NT - 21.07.1984, Blaðsíða 5

NT - 21.07.1984, Blaðsíða 5
Laugardagur 21. júlí 1984 5 Reykhólasveit: Um 40 þúsund laxaseiðum sleppt í Laxá og Bæjará ■ Það er hugur í tveimur ungum mönnum, Árna Baldurssyni og Gunnari Mássyni, sem eru með Laxá og Bæjará í Reykhólasveit á leigu. Lífleg silungsveiði hefur verið í ánum en lítið hefur fengist af laxinum enn sem komið er þó að alltaf fáist einn og einn og einstöku sinnum fáist þrír, fjórir á stöngina. Ef heppnin verður þeim hliðholl má búast við meiri laxveiði næstu ár. „Við erum með ein 60 þúsund seiði í eldiskerjum hérna úti í á og við ætlum að sleppa þeim öllum í sumar. Priðjungur fer í Þorskafjarðará og 40 þúsund seiðum ætlum við að sleppa hérna hjá okkur, 20 þúsundum í hvora á,“ sagði Gunnar Másson í samtali við NT. Gunnar sagði að megnið af seiðun- um væri sumaralið þannig að fjöldinn segði kannski ekki alla söguna því það væri staðreynd að gönguseiði skiluðu sér mun betur. „Það er nú kannski bjartsýni að búast við að þetta fari að skila sér í verulegum mæli fyrr en eftir tvö ár héðan í frá. En ef ailt gengur að óskum gætu sleppingarnar skilað verulegum árangri,“ sagði Gunnar. Hann Rækjuvinnsla byrjuð á Breiðdalsvík ■ Ný rækjuverksmiðja hóf starfsemi á Breiðdalsvík s.l. þriðjudag, og er rekin af Hraðfrystihúsi Breiðdælinga. Að sögn Viðars Friðgeirssonar, verkstjóra eru það um 10-12 manns sem fá vinnu við vinnsluna - og raunar nokkru fleiri til að byrja með. Er rækjuverksmiðjan því talin veruleg lyfti- stöng fyrir atvinnulíf staðarins, sem telur ekki nema í kringum 200 íbúa. Viðar sagði rækjuvinnsluna fá hráefni af 200 tonna baf - Sandafelli - sem keyptur var á staðinn um s.l. áramót og var gerður út til netaveiða framan af vertíðinni en hefur orðið að landa annars staðar - fyrir vestan og norðan - síðan hann hóf rækjuveiðarnar. Báturinn kom á miðin fyrir austan rétt áður en vinnslan tók til starfa. Viðar sagði í athugun hvort reynt yrði að fá annan bát til rækjuveiða fyrir rækjuvinnsluna . Tryggvi Gíslason flytur erindi á Blöndu- SÍ 23. jÚní. Mvnd ÓHT. Aðalfundur Menor: Gagnrýnir listagagn- rýni blaða ■ Á aðalfundi Menningarsámtaka Norð- lendinga, sem haldinn var 23. til 24. júní, var samþykkt ályktun þar sem listgagnrýni fjölmiðla var harðlega átalin. Segir í álykt- uninni að leggja verði sama mat á list hvar sem hún sé fram borin. Pá segir einnig að ekki megi afgreiða leiksýningar áhugaleikhúsa sem lélegar, ein- ungis af því að þar sé um áhugaleikhús að ræða. Stjórn samtakanna var endurkjörin, með þeim breytingum þó að Atli Guðlausson, sem var gjaldkeri, tók við formanns- embættinu af Kristni G. Jóhannssyni, sem verið hefur formaður frá stofnun samtak- sagði að seiðin væru flest úr ám á Suðurlandi en nokkur hlut úr Laxá og Bæjará. „Þetta er nokkuð góður stofn sem við höfum hérna, stórir fiskar yfirleitt. Og við vonumst til að halda honum," sagði Gunnar. Laxá í Reykhólasveit er laxgeng eina 11 kílómetra en Bæjará hefur verið laxgeng um I kílómetra. í henni hafa þeir Gunnar og Árni verið að gera ráðstafanir til að hlevoa laxinum yfir fyrirstöðu og gera þeir sér vonir um að hægt verði að veiða lax í henni á sjö kílómetra kafla í framtíðinni. Gunnar sagði að nú væri heimilt að veiða á tvær stangir í ánni en ef sleppingarnar skila góðum árangri vonast hann til að Veiðimála- stofnun heimili að minnsta kosti fjórar. „Svæðið sem veitt er á gefur alveg tilefni til þess,“ sagði Gunnar. Þetta eru vænstu fískar sem Gunnar velur til undaneldis. anna. AFMÆLISTILBOD Nú er ár liðið frá því að FIAT Uno! var kynntur hér á landi. Á þessum tíma hefur Uno! selst meira en nokkur annar einstakur bíll á markaðnum. í tilefni þessa hefur verið ákveðið að bjóða Uno! á sérstöku afmælisverði: Uno!BASIC kr. 218.000.* á qötuna! 218.000,- á götuna! TTm BíU ársins 1984 Unol ■> f ;. v' *• • •*jL, ■ ' •* ” . ’ f^LHÍÁLMS^iHF.ÍFTTTA (t\ Smiðjuvegi 4, Kopavogi. Símar 77200 - 77202.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.