NT


NT - 21.07.1984, Side 3

NT - 21.07.1984, Side 3
 Laugardagur 21. júlí 1984 Mengunarúttekt á járnblendinu: Rykmengun víða yf ir hættumörkum ■ 8.7% sýna af örfínu ryki og 28.9% sýna af heildarryki á starfsmönnum járnblendi- verksmiðjunnar á Grundar- tanga eru yfir hættumörkum. Þá er kvarsmengun yfir hættu- mörkum í 16.1% ryksýna, en mikil kvarsmengun í langan tíma getur valdið sjúkdómi, sem kallast ryk- eða steinlungu. Þetta kemur fram í úttekt, sem vinnueftirlit ríkisins gerði á mengun í járnblendiverk- smiðjunni í september 1983. Kvarsmengunin reyndist meiri en búist var við og í skýrslu vinnueftirlitsins er lögð áhersla á að dregið verði úr henni, þar sem hún er um og yfir hættumörkum. Ryk- mengunin er einkum yfir hættumörkum í ýmsum störfum, sem tilheyra flutninga- deild verksmiðjunnar. Hins vegar er hún yfirleitt fremur lítil við framleiðslu- og við- haldsstörf, þar sem aðstæður eru yfirleitt góðar miðað við það sem hefur þekkst til skamms tíma við hliðstæða framleiðslu. Auk rykmælinga, voru framkvæmdar mælingar á nokkrum lofttegundum í verk- smiðjunni. Sumar reyndust vera undir hættumörkum, aðr- ar yfir. Hávaðamælingar bentu til, að víða þurfi að draga úr mengun af þeim völdum. Loks voru framkvæmdar takmark- aðar loftslagsmælingar og reyndist hitastig alls staðar vera innan þeirra marka, sem miðað er við. í ályktunum skýrslunnar segir, að aðstæður í járnblendiverksmiðjunni séu að mörgu leyti góðar, enda hafi við hönnum verksmiðj- unnar verið reynt að draga úr og takmarka mengun. Segir að öflugt loftræsti- og ryksugu- kerfi eigi ríkan þátt í að halda rykmengun í skefjum víðast hvar. Umsjón: Skafti Jónsson Góð veiði í Fáskrúð Fáskrúð í Dölum var opnuð þann 20. júní og lofaði byrjunin mjög góðu. Fyrsta hollið tvær stangir í tvo daga, fékk fjórtán laxa, en síðan hefur veiðin verið minni, oft fimm til tíu fiskar á hollið. Heildarveiðin var 80 laxar síðdegis á fimmtudaginn, en þann daginn höfðu þrír grálúsugir laxar fengist. Stærsti fiskur sumarsins er 20 pund og fékkst hann á maðk í Efri Brúar- streng. Þegar heimildarmaður Veiði- hornsins var á ferð við Fáskrúð á fimmtudaginn voru þeir Kjartan Guðmundsson og Jón Z. Sigríksson við veiðar í ánni. Jón hefur um árabil starfað í Stangveiðifélagi Akraness, sem hefur haft Fáskrúð á leigu með smáhléum frá 1941. Hann sagði að hér á árum áður hefðu fengist á sjöunda hundrað laxar úr ánni, en seinni ár hefði veiðin verið mun minni. Fáskrúð er laxgeng upp að Kjötlum, sem er um átta kílómetra leið. Frekar treg veiði í Miðá Miðá í Dölum hefur verið opin í einn mánuð og um miðjan dag í gær voru komnir einir 35 laxar á land, sem þykir treg veiði. Nú er hins vegar besti tími árinnar að ganga í garð og gera menn sér vonir um að úr rætist fljótlega. Veitt er á þrjár stangir í ánni. Stærsti laxinn sem fengist hefur í sumar var 17 pund. Talsvert hefur veiðst af bleikju í Miðá í sumar. 300 f iskar úr Laxá í Dölum Þokkaleg veiði hefur verið í Laxá í Dölum undanfarna daga. Á miðviku- dag og fimmtudag fengust 22 laxar úr ánni á sjö stangir. Heildarveiðin var á fimmtudaginn 300 laxar. Athugasemd: Togaraaf- greiðslan EIGUM ENIMÞÁ ÖRFÁA NISSAN BÍLA Á SÉRTILBOÐSVERÐI NISSAN MICRA Úmar Ragnarsson sagði í DV að Nissan væri fisléttur, frískur bensín sparari sem leyndi á sér og sem nær útilokað væri að fá til að eyða bensíni. Verð kr. 252.500,- ■ Ragnar Júlíusson, stjórnarformaður B.Ú.R. og togaraafgreiðslunnar, vildi láta eftirfarandi koma fram vegna ummæla Jó- hannesar Ágústssonar og Þórhalls Helga- sonar hjá Hraðfyrstistöðinni, í frétt NT í gær. „Allir togaraútgerðarmenn sem hafa skipt við togaraafgreiðsluna voru sammála um að fyrirtækið yrði lagt niður í núverandi mynd. Það er því alrangt að BÚR sé að draga sig út úr samstarfinu. Að sjálfsögðu heldur löndun áfram úr togurum, en finna verður nýjar leiðir. NISSAN STANZA 1800 GL Framhjóladrifinn lúxusbfll með lúxus- útbúnaði á kr. 383.000,- Aðeins örfáir bflar. Sýning á bflum á sértilboðs- verði á laugardag og sunnudag kl. 2- 5 að Melavöllum við Rauðagerði. Kr. 10.000. í afslátt ef bíllinn er greiddur innan mánaðar. Tökum flesta eldri bfla upp í nýja. HJÁ OKKUR ER: FJÖLBREYTNIN MEST OG KJÖRIN BEST. INGVAR HELGASON HF Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.