NT - 21.07.1984, Síða 4
Aukið launaskrið á vinnumarkaði:
„Sýnir að taxt-
arnir eru undir
öllu velsæmi“
segir Magnús L. Sveinsson, formaður
Verslunarmannafélags Reykjavíkur
L; j & m
Laugardagur 21. júlí 1984 4
■ Ljósl er að launaskrió á
vinnuniarkaðnum hefur mjög
verið að aukst undanfarna mán-
uði. Fréttir hafa borist frá fyrir-
tækjum eins og Flugleiðum,
Sláturfélagi Suðurlands, Hamp-
iðjunni, Mjólkurstöðinni í
Keykjavík og fleirum um yfir-
borganir til einstakra hópa eða
jafnvel alls starfsfólks fyrirtækj-
anna.
„Þetta sýnir okkur bara það
eitt að atvinnurekendur cru
margir hverjir sammála okkur
um að lægstu taxtarnir, þeir sem
eru milli 13 og 20 þúsund, séu
hreinlega fyrir neöan allt vel-
sæmi. Þeir sjá líka að þeir halda
■ Magnús L. Sveinsson.
ekki fólki á þessum töxtum,"
sagði Magnús L. Sveinsson,
formaður V.R.. í samtali við
NT.
Magnús sagðist í sjálfu sér
ekkert hafa út á yfirborganir til
einstakra starfsmanna eða hópa
að setja. Þær sköpuðu þó óneit-
anlega mismunandi aðstöðu fyr-
ir einstaklinga í sömu stéttarfé-
lögum og rækju þar með fleyg í
samstöðu félagsmanna. „Eðli-
lega hugsa þeir yfirborguðu sig
tvisvar um áður en þeir fara út
í verkfali, sem kannski færir
þeim ekki einu sinni kauphækk-
un umfram það sem þeir þegar
hafa,“ sagði Magnús.
Engir galdramenn-nema undir jökli
■ Jón Jónsson á Stykkishólmi hefur verið að snyrta aðeins umhverfið í
góðviðrinu undanfarið. Til þess notar hann orf og Ijá enda vanur að bera orfið
í tún.
Jón er fæddur á Innri-Kóngsbakka í Helgafellssveit þann 7. apríl 1911 og hefur
búið þar alla tíð þangað til sl. haust að hann flutti á Dvalarheimili aldraða í
Stykkishólmi.
„Það er hvergi betra en á Snæfellsnesi - nei við erum engir galdramenn -
kannski þeir undir jökli.“
Jón sagði að það væri gott að vera á Dvalarheimilinu, en lítið um
tómstundastarf. Hann fylgist vel með þjóðmálum og sagði að NT hefði
stórbatnað, nema hvað of mikið væri af auglýsingum. NT-mynd: Árni Sæberg
Pillúna
á rúðusprautuna
Hún er óbrigðult meðal við
óhreinum framrúðum!
(£sso)
Olíufélagið hf
Splendo pillan fæst á bensínstöóvum ESSO
Nleðal
efnahags-
tiWagna
Verslun-
arráðs:
Frjálsir vext-
ir, frjálst verð,
og samningar
um stóriðju
Árnað
heilla
■ 80 ára veröur á mánudaginn
23. júlí Ingimunda Gextxdóttir,
áður til hciinilix að Hlíðarvegi
44, Kópavogi. Hún tekurá móti
gextum í dag laugardag 21. júlí
á heimili xínu, Auxturtúni 2
Hólmavík.
■ Verxlunarráð íxlandx hefur lagt
til að ríkixxtjórnin fylgi eftir þeim
árangri xem hún hefur náð í efnahagx-
málum með því að gefa ákvörðun
vaxta frjálxa, með því að gefa verð-
myndun frjálxa, og með því að leita
xamninga við nýja xtórkaupcndur á
raforku.
Segir Verslunarráðið að þessi skref
beinist að innri skilyrðum hagkerfis-
ins, og því að „losa þarf um þær
viðjar, sem atvinnulífið er enn í.“
Þá leggur Verslunarráð til að við-
skipti með gjaldeyri verði frjáls og
fyrirtæki fái rúmar heimildir til er-
lendrar lántöku án ríkisábyrgðar,
sölu ríkisfyrirtækjaverði haldið áfram
af krafti, einokun ríkisins á sölu á
áburði, áfengi, grænmeti og þjónustu
á sviði fjarskipta og útvarps verði
afnumin, frjáls verslun með landbún-
aðarvörur á vinnslu- og dreifingarstigi
verði hafin, og opinberir sjóðir verði
sameinaðir í þrjá sjóði, sem síðan
verði breytt í hlutafélög er starfi á
grundvelli arðsemi.
Síðast en ekki síst vill Verslunarráð
að við nýtingu fiskimiðanna verði
frjáls sala á aflakvótum heimiluð og
undirbúið að koma á sölu veiðileyfa í
þeirra stað.
Hver getur sparað fyrir ríkið?
Viðurkenningar fyrir um-
boðsmannakerfi, persónu-
afslátt, og örorkuvottorð
■ Fjöldi tillagna hefur borist til sam-
starfsnefndar um hagræðingu í opinber-
um rekstri. Hefur ncfndin, sem starfaði
undir kjörorðinu Hagsýni ’84 - Betri
þjónusta, lægri kostnaður, sent margar
þessara tillagna til viðkomandi yfir-
valda, ásamt ósk um að þeim verði
hrundið í framkvæmd hið fyrsta.
Samstarfsnefndin veitti sérstakar
viðurkenningar fyrir þrjár tillögur.
Hörður Barðdal hlaut viðurkenningu
fyrir tillögu um að þeir sem búa við
sannanlega örorku verði leystir undan
þeirri kvöð að þurfa að skila árlegu
læknisvottorði um örorku sína til Trygg-
ingastofnunar ríkisins. Vottorðin hafa
verið skilyrði Tryggingastofnunar fyrir
þátttöku í kostnaði öryrkja vegna hjálp-
artækja, en eru, segir Hörður, ástæðu-
laus og til óþæginda.
Jón Eiríksson, skattstjóri á Vestur-
landi, fékk viðurkenningu fyrir tillögu
um að umboðsmannakerfi skattstjóra-
umdæmanna verði lögð niður. Jón telur
kerfið orðið ónauðsynlegt og jafnvel
hamla starfi skattstjóra. Þetta kerfi
kostaði ríkið í fyrra a.m.k. tvær milljón-
ir króna, en þær væri hægt að spara ef
bæjar- og sveitastjórnir tækju starfið að
sér án endurgjalds.
Sigurður Kristjánsson, afgreiðslu-
stjóri, og Sólveig Guðmundsdóttir,
skrifstofustjóri, fengu síðan viðurkenn-
ingu fyrir tillögu um að persónuafsláttur
verði framvegis látinn ganga til greiðslu
sóknargjalda, kirkjugarðsgjalda og
gjalds í framkvæmdasjóð aldraðra, til
viðbótar við útsvat eignaskatt og sjúkra-
tryggingagjald eins og nú er. Segja þau
að með þessu mætti spara innheimtu
gjalda hjá skattgreiðendum með mjög
lága álagningu, þar sem innheimta svari
ekki kostnaði. En í Reykjavík einni er
talið að fjöldi þessara gjaldenda sé á
milli tíu og ellefu þúsund.