu- leik á æfmgunni. I kvöld er það hinsvegar handknattleikurinn sem gildir, því þá mæta Wunderlich og félagar íslenska landsliðinu, í Seljaskóla kl. 20. Miðvikudagur 11. júlí 1984 27 Iþróttir íþróttablaðið Kicker velur bestu leikmenn Búndeslígunnar: Ásgeir og Schumacher á heimsmælikvarða ■ Frá Gísla Á Gunnlaugssyi<i fréttamanni NT í Y-I'yskalandi: íþróttablaðið Kicker birti í fyrradag niðurstöður sínar í gæðaflokkun á leikmönnum v- þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Aðeins tveir leik- menn voru taldir á heimsmæli- kvarða, Ásgeir okkar Sigur- vinsson og landsliðsmarkvörð- urinn þýski hjá FC Köln, Tony Schumacher. Þetta er mikill heiður fyrir Asgeir, og sýnir hvflíkt orð hann hefur getið sér sem knattspyrnumaður í V- Þýskalandi. Þetta er ekki fyrsta rósin í hnappagat Ásgeirs Sigurvins- sonar í kjölfar síðasta keppnis- tímabils, þar sem hann leiddi lið sitt VFB Stuttgart til meist- aratitilsins í V-Þýskalandi, en þann titil hafði Stuttgart ekki hlotið í 32 ár. Hann fékk fá- dæma lof fyrir frammistöðu sína, og sömu helgina og Stutt- gart varð meistari var hann valinn af tæplega 200 leik- mönnum í Búndeslígunni knattspyrnumaður ársins. Kicker gerir það á hverju ári að raða leikmönnum niður í gæðaflokka. Eru þeir þá scttir í heimsklassa, þeir sem þar eru KRfékkQPR - í UEFA keppninni-ÍA fékk Beveren-Eyjamenn fengu enn austantjaldslið ■ Það má með sanni segja að Vestmanneyingar séu óheppnir með mótherja í Evrópukeppn- um í knattspyrnu. I gær var dregið í fyrstu umferð Evrópu- keppnanna og IBV lenti gegn WBS Krakow frá Póllandi í Evrópukcppni bikarhafa. Þetta er í níunda sinn sem Eyjamenn taka þátt í Evrópukeppni og í sjötta sinn sem þeir dragast gegn liði frá Austur-Evrópu. KR-ingar voru heppnari, þeir drógust gegn hinu þekkta liði Oueens Park Rangers frá Englandi, í UEFA keppninni. Islands - og bikarmeistarar Akranes voru líka fremur heppnir, þeir leika gegn belg- íska félaginu Beveren í Evrópu- keppni meistaraliða. Vestmanneyingar tóku fyrst þátt í Evrópukeppni 1969, en árið 1978 léku Eyjamenn gegn írska liðinu Glentoran og kom- ust áfram í aðra umferð, en töpuðu þá fyrir pólska liðinu Slask. KR-ingar tóku fyrst þátt í Evrópukeppni 1964 og léku þá gegn Liverpool og tóku síðan þátt í Evrópukeppni á hverju ári fram að 1970. í UEFA- keppninni hafa KR-ingar aldrei tekið þátt. Skagamenn taka nú þátt í Evrópukeppni í II. sinn, fyrst tóku þeir þátt í slíkri keppni 1970. Um frammistöðu lÁ í Evrópukeppnum er skemmst að minnast þess aö Evrópu- meistarar Áberdeen máttu þakka sínum sæla fyrir að kom- ast áfram í fyrra, þegar jieii drógust gcgn ÍA. Árið 1975 komust Skagamenn áfram í Evrópukeppni, með því að leggja Omonia frá Kýpur að velli, en töpuðu síðan fyrir Dynamo Kiev í 2. umferð. taldir eiga heima, og í landsliðs- klassa. Eins og áður sagði var Ásgeir annar tveggja leik- manna sem valdir voru í héimsklassann. Fjöldi leik- manna var síðan valinn í lands- liðsklassa, en hvorugur þeirra Atla Eðvaldssonar og Péturs Ormslev komst í þann hóp.. í ítarlegri úttekt á valinu, segir Kicker meðal annars, að það sé ekki traustvekjandi fyrir þýska knattspyrnu að einungis einn útileikmaður skuli vera í heimsklassa í úrvalsdeildinni, og hann sé útlendingur. Hins vegar sé einkennilegt nokk, að hann komi frá lítilli og fá- ménnri eldfjallaeyju í Noröur- höfum, og hann hafi verið geynrdur á varamannabekkn- um hjá einu stærsta liði landsins, Bayern Múnchen í heilt keppnistímabil. Blaðið fer fögrum orðum um Ásgeir. Það segir hann vera liinn fullkomna stjórnanda knattspyrnuliðs á leikvelli, og hvergi sé á honum að finna veikan blett. Hanrt sé búinn að sýna hvc frábær hann sé á vellinum, og framkoma hans innan og utan vallar sé eins- dæmi. Hann sé svo hógvær að það veki athygli, og sé sönn fyrirmynd allra íþróttamanna. Knattspyrna í kvöld: ■ Það verður niikið að gerast á knattspyrnu- völlum víðsvegar á land- inu í kvöld. I fyrstu deild verða tveir leikir og að sjálfsögðu báðir mikil- vægir. Á Akureyri eigast við KA og ÍBK. KA-menn eru nú næstneðstir í 1. deild (þótt erfítt sé að taia um neðsta sæti þar sem ekki munar nema 3 stigum á neðsta liði og því í þriðja sæti) með 10 stig eins og Valur, UBK og KR. ÍBK er aftur á móti eina liðið sem virðist ætla að hanga í Skaga- mönnum og veitir þeim ekki af sigri. I Kópavogi eigast við Breiðablik og KR en bæði þessi lið eru með 10 stig og verma botnsæti deildarinnar. Þá er fyrirhugað að Vestmannaeyingar og Skagamenn eigist við í 16 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í kvöld, en þessum leik hefur verið frestað marg- sinnis. Þessi lið kepptu til úrslita í bikarkeppninni í fyrra. en síðan þá hefur bil- iö á milli þeirra heldur breikkað. Skagamenn efstir í 1. deild en Eyja- menn um miðja 2. deild. í annarri deild verða fjórir leikir. Á Húsavík mæta heiinamenn Njarð- víkingum. Á ísafirði spila ÍBÍ og Skallagrímur. Tindastóll tekur á móti FH á heimavelli sínum, og loks mætast á Vopna- firði, Einherji og KS. Einn leikur verður í A-riðli 3. deildar, efstu liðin Reynir og Víkingur O mætast í Sandgerði. Þá eru þrír leikir í 4. kemur út 19. júlí n.k. Lifandi biað fyrir lifandi fólk Auglýsingar sem birtast eiga í blaðinu, þurfa að hafa borist auglýsingadeild NT í síðasta lagi föstudaginn 14. júlí n.k. Símarnir eru: 18300 - 687648 og 686481 Lifandi blað AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ! Fylgirit NT um Norðurland

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.